Morgunblaðið - 28.03.1981, Síða 33

Morgunblaðið - 28.03.1981, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981 33 BRAGI KRISTJÓNSSON: Spjall um sjónvarp og Þjóðlífsþættir Sigrúnar Stef- ánsdóttur eru langbezta efni, sem sjónvarpið hefur boðið í mörg misseri. Af eðlislægri smekkvísi tekst stúlkunni að tvinna uppfræðslu og skemmtan á svo ísmeygilegan hátt, að úr verður samfelld, látlaus heild, áreynslulaus svo furðu sætir, eins og oft gildir um hluti, sem mikið er í lagt. í síðasta þætti leiddi hún fram sjálfsöruggan Kristján hetjuten- ór og vinu hans. Sýndi sérstætt hreyfilistaratriði tvíbura- bræðra. Fiskaði fróðleik og glettni uppúr umsjármanni fiskasafns í Vestmannaeyjum. Fór í róður og tókst að gera því erfiða efni makleg skil. Lét Jón úr Vör rifja upp skemmtilegar minningar og fara með kveð- skap. Kvikmynduð var þjóðsag- an Ýsa var það heillin — og Bubbi stjarnan Morthens endaði þáttinn á brilljant uppfærslu, undir meistaralegri myndrænni túlkun. Málfar og flutningur stjórn- andans er með slíkum ágætum, að helzt verður jafnað til beztu íslenzkukarla ,fyrrum. Hinn kaldi þokki, sem fyrrum ein- kenndi flutning stjórnandans, hefur nú vikið fyrir eðlilegri, mannlegri hlýju. Ríkisútvarpið er landsins al- þýðuskóli í tónlist. Þar fer fram æði misaðgengilegur tónlistar- flutningur. Tónstjórar hafa verið stór- snillingar og smekkmenn, hver fram af öðrum: dr. Páll Isólfs- son, Arni Kristjánsson og nú Þorsteinn Hannesson, víðmennt- aður smekkmaður. Margir helztu tónlistarmenn og tón- skáld landsins hafa starfað fyrir stofnunina, m.a.s. Jón Leifs, sá geðríki byltingarmaður. Oft er deilt á tónlistardeild hljóðvarps fyrir meint óþarft mannahald og skriffinnskudútl. Raunin er hinsvegar, að tónlist- ardeildin er minna ofurseld ætt- mennapólitíkinni en flestar aðr- ar deildir hljóðvarps og sjón- varps. Flutningur tónlistar er nær helmingur af magni dagskrár. Slíkt magn krefst vitanlega nokkurs mannafla og skipulagn- ingar. Megin allrar tónlistar í hljóðvarpi er kynnt af þulum. Auk þess eru rabb- og fræðslu- þættir Atla Heimis, Leifs Þórar- inssonar, Þorkels Sigurbjörns- sonar, Guðmundar Gilssonar, Guðmundar Jónssonar og ým- issa annarra, þarsem æðri tón- Sigrún list er flutt og skýrð. Auk þess eru allir hinir óteljandi ánægju- og afþreyingarþættir sjúklinga, sjómanna, unglinga, nikkara, jazzista o.s.frv. í heild er tónlistarflutningur hljóðvarps til hins mesta sóma fyrir stofnunina, þarsem reynt er að taka nokkurt tillit til nær allra áhugasviða tónlistaraðdá- enda. Það væri því viturlegt fyrir væntanlega aflimara dagskrár- efnis í hljóðvarpi að beina kut- um sínum að öðrum efnum en tónlistarflutningi, því sá flokkur nýtur almennrar vildar fólks, ef frá eru skilin allra tormeltustu nútímaverk, — hvað sem líður niðurstöðum misunninna skoð- anakannana. Orðið fjölmiðlun/lar er dæmi um prýðilega íslenzkun erlends hugtaks. Og það jafnt, þótt ofbrúkun orðsins í málinu geti skapað sálrænan leiða á því sem slíku. Nú orðið er það atvinna þúsunda lærðra fræðinga um allan heim að fylgjast með og meta