Morgunblaðið - 28.03.1981, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.03.1981, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 198L en ég verð að halda í taumana“ — Ég er örþreyttur — ekki bara líkamlega þreyttur. Ég sef nánast aldrei. Hjartað er ekki í lagi. Ég er þreyttur í sálinni. Ég þarf alltaf að vera að hitta menn sem ég get ekki hitt öðru vísi en að vera með slifsi. Ég er alltaf að taka á móti ráðleggingum, — gerðu þetta, gerðu hitt, ekki gera það. Slifsið þvingar mig, mér finnst óþægilegt að hafa það um hálsinn. Og af hverju í ósköpunum á ég að vera að brosa þegar mig langar ekki til að brosa? Ég get ekki fengið mér í glas, gæti ekki einu sinni náð mér í stelpu þó mig langaði til þess, því að þá færi heimurinn á annan endann, segir hann. — En hvað með ábyrgðina, Lech Walesa, — stendur þér aldrei ógn af henni? — Nei, nei. Ég er mjög trúaður maður og ég geri mér grein fyrir því að á þessari stundu þarf þjóðin nauðsynlega á mér að halda. Þjóðin þarfnast manns sem getur tekið ákvarðanir og tekist á við vandamál af varkárni og hófsemi. Mér er ljóst að á síðustu 36 árum hefur alltof mikið óréttlæti hrúg- ast upp í þessu landi. En það er ekki hægt að breyta öllu á einni nóttu. Það ríður á því að vera þolinmóður og klókur. Fólkið er að springa af óþolinmæði og það þráir að fá útrás, helzt með einhverri allsherjarsprengingu. En það verður að halda í tauminn. Ég veit hvernig á að halda í þennan taum. Ég veit hvernig við eigum að haga málflutningnum. — Líturðu á sjálfan þig sem stjórnmálamann? — Nei, nei. Ég er ekki stjórn- málamaður. Það hef ég aldrei verið. Kannski á ég eftir að verða það. Ég er meira að segja farinn að gefa því gaum hvernig þeir bera sig að — er að reyna að átta mig á því hvernig þeir hugsa. Sönnun þess að ég er ekki stjórn- málamaður liggur í því að ég hef ekkert gaman af þessu. Mér leiðist þetta. Þú spyrð hvers konar mað- ur ég sé. Ég er maður, fullur reiði, reiði sem ég er búinn að ganga með í maganum siðan ég var smástrákur. Og þegar þessi reiði hefur verið að safnast fyrir í öll þessi ár þá lærist manni að hafa stjórn á henni. Það er þess vegna sem ég get haft stjórn á fjölda manns og stjórn á því að verkföll fari ekki úr böndunum. Alltaf verið leiðtogi — Hvað fellst í því að vera leiðtogi? — Það felur í sér að maður verður að vita hvað maður vill, og það felur í sér að vera ákveðinn, bæði við sjálfan sig og gagnvart umhverfinu. Ég hef alltaf verið þannig, alveg frá því að ég var lítill drengur. Égólst upp í fátækt, en ég var alltaf foringinn í stráka- hópnum, alltaf forystusauðurinn. Fólk þarf að hafa foringja, alveg eins og hjörðin þarf að hafa forystusauð. Hjörð sem hefur enga forystu verður stefnulaus og á sér enga framtíð. — En það eru margir sem spyrja hver hann raunverulega sé, þessi Walesa. — Ha! Þetta er líka spurningin hjá þeim fyrir austan. Hver er þessi gaukur sem er búinn að sjá til þess að hermennirnir okkar hafa orðið að sofa í stígvélunum í hálft ár? Er hann einhver hers- höfðingi? — Já, þeir segja að þú sért stjórnleysingi, gagnbyltingarmað- ur, óvinur sósíalismans — ef marka má Tass og Prövdu. — Segðu þeim að ég sé maður, sem biður ekki um