Morgunblaðið - 28.03.1981, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 28.03.1981, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981 39 Guðrún Ingvars- dóttir- Minning Fædd 17. júní 1901. Dáin 14. marz 1981. Hinn 14. marz andaðist að elliheimilinu Grund amrila okkar Guðrún Ingvarsdóttir Markar- skarði. Hún var fædd 17. júní 1901 að Framnesi í Ásahreppi. Foreldrar hennar voru Ingvar Pétur Jónsson og Katrín Jósepsdóttir og ólst hún upp hjá foreldrum sínum. Árið 1927 þann 17. júní giftist amma Þorsteini Runólfssyni frá Mykjunesi í Holtum og hófu þau búskap í Markarskarði það vor. Þau eignuðust 3 börn; Sigríði sem dó 11 ára gömul, Ingvar sem býr í Markarskarði og Ragnheiði sem býr í Garðabæ. Hjónaband afa og ömmu var mjög gott, þau voru samhent og bjuggu sér hlýlegt heimili. Árið 1960 andaðist afi en þá höfðu þau verið í Markarskarði í 33 ár. Flutti amma þá í Kópavog bjó á heimili okkar og fór að vinna úti. Þau uppvaxtarár okkar sem amma var á heimilinu nutum við leiðbeiningar hennar og ekki taldi hún eftir sér að snúast í kringum okkur krakkana. Amma var einstök kona sem vildi öllum vel og alltaf tilbúin til að hjálpa öðrum, hún var mjög vinnusöm og féll sjaldan verk úr hendi. Á elliheimilið Grund fór hún 1966 og var hún þar til dauðadags. Hugur hennar var oft í heima- byggðinni hjá syni tengdadóttur og barnabörnum og þangað fór hún í heimsókn á sumrin. Um helgar kom amma oft í heimsókn til okkar og finnst okkur mikið vanta síðan hún andaðist og er okkur söknuður efst í huga. Við þökkum ömmu fyrir góð kynni. Guð blessi hana. Þorsteinn, Sigríður og Iljalti. HÍU SÖNGLÖQ Ingunnar Bjamaóóttur fflei píanóundirlelk eftir Hallgrim Helgason Níu sönglög Ingunnar Bjarnadóttur ÚT ER komið nótnaheítið Níu sönglög Ingunnar Bjarnadótt- ur með pianóundirleik eftir Iiallgrím Helgason. Útgefandi er Útgáfufélagið Hraunteigur en Prentverk Akraness hf. prentaði. Sönglög Ingunnar, sem er að finna í heftinu, eru við ljóð Jóhannesar úr Kötlum, Arnar Arnarsonar, Kristjáns frá Djúpalæk, Böðvars Guðlaugs- sonar og Federico Garcia Lorca í þýðingu Magnúsar Ásgeirsson- ar. Albert Olafsson - Minningarorð Fæddur 12. mars 1960. Dáinn 16. febrúar 1981. Mig meira en krossbrá þegar ég leit í eitt dagblaðanna eftir óveð- ursnóttina 16. febrúar síðastliðinn og sá að Albert Ólason var annar þessara ungu manna sem fórust á voveiflegan hátt þá skaðræðisnótt. Mér finnst orð megna sín lítils nú en samt langar mig að minnast Alberts heitins með fáeinum orð- um. Er ég vann nokkur sumur við störf í Vestmannaeyjum kynntist ég Alberti sem einum að hinum hressu Eyjapeyjum, sem settu sterkan svip á bæjarlífið þar. En það var svo ekki fyrr en ég heimsótti Eyjar á páskunum 1980 að ég kynntist Alberti af ráði, er ég þáði heimboð hans og Særúnar sem þá bjuggu saman ásamt nýfæddum syni þeirra. Núna er liðið tæpt ár síðan og þar kvödd- umst við síðast. Kann sumum að finnast þetta fátækleg kynni af Alberti en sú var ekki raunin þessa páskanótt er við sátum að spjalli fram undir rauðan morgun. Samræður okkar voru eins og að finna lykilinn að kistli þeim er geymir þær andlegu gersemar sem svo margt fólk fer á mis við í dag; nefnilega virðingu og tillitssemi við okkur sjálf og aðra. Með þennan lykil er enginn fátækur. Hafi Albert þökk fyrir spjallið. Að lokum vil ég votta öllum ættingjum hans, Særúnu og frum- burðinum og nánum vinum samúð mína. „Eg hef skrifað í sjávarsandinn þó sjái það ekki neinn: Lífið er draumur drottins sem dauðinn ræður einn.“ (Davíð Stefánsson.) Jóna Ingibjörg Jónsdóttir í dag, 28. mars, fer fram í Landakirkju í Vestmannaeyjum minningarathöfn um ungu dreng- ina tvo sem drukknuðu af vélskip- inu Heimaey 16. febrúar 1981, þá Albert Ólason og Guðna Guð- mundsson. Hann hefði svo sannarlega get- að fagnað 21 árs afmæli sínu hann Albert Ólason frændi okkar, ef hann hefði fengið að lifa það. En það var nú eitthvað annað. í fárviðrinu sem gekk yfir land- ið 16. febr. sl. strandaði vélbátur- inn Heimaey Ve I, eftir langt rek til Þykkvabæjarfjöru. En áður en strandið varð höfðu ógnir hafsins kippt tl sín tveim ungum drengj- um, já, ungir voru þeir svo sannar- lega, aðeins 20 ára gamlir. Ungir og hraustir og sterkir. Það er svo dapurt að hugsa til þess að þessi ungi frændi okkar skuli horfinn sjónum. Síðast þegar við sáum hann, fannst mér hann vera orð- inn svo stór og sterkur og líka fallegur. Hann dvaldi kvöldstund hér í Reykjavík á heimili okkar fyrir nokkru og þá stund geymum við en ekki gleymum. Hún sagði mér hún mamma hans að