áhrif fjölmiðla á skoðanir hópa og þjóða — og samskipti heimshluta, þegar myndir varp- ast á skjáinn frá einni álfu til annarrar. Stjórnmálamenn útum allan heim hafa fyrir löngu gert sér ljósan áhrifamátt sjónmiðilsins og tekið hann í þjónustu hug- sjóna sinna og stefnumála — og eigin persóna. Nema á Islandi.. Hér er það fyrst nú á allra síðustu árum, sem stjórnmála- menn hafa í framkvæmd viður- kennt gildi þessa miðils og þýðingu fyrir baráttuna — og breytt í samræmi við það. Þetta hæggengi stafar einfaldlega af landlægum kurfshætti og venju- tregðu að tileinka sér breytt horf í bráð. Kunnur íslandsvinur, fjöl- lyndiskúnstnerinn Peter Usti- nov, hefur nýlega lýst áhyggjum sínum, að sífellt verði erfiðara að greina skilin milli stjórn- málamanna og annarra túlkandi listamanna: Fræg er metsölu- plata Walter Scheel Þýzkalands- forseta; Edward Heath er sagður bíða þess spenntur, að pest leggist á Leonard Bernstein, svo hann geti gripið tónsprotann og alkunnur er frábær harmon- ikkuleikur Giscard d’Estaing Frakklandsforseta. Reyndar bætir Ustinov því við, að þeirri kenningu vaxi nú fylgi, að núver- andi Bandaríkjaforseti sé kom- inn í það háa embætti því árum saman hafi honum ekki boðizt makleg tækifæri á sínum rétta starfsvettvangi. íslenzkir fjölmiðlaprinsar eru ekki enn margmennur þrýsti- hópur. Það eru ekki margir íslenzkir stjórnmálamenn, sem gert hafa sér ljóst fyrr en alveg útvarp nýlega hið gífurlega áhrifagildi rikismiðlanna. Þó er einn aðilji í þeim hópi, sem skipulega og af útsjónar- semi hefur byggt pólitíska framabraut sína að mestu upp gegnum ríkismiðlana. Það er Dýrfirðingurinn lokkprúði, pró- fessor Olafur R. Grimsson, doktor og alþingismaður. Ungur maður í menntaskóla var ORG ákveðinn að gerast ólafur stjórnmálamaður og lýsti þeim áformum ófeiminn. Var það og títt um aðra unga menn og vaska. Við nám í stjórnvísindum í Manchesterháskóla kynntist hann vel áhrifamætti hljóðvarps og sjónvarps. í sumarleyfum stundaði hann, — auk venjulegr- ar vinnu, þáttagerð fyrir hljóð- varpið. Þættirnir vöktu mikla og að mörgu leyti verðskuldaða athygli. Spurningaháttur stjórn- andans var allur annar en venja var: hann gaf fórnarlömbum sínum engin grið, þau voru spurð spjörunum úr, hvort sem það voru pólitíkusar, lögreglumenn eða læknar. Þættirnir voru oft vel unnir og nokkuð djúpt skyggnzt, þótt ýmsum fyndist, þá sem nú, að sannleiksleit stjórnandans nálgaðist ósvífni. Smám saman síaðist inní ýmsa, að hér væri á ferð umbótagjarn frekjupjakkur, — allrar athygli verður. Þegar sjónvarp var kom- ið til sögu, hóf sami þáttagerð á þess vegum. Það einkenndi þætt- ina, að þeir voru vandlega undir- búnir, myndrænt nýstárlega gerðir og stjórnandi hafði lag á að spyrja óvæntra spurninga. Viðmælendur fóru oft halloka fyrir spurningaregninu. Margir af þáttum ÓRG voru framúr- stefnulist á íslandi á þeim tíma — og vöktu mikla athygli á stjórnandanum. Landsathygli vakti þáttur hans um bankamál- efni, þegar hann stillti upp á e.k. sakamannabekk allmörgum, drembilátum grámennum úr bankastjórastétt og lét rigná