meira en ákveðið réttlæti. En ég er líka maður sem hefur löngun til að verða þeim að liði líka, burtséð frá allri hugmyndafræði, landamær- um og hörundslit. Svangur héri þekkir engin landamæri og haga sér ekki eftir neinni hugmynda- fræði. Hann fer þangað sem æti er að finna og hinir hérarnir hindra ekki för hans með skriðdrekum. Þeir ættu að taka sér hérana til fyrirmyndar. En tölum heldur um Vesturlönd. Hvað geturðu sagt mér frá Vesturlöndum? — Sumir segja að þú sért kristilegur demókrati, aðrir að þú sért arftaki Rósu Lúxembúrg. En aðrir segja að þú sért jafnaðar- maður og sumir segja meira að segja að þú sért Evró-kommúnisti. Hverju eigum við að svara? Fyrir fólkið —i Engu. Ég tek ekki í mál að tjájpig með þeirra orðum, læt þá ekki hengja á mig þessa merki- miða sína. Ég viðurkenni ekki þessi slagorð: vinstri, hægri, sósí- alismi, kommúnismi, kapítalismi, kristilegur-demókrati, sósíal- demókrati, lúxemborgari. Ég geri mig skiljanlegan með mínum eigin orðum: Góður, slæmur, betri verri. Og ég segi: Ef það er fyrir fólkið þá er það gott, ef það er ekki fyrir fólkið þá er það slæmt. — Er kommúnisminn mis- heppnaður? — Það fer eftir því hvaða merkingu maður leggur í hvað sé gott, slæmt, betra og verra. Ef við athugum hvað við Pólverjar eigum mikið í buddunni og hvað mikið er til I búðunum hjá okkur þá er svarið það að kommúnisminn hafi gert ákaflega lítið fyrir okkur. Ef þú athugar aftur á móti hvað við eigum mikið til í sálinni þá er svarið það að kommúnisminn hafi gert mikið fyrir okkur. Staðreynd- in er nefnilega sú að sálirnar í okkur eru nákvæmlega eins og þeir ætluðust til að þær væru ekki. Þeir ætluðust til að við tryðum ekki á Guð. Kirkjurnar okkar eru troðfullar. Þeir ætluðust til að við yrðum efnishyggjufólk, ófært um að færa fórnir. Þeir ætluðust til að við yrðum hræddir við skriðdreka og fallbyssur, en slíkt óttumst við ekki. Hvers konar hóru- hús er það? — Við kunnum ekki að ýkja eins og þið á Vesturlöndum eruð vön að gera, en allir þessir stjórn- málaflokkar sem ekki hafa hug- mynd um hvað þeir vilja — einn angrar annan, þeir láta hvern annan ekki í friði, en þó styður einn annan — hvers konar eigin- lega hóruhús er það? Hér í Póllandi mundi ekki þýða að hafa stjórnmálaflokka. Stjórnin verður að koma frá verkalýðshreyfing- unni. Ef okkur tekst að koma því á, þá mun okkur vegna betur en stjórnmálaflokkunum á Vestur- löndum, sem sóa tímanum með því að móðga hver annan, finna högg- stað hver á öðrum og smjatta á kjaftasögum. — En viltu þá ekki lýðræði? — Jú, jú. Hver einstaklingur og hver þjóðfélagshópur verður að mega lata í ljós skoðun sína. En það er ekki þar með sagt að það sé nauðsynlégt að líkja eftir flokks- kerfinu og kalla þessa hópa stjórnmálaflokka. Það má alveg eins kalla það „félög" eða „klúbba". Klúbb áhugamanna um uppeldi kanarífugla t.d., eða Klúbb Rósinkransbera. Og þar sem hveiti vex því miður ekki á grjóti — nú á ég við þá staðreynd, að aðrir flokkar en sá sem til er, eru bannaðir í Póllandi — þá er ekki annað að gera en laga sig að aðstæðum. Þess vegna er bezt að safna saman uppalendum kanarí- fugla. Lofum þeim sem vilja stofna samtök að gera það í friði, hvort sem