Morgunblaðið - 14.04.1981, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.04.1981, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1981 Peninga- markadurinn f--------------- GENGISSKRANING Nr. 72 — 13. apríl 1981 Ný kr. Ný kr. Eining Kl. 13.00 Kaup Sala 1 Bandaríkjadollar 6,657 6,675 1 Sterlingspund 14,367 14,406 1 Kanadadollar 5,592 5,607 1 Donsk króna 0,9752 0,9778 1 Norsk króna 1,2107 1,2140 1 Sænsk króna 1,4119 1,4157 1 Finnskt mark 1,6010 1,6053 1 Franskur franki 1,2972 1,3007 1 Belg. franki 0,1869 0,1874 1 Svissn. franki 3,3484 3,3575 1 Hollensk florina 2,7652 2,7727 1 V.-þýzkt mark 3,0608 3,0691 1 ítölsk lira 0,00615 0,00617 1 Austurr. Sch. 0,4327 0,4339 1 Portug. Escudo 0,1141 0,1144 1 Spánskur peseti 0,0754 0,0756 1 Japanskt yen 0,03071 0,03079 1 írskt pund 11,184 11,214 SDR (sérstök dráttarr.) 10/04 8,0212 8,0431 --------------; GENGISSKRÁNING FERÐAMANNAGJALDEYRIS 13. apríl 1981 Ný kr. Ný kr. Eining Kl. 13.00 Kaup Sala 1 Bandaríkjadollar 7,322 7,343 1 Sterlingspund 15,804 15,847 1 Kanadadollar 6,151 6,168 1 Dönsk króna 1,0727 1,0756 1 Norsk króna 1,3318 1,3354 1 Sænsk króna 1,5531 1,5573 1 Finnskt mark 1,7611 1,7658 1 Franskur franki 1,4269 1,4308 1 Belg. franki 0,2056 0,2061 1 Svissn. franki 3,6832 3,6933 1 Hollensk florina 3,0417 3.0S00 1 V.-þýzkt mark 3,3609 3,3760 1 itölsk líra 0,00677 0,00679 1 Austurr. Sch. 0,4760 0,4773 1 Portug. Escudo 0,1255 0,1258 1 Spánskur peseti 0,0829 0,0832 1 Japansktyen 0,03378 0,03387 1 irskt pund 12,302 12,335 Vextir: (ársvextir) INNLÁNSVEXTIR: 1. Almennar sparisjóösbækur ......35,0% 2. 6 mán. sparisjóösbækur...........36,0% 3. 12 mán. og 10 ára sparisjóösb. ... 37,5% 4. Vaxtaaukareikningar, 3 mán.1).... 38,0% 5. Vaxtaaukareikningar, 12 mán.1* .. 42,0% 6. Verötryggðir 6 mán. reikningar... 1,0% 7. Ávísana- og hlaupareikningar..19,0% 8. Innlendir gjaldeyrisreikningar: a. innstæður í dollurum......... 9,0% b. innstæöur í sterlingspundum ... 8,0% c. innstæður í v-þýzkum mörkum .. 5,0% d. innstæöur í dönskum krónum .. 9,0% 1) Vextir færöir tvisvar á ári. ÚTLÁNSVEXTIR: (Veröbótaþáttur í sviga) 1. Víxlar, forvextir......(27,5%) 33,0% 2. Hlaupareikningar ......(30,0%) 35,0% 3. Lán vegna útflutningsafurða... 4,0% 4. Önnur afuröalán .......(25,5%) 29,0% 5. Almenn skuldabréf .... (31,5%) 38,0% 6. Vaxtaaukalán ......... (34,5%) 43,0% 7. Vísitölubundin skuldabréf ..... 2,5% 8. Vanskilavextir á mán...........4,75% Þess ber aö geta, aö lán vegna útflutningsafuröa eru verötryggö miöaö viö gengi Bandaríkjadollars. Lífeyrissjódslán: Lífeyrissjóöur starfsmanna ríkisins: Lánsupphæö er nú 80 þúsund nýkrónur og er lániö vísitölubundiö meö láns- kjaravísitölu, en ársvextir eru 2%. Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veö er í er lítilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt lánstímann. Lífeyrissjóður verzlunarmanna: Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö lífeyrissjóönum 60.000 nýkrónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast viö lániö 5.000 nýkrónur, unz sjóósfélagi hefur náö 5 ára aðild aó sjóönum. Á tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfi- legrar lánsupphæöar 2.500 nýkrónur á hverjum ársfjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er lánsupphæöin oröin 150.