Morgunblaðið - 14.04.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.04.1981, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1981 Sérstakur eignaskattur á verzlunarhúsnæöi: Dæmigerður vinstristjómarskattur - sagði Matthías Bjarnason Ingólfur Guónason (F) ma lti nýlega fyrir nefndaráliti stjórnarliða i fjárhaKsnefnd neðri deildar Alþingis þar sem lagt er til ad framlengja sérstakan 1,4% viðbótareijínaskatt á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði. Undir nefndarálit i þessa veru skrifar Halldór Asgrímsson (F). Ingólfur Guðnason (F), Guðmundur J. Guðmundssón (Abl) allir úr stjórnarliði og Sighvatur Björgvinsson (A). Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu til að frumvarp um framlengingu skattsins yrði fellt. Ranglátur skattur Matthías Bjarnason (S) minnti á að hér væri um einn af þeim vinstristjórnarsköttum að ræða, sem sjálfstæðismenn hefðu heitið að fella niður, fengju þeir aðstöðu til, er þeir birtu kosningastéfnuskrá sína 1979. Þeir sjálfstæðismenn, sem nú sætu í ríkisstjórn, hefðu og ekki tekið minna upp í sig en aðrir þingmenn flokksins, er skattur þessi var lagður á haustið 1978 eða endurnýjaður 1979. Mér er því forvitni á að heyra skýringu á því, hversvegna frumvarp þetta er flutt sem stjórnarfrumvarp ríkisstjórn- ar, hvar þrír sjálfstæðismenn eru innanborðs. Þessi skattur er framhald þeirrar stefnu vinstri stjórnarinnar, sem hækkaði eignaskatta yfir 50% á sinni tíð, auk sérsköttunar af þessu tagi. Hér er dæmigerð vinstri stefna á ferð. Og hvað um stöðu strjálbýlis- verzlunar, sem framsóknarmenn þykjast bera fyrir brjósti, eflir þessi skattur uppbyggingu hennar? Grundvallarbreyt- ing á skattkerfi Birgir ísleifur Gunnarsson (S) minnti á þá grundvallarbreytingu, sem gerð var á skattkerfinu fyrir nokkrum árum, þar sem reynt var að móta annarsvegar hverjir skyldu vera skattstofnar sveitarfélaga og hinsvegar hverjir skattstofnar ríkisins. Þá var sú stefna mótuð, sem þessi sérstaki skattur þverbrýt- ur, að fasteignir í hverju sveitarfé- lagi f.vrir sig skyldu vera skattstofn, sem heyrði til tekjuöflun sveitarfé- lags. Þessi sérstaki eignaskattur til ríkisins ér 1,4% af skattstofni, sem fasteignagjöld sveitarfélaga leggj- ast á. 1979 nam þessi skattur hér í Reykjavík 22% af öllum fasteigna- sköttum, sem innheimtir voru hér, bæði af verzlunar- og skrifstofu- húsnæði og íbúðarhúsnæði, svo sjá má, að hér er um verulegan hluta af nýtingu viðkomandi skattstofns að ræða. Ég vek athygli á að fasteignamat hefur hækkað mjög mikið, ekki sízt í miðborg Reykjavíkur, svo að þessi tvöfalda álagning á skattstofninn er verulega farin að hamla notkun húsnæðis í miðborginni. Það eru ekki nema ákveðnar tegundir at- vinnurekstrar sem raunverulega standa undir því að greiða þessa háu skatta hér í miðborginni. Þessi skattheimta gengur því þvert á þá viðleitni borgaryfirvalda að auka á fjölbreytni í hjarta borgarinnar, margbreytileika atvinnu- og mann- lífs. „Við sjálfstæðis- menn erum ekki nógu margir“ Albert Guðmundsson (S) tók undir orð Birgis, varðandi sjónar- mið borgarstjórnarmanna til þessa skatts. Hann sagði skatta af þessu tagi stefna í eignaupptöku. „Við sjálfstæðismenn erum ekki nógu margir hér á Alþingi til þess að geta breytt hér nokkru um að þessu sinni,“ sagði Albert, „og það verður fólk að hafa í huga. Hópur- inn er því miður of lítill til þess.