Morgunblaðið - 27.03.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.03.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981 33 haft í för með sér meiri verðbólgu en annars, eru vitaskuld ýmsar aðrar ástaeður fyrir verðbólgu- vandanum, og reyndar er samspil verðbólgu og atvinnuleysis á eng- an hátt fullljóst. í hagstjórn og atvinnuuppbygg- ingu hefur ýmislegt farið á annan veg en best hefði verið á kosið. En það er of margþætt og flókið til að rekja hér ýtarlega, en þó er rétt að nefna þessu til rökstuðnings, að þáttur almennrar hagstjórnar með beitingu peninga- og ríkis- fjármála til að hafa áhrif á heildareftirspurn og þjóðarútgjöld virðist oft hafa verið vanmetin hjá stjórnvöldum. Gleggsta dæmið um þetta er að finna á vaxtarskeiði efnahagsstarfseminnar fyrir olíu- kreppuna 1973—1974. Þá var mik- ill uppgangur og þensla í efna- hagslífinu og almennri eftirspurn- arstjórn lítt beitt til aðhalds og það í raun löngu eftir að efna- Aðalskipulag Reykjavíkur sem samþykkt var í borgarstjórn 1977 hefur ekki enn hlotið staðfestingu í Félagsmálaráðuneytinu, málið hefur verið svæft af borgaryfir- völdum nú í langan tíma. í þessu aðalskipulagi Reykjavíkur er fyrirhuguð 50 þús. manna byggð í Korpúlfsstaðalandi. Þó að aðal- skipulag Reykjavíkur verði stað- fest strax þá er eftir að deiliskipu- leggja svæðið og vitað er að slíkt tekur nokkur ár. í fyrirspurn MR til skipulags- stjóra ríkisins í desember 1979 er spurt um aðalskipulag Reykjavík- ur. I svari skipulagsstjóra í janúar 1980 kemur fram að borgaryfir- völd beri ábyrgð á þessum drætti sem orðið hefur á staðfestingu. Það segir sig sjálft að nauðsyn- legt er að heildarskipulag til margra ára liggi ávallt fyrir timanlega vegna komandi kyn- slóða. Eins og staðan er í dag þá er verið að úthluta í Reykjavík litlum reitum inn á milli húsa, það er svo sem góðra gjalda vert en er hvergi nærri fullnægjandi fyrir íbúana. Fjöldi úthlutaðra lóða á ári er ekki nægilegur miðað við þann fjölda sem Framkvæmdastofnun ríkisins áætlar í spá sinni fram til ársins 1985. Samtök sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu skipuðu 5 manna nefnd 14. maí 1977 til athugunar á íbúðaþörf á höfuðborgarsvæðinu með hliðsjón af framsettum hug- myndum í spá Framkvæmdastofn- unar ríkisins um þetta efni. Niðurstaða nefndarinnar var í fáum orðum sú að þörfin geti ekki farið niður fyrir 1100 íbúðir á ári á áætlunartímabilinu. Áætlunin er fyrir höfuðborgarsvæðið og er miðuð við mannfjöldaspá. Á þessu sést að þegar verið er að úthluta lóðum undir 200—300— 400—500 íbúðir á ári í Reykjavík þá er það hvergi nærri fullnægj- andi til að mæta þeirri fólksfjölg- un sem áætluð er að verði hér í Reykjavík. Könnun, sem MR lét fara fram í samvinnu við byggingarfulltrúann í Reykjavík nú í febrúar sl. á hve mikið væri af ómúruðum húsum í hagskreppan var byrjuð. Hér á landi var á þeim tíma allmiklu seinna gripið í taumana en í flestum öðrum löndum, sem reyndar höfðu áður en olíuverðið hækkaði gert ýmsar ráðstafanir, og voru því útgjöld og eyðsla þjóðarbúsins langt umfram raun- verulega getu. Sama sagan endur- tók sig síðan á uppgangstímanum í kjölfar efnahagskreppunnar. Þannig má rekja drjúgan hluta af þeirri skýringunni á hinni óheilla- vænlegu verðlagsþróun sem nú er að tröllríða þjóðfélaginu, það er til hagstjórnarmistaka á tveimur vaxtarskeiðum síðasta áratugs. Þegar litið er yfir þróun efna- hags- og atvinnumála er fleira sem veldur áhyggjum en stórfelld- ar verðlagshækkanir og er þar um margvísleg atriði að ræða, sem vafalítið munu