Morgunblaðið - 27.03.1981, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981
Lýsa andstöðu við
ýmsar skipulagstil-
lögur á Austursvæði
Sjálfstæðismenn í umhverfisráði:
Á fundi umhverfismálaráðs á miðvikudag, þar sem fjallað var
um tillögur að nýju skipulagi á svunefndum austursvæðum, sem
Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Borgarskipulags lagði fram,
lýstu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þau Elín Pálmadóttir, Magnús
L. Sveinsson og Sverrir Scheving Thorsteinsson, með bókun
andstöðu sinni við marga þætti tillagnanna frá umhverfis- og
útvistarsjónarmiði, jafnframt þvi sem þau viku að afstöðu
meirihluta ráðsins frá næsta fundi á undan. Afstaða fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins er svohljóðandi:
AÐALSKIPULAG REYKJAVÍKUR
LANDNOTKUN A AUSTURSVÆOUM
1981 - 1998
MKV I 10000
HRf»N I8U04*BYGCW>
IÖOOARBYGGiO. ATVINNULÓOiR
ALtr AO JOX SVAEOIS
HttFIM AttflUIMMvwnt
«— SfOf NBRAUTIR
--- TENGIBRAUTW
TCNGINOAR Vl»> STOfNÖRAUTIft
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
átelja harðlega vinnubrögð meiri-
hluta umhverfismálaráðs við með-
ferð þess á tillögum skipulags-
nefndar um nýbyggð á austur-
svæðum. Þessar hugmyndir skipu-
lagsnefndar fela í sér grófa atlögu
að mörgum þeim hagsmunum,
sem umhverfismálaráð á að gæta,
samkvæmt þeim lögum, reglu-
gerðum og samþykktum, sem um-
hverfismálaráð starfar eftir. Þrátt
fyrir þetta lýsir meirihluti ráðsins
sig í bókun „í meginatriðum sam-
mála þeim þáttum tillögunnar,
sem að verksviði ráösins lúta“. Að
vísu gerir meirihlutinn í þeirri
bókun í fundargerð nokkrar at-
hugasemdir og fyrirvara við til-
lögur skipulagsnefndar, en þar er
einungis um máttlaust yfirklór að
ræða, sem enga raunhæfa þýðingu
hefur eftir að skipulagið hefur
verið samþykkt, en er samt vís-
bending um að meirihlutinn í
umhverfismálaráði sé ekki alls
kostar sáttur við að bera að sínum
hluta ábyrgð á þessu nýja skipu-
lagi, en hafi ekki kjark til að
hafna þáttum, sem svo augljóslega
eru í andstöðu við umhverfis- og
útivistarmál.
Við lýsum furðu okkar á að
meirihlutinn skuli t.d. geta lýst sig
samþykkan þessum þáttum:
1) Að vatnsbólin við Bullaugu
verði niðurlögð sem neysluvatns-
ból meðan ekki er vitað hvort
vatnstaka með dælingu á Myllu-
lækjar og Jaðarsvæðinu kann að
koma fram sem rýrnun á vatni
Elliðaánna, en svonefnd „vatns-
bólanefnd" er rétt að byrja að
rannsaka þann þátt. Við teljum
öflun nægs, hreins neyzluvatns
fyrir borgarbúa, án þess að gengið
verði á vatnsforða Elliðaánna, svo
mikilvægt atriði að ekki komi til
mála að draga úr vatnsöflunar-
möguleikum annars staðar fyrr en
rannsóknir hafa farið fram, og að
ekki sé verjandi að setja framtíð
Elliðaánna í hættu sem veiði-
svæði.
2) Að gengið verði nær Elliða-
ánum með byggð en þegar er orðið
og gert er ráð fyrir í fyrri
samþykktum ráðsins um umhverfi
og útivist. Við höfnum því alger-
lega hugmynd um nýtt bygginga-
svæði með íbúða- og stofnana-
byggð neðan Stekkjarbakka. Þessi
tillaga gengur þvert á þá hugmynd
sem umhverfismálaráð hefur haft
um friðun Elliðaárdals.
3) Að gerðar séu fleiri brýr yfir
Elliðaárnar en áður voru taldar
nauðsynlegar. Umhverfismálaráð
taldi á sínum tíma að besti kostur
væri að tengja hverfin beggja
megin Elliðaánna og tryggja sam-
gönguöryggi með brú hátt yfir
dalnum, Höfðabakkabrú, en hafn-
aði mörgum smábrúm. Erum við
andvíg því að nú verði samt til
viðbótar gerð ný brú skammt ofan
við hana.
4) Að með niðurfellingu aðal-
brautar sunnan Höfðabakkabrúar
sé öll umferð af henni leidd inn á
íbúðarsvæðin — þ.e. á nábýlisgötu
við neðra Breiðholt annars vegar
og í gegn um efra Breiðholt hins
vegar. Við teljum eðlilegra að
umferðin af Suðurlandsvegi á
Reykjanesbraut fái framrás um
áður fyrirhugaða braut neðan
hverfanna og utan byggðarinnar.