það eru klúbbar kan- ínuuppalenda, aðdáendaklúbbar fasana, eða klúbbar þeirra sem vilja ala gæsir. Við skulum öll fara að rækta kanínur, fasana, gæsir og kjúklinga. Forsendan er að slík samtök fái að starfa óháð, þannig að þau geti þjónað samfé- laginu, önnur forsenda fyrir því er sú að valdhafinn komi ekki og handtaki þá sem eru í klúbbnum. Hljómar þetta nokkuð heimsku- lega? Enginn engill — Hefurðu þá alltaf verið trú- aður? — Já. Þú getur spurt biskupinn minn. Þegar ég var í skóla var verið að reyna að troða í okkur kommúnisma en ég gat ekki fylgst með. Þú mátt ekki misskilja mig — ég er enginn engill. Það væri frekar að ég líktist Satan. Á hverjum morgni fer ég í kirkju. Ég meðtek sakramentið og ef ég þarf að skrifta þá skrifta ég. Þetta segi ég til að sýna að ég sé ekkert voðalega vondur maður. Ég hef oft drukkið mig fullan og hvað kven- fólk snertir ... Nei, annars, konan mín er heldur ekkert slæm mann- eskja. Ætli hún sé ekki einmitt rétta konan fyrir mig. Ef ég hefði gifzt annarri konu þá væri ég annað hvort skilinn eða það væri búið að stinga mig í gegn með hnífi. Svo það er engin ástæða fyrir mig að halda framhjá henni. Auk þess eigum við sex börn. Sýnir það ekki að ástarlífið hlýtur að vera í lagi hjá okkur? — Ertu aldrei neitt hræddur um að verða misnotaður? í Varsjá sagði mér geistlegur maður að Walesa gerði aldrei neitt sem kardínáíanum væri á móti skapi. Mikilmenni — Að vissu leyti er það rétt. Ég mundi aldrei hreyfa legg eða lið á móti trúnni, kirkjunni eða Wysz- ynski kardínála. Hann er mikil- menni. Hann er líka mjög vitur maður og hans ráð hafa vegið þungt á metunum. Fólk gerir sér ekki ljóst að það var hann sem kom á fundum okkar með Kanía og Gierek. Jafnvel í bændaverk- fallinu í Rzeszow og Bielsko-Biala varð ég að leita til hans um aðstoð. Án hans hjálpar hefði mér ekki tekizt að binda enda á þessi verkföll. Svo það væri heimskulegt af mér að fara að snúast gegn kardinálanum. Hann lætur heldur engum haldast uppi að snúast gegn mér. — Hvað með menntamennina? — Minnstu ekki á þá! Liberas Domine (guð forði oss) frá menntamönnum og bændum. Ég verð nú að segja það í fullri hreinskilni. Þú mundir ekki trúa því hvers konar þolraun bænda- verkföllin voru. Ég öskraði stanz- laust: „Þið eruð aumingjar. Þið hugsið ekki um annað en ykkur sjálfa. Þið eruð á villigötum, þið gerið ykkur ekki grein fyrir hvaða aðstöðu við erum í.“ Að vissu leyti eru menntamennirnir eins. Þeir eru ekki færir um að gera sér grein fyrir staðreyndum augna- bliksins. I baráttunni voru þeir frábærir. Ég ber virðingu fyrir þeim, þótt þeir hafi ekki getað aðlagað sig þeim aðstæðum sem nú eru. Hvers vegna eru þá svona margir prófessorar, kennarar og annað háskólafólk í hreyfingunni með okkur, spyrðu kannski. Ha! Ef við neituðum þeim um aðgang þá mundu þeir grafa sig inn á okkur eins og moldvörpur og komast þangað sem þeir ætluðu sér eftir sínum eigin leiðum. Það er miklu betra að segja: Gjörið þið svo vel. Komið inn og setjist hérna hjá okkur. Ég get sagt þér eitt: Menntamenn þurfa langan tíma til að skilja hlutina. Og þeir þurfa ennþá lengri tíma til að komast að niðurstöðu. Þeir ræða málin, kanna málin, og eftir