Morgunblaðið - 27.03.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.03.1981, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981 Hermína S. Kristjánsson: Hlusta mikið en spila sjálf lítið núorðið ÞEGAR ég hóf störf við Tónlistar- skólann var ég búin að dvelja 20 ár erlendis haði við nám ok kennslu og fyrstu árin eftir heimkomuna tók ég nemendur í einkatíma, en hóf síðar að kenna við skólann. sagði Hermína Sigurgeirsdóttir Kristjánsson píanókennari i sam- tali við Mbl., en hún er nú hætt störfum fyrir rúmum tveimur ár- um. Hermína S. Kristjánsson bjó m.a. í Kaupmannahöfn og síðan í Ham- borg ár og stundaði hún fyrst nám en síðar kennslustörf. Var hún úti öll stríðsárin og kom hingað árið 1945. — Fyrstu þrjú árin eftir að ég kom heim tók ég nemendur í einkatima og þótti þá ekki mikið að hafa 25 nemendur. Þeir urðu seinna um 40 og þá rak ég þetta eins og nokkurs konar skóla, en það sem háði sífellt var húsnæðisleysið, en ég vildi í fyrstunni kenna heima við og fór því ekki strax að kenna við Tónlistarskólann. En þar kom að við vorum á götunni og þá hringdi ég í Pál ísólfsson, sem þá var skólastjóri og spurði hvort ég gæti ekki fengið píanókennslu við Tónlistarskólann og varð það úr. Við Tónlistarskólann kenndi ég síðan í 30 ár eða allt til haustsins 1978 að ég hætti og hef ekki tekið nemendur síðan. Var ég yfirkennari við yngri deildir í áratugi og form- lega í 15 ár eftir að ég hafði verið fastráðin. Það var stórt skref fram á við þegar stofnuð var píanókennara- deildin árið 1963, en henni veitti ég forstöðu í 14 ár og kenndi ég líka kennslufræði. Nemendur þurfa að taka inntökupróf í deildina og verða að hafa lokið 8. stigi. Þetta er tveggja ára nám og námsfög eru átta talsins. Spila fyrir sjálfa mig? Nei, ég geri lítið af því, en ég sæki tónleika, hlusta á einhverja af þeim 170 plötum sem ég á, eða tónlist í útvarpi þannig að tónlistin er ekk- ert horfin frá mér. Ég hef líka stöku Hermína S. Kristjánsdóttir. Ljósm. Rax. að ieik loknum. Fyrst voru þessir nemendatónleikar í Trípólíbíói, síð- ar í Austurbæjarbíói og nú eru þeir einnig í Háteigskirkju, Norræna húsinu, Háskólabiói og víðar og fer þessi starfsemi sífellt vaxandi. Félag tónlistarkennara gerði Hermínu að heiðursfélaga sínum á síðasta ári og segir m.a. í heið- ursskjalinu að hún hafi lagt grund- völl að þeirri píanókennslu, sem byggt er á í dag. Eru nemendur alltaf ánægðir með það sem þeir eiga að æfa? — Það getur náttúrlega verið misjafnt, en ég reyndi að velja alltaf verk, sem hæfðu hverjum og einum. Ég man t.d. eftir einum nemanda, sem vildi ekki spila nútímaverk, en það er þó hluti af náminu. Ég sagði við hann að við skyldum ekki æfa þau fyrst um sinn, en svo þegar mér fannst hæfa, kom ég með lítið lag eftir norska tónskáldið Severud og þá var það allt í lagi. Þannig þarf að sinna hverjum nemanda mjög vel og ég hygg að samband nemenda og Frá einni heimsókninni á Grund. Lengst til vinstri er Hólmfriður Sigurjónsdóttir og hægra megin er Hermina S. Kristjánsdóttir. sinnum hlustað á nemendur, sem hafa beðið mig, ef þeir eru t.d. að undirbúa sig fyrir lokapróf og tón- leika samfara þeim. Hermína S. Kristjánsson var nemendum stoð og stytta í sam- bandi við hvers kyns tónleika, sem haldnir eru á vegum Tónlistarskól- ans, bæði tónleikum innan veggja skólans svo og opinberum tónleik- um. — Við höfum alltaf