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aöild bætast við 1.250 nýkrónur fyrir hvern ársfjóröung sem líöur. Því er í raun ekkert hámarkslán í sjóönum. Fimm ár veröa aö líóa milli lána. Höfuöstóll lánsins er tryggður með byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber 2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 25 ár aö vali lántakanda. Lánskjaravíeitala fyrír aprílmánuö 1981 er 232 stig og er þá miöaö viö 100 1. júní '79. Byggingavísitala var hinn 1. janúar síöastliöinn 626 stig og er þá miöaö viö 100 í október 1975. Handhafaskuldabréf í fasteigna- viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18—20%. Ilafnir á Skatra. t'amli bærinn til hæjfri. . — Ljósm. Þ. Jówpsson. Eg elska þig Jón „Man újí |)aú scm lontfu loicV* kl. 11.00: Af stór- býlinu Höfnum Á dagskrá hljóðvarps kl. 11.00, er þátturinn „Man ég það sem löngu leið“ í umsjá Ragnheiðar Viggósdóttur. Sagt er frá stórbýl- inu Höfnum á Skaga um síðustu aldamót og Hafnarbúðum. — Hafnarbúðir voru verstöð í landareign stórbúsins Hafna á Skaga í Austur-Húnavatnssýslu, sagði Ragnheiður. — Lesin verð- ur þjóðsaga um Þorbjörn Kolku sem reri úr þessari veiðistöð og var mikill sægarpur. Lesið verður úr bókinni Langt inn í liðna tíð. Það eru minningaþættir frá 19. öld, sem Kristmundur Bjarnason sá um útgáfu á 1952. Þar segir Stefanía Ferdinandsdóttir frá dvöl sinni á Höfnum um 1890. Þrifnaður og reglusemi var þar þá meiri en almennt gerðist á þeim árum, og mun dvöl þar hafa verið mörgum unglingnum á við bestu skólavist. Stefanía Ferdi- nandsdóttir var fædd árið 1875 og uppalin í Vindhælishreppi í Húnavatnssýslu, en giftist Sölva Jónssyni smið á Sauðárkróki. Hún var ákaflega minnug og ættfróð svo að af bar. Frásögn hennar af Hafnaheimilinu er sérstaklega jákvæð og skemmti- leg. Á dagskrá hljóðvarps kl. 17.20 er Utvarpssaga barnanna: „Reykjavíkurbörn" eftir Gunnar M. Magnúss. Edda Jónsdóttir byrjar lesturinn. — Eg var kennari við Austur- bæjarskólann á annan áratug, sagði Gunnar M. Magnúss, — og ég skrifaði um þessa veru mína með börnunum í skólanum. Nú eru þessi börn sem ég skrifaði um komin undir sextugt. Svo skrifaði ég smásögur frá þessum tíma um börnin, breytti að vísu nöfnum, en atburðirnir eiga allir stoð í veruleikanum, þannig að þau kannast áreiðanlega við þetta „börnin". Starfið með þeim var mér til mikillar ánægju og þau eru mörg hver kunningjar mínir alla tíð síðán. í bókinni „Reykjavíkurbörn" eru 20 smá- sögur og verða þetta 8 lestrar alls. Fyrsta sagan heitir t.d. Jobbi Jóels og fjallar um strák, sem var rekinn úr Miðbæjar- skólanum og tekinn í Austur- bæjarskólann. Hann lenti hjá mér og var svolítið brösóttur, en að mörgu leyti mjög skemmti- legur. „Bréf til Churchills" heitir ein sagan og segir frá strák sem skrifaði forsætisráðherra Breta. í bréfi sínu benti hann ráðherr- anum á aðferð til þess að skjóta niður flugvélar Þjóðverja. Önnur saga heitir „Hennar brjóst er hreint". Hún segir frá tíu ára gamalli telpu og strák í sama bekk. Hún var að læða miða yfir á borðið til hans, svo að lítið bar á. Ég hafði nú tekið eftir því og eins og ekkert væri náði ég í miðann. En ekki gat ég varist því að brosa þegar ég