Morgunblaðið - 27.03.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.03.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981 Sérstæðar minning- ar merkilegs manns Bókmennllr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN Maifnús Blöndal Jónsson: Endur- minnirucar I,—II: Reykjavík. BókaútKáfan LjóÖhús 19180. Þessar endurminningar séra Magnúsar Bl. Jónssonar, prests í Vallanesi sendi mér Sigfús skáld Daðason, sem séð hefur um útgáfu þeirra. Þær bárust mér ekki í hendur fyrr en ég hugði, að bókaflóði ársins 1980 væri lokið, og fékk ég þær um sama leyti og ljóðabók Steingerðar Guðmunds- dóttur. Ég ákveð ekkert um það, hvort ég ritaði nokkuð um endur- minningarnar, og ég hóf ekki strax lestur þeirra, var orðinn þreyttur á lestri og endurlestri hátt á annan tug bóka. Það gat og kallazt hálfgildings fyrirtæki að lesa minningar séra Magnúsar. Þessar tvær bækur eru nákvæm- lega 700 blaðsíður. I eftirmála segir útgefandi frá því, að klerk- urinn hafi ekki byrjað að skrifa minningar sínar fyrr en á sjötug- asta og níunda aldursári, en við þær lauk hann. í þeim tveimur bindum sem út eru komin, kemst hann aðeins fram að seinustu aldamótum, og segir Sigfús, að í þeim séu einungis þrír fimmtu handritsins. Um hinn hlutan læt- ur hann svo um mælt: „Að líkindum mun þurfa að bíða þess enn nokkra hríð, að þessi síðasti hluti endurminninga Magnúsar Bl. Jónssonar verði gef- inn út. En svo sem í uppbótar- skyni skal hér sett dálítið yfirlit um helztu þættina í þeim hluta: „Um búskap í Vallnesi, um Eiðaskóla og um Búnaðarsamband Austurlands, um Fagradalsveg, um nýbýlisstofnun að Jaðri, um togaraútgerð og um ýmsa starf- semi eftir að þau hjón fluttust alfarin til Reykjavíkur 1926. Eru þá aðeins ótaldir þættir um einka- hagi og afkomendur." Þykir mér ekki ólíklegt, að sá hálfníræði hafi verið nokkuð stór- orður út af þvergirðingshætti sumra þeirra, sem hann hefur haft samskipti við. En það er að segja af mér og þeim tveimur bindum, sem út eru komin, að ég gluggaði í þau hér og þar, en þar kom brátt, að ég las bindin samfellt frá upphafi til enda, en las hægt og endurlas sumt. Og svo fletti ég bindunum að loknum lestri, greip niður á víð og dreif og gerði mér á ný grein fyrir einu og öðru. Ekki mun það hafa dregið úr áhuga mínum við lesturinn, að þarna kynntist ég mjög rækilega uppeldi og aðbúð eins af eftirlæt- ismönnum mínum í íslenzku stjórnmálalífi, Bjarna Jónssonar frá Vogi, bróður séra Magnúsar, en af Bjarna hafði ég nokkur persónuleg kynni eins og um getur í ævisögu minni. Þá var og þriðji bróðirinn, dr. Helgi Jónsson, kennari minn í fjórða bekk Menntaskólans. Loks ber þess að geta, að ég heyrði margt talað um hinn mikla bú- og fjármálamann, séra Magnús í Vallanesi, þegar ég var ritstóri á Seyðisfirði, en ein- mitt þau ár, sem ég var þar, stóð hann oft í ærið ströngu. Þá var hann í framboði fyrir Sjálfstæðis- flokkinn gamla við landskjör, og studdi ég hann í blaði því, sem ég stórnaði . En ekki hitti ég hann nema einu sinni. Þá hafði ég á sama lag og í viðtölum við ýmsa aðra merka menn og mér eldri, að ég talaði fátt, en