Morgunblaðið - 28.03.1981, Síða 18

Morgunblaðið - 28.03.1981, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981 A laugardaginn var hóf biskup svar sitt við spurningu ungrar konu, sem fannst lítið fara fyrir kraftaverkum nú til dags, miðað við frásagnir Biblíunnar. Biskup lýkur í dag svari sínu við spurningunni Fyrir nokkrum árum sayöi ágæt- ur læknir í Fréttabréfi um heil- brigdismál Jiraftaverk innan lík- amans eru ekki sjaJdgæf. Þaö má heita, ad þau gerist á hverju augnabliki okkur til vemdar. Vid tökum tæplega eflir þeim, lítum a.m.k. ekki á þau sem kraftaverk. Þó má segja, ad hvert einasta þeirra sé ótrúlega flókið.“ Læknir- inn benti siðan á dæmi um hvers- dagsleyustu hluti, sem enginn tekur andans, í ríki Guðs. Enda er sami faðir að baki alls. Jesús sá kraftaverkin í kringum sig, í öllu lífi, hverju strái og fræi, hverri mennskri brá og höfuð- hári. En Jesús kenndi ekki aðeins með orðum. Hann kenndi líka með verkum. Hann sagði ekki aðeins frá því, hvernig Guð er margt annað en fegurð og góðleik. Krían hremmir horn- sílið, þrösturinn gleypir maðk- inn, veirur og sýklar sitja um okkur, eldar, stormar og feigð- arboðar geta ætt og grandað af blindri grimmd. Og víða í ríki náttúrunnar getur manneskjan séð ranghverfuna á sinu eigin eðli. Táknin, sem guðspjöllin vitna um, eru ekki röskun á eðlilegum lögmálum, heldur afneitun þess alls, sem raskar réttum lögum lífsins. Þau tákna uppreisn gegn þeim skuggum sköpunarverksins, sem eiga þar ekki heima. Þau boða það, að Guð afneitar sjúkdómum og annarri kröm og böli. Jesús sér fingraför og fjötra hins illa í grimmd, hörmum og hörmungum. Og hann boðar með verkum sín- um, að Guð stendur með þeim, sem þjást, og að hann ætlar sér að þerra tárin af hverri ásjónu og afmá dauðann að eilífu. Úrslitatáknin á jarðlífsferli Jesú, krossdauðinn og uppris- an, birta það til fulls, að Guð gerir alla kvöl að sinni og mun sigra allt illt vald í alheimi. Það er nauðsynlegt að skoða kraftaverkasögurnar í Nýja testamentinu í þessu ljósi fyrst og fremst. Og menn þurfa líka að taka eftir því, að táknin skildu menn ekki né túlkuðu á einn veg. Menn sáu hið sama gerast, en það sem varð einum leiftur frá Guðs ástareldi, það varð öðrum ekki annað en marklaus kynjablossi. Og þetta fór alveg eftir því, hvort það kraftaverk gerðist hið innra með mönnum, sem Jesús kallar trú. Og trú er ekki hvað sem er í munni hans. Trú er að treysta honum og þar með þeim Guði sem hann birtir. Það traust er Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup svífa niður þar fyrir augum fjöldans. Þá myndi hann verða frægur fyrir undraverða hæfi- leika. Jesús vísaði þessari freistingu á bug. Og þegar hann vann dásamleg verk til líknar, bannaði hann viðstödd- um venjulega að færa þau í hámæli. Einu sinni sagði hann: „Vond og hórsöm kynslóð heimtar tákn.“ Hungur í furð- ur og kynjar er vantrú og hjátrú. En það er líka vantrú og hjátrú að neita því, að Guð geri kraftaverk. Hann er alltaf að gera það, oftar en þú deplar auga. Eg geri ráð fyrir því, að áleitnust sé í þessu sambandi sú spurning, hvort sjúkir geti læknast fyrir bæn. Látum svo vera, að Jesús hafi læknað sjúka á jarðlífsdögum sínum. En gerir hann það enn? Fyrst skulum við athuga það og alltaf muna, að hver lækn- með miklu skjótari árangri en þau lyf og aðgerðir, sem vér þekkjum og beitum. Þessa umsögn vísindamanns læt ég nægja að svo búnu. En ég vil líka minna á, að í nokkrum kirkjum eru sam- komur vikulega, þar sem beðið er fyrir sjúkum. Víðar er slík þjónusta af hendi leyst. Og þeir eru ófáir, sem i hljóðlátri auðmýkt geta borið um veitta og þegna blessun og áþreifan- lega hjálp bænarinnar í Jesú nafni. En það má jafnan segja hverja sögu á fleiri vegu en einn. Kristinn maður veit, að Guð er að verki hvarvetna, nær honum er