“ „Ég ítreka að það fólk, sem þegar er að sligast undan skattpíningu á flestum sviðum, þarf að átta sig á því að það á ekki talsmenn á Alþingi í neinum öðrum stjórnmálaflokki en Sjálfstæðisflokknum". Ræða formanns Fram- sóknarflokksins Halldór Blöndal (S) vitnaði til ræðu formanns Framsóknarflokks- ins hinn 23. október sl., þar sem hann sagði m.a.: „Við teljum einnig skatta á verzlunar- og skrifstofu- húsnæði vafasama, og þar sem hefur dregið úr þenslu á þessu sviði og upphaflegu markmiði með hon- um náð. Við teljum og nauðsynlegt að endurskoða álagningu eignar- Seilst í skattstofn sveitarfélaga, sagði Birgir ísleifur Gunnarsson Svipmynd frá Alþingi t ræðustól Lárus Jónsson (S). t Kristjánsson (S). Til hliðar við Thoroddsen. forsætisráðherra. Til ritari þingdeildarinnar. forsetastól Þorvaldur Garðar forseta efri deildar Gunnar hægri Davíð Aðalsteinsson (F) skatts, einkum á einstaklinga." Hann vitnaði og til orða Tómasar Árnasonar, sem gengu mjög í sömu átt. Ljóst væri hinsvegar að það væri stefna Alþýðubandalagsins sem réði ferð í ríkisstjórninni. Halldór vék að því að launþegar í verzlunarstétt væru fjölmennur hópur og atvinnuöryggi hans tengd- ist sómasamlegum rekstrargrund- velli atvinnugreinarinnar. Þessi skattur gengi ekki síður á hagsmuni þessa hóps en verzlunarfyrirtækja, hvort sem um samvinnu- eða einka- verzlun væri að ræða. Þessi skattur kæmi hvað þyngst við strjálbýlis- verzlun, sem ætti í vök að verjast. Þetta frumvarp væri ekki á dagskrá ef ... Jón Baldvin Hannibalsson (A) mælti gegn þessari skattheimtu. Hann vék að orðum Alberts Guð- mundssonar (S) og sagði: „Þetta frumvarp væri hér ekki á dagskrá nú, og yrði hér aldrei samþykkt, ef ekki væri fyrir þá staðreynd að það er fram borið af ríkisstjórn þar sem að standa a.m.k. þrír sjálfstæðis- menn. Ég verð að skilja þessa yfirlýsingu háttvirts þingmanns á þá lund að guðfaðir ríkisstjórnar- innar sé nú að afneita þessum þremur hæstvirtu ráðherrum og telji þá ekki lengur í hópi sjálfstæð- ismanna." Þá vék JBII að því hvern veg þessi skattur léki samvinnuverzlun í strjálbýli og vitnaði til samþykktar svæðisfundar samvinnuhreyfingar- innar á Suðurlandi þar um. Hemill á fjárfestingu Vilmundur Gylfason (A) sagði þennan skatt hafa verið lagðan á 1978 til að vera hemill á tiltekna grein fjárfestingar og ég styð það að hann verði framlengdur enn um sinn. Hinsvegar er það eðlileg spurning hjá Matthíasi Bjarnasyni (S), hvað hafi valdið skoðanaskipt- um hjá Friðjóni Þórðarsyni og Pálma Jónssyni, því ef ég man rétt voru þeir í hópi hörðustu andstæð- inga þessa skatts og hann verður vart framlengdur nú nema með þeirra stuðningi og annarra sjálf- stæðismanna, er styðja ríkisstjórn- ina. En þjóðin er auðvitað hætt að botna upp eða niður í því með hvaða hætti þessir hlutir ganga fyrir sig, hvað er Sjálfstæðisflokkur og hvað er ekki Sjálfstæðisflokkur. Ilvað er Al- þýðuflokkur? Pétur Sigurðsson (S) sagði að tveir kratar hefðu talað í þessu máli á fáeinum mínútum, annar, með hinn á móti þessu frumvarpi. Nota má því spurningu Vilmundar en setja Alþýðuflokkur í stað Sjálf- stæðisflokkur: hvað er Alþýðuflokk- ur og hvað ekki Alþýðuflokkur? En rétt mun það að vilji er allt sem þarf til að skipta um skoðun og sannast það á ýmsum í þessari ríkisstjórn. Pétur vék að því að verzlunar- menn skipuðu stærsta stéttarfélag landsins og þessi skattur gengi gegn rekstraröryggi þeirrar atvinnu- greinar, sem þeir sæktu atvinnu til. Vera má að réttlæta hafi mátt álagningu skattsins á sinni tíð vegna þenslu í byggingariðnaði — en þær forsendur eru ekki fyrir hendi nú, þvert á móti eru atvinnu- horfur í byggingariðnaði síður en svo glæsilegar. Umræður um þetta mál urðu mjög fjörugar og tóku mun fleiri til máls en hér hefur verið, rakið. Friðjón Þórðarson, dómsmálaráð- herra, sagði rétt, að hann hefði ekki verið sérstakur talsmaður þessa skatts, en þetta væri þó ekki í fyrsta skipti sem sjálfstæðismaður hefði þurft að standa að skattlagningu sem hann væri ekki ánægður með. Pálmi Jónsson, landbúnaðarráð- herra, sagðist hafa