Morgunblaðið - 14.04.1981, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1981
Ilór for á oftir í hoild ræða. sem
Þorstoinn Pálsson, framkvæmda-
stjóri Vinnuvoitondasamhands ís-
lands flutti á aóalfundi Vcrk-
takasamhands íslands á Akur-
cyri sl. laugardag:
Öllum eru kunnar þær umræður
um málefni Flugleiða, sem fram
fóru á öndverðum þessum vetri.
Þær snerust um það með hvaða
hætti stjórnvöld ættu að styðja
við bakið á þessu þýðingarmikla
og um margt markverða fyrirtæki.
Eg ætla ekki að rekja þá sögu hér.
Hún er öllum kunn. Niðurstaðan
var sú, að stjórnvöld ákváðu að
veita fyrirtækinu fjárhagslegan
stuðning með ákveðnum skilyrð-
um. Þrátt fyrir allt fjaðrafokið
sameinuðust stríðandi pólitískar
fylkingar þegar að þeim kom.
Skilyrðin voru þessi:
I fyrsta lagi, að fyrirtækið héldi
áfram flugrekstri á þeirri flugleið,
sem komið hafði fyrirtækinu á
kné og ekki skilaði hagnaði. For-
sendan var atvinnubótasjónarmið.
I öðru lagi var það skilyrði sett,
að stjórnvöld fengju pólitíska eft-
irlitsmenn innanhúss í fyrirtæk-
inu.
Stjórnmálamennirnir deildu
aldrei um þessi skilyrði þó að þau
hafi í raun og veru verið helsta
tilefnið til pólitískrar þrætu í
málinu. En gleymum því.
Skömmu eftir að orrahríðinni
um Flugleiðir lauk í sölum Alþing-
is var lesin stutt erlend frétt í
hljóðvarpinu, sem ég held að hafi
ekki vakið mikla athygli. Hún
fjallaði um þau skilyrði, sem
ríkisstjórn Israels setti fyrir fjár-
stuðningi við höfuðflugfélagið þar
í landi, en það hefur átt við
ramman reip að draga. Skilyrðin
voru þessi:
I fyrsta lagi, að hætt yrði flugi á
þeim flugleiðum, er ekki skiluðu
arði.
í öðru lagi, að tilteknum fjölda
starfsmanna yrði sagt upp þannig
að þeir yrðu ekki fleiri en brýn-
asta nauðsyn krefði.
Því geri ég þetta að umtalsefni
hér, að þessi tvö dæmi sýna á
einkar einfaldan og skýran hátt
mismuninn á pólitískum og efna-
hagslegum mælistikum. Það er
orðið svo daglegt brauð, að menn
gefa því tæpast gaum, þegar
stjórnvöld hlutast til um málefni
atvinnulífsins án tillits til arð-
semi. Ohætt er að fullyrða að
sjaldan hefur orðið jafn mikið
fjaðrafok út af málefnum eins
fyrirtækis allt frá aðförinni að
Kveldúlfi eins og í Flugleiðamál-
inu. En þrátt fyrir allan gaura-
ganginn var aldrei tekist á um þá
grundvallarspurningu, hvort búa
ætti að fyrirtækinu þannig, að það
gæti skilað arði. Pólitísku sjón-
armiðin voru yfirsterkari.
Þetta dæmi minnir okkur á, að
atvinnulífið þarf jafnan að vera
vel á verði um sjálfstæði sitt.
Pólitískar mælistik-
ur og atvinnulífið
Eg hef fallist á að hefja umræð-
ur á þessum fundi undir dagskrár-
heitinu: Atvinnulífspóiitík. Ég
ætla ekki að gefa uppskrift að
þeirri pólitík. Hugur minn beinist
miklu fremur að því að fjalla um
gildi þess að varðveita og efla
sjálfstæði atvinnulífsins.
Hættan, sem við stöndum
frammi fyrir, er sú, að pólitískar
mælistikur hafa í vaxandi mæli
ráðið úrslitum við rekstrarlegar
ákvarðanir. í þjóðfélaginu er ríkj-
andi tilhneiging til þess að draga
úr möguleikum atvinnulífsins
sjálfs til frumkvæðis og sköpunar.
Stjórnmálamenn hafa af innri
þörf og föðurlegri umhyggju dreg-
ið valdið í þessum efnum undir
sinn hatt í stærri stíl en áður.
Eigi alls fyrir löngu var frá því
greint, að Húsvíkingar hefðu hug
á að reisa pappírsverksmiðju. í því
dagblaði sem er málsvari núver-
andi iðnaðarráðherra var skýrt
frá þessum áformum undir fyrir-
sögninni: „Enginn hefur talað við
ráðuneytið." Málum er svo komið,
að menn mega helst ekki, án þess
að valda hneykslun, segja frá
hugmynd um ný atvinnuverkefni,
nema með fulltingi einhvers ráðu-
neytis. Þessi fyrirsögn segir meir í
hvert efni er komið en langar
lýsingar á nefndum, starfshópum
og verkefnisstjórnum, sem stjórn-
völd hafa fengið þau verkefni að
koma hugmyndum og athugunum
á nýjungum í atvinnulífinu fyrir í
möppu og skrifborðsskúffum.