setja svip sinn á næstu framtíð. Eftirfarandi þrjú atriði munu eflaust vera þar þýðingarmikii: 1. Á síðustu árum hefur hægt verulega á vexti þjóðarfram- leiðslu og þjóðartekna, sem vitaskuld hefur haft það í för með sér að svigrum til að bæta kjör almennings hefur minnk- að. Þjóðarframleiðsla á mann óx um einungis 1% á árinu 1979 og 2% 1980 og horfur eru á 1% samdrætti á þessu ári. Þjóðar- tekjur á mann rýrnuðu bæði 1979 og 1980 og munu að öllum líkindum einnig gera það í ár. Þrjú samdráttarár í röð eru alvarleg teikn um að hefja verði öfluga sókn til bættra lífskjara. 2. Eins og tölur um þjóðarfram- leiðslu og þjóðartekjur bera með sér hefur lífskjörum al- mennings verið þröngur stakk- ur skorinn á síðustu árum. Nauðsyn á úrbótum í þessu efni var þó afar brýn fyrir. Kaup- Reykjavík, upplýsti, að alls voru 182 íbúðir ómúraðar að utan og innan, sem verður að teljast mjög lítið með tilliti til atvinnumögu- leika múrara! Þessi fjöldi ómúraðra húsa nú, gefur ekki vonir um bjartari tíð. Eg vil geta þess að fagfélög byggingariðnaðarmanna hafa nú um nokkurra ára skeið fylgst með þessari þróun í úthlutun lóða á höfuðborgarsvæðinu og hafa ítrekað sent frá sér ályktanir þar að lútandi til viðkomandi bæjar- stjórna. Viðbrögð eru lítt sjáanleg af hálfu borgaryfirvalda í Reykjavík eða nágrannasveitarfélögum. Þá hefur það valdið mér von- brigðum að ekki hefur orðið vart neinna raunhæfra aðgerða af hálfu hvorki atvinnumálanefndar Reykjavíkur eða annarra opin- berra aðila til að koma af stað verkefnum sem atvinnuaukandi eru. Ég hef á tilfinningunni að hlutirnir eigi að leysast af sjálfu sér með vorinu. Þegar svo vinna fer að aukast verða 20—30 múrarar búnir að ganga atvinnulausir til jafnaðar í viku hverri frá 1. desember sl. Við þetta verður ekki unað þar sem ráðstöfunartekjur heimila þeirra manna sem þurfa að ganga um atvinnulausir svona lengi skcrðast það verulega, að til stór- vandræða horfir. Öryggisleysi síðari ára varðandi atvinnumöguleika í byggingariðn- aði er óþolandi og er það skýlaus krafa að ríkisvald, borgaryfirvöld og þeir sem stjórna skömmtunar- kerfi fjármagns og hárra vaxta, taki höndum saman og stilli saman krafta sína svo komist verði hjá stöðvun byggingariðnað- ar. Það er til hagsbóta fyrir alla að mál þessi séu tekin til alvarlegrar athugunar svo komist verði hjá óþarfa sveiflum í byggingariðnaði, þó það verði ekki til að bæta um nú á þessum vetri heldur til að koma í veg fyrir að þessir hlutir endurtaki sig. (Ræða á ráðstefnu um ástand og horfur i atvinnu- málum.) geta og greidd laun eru alltof lág, aðbúnaður á vinnustöðum lélegur og oft hreinlega for- kastanlegur og vinnutími er ósæmilega langur. Þessar stað- reyndir eiga ekki síst við um iðnverkafólk, nema e.t.v. hefur það öllu lakari möguleika til að bæta sér upp lág laun með því að lengja vinnutimann. Það er þó síður en svo að vinnutími iðnverkafólks' sé?"l5tuttur, því hann er 46—48 stundir á viku, en það er þó 4—6 tímum færra en algengt er hjá öðrum, sem vinna við undirstöðuatvinnu- vegi þjóðarinnar. 