Morgunblaðið - 27.03.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.03.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981 5 Jón Ásgeirsson, tónskáld: Ávarp í tilef ni af Alþjóða leiklistardeginum 1981 Jarðarkringlan ukkar er eitt stórt hrinnsvið. i hrikalegri um- Kerð óendanleikans. Leikverkið er miskunnarlaus upplifun au^na- blika, er safnast siðan saman í óskýra mynd fortíðarinnar. Framvinda leiksins er barátta mannsins við sjálfan sig og um- hverfi sitt. Hvort sem atburðurinn snertir heilar þjóðir, eða er svo smár, sem sungið er yfir vöggu- barni, er mikilvægi hans fyrst og fremst fólgið í upplifun einstakl- ingsins og rétti hans til að varð- veita sjálfan sig. Ef leikstjórnin verður miskunnarlaus, fær leikur- inn yfirbragð fáránleikans og allt fer að lokum úr bondunum, svo að gera verður smá leikhlé. Síðan heldur leikurinn áfram, næstum eins og ekkert hafi skeð. Það kemur þó stöku sinnum fyrir, að gömul saga er endursögð, því svo virðist sem þessi gamla sögn sé í rauninni að ské þá stundina. Sagan getur aldrei verið nákvæm upplifun lið- ins tíma, heldur er hún túlkuð og lifuð í nútiðinni hverju sinni. I sögum, söngvum og myndum eru minni fortíðarinnar varðveitt og þannig er fortíðin samferða líðandi nútíð og því eins konar leikrit í leikritinu. í einum afkima þessa stóra hringsviðs, hér uppi á Islandi, var leikurinn í leikritinu, fyrr á öldum, fluttur af sagnamönnum og söngv- urum. Sviðsmyndina þurfti hver hlustandi að ímynda sér, en samt er munurinn á baðstofunni og leiksviði nútímans í rauninni vart merkjanlegur og sögumaðurinn hinn sami og leikarinn í dag. Að segja sögu, túlka tilfinningar og flytja boðskap er enn framvinda fortíðar og nútíðar. Leikurinn í leikritinu, leikhús nútímans, fjall- ar um einstaklinginn, drauma hans og veruleika, gleði hans og sorg, baráttu hans og örlög og áheyrendur taka þátt í leiknum, hlæja eða gráta. Hvort sem vett- vangurinn er baðstofa, illa búin ljósum, eða fullkomnasta leiksvið Jón Ásgeirsson. veraldar, er hver leikur aðeins tímabundin og staðfærð afmörkun þeirra umsvifa mannlífs, er alls staðar blasa við, ein stund, eða einn dagur í leikhúsi mannkynsins. Skilafrestur framlengdur MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá rikisskattstjóra: Ríkisskattstjóri hefur í dag ákveðið að framlengja áður ákveð- inn skilafrest skattframtala ein- staklinga, sem hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, frá 31. mars til og með 30. apríl 1981. Ingvar Gíslason í heimsókn til Sviþjóðar Menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason, hefur þegið heimboð menntamálaráðherra Svíþjóðar, Jan-Erik Wikström, dagana 26.— 28. mars. Er hér um að ræða endurgjald heimsóknar sænska ráðherrans til íslands í nóvember sl. Stúdentaráð: Vinstrimenn ræða við umbótasinna VINSTRIMENN innan Háskóla íslands hafa nú tekið boði um- bótasinna um opinberar viðræð- ur um stjórnarmyndun innan stúdentaráðs. Áður höfðu um- bótasinnar hafnað boði Vöku um slíkar umra-ður. þar til nánari skýringar fengjust á ýmsum at- riðum, sem fram höfðu komið i óformlegum viðræðum þeirra og þar til kannað hefði verið hvort málefnalegur umræðugrundvöll- ur við vinstrimenn væri fyrir hendi. Enn er þó ekki ljóst á hvern hátt meirihluti innan stúdenta- ráðs verður myndaður, þar sem ljóst er að umbótasinnar vilja kynna sér mögulegt samstarf beggja hinna fylkinganna áður en þeir taka afstöðu og virðast þann- ig ætla að nýta sér oddastöðu sína til að ná sem flestum málum sínum fram. Því virðist stjórn- armyndunin velta á því hvor stóru fylkinganna er reiðubúin til að fórna meiru til að komast í stjórn, en úr því ætti að fást skorið innan skamms, því stjórnar- og nefnda- kjör skal fara fram ekki síðar en 1. apríl næstkomandi. Árni Reynis- son hættir hjá Náttúru- verndarráði ÁRNI Reynisson, framkvæmda- stjóri Náttúruverndarráðs, hefur sagt upp störfum hjá ráðinu og hættir 30. júni næstkomandi. Mbl. hafði samband við Árna, og spurði hann hvers vegna hann væri að hætta og hvað hann ætlaði að fara að gera. Hann sagði að þetta væri búinn að vera mikill sprettur í 10 ár og einhvern tíma þyrfti að binda enda á hann. Á þessum áratug væri búið að frið- lýsa 60 svæði og feikilega mikið hefði verið unnið við að leysa árekstra við mannvirkjagerð og aðra röskun. Hvergi hefði sér þótt skemmtiiegra að vinna. En gífur- legt aðstreymi væri af verkefnum og ekkert hefði ræst úr með mannafla og fjármuni til að leysa þau. Árni sagði að uppsögn sín væri endanleg. Hvað við tæki væri óljóst. Hann vissi það blátt áfram ekki. '-------------------------------------------- '‘Ví-r'l' •VV<Á ■ . ' - : #• í- 1 ’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.