eiginn andardráttur og æðaslög. Vissulega er mátt- ur hans oft hulinn. En jafnvel myrkrið er bjart með honum, bjartara en hver dagur án hans. Heimur trúarinnar er engin kynjaveröld. En hann er undursamlegur. Því Drottinn er í nánd. Það gerðist fyrir tveimur árum, að bíll fór út af hættu- legum vegi, rann á svelli fram af hárri brún og ofan snar- bratta, klakaða skriðu, hentist niður gnæfandi grjóthlíð og grængolandi sjór undir. En bíllinn festist á snös og ramb- aði þar, maðurinn, sem í hon- um var, komst út, gat klórað sig upp á veginn og var ómeiddur. Hann sagði í viðtali við blað: Það var mikil mildi, hvernig þetta fór. En á forsíðu annars blaðs gat að líta túlkun fréttamanns á atvikinu: Fyrir einhverja hundaheppni stöðv- aðist billinn og maðurinn bjargaðist. Guðleg mildi eða hunda- Gerast ennþá kraftaverk? eftir, en eru óskiljanlega margbrot- in viðbrögð líkamans til vemdar gegn hættum. Eg var hér síðast að reyna að vekja athygli á þeim verkum skaparans, sem hver maður má sjá og þreifa á og undrast dags daglega. Kristinn maður gerir sér vakandi grein fyrir því, að hann lifir í undursamlegum heimi, þar sem Guð er að verki í smáu og stóru. Jesús benti á nærtækar, jarðneskar stað- reyndir til þess að minna á Guð. Lítið til fugla himinsins, gefið gaum að liljum vallarins, sagði hann. Náttúran og henn- ar lög geta kennt mikið um Guð og um rétta afstöðu til hans. Ef menn líta upp og gefa gaum. Og þegar Jesús bjó til einfaldar likingar til þess að kenna það, sem er orðum æðra, þá tók hann gjarnan dæmi af sviði náttúrunnar: Lögmálin þar geta bent til þeirra huldari lífslaga, sem gilda í heimi og ríki hans. Hann sýndi það, birti það með framkomu sinni. Meðal annars vann hann verk, sem gerast ekki daglega fyrir augum manna. Hann birti mátt og miskunn föður síns með því að lækna sjúka, seðja svanga, lægja storm, lífga dauða. Slík verk hans eru kölluð tákn í guðspjöllunum. Hvað þýðir það? Jesús táknar með þessum verkum, að Guðs ríki er í nánd þar sem hann er. Þau eru dæmi eða líkingar, eins og sögurnar hans, leiftur frá þeirri tilveru, þar sem Guð kærleikans ræður að fullu. Og þau eru afbrigðileg af því, að hin jarðneska tilvera er af- brigðileg, eins og hún er. Hún er lýtt og sjúk. Hér er synd, kúgun, hungur, sorg, dauði. Það er ekki eðlilegt né sjálf- sagt. Og náttúran, svo dásam- leg sem hún er, endurspeglar sigur Guðs í mannlegri sál. Sá sigur lýkur upp fyrir þeim mætti Guðs, sem hefur engin takmörk. Sá máttur getur með tvennu móti hrifið tnann úr greipum ytra böls. Annars vegar þannig, að byrðin er tekin af manni. Hins vegar með því, að maður fær kraft til að bera hana. Hvort tveggja gerist dögum oftar. Þó að þú megir vita það, að Guð afneitar því, sem þjáir þig og að hann sendir þér engar plágur, slys eða raunir, þá skaltu líka hafa í huga, að hann getur notað allt til góðs. Allir, sem lesa guðspjöllin, taka eftir því, að hvert krafta- verk Jesú er viðbragð við mannlegri neyð og vanda. Hann leikur aldrei neinar listir til þess að auglýsa sig sem undramann. Freistarinn man- aði hann til þess að varpa sér ofan af gnæfandi þakbrún og ing er kraftaverk. Þó að hin rekjanlega orsök sé skurðað- gerð eða lyf. Og þá er heilsan ekki síður kraftaverk, það að þurfa ekki á lækningu að halda. En hér er meira að segja. Alexis Carrel, læknir og líf- fræðingur (fékk Nóbelsverð- laun fyrir vísindaafrek) skrif- ar: „Eg hef sem læknir séð menn rísa upp úr veikindum fyrir hinn yfirjarðneska mátt bænarinnar, þegar læknislistin hafði orðið að gefast upp.