fallist á að framlengja þetta gjald til eins árs, eins og mál stæðu, „enda þótt það sé rétt að hér er um sérstakan skatt að ræða, sem leggur nokkrra mismun- un á herðar gjaldþegna og getur ekki orðið til frambúðar". Tvær skákir frá Tallinnmótin u Alþjóðlega mótið í Tallinn um daginn gekk rólega fyrir sig. þannig að keppendur höfðu drjúgan tíma til biðstöðurann- sókna og undirbúnings fyrir næsta andstæðing. Það gat því verið hættulegt að róa oft á sömu mið í byrjun, enda má segja að nú séu það eingöngu ofurmenni á borð við Fischer sem geti leyft sér að tefla sömu hyrjunina skák eftir skák og hundsa þannig alveg þann möguleika að andstæðingurinn hafi getað kynnt sér afbrigðið rækilega. Þannig teflir Karpov t.d. margar mismunandi byrj- anir vafalaust i því skyni að koma andstæðingnum á óvart og aðrir stórmeistarar. t.d. Jan Timman. ganga svo langt að tefla næstum hvaða byrjun sem er, allt eftir því hver andstæð- ingurinn er. Á Tallinn-mótinu voru sam- ankomnir margir vel upplýstir byrjanafræðingar og flestir sov- ézku stórmeistararnir áttu það sameiginlegt að hafa verið að- stoðarmenn mjög öflugra meist- ara. Bagirov var t.d. lengi vel þjálfari Petrosjans, Gufeld var jafnan aðstoðarmaður Gellers hér áður fyrr og frami Maju Chiburdanidze, heimsmeistara kvenna, er ekki síst honum að þakka. Eistlendingurinn Ivo Nei var lengi þjálfari Spasskys og kom m.a. með honum hingað til Reykjavíkur árið 1972. Gipslis hefur lengi haft hönd í bagga með Nonu Gaprindashvili, fyrr- um heimsmeistara kvenna, en hún er eina konan sem náð hefur að verða stórmeistari í karla- flokki. Jafnvel Tal hefur upp á síðkastið fengist nokkuð við að vinna fyrir aðra, en vinnuveit- andi hans er -auðvitað enginn annar en heimsmeistarinn sjálf- ur. Á Tallinn-mótinu lögðu flestir sig fram við það í skákum sínum við Tal að halda stöðunum sem einföldustum, enda orðstír hans sem leikfléttusnillings annað og meira en orðin tóm. Honum tókst þó að vinna eina skák á s^rfega kraftmikinn hátt. Þar,1 héfndi hann sín á Eistlendingn- um Gunnar Uusi, sem vann hann óvænt árið 1972. Hvítt: Uusi (Sovétríkjunum) Svart: Tal (Sovétríkjunum) Enski leikurinn 1. d4 - Rf6, 2. RÍ3 - e6, 3. c4 — c5, 4. g3 — cxd4, 5. Rxd4 — d5, 6. Bg2 - e5, 7. Rc2 (Tal hefur valið hvasst af- brigði sem Kasparov hefur einn- ig dálæti á. Venjulega er hér leikið 7. Rb3 eða 7. Rf3.) - d4, 8. 0-0 Mikhail Tal, fyrrum heims- meistari, vann verðskuldaðan sigur á Tallinn-mótinu. (Athyglisvert er hér hið hvassa framhald 8. f4!? og svart- ur verður að gefa peð, annað- hvort með 8. — exf4, 9. Bxf4 — Rc6, 10. Bxc6 — bxc6, 11. Dxd4, eða strax 8. — Rc6!?) - Rc6, 9. e3 - d3! (Öflugir biskupsleikir sem fylgja í kjölfarið réttlæta þessa djörfu framrás.) 10. Rel - e4,11. Rc3 - Bb4! (Hugmynd svarts. Eftir 12. Margeir Pétursson Rxe4? - Rxe4, 13. Bxe4 - d2 vinnur hann mann.) 12. Bd2 - Bg4, 13. f3 - exf3, 14. Rxf3 - 0-0, 15. Db3 - De7, 16. a3 - Bxc3,17. Dxc3 Nú veltur bardaginn á því hvort peðið sé veikara, peð hvíts á e3, eða hinn djarfi fótgönguliði svarts á d3) - Hfd8, 18. Rd4 - Re5, 10. b4 - Be2, 20. Rf5? Þessi vafasama áætlun stenst ekki eins og Tal sýnir fram á. Hvítur varð aðsætta sig við nokkru lakari stöðu og leika 20. Rxe2) - De6, 21. Bxb7 - Bxfl, 22. Hxfl - Hab8, 23. Bg2 - Rxc4! (Vafalaust hefur Uusi talið þetta dráp ómögulegt vegna næsta Ieiks síns sem setur svart í nokkuð óþægilega aðstöðu. En Tal hefur séð lengra) 24. Bh3 - Rxd2! (Svartur kemur til með að fá meira en nægilegt lið fyrir drottninguna. Aðrir leikir voru miklu lakari, t.d. 24. — Da6, 25. b5 — Dxb5, 26. Rxg7 — Rxd2, 27. Dxf6 - Rxfl, 28. Rf5 - Dxf5, 29. Bxf5 — d2, 30. Dh6 og hvítur vinnur.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.