5) Að tekin séu undir byggð á
Árbæjarholti frátekin útivistar-
svæði, sem umhverfismálaráð hef-
ur haft forustu um að planta í og
græða. Við teljum nú sem hingað
til, að þetta svæði eigi að verða
viðbót við útivistarsvæðið í Elliða-
árdal og safnasvæði, borgarbúum
til ánægju í framtíðinni.
6) Að léð skuli máls á því að
reisa atvinnuhúsnæði á fyrirhug-
uðu útivistarsvæði íbúa í Ár-
bæjarhverfi, milli Hraunbæjar og
Bæjarháls. Við teljum að ekki
veiti af að halda þessu sem opnu
svæði í nánd við fjölmennustu
götu Reykjavíkur.
7) Að fallist skuli á skipulag til
samþykktar áður en tryggt er
nægilegt svigrúm fyrir hesta-
menn. Við teljum að tryggja verði
hestamönnum athafnarými og
greiðar reiðgötur frá því, áður en
skipulögð er önnur byggð á svæð-
inu.
8) Að umhverfismálaráð ljái
máls á því að rýra gæði golfvallar-
ins. Á sama hátt og hestamennsku
teljum við golf svo mikilvægt og
gott sport til útivistar og ánægju
að ekki verði gengið frá skipulagi
sem rýrir möguleika þess og klíp-
ur af því svæði sem það nú hefur.
9) Áð setja byggð svo nálægt
Rauðavatni, án þess að umhverfis-
málaráð hafi fengið til meðferðar
eða umsagnar þá þætti, sem snúa
að mengunarvörnum vatnsins og
almennri náttúruvernd umhverfis
það. Við teljum að það hefði átt að
koma á borð umhverfismálaráðs,
sem náttúruverndarnefndar
Reykjavíkur, þegar fyrst kom til á
Borgarskipulagi að setja byggð
þétt að Rauðavatni og í Hólms-
heiðina, þar sem umhverfismála-
ráð hefur staðið að uppgræðslu og
verndun, og ætlumst til að um
þetta verði fjallað, þótt seint sé.
Bókun meirihlutans
Afstaða sú, sem þarna var vikið
að, er bókun fulltrúa Alþýðu-
bandalagsins, þeirra Álfheiðar
Ingadóttur og Hjörleifs Stefáns-
sonar, Alþýðuflokksins Hauks
Mortens og Framsóknarflokksins
Örnólfs Árnasonar frá fundinum á
undan. Svohljóðandi:
Umhverfismálaráði hefur verið
kynnt tillaga að aðalskipulagi
svonefndra austursvæða og lýsir
sig í meginatriðum sammála þeim
þáttum hennar, sem að verksviði
ráðsins lúta. Lýsir ráðið ánægju
með að í fyrsta sinn er greint á
milli a) sérstakra útivistarsvæða
og friðlanda, b) opinna svæða til
sérstakra nota, c) óbyggðra svæða
og d) stofnanasvæða. Hins vegar
lýsir ráðið óánægju með að ekki er
gerð grein fyrir göngu- og hjól-
reiðastígakerfi svo og reiðgötum í
tillögunni.
Við afmörkun útivistarsvæða og
friðlanda hefur í stórum dráttum
verið tekið tillt til óska umhverfis-
málaráðs sem setur fram eftirfar-
andi ábendingar og fyrirvara við
afgreiðslu tillögunnar nú:
1. I undirbúningi er afmörkun
fólkvangs í Elliðaárdal og áskilur
umhverfismálaráð sér fullan rétt
til tillögugerðar í því sambandi.
Frekari vegar- eða brúarlagning
um dalinn (við Vatnsveitubrú og
Ofanbyggðaveg) krefst náinnar
skoðunar enda þarf að vanda
sérstaklega til slíkra framkvæmda
ef nauðsynlegar eru. Þá setur
ráðið sama fyrirvara um afmörk-
un safnasvæðisins í Árbæ, sem er
í athugun hjá undirnefnd.
2. Forsenda fyrirhugaðrar
byggðar og atvinnusvæðis norðan
Grafarvogs er tenging frá Vestur-
landsvegi yfir voginn. Mælir ráðið
með brú á þeim stað sem tillagan
gerir ráð fyrir en bendir á að á
henni verður að vera mikið haf svo
lífríki vogsins spillist ekki.
3. Við deiliskipulag íbúðabyggð-
ar við Rauðavatn verður að
tryggja greiðar gönguleiðir milli
lóða niður að opna svæðinu við
vatnið svo og að útivistarsvæði í
Eggjunum og í skógræktinni
sunnan vatnsins.