reynt að leggja mikið upp úr því að nemend- ur lærðu að koma fram á tónleikum (Björn Ólafsson gaf mér titilinn „siðameistari" Tónlistarskólans), enda er það hluti af námi þeirra. Þá var ég alltaf á bak við tjöldin t.d. í Austurbæjarbíói og reyndi að draga úr taugaspennu nemendanna, ég reyndi að segja þeim að vera glaðir og hressir, horfa fram í salinn þegar þeir gengju fram á sviðið og gera sitt besta og svo tók ég á móti þeim kennara sé hvergi eins mikið eins og einmitt í tónlistarnámi. Að lokum nefndi Hermína S. Kristjánsson einn þátt í starfi skólans, sem minna hefur farið fyrir síðustu árin: — Við fórum stundum með kannski 20 manna hóp á Élliheimil- ið Grund og spiluðum þar fyrir gamla fólkið. Var þar bæði um einleik að ræða, kammerverk voru flutt og spilað var tvíhent, fjórhent og sexhent á pianó og sungið. Oft var þetta gert í framhaldi af nemendatónleikunum. Síðar var einnig farið á Vífilstaði og Hrafn- istu. Alls staðar var okkur vel tekið og fólkið var þakklátt fyrir þessar tónlistarstundir. Ég man eftir að ég fór með 10 til 15 nemendur yngri deildar Tónlistarskólans í útvarpið og spiluðu þeir allt efni í barnatím- anum, bæði tvíhent, fjórhent og sexhent og gekk það mjög vel. Baldur Pálmason var kynnir. Guðný Björk Hauksdóttir, „frú Suga“ og Ástráður Haraldsson, „Ödipus könungur“ í leikritinu „Vatzlav“. Ljósmynd Mbl. Emilla Bjórit Leiklistarf élag MH frumsýnir Yatzlav FÖSTUDAGINN 27. mars mun Leiklistarfélag Menntaskólans við Hamrahlið frumsýna „Vatzlav“, leikrit Pólverjans Slawomir Mrozek. Nafn hans ætti að koma kunn- uglega fyrir sjónir, því 3 önnur leikrit hans hafa verið tekin til sýninga hérlendis. Þau eru: „Tangó", LR ’67, „Á rúmsjó", Þjóðleikhúsið og LFMH og „Með- göngutími", LR. Þýðinguna gerði Karl Ágúst Úlfsson en uppsetningunni stjórn- aði Andrés Sigurvinsson, og Lárus Björnsson sér um lýsingu. Vatzlav verður frumsýnt í há- tíðasal Menntaskólans við Hamra- hlíð föstudaginn 27. þessa mánað- ar, þ.e. í kvöld klukkan 20.30. Steinullar- verksmiðjan: Tveir stærð- armöguleikar í myndinni „ÞAÐ ER UM tvo mögulcika að ræða, annars vegar minni verk- smiðju. sem anna myndi eftir- spurninni innanlands. og hins vegar stærri verksmiðju. sem framleiða myndi fyrir innan- landsmarkað og til útflutnings." sagði Hörður Jónsson. fulltrúi iðnaðarráðuneytisins í svokallaðri Steinullarnefnd. i samtali við Mbl.. er hann var inntur álits á ummælum Gottfreðs Árnasonar í grein í blaðinu. að markaðurinn hér væri svo lítill fyrir steinull. að framleiðsla steinullarverksmiðju hér á landi yrði að byggjast að miklu leyti á útflutningi. „Annars vegar yrði um að ræða verksmiðju af stærðargráðunni 14.500 tonn og hins vegar í kringum 6.000 tonn,“ sagði Hörður ennfrem- ur. Hörður sagði ennfremur að- spurður, að skýrsla nefndarinnar myndi væntanlega liggja fyrir inn- an fárra daga. Jakob Sigurðsson: Er nauðsynlegt að flytja inn fiskiskip til Djúpavogs? í MORGUNBLAÐINU þann 25. þ.m. birtist grein undir fyrir- sögninni: „Nauðsynlegt að fá skip erlendis frá, þar sem engin heppileg skip er að fá innan- lands“. Þessi grein er framhald af umra'ðum undanfarið i blöðum og sjónvarpi af hálfu forystu- manna á Djúpavogi um verkefna- leysi nýs frystihúss þar á staðn- um og nauðsyn til úrbóta. Hafa þeir sérstaklega lagt áherzlu á óskir um að fá innflutt skip. eitt eða fleiri, til öflunar hráefnis, og