“ Hann segir ennfremur, að slík undraverð lækning sé fólgin í því, að lífmáttur líkamans fari að starfa með stórauknum hraða. Það stafi af því, að nýr, voldugur kraftur komi til. Sá máttur rjúfi ekki hin lífeðlis- legu lögmál, heldur vinni hann gegn þvi, sem raskar þeim og veldur þar með sýkingu og þjáningu. Og sá kraftur verki Kristniboð gegn austurlensku trúboði Sumum finnst það út í hött að tala um kristnihoð á íslandi. Hér em flestir skírðir og fermdir og nokkur kristinfræðikennsla í skól- um. Og við sendum jafnvel kristni- boða til annarra landa. En lykilorð samtíðarinnar er símenntun. Sifelld upplýsing fjðl- miðla krefst þess, að menn endur- skoði viðhorf sín og afstýðu í Ijósi nýrrar upplýsingar. Sama gildir trúlega um trúmál- in. Reyndar sanna það hinar áköfu og langvinnu umræður um sköp- unarsögu og þróunarkenningu hérlendis í vetur. Það er og athyglisvert, að margir Afríku- menn sem komið hafa til Vestur- landa hafa haft orð á því, að ekki virtist síður þörf fyrir kristniboð í þeirri byggð heimsins heldur en í svonefndum þróunarlöndum. Þeim virtist ruglingur í trúarafstöðu og fráfall frá siðaboðskap með ólík- indum. Um þessar mundir flæða yfir Vesturlönd nýjar trúarhreyfingar, flestar af austrænum toga spunn- ar. Þær virðast höfða til nokkurs hóps ungs fólks og er þar beitt ýmsum ráðum til þess að koma boðskapnum til skila, sem ekki þykja öll af betra taginu. Foreldr- ar hafa haft samband við kirkju- stjórnina hérlendis og beinlínis beðið um aðstoð, þegar börn þeirra hafa ánetjast slíkum trúarhópum. Hafa bau haft að orði, að það væri verðugt viðfangsefni á kristni- boðsári að efla fræðslu um þessar austrænu trúarhreyfingar út frá kristnum sjónarhornum. Leiðbeint um við brögð við austrænum trúarhópum Þessa dagana er nú staddur hérlendis dr. Johs. Aagaard í boði þjóðkirkjunnar. Hann hefur kynnt sér sérstaklega sögu og hug- myndafræði hinna austrænu trú- arhópa og farið víða í þeim erindum. Heima í Danmörku hef- ur hann stutt við endurhæfingar- starf, sem unnið er meðal þeirra sem vilja „hverfa aftur til lífsins" eftir kaffæringu í austrænan hug- arheim og skurðgoðadýrkun. Slikt starf hefur þó reynst afar erfitt, því margir ná sér ekki fullkomlega eftir hina erfiðu reynslu. Dr. Aagaard verður í Hallgrímskirkju í dag eftir klukkan 4 og mun svara fyrirspurnum og ræða um inni- hald trúarhreyfinganna og orsakir framgangs þeirra. Hann mun ræða kynni sín af því unga fólki sem ánetjast hefur og hvað má gera til varnar. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir. Síðan flytur Johs. Aagaard tvo fyrirlestra í Háskólanum, stofu 5. Sá fyrri verður á mánudagskvöldið kl. 17.00 og er yfirskriftin Tantra og Yoga, framgangur austrænna trú- arhreyfinga á Vesturlöndum. Hin síðari verður á þriðjudagsmorgun kl. 10.00 á sama stað. Þessir fyrirlestrar eru opnir öllum sem um þessi mál vilja fræðast. Einnig hafa birst greinar um þessi efni í síðustu heftum Kirkju- ritsins. Að sjálfsögðu er trúfrelsi í landi hér og öllum leyfilegt að boða sínar skoðanir og trú, svo fremi sem þær sigla ekki undir fölsku flaggi. Dr. Aagaard er öðrum mönnum betur búinn til þess að leiða menn í allan sannleika um þessar austrænu trúarhreyfingar. Er sannarlega full þörf á því, að hann geri svo á kristniboðsárinu 1981 á íslandi. heppni — ein og sama saga í tvennum útgáfum. Ég missti fótanna í hálku í vetur, sentist eins og ráðlaust flykki út á miðja akbraut, þar sem venjulega er óslitin og asasöm bílaumferð. Þar lá ég. En á því augnabliki var enginn bíll í nánd. Og ég stóð upp með óverulegar skrámur. Slík atvik gerast í lífi vor allra. En hvernig þú túlkar þau fer eftir því, hvort það er Guð eða hundaheppnin, sem þú minn- ist, metur og þakkar. Misjafnlega heppinn hundur eða maður í Guðs hendi hvað sem gerist, það er lóðið. Þar skilur milli heilbrigðrar trúar og vanheilsu vantrúarinnar. Sú vanheilsa getur læknast. Það er blessað kraftaverk, þeg- ar það verður. En hljóðlátt, eins og máttur lífsins jafnan er, og öll heilsa. Sigurbjörn Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.