spurði margs, og hvar sem ég bar niður, kom ég ekki að tómum kofanum. Og vist er um það, að þó að ég væri klerki ekki sammála um allt, færði hann sterk og hugsuð rök fyrir hverju því sem hann hélt fram. Ekki get ég stillt mig um að láta koma hér fram vísu sem Indriði Helgason, síðar mektarmaður á Akureyri, kenndi mér og sagði, að Jóhannes bóndi á Skjögrastöðum á Héraði hefði ort um vígðan mann: „Mikið er hvað margir lofa hann, menn. sem varla hafa séð hann. skrýddan kápu Krists að ofan, klæddan skollabuxum neðan." Því er ekki að leyna, að vísan var kveðin um séra Magnús Bl. Jónsson, og þarf engan að undra það sem les minningar hans, jafnvel aðeins frá fyrstu árunum sem honum gafst kostur á að nýta svo um munaði þá miklu hæfileika sína til framtaks og framfara, sem voru hertir í eldi fjölskylduharma, strits og jafnvel hungurs á bensku- og unglingsárum. Ekki efa ég það, að öfund gamla, samfara nokkrum skammti af vanmáttarkennd, hafi strax beint að honum örvum sínum, þegar hann fór að láta til sín taka, og hvað svo þau 30 ár, sem liðin voru frá komu hans austur, þegar ég var þar starfandi? Þann tíma hafði hann vissulega ekki setið auðum höndum og máski ekki ávallt sézt fyrir, en ég heyrði aldrei annað sagt honum til miska en það, að hann væri sem fjár- mála- og framkvæmdamaður stór- um mun slyngari en svo, að það væri klerki sæmandi! Seyðfirð- ingar höfðu þó nokkra ástæðu til að bera kala til hans, þar eð hann var mikill áhuga- og áhrifamaður um lagningu Fagradalsvegar, sem dró meir og meir með hverju árinu sem leið viðskipti Héraðsbúa frá Seyðisfirði til Reyðarfjarðar, þar sem hinn duglegi og séði kaupfé- lagsstjóri, Þorsteinn Jónsson frá Egilsstöðum efldi markvisst Kaupfélag Héraðsbúa ... En aldr- ei heyrði ég, að séra Magnús vanrækti störf sín sem klerkur, eða að nein lýti væru á heimilislífi hans. _ Svo kem ég þá að þessum merku minningum sjálfum. Svo margt sem ritað hefur verið um líf manna hér á landi á síðari helm- ingi 19. aldar og fyrstu áratugum þeirrar tuttugustu, mætti ætla, að þessar stóru minnringabækur væru lítt þörf viðbót. En mér virtist annað við vandlegan lestur. Sann- leikurinn er sá, að þó að mér þætti mikill veigur í mörgu í bókunum, þótti mér mest koma til þeirrar áráttu séra Magnúsar að velta fyrir sér og rekja til róta hvaða eina í fari og gerðum hans sjálfs og gera sér grein fyrir áhrifum þessa eða hins, sem hreyfði við honum eða þeim, sem voru honum tengdir eða hann varð að hafa samskipti við. Þessu fylgdi svo óhagganlegt viðhorf, þrek og seigla og stundum að því er virðast hefði mátt, lítt möguleg úrræði — aldrei uppgjöf, aldrei harmagrátur. Svo er það minni hans. Það glopraði algerlega niður ýmsu því, sem engin áhrif hefur látið eftir sig í líðan hans eða lífsaðstöðu, og er gleymskan á sumu af því 'með ólíkindum, svo geysiminnugur sem hann hefur þó verið á flest í elli sinni. auðsætt er, að hann hefur ekki notað neinar aðsóttar heimildir, þegar hann ritaði minn- ingarnar, og svo segir hann þá, að þessu eða hinu muni hann alls ekki eftir — eða stundum, að hann þori ekki að fullyrða það, sem hann