Morgunblaðið - 27.03.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.03.1981, Blaðsíða 48
Síminn á algreiðslunni er 83033 JRorounbI*í»it> EKTA' náttúruefni Korkur a goltin fra Nýborgí# Ármúla 23 - Sími 86755 FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981 Smygluðu hassolíu í maganum NÝSTÁRLEGAR smyglaðferðir voru notaðar i fikniefnamáli, sem nýlega var til rannsóknar. Að sögn lögreglunnar viður- kenndu tveir menn að hafa smygl- að hassolíu til landsins í magan- um. Þeir settu hassolíuna í getn- aðarverjur og gleyptu verjurnar skömmu áður en þeir lögðu upp í flugferð til landsins. Þegar heim var komið, hófst bið, mislöng, en í báðum tilvikum skiluðu verjurnar sér í gegnum meltingarveginn. Slíkar aðferðir munu alþekktar úti í heimi en fátíðar hérlendis. Kaupir Bahama- stjórn Air Bahama? Veitir Flugleiðum 300 þús. dollara styrk „STJÓRNVÖLD á Bahama hafa heitið Flugleiðum 300 þús. doli- ara styrk til þess að tryggja áframhaldandi rekstur Air Ba- hama á Bahama-flugleiðinni fram tii 1. október með einni til tveimur ferðum á viku,“ sagði Sigurður Heigason forstjóri Flugleiða i samtali við Mbl. i gær, en Flugleiðir eiga Air Bahama. Sjóararabb Þeir höíðu um margt að spjalla sjómennirnir á Stykkishólmsbátunum þegar komið var til hafnar eftir barninginn í ísnum. Ljósm. RAX. Landsvirkjun fer fram á 42,5% hækkun frá 1. maí „Við höfum verið með hugleið- ingar um að leggja niður Ba- hamaflugið," sagði Sigurður, en þegar ákveðið var fyrir skömmu að halda áfram flugi til Chicago og leigja eina DC-8 í Atlants- hafsflugið ákváðum við jafn- framt að taka stuðningstilboði Bahamamanna og ná um leið betri nýtingu á leiguflugvélina. Samningar hafa staðið yfir að undanförnu við stjórnvöld á Ba- hama um hugsanlega þátttöku þeirra í rekstri Air Bahama, eða jafnvel kaup á flugfélaginu, en þeir leggja mikið upp úr því að við verðum með í rekstrinum. Þessi mál eru nú til skoðunar og verið að kanna alla möguleika í þessum efnum.“ STJÓRN Landsvirkjunar ákvað á fundi sínum i gærmorgun að óska eftir því, að stjórnvöld heimili 42,5% hækkun á raforku til almenningsveitna frá og með 1. mai nk. Landsvirkjun telur sig þurfa þessa hækkun ef reka á fyrirtækið hallalaust i ár, en i forsendum fyrir beiðninni er miðað við 40% verðbólgu og 25% gengissig á árinu. Ef beiðnin verður samþykkt hefur hún um 20% hækkun á raforku i smásölu i för með sér. Póstur og sími hefur farið fram á 33% hækkun frá og með 1. mai. Hitaveita Reykjavíkur hefur far- ið fram á 43% hækkun 1. maí og Vatnsveita Reykjavíkur hefur farið fram á 20,8% hækkun frá Póstur og sími 33% Hitaveita Reykjavíkur 43% og Vatnsveitan 20,8% Á milli 20 og 30 mál liggja óafgreidd í Verðlagsráði sama degi. Fleiri opinber fyrir- tæki eru farin að hugsa sér til hreyfings og má búast við að þau sendi inn hækkunarbeiðnir til stjórnvalda á næstu dögum. Verðlagsráð samþykkti á dög- unum hækkanir á unnum kjöt- vörum, leigubifreiðum og innnan- Albert Guðmundsson alþingismaður: Óeðlilegt að mmnihluti Alþingis hafi neitunarvald í flugstöðvarmálinu ALBERT Guðmundsson alþing ismaður sagði i gær i ræðu utan dagskrár á Alþingi, að hann teldi fráleitt að minnihluti al- þingismanna, það er Alþýðu- bandalagið, hefði neitunarvald i flugstöðvarmálinu. Sagði Albert það í fyllsta máta óeðlilegt að íitill minnihluti þingmanna gæti á þennan hátt