Morgunblaðið - 28.03.1981, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.03.1981, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981 19 Vísindin efla alla dáð Skólastjórn Fjölbrautaskólans í Breiðholti beinir spurningum til dr. Halldórs Guðjónssonar kennslustjóra Háskóla íslands Inngangur Frá því 21. desember 1980 hefur könnun á árangri nem- enda á fyrsta námsári við Há- skóla Islands orðið umræðuefni í blöðum og manna á meðal. Það er að vonum, þar sem næsta einhliða ályktanir hafa verið dregnar af umræddri könnun. Könnun þessi náði til nemenda er próf tóku á fyrsta námsári sínu við Háskóla íslands árið 1979-1980. Skólastjórn Fjölbrautaskólans í Breiðholti telur að könnu Háskóla íslands sé þess eðlis að hún hvetji öllu meira til spurn- inga heldur en ályktana. „Vís- indin efla alla dáð,“ stendur yfir dyrum á hátíðasal Háskóla ís- lands. Það er aðall vísindanna, sannleiksleitarinnar að örva menn til spurninga, en forða frá einhliða ályktunum. Það var fræðimaðurinn Claude Lévi- Strauss sem hélt því fram að til væru tvenns konar samfélög manna. í öðrum samfélagahópn- um ættu menn svör (ályktanir), en engar spurningar. I hinum væru spurningarnar (vafaatrið- in) óteljandi, en þar væri fátt um svör (fullyrðingar). I trausti þess að íslenskt samfélag flokk- ist undir síðari hópinn sendir skólastjórn Fjölbrautaskólans í Breiðholti kennslustjóra Há- skóla íslands, en hann hefur mjög komið við sögu fyrrnefndr- ar könnunar, nokkrar spurn- ingar er varða forsendur könn- unarinnar og varða þar með veg til ályktana og túlkunar. Spurningar og frekari greinargerð varðandi þær Fyrsta spurning Var könnun sú sem fram- kvæmd var á námsárangri fyrsta árs nemenda í Háskóla íslands skólaárið 1979—1980 gerð til upplýsinga fyrir Háskóla Islands og hinar ýmsu deildir hans? Skólastjórn Fjölbrautaskólans í Breiðholti lítur svo á að könnun sem gerð er innan ákveðins skóla hljóti fyrst og fremst að vera gerð forsvarsmönnum viðkom- andi skóla til fróðleiks og glöggvunar. Hér gæti margt komið til álita þótt fátt eitt verði greint. Yfirstjórn Háskóla ís- lands gæti óskað að meta prófa- gerð hinna ýmsu deilda. Þá gætu kennsluhættir og kennsluaðferð- ir deildanna og deildarkenn- aranna verið í sviðsljósinu. Verið er að sjálfsögðu fyrst og fremst að prófa árangur af kennslu Háskóla Islands svo og hversu skólanum tekst að virkja nem- endur sína á fyrsta námsári. Önnur spurning Var umrædd könnun Háskóla Islands gerð til fróðleiks fyrir þá framhaldsskóla er nemendurnir er þreyttu prófin komu frá? Skólastjórn Fjölbrautaskólans í Breiðholti telur að þetta við- horf eigi fullan rétt á sér. Mikilvægast hefði þá verið fram- haldsskólunum að fá ítarlegar upplýsingar um fylgni á milli frammistöðu viðkomandi nem- enda í framhaldsskólanum og Háskóla íslands. Reynist nem- andi sem nær góðum árangri í framhaldsskóla sínum góður nemandi í Háskóla íslands eða ekki? Slíkur fróðleikur er fram- haldsskólum landsins ómetan- legur. Hann verður ekki fundinn í könnun Háskóla íslands. briðja spurning Var margnefnd könnun Há- skóla Islands gerð til fræðslu fyrir æskufólk, er kemur úr hinum ýmsu framhaldsskólum landsins? Skólastjórn Fjölbrautaskólans í Breiðholti álítur að könnun sem hefði slíkt markmið væri hin æskilegasta og mikilvæg- asta. Æskufólk fengi þá vitn- eskju um vanræktar greinar (framhaldsskólans eða þess sjálfs), skort á fræðslu um prófatöku, sem líklega er víða fyrir hendi, ónákvæmni í kennsluaðferðum í framhalds- skólunum. En síðast en ekki síst gæti það fengið drjúga tilsögn í því að meta rétt kunnáttu sína, sem hefði í för með sér meðal annars að það léti ekki skrá sig til prófs nema líkurnar væru allmiklar á því að það stæðist prófið. Þetta síðasta er að verða mikilvægara en margan grunar. Fjórða spurning Átti könnun Háskóla Islands að veita foreldrum og ættmenn- um þeirra nemenda er próf þreyttu áríðandi og tímabæran fróðleik? Skólastjórn Fjölbrautaskólans í Breiðholti telur að fyrir for- ráðamönnum Háskóla íslands gæti vakað að beina athygli að öllu fræðslukerfi landsins í heild. Prófin ættu þannig að meta fræðslu Háskóla íslands sjálfs og einnig fyrra náms