sá hvað stóð á miðanum. Hún var ang- istarfull á svipinn yfir því að ég segði þetta, en á miðanum stóð: Ég elska þig Jón. Um þennan atburð fjallar sagan. Svo sá ég þessa telpu eftir að hun var komin yfir tvítugt, með barna- vagn og pilt, en það var ekki hann Jón. Í!r la Aiiníi kl. 21.15: í gildrunni Á dagskrá sjónvarps kl. 21.15 er sjötti þáttur breska saka- málamyndaflokksins Úr læðingi. Þýðandi er Kristmann Eiðsson. Jill Foster hafði látið bera Sam þau skilaboð, að hún ætlaði sér að segja honum allt af létta um það sem hún vissi varðandi morðið á foreldrum hans. Þegar þau hittast, segir hún honum, að upphafið hafi verið það, að hún hafi tvívegis komist í kast við lögin, en hinn dularfulli Hogarth hafi notfært sér vitneskju sína um það til þess að neyða hana til að vinna fyrir sig. Hann hafi látið hana bera boð til manna, sem stunduðu einhverja ólöglega iðju. Þetta hafi einmitt gerst þegar foreldrar hans hafi verið á leið til Ástralíu; þá hafi Hogarth hringt í hana, eins og hann hafi jafnan gert, og falið henni að koma til þeirra boðum, sem hafi orðið til þess, að þau sneru við. Jill segist aldrei hafa þorað að segja neinum frá þessu, af ótta við að Hogarth hefndi sín á henni. Hún segist ekki vita hver Hogarth þessi sé, hann hafi aðeins haft símasamband við hana og þar sem hún sé búin að gefa upp alla von um að fá botn í það hver hann sé, hafi hún ákveðið að segja Sam allt af létta, ef það mætti verða til þess að aðstoða hann við að fletta ofan af huldumanninum. Sam Harvey ákveður að leggja gildru fyrir kauða og í kvöld komumst við einmitt að raun um, hver það verður, sem festist í gildrunni. Útvarp ReykjavíK ÞRIÐJUDKGUR MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Leikfimi. 7.25 Morgunpósturinn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregn- ir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Morgunorð: Rannveig Níels- dóttir talar. Tónleikar. 8.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Bóðvars Guðmunds- sonar frá kvöldinu áður. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Helga Harðardóttir les sög- una „Sigga Vigga og börnin í bænum“ eftir Betty Mac- Donald i þýðingu Gisla ólafssonar (7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Sjávarútvegur og sigling- ar. Umsjón: Guðmundur Hallvarðsson. 10.40 íslensk tónlist. Guðný Guðmundsdóttir, Mark Reedman. Helga Þórarins- dóttir og Carmel Russill leika „Movement fyrir strokkvartett“ eftir Hjálmar Ragnarsson/ Sinfóníu- hljómsveit íslands leikur „Galdra-Loft“, hljómsveit- arsvítu eftir Áskel Másson; Páll P. Pálsson stj. 11.00 „Man ég það sem löngu leið.“ Umsjón: Ragnheiður Viggósdóttir. Sagt er frá stórbýlinu Höfnum á Skaga um síðustu aldamót og Hafn- arbúðum. 11.30 Morguntónleikar Kór og hljómsveit Borgaróp- erunnar i Vin flytja atriði úr óperum eftir Schmidt, Pucc- ini og Mascagni; Franz Bauer-Theussl stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. SÍDDEGID_____________________ Þriðjudagssyrpa. — Jónas Jónasson. 15.20 Miðdcgissagan: „Litla væna Lillí“ Guðrún Guðlaugsdóttir les úr minningum þýsku leik- konunnar Lilli Palmer i þýð- ingu Vilborgar Bickel- ísleifsdóttur (25). 