tekið ráðin af meirihluta Alþingis. Albert Guðmundsson sagði einnig, að ef ríkisstjórnin kæmi ekki fram með málið á Alþingi, þyrftu þeir þingmenn sem væru óbundnir og óháðir, að taka sig sarnan um að flytja málið og fylgja því fram. Sjálfur kvaðst hann myndu styðja slíkt frum- varp, um að framkvæmdir yrðu hafnar við fyrirhugaða flugstöðv- arbyggingu. Umræðurnar utan dagskrár á Alþingi í gær hófust, er Jón Baldvin Hannibalsson, varaþing- maður Alþýðuflokksins, óskaði eftir að utanríkisráðherra gæfi yfirlýsingu um að Benedikt Gröndal hefði ekki staðið að neinu leynisamkomulagi um flugstöðina í júlí 1979. Staðfesti Ólafur Jóhannesson að svo væri ekki, en skýrði jafnframt frá því að hinn 18. júlí það ár hefðu íslenskir og bandarískir embætt- ismenn sarnið um, að Bandaríkja- menn legðu fram 20 milljónir dala til byggingar, og íslendingar sæju síðan um afganginn. Ólafur lagði hins vegar á það áherslu að embættismenn beggja ríkja hefðu haft þann fyrirvara á, að fjárveitingar þessar yrðu sam- þykktar í þjóðþingum landanna beggja; það væri aðalatriði sem ekki mætti ganga framhjá. Nánar er skýrt frá um- ræðunum á Alþingi á hlaðsíðu 26 í Morgunblað- inu f dag. landsflugi. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki afgreitt þessi mál ennþá. Hjá Verðlagsstofnun liggja á milli 20 og 30 beiðnir um hækkanir á vöru og þjónustu og hafa sum þessara mála legið þar nokkurn tíma. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er mikill ágreiningur í ríkisstjórninni um það hvernig taka eigi á þessum málum í „hertri verðstöðvun". Verðlags- málin voru rædd á fundi stjórn- arinnar í gærmorgun og var þar bæði fjallað um verðlagningu á opinberri þjónustu og þær beiðn- ir, sem liggja hjá Verðlagsstofa- un. Engar ákvarðanir voru tekn- ar á þessum fundi og var málinu frestað til ríkisstjórnarfundar næsta þriðjudag. Morgunblaðið spurði Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, að því í gærkvöldi hvort afgreiðslu þeirra hátt í 30 hækkunarbeiðna, sem liggja hjá Verðlagsráði, yrði frestað fram yfir 1. maí; „í lögunum um verðstöðvun er sér- staklega kveðið á um óumflýjan- legar verðhækkanir, sem hafa orðið nokkrar frá áramótum og gjörsamlega er útilokað, eins og aðstæður eru, að komast hjá. En það er búið að taka ákvörðun um, að það verði mjög hert verðstöðv- un út þetta tímabil, þ.e. til 1. maí, en um þessi einstöku mál hefur ekki verið tekin ákvörðun og þessi mál eru ekki útkljáð," sagði Tómas Árnason. Hækka bílatrygg- ingar enn um 50%? TRYGGINGAFÉLÖGIN hafa farið fram á um 50% hækkun ábyrgðartrygginga bifreiða ofan á þá 29,5% hækkun, sem kom til framkvæmda 1. marz sl. Sérstök nefnd fjallar um þessa beiðni, en niðurstöðu er ekki að vænta næstu daga. Liklegt er, að hækkun á bíiatryggingum komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir 1. maí. Á síðasta ári fengu tryggingafél- ögin að hække iðgjöld reglulega í samræmi við verðlagsbreytingar, samtals um 29,5%. Þann 1. marz sl. hófst nýtt tímabil hjá trygginga- félögunum og fyrrnefnd 29,5% voru þá reiknuð inn í iðgjaldið með fyrirvara um frekari hækkun síðar á árinu. Enn hefur ekki borizt hækkunarbeiðni frá samstarfs- nefnd tryggingafélaganna um aðrar tryggingar, t.d. kaskótrygg- ingar, en þær koma venjulega í kjölfar ábyrgðartrygginganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.