minnir. Það er og yfirleitt eitt og annað smálegt, en orð hans sanna lesandanum, að sögumaður- inn fari að minnsta kosti ekki viljandi með fleipur eða hálfan sannleika. Sú árátta sem ég hef þegar drepið á, verður til þess, að lesandinn kynnist sögumanninum og þeim, sem hann hefur kynni af, mjög svo náið sem og hverju því í verkshætti og aðstæðum sem hann hefur fest í minni. Mannlýs- ingar hans eru fjölmargar mjög skýrar og verða yfirleitt trúlegar, svo mjög sem hann freistar að brjóta hvaðeina til mergjar, en auðvitað hljóta þær að vera að nokkru mótaðar af eðli hans og aðstæðum og þá ekki sízt þær sem eru að einhverju leyti niðrandi, en þeirra gætir til tölulega lítið í þessum tveimur bindum. Forvitnilegast þykir mér efni og frásagnir í fyrra bindinu. Átakan- legar eru lýsingar sögumannsins á lieimilishörmum móður hans og þeim þrengingum sem hann og systkini hans urðu að þola á bernsku- og unglinsárunum, þar sem hann og Elín systir hans, urðu strax og þau voru nokkurs megnug, oft og tíðum að hafa forystu um úrræði, stundum á mörkum lífs og dauða, þar eð faðir þeirra var sú kynjakind, sem erfitt er að skilja. Hann var maður vel gefinn, ekki aðeins að gáfnafari, heldur og og líkamlega, var dug- legur verkmaður að því er virtist bæði á sjó og landi, þegar hann vidi það við hafa, en annars löngum og löngum svo óvirkur og ábyrgðarlaus, að varla gat talizt heilbrigt. En embætti sitt rækti hann sem klerkur, þó að hann væri hirðulítill um að innheimta þær tekjur, sem honum báru að lögum og hefðu, þótt litlar væru og reytingssamar, getað munað því að ekki ríkti svo til alger sultur á heimilinu ... En sá var einn kostur við þetta ástand, að gerð Magnúsar var slík, að það ekki einunis stælti hann, heldur jók á hugkvæmni hans og athugun á öllu gagnlegu, og ennfremur er ljóst af sögunni, að vöntun fjár ti! bjargræðis kenndi honum að meta vandlega öll verðmæti til tíma- legrar velferðar. Og þó að Bjarni væri á annan veg gerður, varð það honum harður en góður skóli að fylgja og meta forystu eldra bróð- urins. Það kemur svo lesandanum á óvart, að allt í einu kemur í ljós, að klerkur ætlar sér að gera alla syni sína að lærðum mönnum, kenndi þeim sjálfur undir skóla. Þegar kennslan hófst, gekk Magn- ús hálf nauðugur að náminu, því að hann sá ekki fyrir, að það gæti leitt til neins, en þegar hann tók að eygja það markmið, sem vakti fyrir föður hans, kom eitt af öðru. og þegar loks kom til Reykjavík- urvistar, reyndust ýmsir fúsir til að greiða fyrir Magnúsi og þá ekki sízt öðlingurinn Jón rektor Þor- kelsson. Er næsta fróðlegt fyrir unga námsmenn nútímans að lesa um það, hvernig þeir bræður, synir séra Jóns, gátu dregið fram lífið við námið einn af öðrum, hjálpandi hver öðrum eftir aldri og getu. Hér hefur ekki verið minnzt á kvennamál séra Jóns, en þó þykist Lærdóms- rík bók fyrir smáfólkið Heather Amery: Orðabelgur Teikningar: Stephen Cartwright Þýðing: Stefán G. Jökulsson Örn og Örlygur 1980. Það er alltaf áhugavekjandi að fá orðabækur handa börnum, ekki síst ef þær gefa vonir um auðugra mál, sem börnin ættu gott með að tileinka