3. Á síðustu árum hefur fjöldi þeirra, sem flytjast af landi brott umfram hina, sem flytj- ast til landsins, verið ógnvekj- andi. Þessi landflótti varð mest áberandi í kjölfar fyrri olíu- kreppunnar 1974—1975 en þá fluttust af landi brott að jafn- aði um 1000 manns umfram aðflutta. Á síðustu tveimur árum hefur þessi tala að vísu verið hér um bil helminguð, en það verður m.a. að skýra með almennum efnahagserfiðleik- um og atvinnuleysi í heiminum. Ekki er auðvelt að finna nær- tækari ástæður fyrir þessum landflótta en slaka afkomu- þróun. Vart er raunhæft að ganga út frá öðru en vaxandi tilhneigingu í þessa átt á næstu árum, ef ekki tekst að rífa upp lífskjörin hér á landi. Fleira má auðvitað telja til í þróun síðustu ára, sem vekur upp þá áleitnu spurningu: Erum við á réttri leið? Én nóg um fortíðina í bili. Er eitthvað að sjá í nánustu framtíð, sem getur gefið vonir um betri tíð með blóm í haga? Nýting fiskimiðanna er á endimörkum síns vaxtar. Afar ólíklegt er að aukið aflamagn geti um fyrir- sjáanlega framtíð staðið undir hagvexti og batnandi lífskjörum. Til viðbótar við líffræðilegan vanda hvað afla snertir eru ýmsar blikur á lofti varðandi fiskmark- aði okkar erlendis. Samkeppnin fer nú harðnandi á Bandaríkja- markaði, sem hefur verið á síðustu 30 árum hornsteinn að velgengni íslendinga, vegna vaxandi fram- boðs á fiski einkum frá Kanada- mönnum. Það er vart nokkrum vafa undirorpið, að á næstu árum mun verð á fiski á Bandaríkja- markaði lækka í hlutfalli við aðrar vörur. Þó einhver frávik kunni að verða til skamms tíma verða Islendingar óhjákvæmilega að taka á sig þá skerðingu eða finna aðra jafn gjöfula markaði. Af þessu samanlögðu verður að draga þá ályktun, að harla ólíklegt er að sjávarútvegur geti á næstu árum staðið undir vaxandi hag- vexti og aukinni velmegun lands- manna. íslendingar eru þó um margt betur settir en margar aðrar þjóðir og er þá verið að höfða til vatnsaflsins og jarðvarmans. Þessar orkuauðlindir, guðsgjöf, sem eru möguleikar framtíðarinn- ar, eru engan veginn auðnýttar. Uppbygging stóriðju í litlu og viðkvæmu þjóðfélagi er vanda- verk, sem verður að ígrunda vel. Það er þó ekkert áhorfsmál, að út á þessa braut verður að leggja, ef sækjast á eftir bættum lífskjör- um. En samhliða uppbyggingu orkufreks iðnaðar er þjóðarnauð- syn að leggja áherslu á aðrar atvinnugreinar og þá einkum al- n mennan iðnað. Þetta er nauðsyÁ=r e legt til að tryggja fjölbreytt at- vinnutækifæri og jafnframt styrk- ir það efnahags- og atvinnulífið almennt. Af þessu má ráða að róðurinn til bættra lifskjara verður erfiður á næstu árum. Miklu skiptir að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapn- um, draga úr verðbólgu og tryggja hagkvæma uppbyggingu atvinnu- veganna. Vöxtur framleiðslu er nauðsynleg forsenda þess, að hægt verði að ná sambærilegum lífs- kjörum og aðrar þær þjóðir, sem okkur standa næst. Vandinn er ekki eingöngu að finna arðbær atvinnutækifæri, þó það sé mikil- vægt, heldur einnig að tryggja jafnvægi í uppbyggingu atvinnu- starfseminnar og þjóðlífsins í víðu samhengi. Tryggja verður að manneskjuleg viðhorf verði ráð- andi í því uppbyggingarstarfi. Aðbúnaður og starfsskilyrði á vinnustöðum þarf að vera meira gildandi þáttur en verið hefur, einkum í undirstöðuatvinnuveg- unum, en þar er aðbúnaður víða eins og í grárri forneskju. Til að tryggja nútíma viðhorfum aðgang að uppbyggingu atvinnulífsins er nauðsynlegt að auka áhrif og þátttöku starfsfólks á rekstri fyrirtækja. Vinnustaðurinn er einn þýðingarmesti þátturinn í lífi hvers manns. I þessu skyni þarf að taka upp eitthvert form af at- vinnulýðræði, sem tryggir starfs- mönnum hvers fyrirtækis raun- veruleg áhrif á vinnustað sínum. (Ræða á ráðstefnu Verka- lýðsráðs um ástand og horfur í atvinnumálum.) <r Hvergi meira úrval af skíðabogum mmmmm _ . • 5 £ Nýjung 9 Þrælöruggar skíöahöldur Engin geymslu- vandræöi lengur Sýniö skíö- um ykkar umhyggju Bílavörubúðin Skeifunni 2 FJÖÐRIN.82944 Púströraverkstæöi 83466

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.