Morgunblaðið - 14.04.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.04.1981, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1981 COSPER Ekki neina fiska, bjáni! Maðurinn minn er farinn að tala upp úr svefni og ég veit ekki hvort ég á heldur að snúa mér til iæknis eða lögfræðings! Með morgunkaffinu Síðasta flugan sem ég veiddi hefur bersýnilega lent i flibba- stifelsi. Pjölbrautaskólinn i Breiðholti. Opið bréf til Jóns Böðv- arssonar skólameistara Þorsteinn Karl Guðlaugsson rennismiður skrifar: „Félagi Jón. Það sem fær mig, sem hef verið orðaður við pennaleti, til að setjast við skriftir, er viðtal við þig í Tímanum 9. apr., með fyrirsögninni „Málstaður kennara ekki réttur". Ekki ætla ég þó að ræða þessa fyrirsögn, heldur þann kafla, sem fjallar um að eðlilegt að verkleg kennsla í öldungadeildum væri að- eins einfaldur taxti, með yfirvinnu- álagi", og því haldið fram að ekki sé hægt að kenna í öldungadeild á hraðferð. Þrítugur hæfari en tvítugur Jerome S. Bruner, bandarískur kennslufræðingur, hefur sett fram kenningar, byggðar á fjölda rann- sókna, um nám. Hann álítur að við öflun nýrrar þekkingar sé einstakl- ingurinn háður þeirri þekkingar- skipan, sem hann býr við í upphafi námsins og þeim fróðleiksmolum, er hann ræður yfir hverju sinni. Þessi þekkingarskipan breytist með þroska og aldri og má skipta henni í ferli. í þessu ferli Bruners kemst hann að þeirri niðurstöðu að þrí- tugur maður sé hæfari en tvítugur til að velja úr þekkingu, varðveita hana og nota á skapandi hátt. Verkefnið ekki hann sjálfur, heldur utan hans í bókinni „Sálarfræði 11“ (Sigur- 15 ára unglingur skrifar: „Mér fannst þessi mynd alveg frámunalega vitlaus. Hún gerir ekkert annað en að kenna ungling- um og öðrum að haga sér eins og fífl. Myndin átti ekki við nein rök að jón Björnsson, bls. 61), kemst Sig- urjón að svipaðri niðurstöðu. Hann segir að þegar einstaklingurinn sé 20—30 ára einkennist líf hans af viðleitni til að geta fest rætur í þjóðfélaginu og laga sig að nýjum hlutverkum. Sigurjón telur að á þessu aldursskeiði þurfi maðurinn ekki lengur að glima við sjálfan sig, þ.e. verkefnið er ekki hann sjálfur heldur utan hans. Vita til hvers þeir eru komnir Flestir kennslufræðingar og sál- fræðingar styðja þessar kenningar. Þeir eru einnig sammála um að hlutverk kennara í fullorðins- fræðslu verði að vera annað en kennara unglinganna. Bruner telur að hlutverk kennarans verði, öðru fremur, að laga þekkingarefni að þroskastigi nemandans. Hann telur ennfremur að námsefni skuli vera sett fram í tímaröð og samhengi þannig að það henti upphafsþekk- ingu nemandans. o Sænsku kennslufræðingarnir Áke Grahm og Klas Mellander komast að svipaðri niðurstöðu í bókinni „Hándbok i undervisning," (for Norge NKI-forlaget). Áke og Klas telja aö þegar fullorðnir fari í skóla til að læra, þá viti þeir til hvers þeir eru komnir. Fullorðnir séu sér þess meðvitaðir að tími þeirra sé dýrmætur og að þegar þeir borgi peninga fyrir nám, eigi styðjast, hún var bara til að kenna ósiði. Ef sjónvarpið getur ekki fundið öðruvísi myndir en svona og glæpamyndir þá væri betra að loka sjónvarpinu og nota pen- ingana sem í það fer í eitthvað þarflegra." þeir að fá eitthvað fyrir. í bókinni fjalla þeir félagar um aðferðir til að koma eins mikilli þekkingu til skila á eins skömmum tíma og hægt er, til þessara kröfuhörðu nemenda. Þeir telja markmiðin vera forsend- ur náms, þ.e. að þau séu skýr og liggi ljós fyrir. Mismunandi kröfur til kennslu og kennslustunda Til að auðvelda skrif markmið- anna skipta Áke og Klas þeim í 3 grófa flokka — leikni — þekking — viðhorf (bls. 68). Þessir flokkar gera mismunandi kröfur til kennslu og kennslustunda, svo og kennarans, að þeirra mati. Þeir telja að ef markmiðin séu á leiknisviði, þá beri að skipuleggja kennsluna þannig að nemandinn geti aukið vinnuhraða og nákvæmni með verklegum æf- ingum. Þeir telja að ef um slíka þjálfun sé að ræða, þá séu mistök að kenna eitthvað um fræðilega undirstöðu. í slíkri kennslu mætti segja að kennarinn væri fremur leiðbeinandi og ekki er talinn marktækur munur á eftir aldri hve fljótir einstaklingar eru að læra þessi vinnubrögð. Reynir mjög mikið á kennarann Ef markmið námsins eru hins- vegar á sviði þekkingar og viðhorfa, eins og er í Fjölbrautaskólanum á Akranesi og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, þá gegnir öðru máli. Vegna þroska, þekkingar og reynslu fullorðinna, fram yfir tán- inga, skv. því sem á undan er ritað, telja þeir Ake og Klas að þeir læri á mun skemmri tíma. Mín reynsla staðfestir þeirra skoðanir, svo og annarra sem fengist hafa við full- orðinsfræðslu. Á þessu stigi fræðslu reynir mjög mikið á kenn- arann, því hann verður að sveigja kennsluna eftir þörfum nemend- anna, en þarfir þeirra eru mjög misjafnar. Þegar hinsvegar nem- endur öldungadeilda fjölbrauta- skólanna á Akranesi og í Breiðholti þurfa að ná markmiðum á leikni- sviði, þá ná þeir þeim úti í atvinnu- lífinu. Stafa ekki af illu innræti Ef maður hefur þessar forsendur í huga þegar maður íhugar viðbrögð ráðuneytismanna í þeirri deilu, sem nú stendur yfir, þá gerir maður sér grein fyrir að þau stafa ekki af illu innræti, heldur af fremur þröngum hugmyndum um eðli kennslu og náms. Að lokum vona ég að þú hafir orðið einhvers vísari um nám og kennsluhætti í öldungadeildum fjölbrautaskólanna á Akranesi og í Breiðholti. Með baráttukveðjum." Krakkaormarnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.