sér. Orðabelgur er fyrst og fremst ætluð yngri aldurshópum í skóla og myndskreytingin er áreiðan- lega það sem laðar þau fyrst að bókinni. Bókin er úr umhverfi sem er okkur ókunnugt — hún er þýdd — og því framandi og fjarlæg fyrst í stað. En vísast er að hún gegni fullkomlega hlutverki sínu í heimalandi — hjá sinni þjóð og þeim þjóðum er við svipaðar aðstæður búa. Skýrt er tekið fram um notkun hennar af ráðgefandi aðila, Betty Magnús Blöndal Jónsson ég verða að minnast á konu hans, Helgu Árnadóttur frá Hofi í Öræfum. Hann vék henni á brott af heimilinu, þegar hún hafði alið sex börn og veitt honum þá þjónustu, sem fæstar konur mundu vilja eða megna að veita bónda sínum. Hún var mikil myndarkona, og mun hún ekki aðeins hafa unnað börnum sínum af heitu hjarta, heldur og óverðug- um föður þeirra, því að þegar hennar gerðist brýnust þörf vegna heimilis og barna, gat klerkur kvatt hana til sín, en fara varð hún aftur að loknu skyndihlut- verki sínu, og ekki var það vel þegið af séra Jóni, að börnin leituðu samfunda við hina sjálfs- afneitandi og sífellt um þau hugs- andi móður. Séra Magnúsi veittist loks sú ánægja að taka hana til sín í Vallanes, þar sem hún svo var til banadægurs og gat fylgzt með velgengni barna sinna og notið samvista við barnabörn. Og þrátt fyrir allt og allt, var séra Jon velkominn til föður síns, eftir að hann aldraður hafði látið af emb- ætti í Skarðsþingum. Þáttur er í fyrra bindi minn- inganna, sem sýnir ljóslega, að séra Magnús hefur verið gæddur góðri kímnigáfu. Heitir þátturinn Kveðjuorð til Breiðafjarðar. Eru þar góðlátlegar, en um leið kostu- legar mannlýsingar. Þar ber af myndin, sem upp er brugðið af Guðmundi hreppstjóra og danne- brogsmanni á Hnúki. En sú mannlýsing og það, sem henni fylgir, bregður upp mjög skýrri mynd af kjörum og meðferð þurfa- linga, sem ráðstafað var að hætti hrossaprangara liðins tíma, þegar þeir sviku inn á náungann lítt nothæfa gallagripi. Séra Magnús var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ingibjörg Pétursdóttir Eggerz, kaupfélags- stjóra og bónda í Akureyjum á Breiðafirði. Hún lézt árið 1898 frá átta börnum. Ári síðar gekk séra Magnús að eiga Guðríði Olafsdótt- ur, ekkju Þorvarðs læknis og alþingismanns. Séra Magnús helg- aði kynnum þeirra og hjóna- bandssælu tvo kafla í síðara bindi þeirra minninga, sem hér hefur verið um fjallað. Við lesturinn á kaflanum um samdrátt þeirra Root, frá lestrarkennsludeild Readings-háskóla í Englandi. Ég nefni hér nokkra kafla úr bókinni, sem allir eru úr umhverfi fram- andi íslenskum börnum: Dýra- garðurinn, járnbrautastöðin, tív- olí, fjölleikahús o.fl. Þar sem íslensk börn ferðast í æ ríkari mæli útfyrir eyjuna okkar getur það verið mjög gagnlegt fyrir þau að hafa áður kvnnt sér Orðabelg sem í máli og skemmti- legum myndum flytur þeim heil- mikinn fróðleik um þjóð sem býr og byggir á annan hátt en við. í öllu þvi auvirðilega flóði fjöl- myndabóka sem skellur yfir börn- in, er hætta á að Orðabelgur verði tekin sem ein af slíkum bókum. Það væri miður. Hún er bók sem þarf að kenna börnum að skoða og læra af. Þá verður hún þeim