Morgunblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 48
Símtnn á ritstjóm
og skrifstofu:
10100
2n«r0un!»lai»it>
Síminn
á afgreiðslunni er
83033
2flor0unblní)ií>
LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981
Verðlags-
stofnun kær-
ir eggjafram-
leiðendur
VERÐLAGSSTOFNUN hef-
ur kært þrjá eggjaframleið-
endur til Rannsóknarlög-
reglu ríkisins og fleiri kærur
munu fylgja í kjölfarið, sam-
kvæmt upplýsingum Georgs
Ólafssonar verðlagsstjóra.
Hallvarður Einvarðsson
rannsóknarlögreglustjóri
sagði að eggjaframleiðend-
urnir væru kærðir fyrir brot á
1. grein bráðabirgðalaga rík-
isstjórnar frá síðustu áramót-
um um verðstöðvun. Þeir
væru taldir hafa hækkað
heildsöluverð á eggjum úr 25 í
30 krónur kílóið án samþykkis
réttra yfirvalda.
Þegar Rannsóknarlögregla
ríkisins hefur lokið rannsókn
málsins verður það sent ríkis-
saksóknara og hann tekur
ákvörðun um það hvort mál
verður höfðað gegn hinum
kærðu eða ekki.
Helmings lækkun launa og afkasta
Starfsfólk frystihúsa á ísafirði hefur bundist samtökum um að halda vinnuafköstum
í lágmarki og voru hanfjtökin því ekki hröð í vinnslusal Hraðfrystihússins
Norðurtanga. Sjá nánar á miðsíðu.
Jón Jónsson jarðfræðingur um byggð á Rauðavatnssvæði:
Svæðið ekki tilbúið vegna
ókannaðs sprungusvæðis
ÉG TEL alls ekki að
Rauðavatnssvæðið sé til-
búið til að ákveða að taka
það undir byggingar-
svæði. Þarna er sprungu-
svæði, sem þarf að vara sig
á, sagði Jón Jónsson, jarð-
fræðingur. En greinar-
gerð frá honum um jarð-
fræðiathuganir á höfuð-
borgarsvæðinu hafði af
Skipulagsstofnun höfuð-
borgarsvæðisins verið
send til Borgarskipulags
og Skipulagsstjórnar
ríkisins vegna tillagna frá
Reykjavíkurborg um að
ákveða næsta byggingar-
svæði upp af Rauðavatni.
Jón sagði að misgengi væri í
berginu á þessu svæði, sprungur
næðu þangað, en sínar rannsóknir
væru aðeins byrjunarathuganir.
Áður en hugsað væri til þess að
ákveða þar byggð þyrfti því vegna
jarðskjálftahættu að afmarka
nákvæmlega allar stórar og smáar
sprungur, sem hlytu að vera
þarna, svo að öruggt væri að hús
yrðu ekki byggð ofan á þeim.
Annar jarðfræðingur, dr. Helgi
Torfason á Orkustofnun, sem hef-
ur verið að athuga sprungusvæðin
á Suðurlandi og tengsl þeirra
vegna jarðhitasvæðanna, sagði, er
fréttamaður bar þetta undir hann,
að í greinargerð Jóns væri síst
tekið of djúpt í árinni.
Þá kvað Jón varhugavert að
leggja niður Bullaugnasvæðið sem
vatnsból, svo sem gert er ráð fyrir
í nefndri tillögu um byggð á
svonefndum austursvæðum í
Reykjavík, þar sem þar fáist bæði
of dýrmætt neysluvatn til að nota
eingöngu til iðnaðar og auk þess sé
mikill kostur að hafa ekki vatns-
ból fyrir svo stórt byggðasvæði
(Reykjavík, Seltjarnarnes og
Kópavog) á sama grunnvatns-
svæði.
Sjá grein og kort á bls. 26.
*
Formannaráðstefna ASI:
50 manna nefnd móti kröfur
Björn ÞórhallsNon, varaforseti ASÍ, i ræðustól á íormannaráðstefnu
ASÍ i gær.