4. Lega Ofanbyggðavegar um
Selás er í samræmi við samkomu-
lag umhverfismálaráðs og nátt-
úruverndarnefndar Kópavogs en
ráðið leggur áherslu á að við
brúarstæði yfir Elliðaár verður að
tryggja sem minnstar fyllingar
yfir Elliðaárnar. Gera þarf ráð
fyrir göngum undir veginn og
velja þeim stað í samráði við
hestamenn.
5. Norðan Stekkjarbakka er
flæmi, sem samkvæmt núgildandi
skipulagi átti að leggja undir
vegarstæði en á tillögunni er
ætlað undir íbúðabyggð eftir alda-
mót. Umhverfismálaráð telur að
þessi breyting á landnotkun sé
æskileg m.a. með tilliti til þess að
svæðinu mun ekki verða ráðstafað
á skipulagstímabilinu.
6. Vestan Bæjarháls er há-
spennuloftlína á svæði sem íbúar í
Hraunbæ hafa óskað eftir að gert
yrði að útivistarsvæði og gerir
tillagan ráð fyrir að á því megi
reisa atvinnuhúsnæði á þremur
lóðum. Ráðið telur brýnt að loft-
línan verði sett í jörð svo svæðið
nýtist og telur að þrifaleg fyrir-
tæki eða verslanir gætu átt þar
heima, en því aðeins að íbúar í
næsta nágrenni séu því samþykk-
ir.
Á fundinum á miðvikudag
frestaði formaður málinu til
næsta fundar.
Hœst ber permanent
og litabreytingar
NÝLEGA var sagt frá ferð
hóps hárgreiðslumeistara.
sem fóru til Wella Studium í
Darmstadt í Vestur-Þýzka-
landi og birt mynd af þeim.
í framhaldi af því hafa
þátttakendur ferðarinnar
haft samhand við hlaðið og
skýrt frá ýmsu því sem þeir
lærðu og sem efst er á haugi
nú í hárgreiðsiu. En það er
aðallega permanent og lit-
un, að þeirra sögn.
— Permanent verður mikið í
tísku áfram, í öllum myndum og
síddum, sagði hárgreiðslufólkið.
Og var í Darmstadt kennd sér-
stök litatækni. Er hægt að fá
litabreytingar, án þess að allt
hárið sé litað, t.d. hafðar strípur
í öllum regnbogans litum.
Ennfremur má vekja athygli á
partalitun, sem nú ryður sér
mjög til rúms. En með góðri
litatækni verður hárið mjög eðli-
legt.
Á meðfylgjandi myndum, sem
teknar voru eftir að hárgreiðslu-
meistararnir komu heim og tóku
til starfa aftur, eru sýnishorn af
því sem hæst ber, að þeirra
dómi. Stutt og sítt hár, allt
virðist vera í tísku, segja þeir.
Skrúfudagurinn er á sunnudag
ÁRLEGUR kynningar- og
nemendamótsdagur Velskóla
íslands — Skrúfudagurinn
— er nú haldinn hátíðlegur í
átjánda sinn laugardaginn
28. mars kl. 13.30-17.00.
Þennan dag gefst nemendum og
aðstandendum þeirra kostur á að
kynnast nokkrum þáttum skóla-
starfsins. Nemendur verða við
störf í verklegum deildum skólans
og veita þeir upplýsingar um
kennslutækin og skýra gang
þeirra. Auk þess halda þeir sýn-
ingu á kennslubókum og öðrum
kennslugögnum.
Nemendur Vélskólans eru að
búa sig undir hagnýt störf í þágu
framleiðsluatvinnuvega þjóðar-
innar og er því að vænta að
marga, bæði yngri og eldri, fýsi að
kynnast því með hvaða hætti þessi
undirbúningur fer fram og hvern-
ig búið er að nemendum.
Skólinn telur mikilvægt að
halda tengslum við fyrrverandi
nemendur og álítur það vera til
gagns og ánægju fyrir báða aðila.
Kaffiveitingar verða á vegum
félags vélstjó”akvenna, Kvenfé-
lagsins Keðjunnar, í matsal Sjó-
mannaskólans frá kl. 14.00.
Að Skrúfudeginum standa þess-
ir aðilar: Skólafélagið, Kvenfélag-
ið Keðjan, Vélstjórafélag íslands
og Vélskóli íslands.
Samkoma
og útifundur
SAMTÖK herstöðvaandstæðinga
efna til baráttusamkomu í Há-
skólabíói sunnudaginn 29.marz,
klukkan 14. Mánudaginn 30. marz
halda samtökin síðan útifund á
Austurvelli, framan við Alþingis-
húsið og hefst sá fundur klukkan
18. Hinn 30. marz eru liðin 32 ár
frá inngöngu íslands í Atlants-
hafsbandalagið.
MYNDAMÓT HF.
PRENTMYNDAGERÐ
AÐALSTRCTI • SlMAR: 17152- 17355