sennilega hefði hann nú ekki verið orðinn mikill sjómaður, hann væri sennilega ekki búinn einu sinni að læra að stíga ölduna sagði hún, enda var ekki víst ætlunin hjá honum að gerast sjómaður. Hún sagði mér líka þá, að tæplega hefði nú verið mikil hjálp í svo ungum sveini í þessu fárviðri ofanþilja, en áræðið og kjarkurinn hjá 20 ára gömlum manni er ekki mælanlegt. Hann stóðst vaktina með prýði, þó að svona færi. Það er víst alveg sama hve vanur maðurinn er sjó- mennsku, enginn getur ráðið við slík ógnaröfl. Það er svo, að mér finnst, stutt síðan við ókum með mágkonu minni og bróður, Gyðu og Óla, foreldrum Alberts, um Eyjuna okkar fögru. Litlu krakkarnir þeirra tóku lagið og sungu Eyja- söngva. Það var ekki bara sungið með sínu nefi, þau sungu öll þrjú systkinin, Kristjana, Albert og Þórarinn raddað. Ég man að ekki var laust við að eitthvað af okkar börnum sýndu, að mér fannst, smá öfundarglampa í augunum, en það var ekki alvarlegt. En þetta var fyrir gosið og mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan. Albert hafði yndi af hljómlist og er mér í fersku minni er ég var stödd heima á Hoffelli og Albert kom ofan af lofti og spurði hvort ég vildi ekki koma og sjá hljóm- flutningstækið hans, sem hann var nýbúinn að fá, jú, jú, og það nötraði næstum allt húsið, og því hærra sem tækið var stillt því meira brosti hann. Finnst þér þetta of hátt, varð honum að orði? Já, það er nú heldur of hátt, vinurinn, sagði ég. Þá sagðist hann bara stilla það lægra. Hann var svo ungur og glaður, allt of ungur til að vera horfinn, eða það finnst okkur allavega, kannski erum við svo eigingjörn. Gyðu og Óla, foreldrum Alberts, systkinum hans og litla drengnum hans sendum við hugheilar vinar- og samúðarkveðjur. Við systkinin, fjölskyldur okkar og amma sendum bænarkveðjur. Biðjum að sá sem öllu ræður beri Albert frænda okkar í faðmi sér. Megi Guð styrkja foreldra hans og aðra ástvini. Söknuðurinn er mik- ill og sár. S.B. ARALIA Fatsia japonica Fatsia kvað vera japanskt nafn og þýða SKÓGAR- BÚI, en jurt sú sem nú verður um fjallað gengur hér jafnan undir nafninu ARALÍA eða STOFU-ARALÍA. Þetta er sígræn jurt, trjákennd, ættuð frá Japan svo sem kenningarnafn hennar bendir til. Hér á landi hefur hún verið ræktuð sem stofublóm í áraraðir. Stofn aralíunnar er sver og blöðin stór, gljáandi og handskipt, sitja þau þétt á stofninum á löngum stilkum. Aralían kann vel við sig í austur- eða vesturglugga, en best sýnist þó henta henni bjartur staður inni í stofu þar sem hún verulega getur látið ljós sitt skína með því að breiða óhindrað úr fögrum gróskumiklum blöðunum. Annar kostur við slíkan stað er sá að sól nær þá ekki að skína beint á blöðin en það kemur sér vel fyrir hana því að í sterku sólskini eiga þau til að gulna og jafnvel falla af. Aralían er matfrek mjög og veitir ekki af vikulegum áburðarskammti yfir vaxtartímann og þá má heldur ekki spara við hana vökvunina. Fái hún ekki næga næringu er hún vön að sýna það með gulleitum blöðum. Rétt er að skipta um mold árlega, og eru þessi hlutföll hæfileg: 3 hlutar frjó og góð garðmold, 1 hluti mómold lítið eitt blönduð grófum sandi. Svo sem fyrr var sagt þarf að vökva vel yfir vaxtartímann, en sparlega skal fara með vatnið í annan tíma því ekki er að efa að ofmikil vetrarvökvun hefur orðið margri aralíunni að aldurtila. Aralía er venjulega ræktuð upp af fræi en þó er mögulegt að fjölga henni með græðlingum. Ums. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eg er ekkja og á tvö lítil börn. Eg kvíði íyrir því að ala börnin upp ein, og fjárhagurinn er bágborinn. Eg tel, að börnin þarfnist mjög kærleika og leiðbeiningar föður. Biblían kennir, að það sé ekki gott, að maðurinn sé einsamall, en Guð sagðist ætla að gera honum meðhjálp. Sá tími kann að koma, að Guð sjái það vera fyrir beztu, að börnin eignist annan föður og þér eiginmann. En fram að því gegnið þér einni mestu ábyrgðarstöðu, sem til er, að vera börnum yðar í senn móðir og faðir. Börnin munu leita til yðar um handleiðslu, og breytni yðar og öll afstaða hefur stöðug áhrif á líf þeirra. Þér megið ekki vera fljóthuga. Ef til vill gætuð þér alið börnin yðar upp einsömul, en betra væri ef þau nytu elsku og samfélags heilsteypts, kristins föður. Þau þarfnast umhyggju föður. Þér þarfnizt hjálpar og skilnings góðs eigin- manns. Páll postuli sagði: „Guð minn mun uppfylla sérhverja þörf yðar eftir auðlegð sinni með dýrð fyrir samfélag yðar við Krist Jesúm". (Fil. 4, 19).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.