fimm tíma eru þeir loksins komnir að sömu niðurstöðu og ég var kominn að fimm mínútum eða jafnvel fimm sekúndum eftir að þrasið byrjaði. Lífhræddur? — Hvað með kommúnistaflokk- inn? Ég spyr sjálfa mig aftur og aftur hvernig standi á því að þeir hafi látið þig komast svona langt á svo skömmum tíma. Ætla þeir að nota þig sem verkfæri? Ætla þeir kannski að innlima þig? — Nei, nei, nei. Að ganga í þjónustu hins opinbera er nokkuð sem ég hef aldrei hugsað mér að gera. Hefði ég viljað það þá hefði mér verið í lófa lagið að gera það á meðan ég var enn „hr. óþekktur". Þú getur rétt ímyndað þér hvaða tilboð ég hef fengið. Að ganga hinu opinbera á hönd? Frekar mundi ég ganga út og skjóta mig. Það er fylgzt með okkur. Fólk spyr: „Lech, ertu ekki hræddur um að verða drepinn?" Ég yppti öxl- um. Ég geri ekki mikið til að verjast hugsanlegum árásum. Nokkrir vinir mínir reyna að vernda mig og fylgjast með mér hvert sem ég fer. En hver er tilgangurinn? Það er hægt að myrða á svo margan hátt, ekki bara með handhægum vopnum. Þeir drápu bezta vin minn og þeir geta hæglega drepið mig. Ég er örlagatrúar. Ef það verður að gerast þá gerist það. Og ég enda í Paradís. — Nú er búið að semja um þriggja mánaða vopnahlé milli Samstöðu og stjórnvalda. PóIIand þarf sterka ríkisstjórn — Við skulum hafa eitt á hreinu. Samstaða hefur ekki und- irritað neitt vopnahléssamkomu- lag. Við lýstum því einungis yfir að við ætluðum ekki að vera á móti hinni nýju ríkisstjórn Jaruz- elskis. Pólland þarf sterka ríkis- stjórn, og Jaruzelski er fær um að gegna slíku forystuhlutverki. Það getur hann m.a. af því að hann er hermaður, hershöfðingi, sem er fær um að gefa fyrirmæli og sjá til þess að þeim sé fylgt. Hann er fær um að stjórna bæði sjálfum sér og öðrum. — En hvað gerist ef honum mistekst? — Ef honum mistekst og „bræður" okkar taka ekki í taum- ana þá kemur til kasta Samstöðu að ábyrgjast stjórn ríkisins. En það er ólíklegt að til slíks þurfi að koma. Það er raunar svo ólíklegt að það er eiginlega hreinasta fjarstæða. Og ég legg áherzlu á það að þetta er nokkuð sem ég vil alls ekki að gerist, og sú skoðun er ríkjandi innan Samstöðu. Það sem við viljum er bara að fátækt fólk fái svolítið meira að borða og hafi tækifæri til að lifa svolítið betra lífi. Það er það sem við viljum ná fram — ekki að koma okkur í einhverja pólitíska aðstöðu. En ef allt annað bregzt þá yrði ekki um annað að ræða en Samstöu. Ef stjórnin segir: Þetta er allt í klessu, við ráðum ekki við þetta lengur, þá mundi Samstaða taka á sig þessa ábyrgð og ég tæki þá málin í mínar hendur. Og ég get bætt því við að Pólland mundi aldrei hverfa aftur til þess ástands sem var ríkjandi þar til í ágúst 1980. Stórveldi hafa fallið fyrr En heldurðu að kommúnista- flokkurinn og stjórn Kanía gætu sætt sig við að gefast upp með slíkum hætti? Nýlega sagði hátt- settur maður í ríkisstjórninni og miðstjórn kommúnistaflokksins: Við munum aldrei fallast á að dreifa valdinu, hvað þá að láta af valdinu. — Þetta segja þeir í dag. Það er allt annað mál hvað þeir segja svo á morgun. Það hefur gerzt fyrr i mannkynssögunni að stórveldi hafi fallið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.