FORMANNARÁÐSTEFNU ASÍ lauk í gær, föstudag, og voru þar
reifaðar kröfugerðir og aðferðir í því sambandi. Þá var ákveðið að
kjósa nefnd, sem móti kröfur og skipuð verði miðstjórn ASÍ,
formönnum félaga og landssamtaka, auk þess sem þau munu
tilnefna í hana fleiri menn og alls munu 50 geta átt þar sæti. Því
var síðan beint til félaga og landsamtaka innan ASÍ að þau sendu
nefndinni hugmyndir sínar um kröfugerð og aðferðir í fyrrihluta
mai.
I þessu tilefni hafði Morgun-
blaðið samband við Björn Þór-
hallson, varaforseta ASÍ og sagði
hann, að megin markmið ráð-
stefnunnar, en hana sætu for-
menn allra félaga og samtaka
innan ASÍ, væri að kanna mis-
munandi viðhorf manna til
kröfugerðar og leita nýrra hug-
mynda, auk þess sem með þessu
væri stefnt að því að hafa
kröfugerðir tilbúnar það tíman-
lega að ekki þyrfti að koma til
vandræða eins og við síðustu
samninga, heldur gæti samning-
ur tekið við af samningi.
Hann sagði síðan að hann
byggist við að nefndin gæti hafið
störf um mánaðamótin maí-júní,
en að kröfugerð gæti hugsanlega
orðið tilbúin í september. Samn-
ingar ASÍ renna út 1. nóvember.
Á síðasta þingi ASÍ, sem
haldið var í nóvember á siðasta
ári, ályktaði þingið, að stefnt
skyldi að því að hefja viðræður
við vinnuveitendur áður en nú-
gildandi samningur rynni út,
þannig að nýr kjarasamningur
gæti þá þegar tekið við af hinum
gamla.
Fíkniefna-
smyglarinn
frajnseldur
til Islands
ÍSLENDINGURINN, sem hand
tekinn var á Kastrup-flugvelli í
síðustu viku með mikið magn af
amfetamini verður að öllum lík-
indum framseldur til íslands
fljótlega, samkvæmt upplýsing-
um, sem Mbl. fékk i Kaup-
mannahöfn i gær.
Eins og fram kom í blaðinu í
gær höfðu íslenzk yfirvöld krafizt
þess að maðurinn yrði framseld-
ur, þar eð hann tengdist um-
fangsmiklu fíkniefnamáli, sem
var til rannsóknar í Reykjavík í
febrúar sl.
Islendingurinn, sem er 23ja ára
gamall situr nú í gæzluvarðhaldi
í Vestre-fangelsinu í Kaup-
mannahöfn og er búist við að
dómur falli í máli hans innan
skamms. Hann var tekinn með
300 grömm af amfetamíni auk
smávægilegs magns af öðrum
fíkniefnum. Samkvæmt dönskum
lögum getur refsing fyrir slíkt
smygl orðið allt að 18 mánaða
fangelsi.
Tillögur
fískifræðinga:
Loðnuafli
fari ekki
yfir 700
þús. tonn
ÍSLENZKIR og norskir fiski-
fræðingar hafa í sameiningu
lagt til, að afli úr íslenzka
loðnustofninum sumar og
haust 1981 og á vetrarvertíð
1982 fari ekki yfir 700 þúsund
lestir. Þessi tiilaga þeirra verð-
ur síðan endurskoðuð að lokn-
um bergmálsmælingum á
stofninum næsta haust.
í samningum íslendinga og
Norðmanna um Jan Mayen er
kveðið á um, að Norðmenn
megi veiða 15% þess afla, sem
leyft er að veiða hverju sinni. I
fyrra fóru þeir fram yfir þessa
hlutfallstölu heildaraflans og
ef þessi tillaga fiskifræð-
inganna verður samþykkt fá
Norðmenn um 100 þúsund lest-
ir af þessu aflamagni.