nemandans, þ.e.a.s. grunnskóla- námið sem mótar alla mennta- stefnuna og síðan framhalds- skólanámið. Hér þurfa foreldrar og ættmenni að vera vel á verði og því fyllsta ástæða að vekja viðkomandi til umhugsunar. Fimmta spurning Var könnun Háskóla Islands gerð til að vekja forystumenn íslenskra menntamála til um- hugsunar, fræða þá og veita innsýn og yfirsýn? Skólastjórn Fjölbrautaskólans í Breiðholti er þeirrar skoðunar að fyllsta ástæða sé til að bera fram spurningarnar: Er heild- arstefna (ef hún er þá finnanleg) íslenskra menntamála rétt eða horfir í rétta átt? Eru tengslin milli hinna þriggja skólastiga, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla eðlileg og hvar skortir á nauðsynleg tengsl og samræm- ingu? Sjötta spurninK Var könnun Háskóla Islands gerð til fróðleiks fyrir allan almenning í landinu? Skólastjórn Fjölbrautaskólans í Breiðholti lætur sér til hugar koma að einmitt þetta síðast nefnda kunni að hafa vakað fyrir forsvarsmönnum Háskóla Is- lands, er tóku ákvarðanir um könnun þá sem hér er fjallað um. Þá hafi í huga forsvarsmann- könnun Háskóla íslands hafi verið gerð til að valda sársauka eða gera hlut íslenskra fram- haldsskóla lítinn og eigi það jafnt við um „hið nýmótaða skólahald" og „það gamla og rótgróna". Þar sem þessi er sannfæring skólastjórnarinnar telur hún mikilvægast að um- ræður og ályktanir verði ekki til að særa, valda erfiðleikum eða vekja heift. Slíkt hæfir ekki þegar rætt er um nám ung- menna á viðkvæmasta aldur- skeiði. „Vísindi efla alla dáð.“ Skólastjórn Fjölbrautaskólans í Breiðholti tekur ekki þátt í þeim leik, sem skilur eftir harm og veldur þjáningum. Skólastjórn Fjölbrautaskólans í Breiðholti vekur athygli á hinu að sá skóli, sem hún er í forsvari fyrir er ekki menntaskóli ein- vörðungu eða hlutverk skólans það eitt að brautskrá stúdenta. Eftirfarandi yfirlit ætti að gefa nokkra hugmynd um hlutverk skólans. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur þegar brautskráð 675 nem- endur. Af þeim eru 149 stúdent- ar. En yfirlitið er að öðru sem hér segir: 45 nemendur 72 nemendur 117 nemendur Eins árs námsbrautir: Grunnnámi matvælatækni hafa lokið Grunnnámi iðnfræðslu hafa lokið Alls brautskráðir á eins árs brautum Tveggja ára námsbrautir Bóklegu og verklegu námi sjúkraliða hafa lokið Bóklegu og verklegu námi matartækna hafa lokið Grunnnámi myndlistar hafa lokið Framhaldsnámi iðnfræðslu (4 annir) hafa lokið Grunnámi uppeldisfræða hafa lokið Bóklegu og verklegu námi snyrtifræðinga hafa lokið Almennu verslunarprófi hafa lokið 158 34 nemendur 11 nemendur 25 nemendur 12 nemendur 25 nemendur 8 nemendur nemendur Alls hafa lokið tveggja ára námsbrautum 273 nemendur Þriggja ára námsbrautir Sveinsprófi iðnfræðslu hafa lokið: 17 húsasmiðir 12 rafvirkjar 14 vélvirkjar Réttindaprófi sjúkraliða hafa lokið Fullu námi matartækna hafa lokið Sérhæfðu verslunarprófi hafa lokið Alls hafa lokið þriggja ára námsbrautum alls 43 nemendur 31 nemandi 8 nemendur 49 nemendur 131 nemandi Fjögurra ára námsbrautir Stúdentsprófi hafa lokið um áramót 1980/1981 149 nemendur Myndlistarprófi án stúdentsprófskjarna 5 nemendur Alls hafa lokið fjögurra árá námsbrautum 154 nemendur anna búið spurningar þær sem nú skal greina: Hversu er í reynd búið að íslenskum skólum? Hvernig er aðstaða íslenskra kennara til að rækja störf sín? Hver er staða íslenskra nemenda í skólum sín- um sem lærdómssetrum og vinnustöðum? Hvernig er háttað stjórnun íslenskra skóla? Hvernig er varið skipulagningu íslensks skólastarfs? Niðurlag Skólastjórn Fjölbrautaskólans í Breiðholti trúir því ekki að Af hinum brautskráðu nem- endum Fjölbrautaskólans í Breiðholti, 675 talsins náði könn- un Háskóla íslands til 25 nem- enda, en það var réttur helming- ur þeirra er lokið hafði stúdents- prófi fyrir hið örlagaríka úttekt- arár. Reykjavík, 10. mars 1981 Skólastjórn F.B.: Guðmundur Sveinsson, Pálmar ólason, Gunnar Þór Baldvinsson. Sveinbjörn Sigurðsson, Viðar Agústson, Þorsteinn Guðlaugsson, Sigurður Már Helgason. NÝR BÍLL KYNNTUR Á AUT0 '81 HONDA Á ÍSLANDI SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 38772

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.