yfir þá tvíræðum og ósvífnum spurningum. Síðan hefur lítill skilningur ríkt milli stjórnenda bankakerfisins og þingmanns- ins. Sá þáttur varð svanasöngur prófessorsins í þáttagerð fyrir sjónvarpið. Gylfi Þ. Gíslason framdi margan góðan gerning á langri valdatíð menntamálanna. Og hann skipaði ÓRG lektor í nýstofnaðri deild við háskólann, þarsem menntun hans nýttist vel. Doktor og prófessor í stjórn- málafræðum hefur þónokkuð ósagt vald, sem viðkomandi hef- ur hagnýtt sér notalega í lífsbar- áttunni. Allur ferill ÓRG frá ungum aldri hefur einkennzt af mikilli elju og kappsemi. Og líka hefur hann það framyfir flesta virka stjórnmálamenn, að hann hefur þekkingu á eðli samfélags síns og auk þess hæfni til að túlka skoðanir sínar á tungu, sem bæði Pétur og Páll skilja — hvað sem segja má um túlkun hans hverju sinni. Sósíalisti er prófessorinn hins vegar ekki, þótt tjald hans standi nú i þeim búðum og hugmyndafræðilega stendur hann mjög nærri hægrisinnuð- um jafnaðarmönnum, svo sem þeim kjarnvinum, Sighvati og Vilmundi. En myndugleikaþrungin rödd- in og grunnmúrað eiginálit gera hann oft sannfærandi, þótt rosa- bullugangurinn verði oft svo ríkjandi, að rangtúlkanir og mis- færslur koma bert i ljós. Og sannarlega myndu vor sannleiksunnandi síðdegisblöð missa vænan spón úr aski sínum, ef þessi geðríki umbótasveinn og málglaði viðmælandi þeirra, hyrfi af stjórnmálasviðinu. En varla þarf nú að óttast það i bráð. sóUandur og sjór BENIDORM Ragnar Bjarnason: Ég og fjölskylda min getur svo sann- arlega mælt með ferð til Benidorm á suðurströnd Spánar. Þar sem ég dvaldi þ. e. a. s. á Hótel HAWAII er aðbúnaður hinn ágætasti. Á jarðhæð hótelsins er veitingastofa, matvöruverslum, bar, kaffitería, snyrtistofa og loftkælt diskótek. Þar er gott fyrir fjölskyldufólk að dvelja jafnt sem einstaklinga, sundlaugin tviskipt og örugg börnum, stór grasflöt við hótelið og þar er tilvalið að liggja og sleikja sólskinið. Nokkra mín. gangur er niður á strandgötuna, en við hana er að finna urmul góðra matsöluhúsa og skemmtistaða með fyrsta flokks mat og góðum skemmtiatriðum. Ströndin er breið, hrein og þar yðar allt af lífi. Stutt ferðalög í bílaleigubíl um ná- grenni Benidorm kosta ekki mikið og mæli ég með ferð til Valencia og í opna dýragarðinn i þorpinu Vergel. Tilvalið er að leigja sér bát eða fara með ferju út í litla eyju sem skammt undan strönd Benidorm og bragða þar á sérkennilegum fiskréttum Ég gæti haft fleiri orð um dvölina á Benidorm, en þessu verður ekki lýst í stuttu máli. En aðeins þetta: Ef þú ætlar með alla fjölskylduna í fri, at- hugaðu Benidorm áöur en þú ákveður annað. Benidorm nýtur mikilla vinsælda hjá spánverjun- um sjálfum, því er verðlag miðað við þeirra greiðslugetu. Þess vegna er ódýrara á Benidorm en sambærilegum strandstöðum á Spáni. Þessari staðreynd skaltu ekki gleyma ef þú ætlar til sólar- landa í sumar. Beint flug til Benidorm: 23. maí-9. júní- 30. júní-14. júlí-4. ágúst-25. ágúst. I^.FERÐA llJ!l MIÐSTOÐIIM ADALSTRÆTI9 S.11255-12940

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.