þá um leið getið þess, að þeir hafi fyrst og fremst hug á skipi um 200 brúttólestir að stærð, um 35 metra löngu. sem vel væri hæft til togveiða, netaveiða og sildveiða. Skv. ofanncfndri grein. og öðrum svipuðum, cr þvi haldið fram. að slikt skip sé nú ekki fáanlegt hér á landi. Nú vill svo til að Bás hf. í Reykjavík hefir undanfarið verið að bjóða Djúpavogsmönnum (Bú- landstindi hf.) nákvæmlega svona skip. Það heitir Fram RE 12, og í fáum orðum má lýsa því þannig: Það er 203 brúttólestir að stærð, 34,87 m langt. Það er með hálfyfir- byggðu þilfari, skutrennu og þannig sérhæft fyrir skutdrátt á togveiðum. Aðalvél er Brons 1000 hö., sett ný í skipið árið 1978. Þá um leið var settur í það nýr gír (Seffle) ásamt öxli og skrúfu og skrúfu- hring. Má fullyrða að ekki séu aðrir bátar af svipaðri stærð hérlendis betur búnir eða hæfari til togveiða. Ný ljósavél var sett í skipið um leið og aðalvélin, en hin ljósavélin, sem var eldri, bilaði fyrir skömmu, og var þá önnur ný sett niður nú í febrúar sl. Skipið er búið ágætum nýlegum fiskileitartækjum, en nýr radar, nýr loran C og mælir á olíunotkun voru settir í það sl. haust. Sigling- ar- og fiskileitartæki eru því öll alveg ný eða nýleg. Lestin er vel búin með góðri kælingu. íbúðir, borðsalur, eldhús og matvælageymslur eru góð og þeim er vel við haldið. Skipið stundar nú netaveiðar frá Sandgerði, en undanfarin haust hefur það verið á síldveiðum og reynzt ágætlega. Það er til sölu á matsverði, ákveðnu á sama hátt og gerist um önnur fiskiskip hérlendis. Þegar svona skip er fáanlegt hér á landi væri það furðuleg ráðstöf- un að flytja inn skip, þegar vitað er að ekki mætti þess vegna auka neitt við heildaraflamagn flotans. Hvert nýtt skip, sem við bætist, dregur því aðeins úr leyfilegum afla annarra. ÞJÓNUSTA FYRIR FISKVINNSLUFYRIRTÆKI Verkstjórar — framkvæmdastjórar Fiskiön Fagfélag fiskiönaöarins gengst fyrir kynningu á rekstrarráögjöf og tölvuþjónustu fyrir fiskvinnslufyrirtæki, þann 10. apríl, n.k. kl. 9.15—17.00 í ráðstefnusal Hótel Loftleiöa. Mun fyrirtækið Rekstrartækni sf., kynna starfsemi sína. Eftirfarandi atriöi veröa tekin fyrir: A. Rekstrarráðgjöf fyrir fiskiðnað. 1. Bónus í frystihúsum. Sérstaklega bónus í aöstoöarstörfum. 2. Bónus í saltfiski og skreið. 3. Bómusnámskeið a) Lltreikningsnámskeiö b) Bónusnámskeiö fyrir hinn almenna starfsmann nýtt námsefni kynnt. 4. Rekstrareftirlit fyrir frystihús, nýting, afköst, framlegö. Sagt frá hópvinnu nokkurra frystihúsa SV-lands um mánaöarlegan samanburö á rekstri bónuskerfa og framlegö. 5. Skipulag vinnslurása — lay out. B. Tölvuþjónusta — sérsniðin prógröm 1. Fjárhagsbókhald 2. Launabókhald — launaútreikningar fyrir starfsfólk í landi og sjómenn. 3. Bónusútreikningar — uppsöfnun — úrvinnsla. 4. Gæöaeftirlit (gallaeftirlit) í frystihúsum. 5. Framlegðarútreikningar fyrir fiskvinnslufyrirtæki og fiskiskip — uppsöfnun — úrvinnsla. 6. Aflabókhald fyrir veiðiskip. 7. Birgöabókhald. 8. Erindi. Notkun talva í fiskiönaöi í nútíö og framtíö. P§!!b?rösumræöur: Ráðgjafa- og tölvuþjónusta - hlutverk þjónustufyrirtækja. Skráning þátttakenda er þegar hafin. (Þátttaka takmarkast viö húsrými). Nánari upplýsingar og skráning hjá Fiskiön Fagfélagi fiskiönaöarins, Ðorgartúni 18, Reykjavík, sími 13151, opiö mánudaga — föstudaga kl. 17—19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.