í senn skemmtileg og fræðandi. Ég vil því sérstaklega vekja Bðkmenntlr eftir JENNU JENSDÓTTUR séra Magnúsar og frú Guðríðar minntist ég þessarar vísu Sigurð- ar Breiðfjörðs: Hvarmabragð eitt. það undrun veldur, innstu smýgur gegnum taug, það var heitt — ó það var eldur! þaðan Hf og kraftur flaug Þau frú Guðríður og séra Magn- ús eignuðust fjögur börn og bjuggu í hamingjusömu hjóna- bandi í 43 ár. Mjög margt er það í þessu minningabókum, sem athyglisvert er, og get ég nú ekki stillt mig um að ljúka þessu greinarkorni með einni tilvitnun, sem sýnir, að það, sem nú er stundum á orði haft um þá menn, sem þjóðin hefur falið forsjá sína, er engan veginn til komið á allra síðustu árum. Það, sem hér fer á eftir, er að finna á blaðsíðu 188—189 í síðara bindi minninganna: „Hjúaaganum var svo háttað á öllum fjölda hinna smærri bænda- heimila, að hjúin að vísu venju- legast létu að verkstjórn hús- bænda sinna við hin venjulegu og sjálfsögðu heimilisstörf og vinnu- brögð en brugðu á sitt ráð eða neituðu þegar eitthvað sérlegt bar að. Jafnvel voru þess dæmi, að hjú segðu húsbændum sínum til verka, ef þeim fannst húsbændur vera hvíltækir, eða eins vel geta gert sjálfir það er þeir höfðu fyrirskipað. Jafnvel á ýmsum stærri heimilum brann þetta við í meira eða minna mæli, þar sem verkstjórn var losaraleg og hik- andi. Það var nú auðséð að nafni minn hafði fengið uppeldi sitt á einhverjum slikra heimila. Ekki duldist mér lengi orsökin að þessu ástandi. Það var þegar farið að bera allverulega á fólkseklu þar eystra á þessum tíma og orsökin var óttinn við að missa fólkið. Þessum ótta verður við ekkert betur jafnað en ótta þingmanna vorra nú vð að missa kjósendur sína (hjúin). Og ávextirnir ná- kvæmlega hinir sömu: „stjórnleysi á bændabúunum" þá og „stjórn- leysi á þjóðarbúinu" nú. Ég fann aldrei til þessa ótta og respekter- aði hann ekki. Og reyndin varð sú, að hann var alveg ástæðulaus — eða réttara sagt, gekk í öfuga átt. fleiri en einn og fleiri en tveir af mínum beztu vinnumönnum sögðu mér eftir á, að þeir hefðu ráðizt til mín af því að þeir hefðu verið orðnir þreyttir á að vera þar, sem þeir aldrei fengju að vita hvað þeir ættu að gjöra og hvað ógjört að láta. Þetta sýnir að uppskera bændanna af hjúadekrinu varð Öfug við það, sem þeir vonuðu. Hann var missir álits, trausts og virðingar hjúanna. Nákvæmlega sama uppskeran sem Alþingi vort hefur nú upp borið af kjósenda- dekri flokka sinna, og með sama skaða nú fyrir þjóðarbúið, sem bændurnir áður fyrir sín bú. Aðeins margfalt storkostlegri og skaðlegri...“ Svo mörg eru þau orð hinnar öldnu kempu. Hecthor Amery og Staphtfí Cartwrtght ^ MyfKtekreyt! oröabók handa bömum athygli skóla og foreldra á Orða- belg fyrir yngri nemendurna. Að mínu mati væri hún fengur fyrir íslensk börn búsett í stór- borgum erlendis, sem þekkja um- hverfi það er bókin lýsir. Fyrir þau er hún áreiðanlega til gleði og gagns. Nýlega fór ég yfir hana með íslenskum börnum í annarri heimsálfu, svo ég mæli hér af jákvæðri reynslu. Að endingu, bókin er vönduð í útgáfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.