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tónlist eftir Beethovén. Filharmóniusveitin í Berlín leikur „Leónóru", forleik nr. 3 op. 72a; Herbert von Karaj- an stj./ Alfredo Campoli og Konunglega fílharmóniu- sveitin i Lundúnum leika Fiðlukonsert i D-dúr op. 61; John Pritchard stj. 17.20 Útvarpssaga barnanna: „Reykjavíkurbörn“ eftir Gunnar M. Magnúss. Edda Jónsdóttir byrjar lesturinn (1). 17.40 Litli barnatiminn. Stjórnandi: Sigrún Björg Ingjiórsdóttir. Talað er um fugla, hreiðurgerð og varp- tíma. Þóra Gerður Eyþórs- dóttir, 8 ára, leikur á flautu og les söguna „Þresti“. Oddfriður Steindórsdóttir les söguna „Hreiðrið“ eftir Davíð Áskelsson. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDID 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Á vettvangi Stjórnandi þáttarins: Sig- mar B. Hauksson. Samstarfs- maður: Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir. 20.00 Poppmúsik. 20.20 Kvöldvaka a. Kórsöngur Ksmmerkórinn syngur ís- lensk lög undir stjórn Ruth Magnússon. b. Arferði fyrir hundrað ár- um Haukur Ragnarsson skóg- arvörður les ír árferðislýs- ingum Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili og flytur hugleiðinar sínar um efnið; 3. þáttur. c. Norðurljós Guðrún Aradóttir les þetta kvæði Einar Benediktssonar og hugleiðingu Grétars ó. Fells út frá því. d. Mannlíf í Málmey Jón R. Hjálmarsson fræðslu- stjóri talar við Grím Sigurðs- son útvarpsvirkja um æsku- ár hans i Málmey á Skaga- firði. 21.45 Útvarpssagan: „Basilíó frændi“ eftir José Maria Eca de Queiroz. Erlingur E. Hall- dórsson les þýðingu sína (18). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Lestur Passíusálma (48). 22.40 Að vestan Umsjón: Finnbogi Her- mannsson. Fjallað er um hótelmál á ísafirði og rætt við óskar óskarsson for- stöðumann Hjálpræðishers- ins á Isafirði, Guðjón Harð- arson trésmið og Fylki Ágústsson formann bygg- ingarnefndar Hótels Isa- fjarðar. 23.05 Á hljóðbergi. Umsjónarmaður: Björn Th. Björnsson listfræðingur. „ó, sæla, syndsamlega líf!“ — Anthony Quayle les úr Lund- únadagbókum James Bos- wells. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. • ÞRIÐJUDAGUR 14. april 19.45 Fréttágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dag- skrá 20.35 Sögur úr sirkus Tékknesk teiknimynd. Þýð- andi Guðni Kolbeinsson. Sögumaður Júlíus Brjáns- son. 20.45 Litið á gamlar Ijós- myndir Sjöundi þáttur. Allt til endimarka jarðar- innar. Þýðandi Guðni Koi- heinsson. Þulur Hallmar Sigurðsson. 21,15 . Úr læðingi Sjötti þáttur. Efni fimmta þáttar: Grunsemdir Sams vakna, þegar hann sér, að sonur Chris Daley stingur við fæti. Hún og maður hennar segja að hann hafi lent i bílslysi og aldrei komið til Guiidford. Siminn hringir hjá Sam. Sagt er að Jill Foster vilji hitta hann. Sam leggur af stað á sjúkrahúsið. en snýr aftur heim i íbúð sína. Þar liggur Phil Morgan með hníf i brjósti. Harris aðstoðar- yfirlögregluþjónn hringir i Sam og skipar honum að opna ekki, þótt dyrabjallan hringi hjá honum. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 21.45. Utanrikismál Umræðuþáttur i beinni út- sendingu undir stjórn Ingva Hrafns Jónssonar. Þátttakendur Geir Hall- grimsson, Kjartan Jó- hannsson, Ólafur Jóhann- esson og Svavar Gestsson. 22.35 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.