Ein af aðferðum ríkisvaldsins er
sú að skattleggja fyrirtæki og
millifæra síðan skattpeningana
yfir í fjárfestingarlánasjóði eða
endurgreiðslusjóði af ýmsu tagi.
Við afgreiðslu fjárlaga er skiln-
ingur stjórnmálamanna á mikil-
vægi einstakra atvinnugreina síð-
an mældur í krónutölu fjárfram-
laga. Um ráðstöfun fjárins ráða
pólitísk viðhorf að meira eða
Þorsteinn Pálsson:
minna leyti. Þannig er frumkvæð-
ið tekið úr höndum atvinnulífsins.
Og þannig er lagður grundvöllur
að því sem kallað hefur verið
gæluverkefni í möppum iðnaðar-
ráðherra, þar sem atvinnubóta-
sjónarmið ráða meiru en arðsemi.
Atvinnufyrirtæki
og reglugerðir
Önnur aðgerð stjórnvalda er
beiting verðlagshafta. Það er eitt
af meiri háttar verkefnum ríkis-
stjórna að ákveða verð á kaffi,
kók, bíómiðum og aðgöngumiðum
í Hollywood og Oðal, smjörlíki og
steypu, fiskbollum og pylsum, svo
nokkur dæmi séu nefnd. Tilgang-
urinn er að draga úr verðhækkun-
um. Arangurinn er meiri verð-
bólga en nokkursstaðar þekkist.
Afleiðingin er meiri kostnaður og
minni framleiðni í atvinnufyrir-
tækjunum.
Starfsemi atvinnufyrirtækja er
í æ ríkari mæli skorinn þrengri
stakkur en áður með reglugerðum.
Stjórnun atvinnulífsins er einnig
með þeim hætti dregin inn á
stjórnar- og stofnanaskrifstofurn-
ar. Við höfum eins og ýmis önnur
vestræn ríki smám saman þokast
inn í hagkerfi reglugerðanna. Al-
þingi samþykkir lög á lög ofan og
ráðuneytin gefa úr reglugerðir á
reglugerðir ofan, er takmarka
sjálfstæði atvinnufyrirtækjanna.
Langt er síðan menn gáfu hug-
myndirnar um allsherjar þjóðnýt-
ingu með byltingu upp á bátinn.
Eigi að síður miðar okkur hægt og
sígandi í átt til opinberrar stjórn-
unar á atvinnulífinu. Við heyrum
æ oftar gagnrýni á frjálst at-
vinnulíf. Því er haldið fram að
markaðskerfið hafi brugðist.
Fyrirtækin sæta gagnrýni fyrir
mengun, þau fá áfellisdóma fyrir
auglýsingaflóðið, þau liggja undir
ámæli fyrir að búa til neysluþarf-
ir, þau eru sökuð um framleiðslu á
hættulegum efnum og hlutum. A
þau er litið sem eitthvert forrétt-
indafyrirbrigði í þjóðlífinu, er hafi
það hlutverk helst að halda niðri
lífskjörum alþýðu.
Atvinnulífið hefur í mjög tak-
mörkuðum mæli gripið til and-
svara. Afleiðingin er sú, að póli-
tísku mælikvarðarnir víkja þeim
efnahagslegu til hliðar.
Opinber þátttaka
í atvinnulífi
Á íslandi eru ríkið og sveitarfé-
lögin mjög stórir þátttakendur í
atvinnulífinu auk almennrar opin-
berrar afskiptasemi. Um það bil
13% af togaraflota landsmanna er
í eigu opinberra aðila. Þeir reka
rúmlega 6% af frystiiðnaðinum,
23% af niðursuðuiðnaðinum og
35% af fiskmjölsverksmiðjunum.
Þegar við lítum á byggingariðnað-
inn kemur í ljós að tæplega 27%
hans er í höndum opinberra aðila.
Þar munar mestu um vegagerð,
hafnarframkvæmdir svo og fram-
kvæmdir vegna raforku og síma. í
verksmiðjuiðnaði er hlutur ríkis-
ins u.þ.b. 7%. Á því sviði er hlutur
ríkisins stærstur í efnaiðnaði, um
23%, og í steinefnaiðnaði, um
30%.
Þessar tölur eru byggðar á
mannafla. Þær sýna svo ekki
verður um villst að bein þátttaka
opinberra aðila í atvinnulífinu er
mjög mikil.
I Skandinavíu hafa ýmsir komið
auga á svokallaðan sjóðsósíalisma
sem einskonar ígildi ríkisþjóðnýt-
ingar.
Lærðir pólitískir hugsuðir hafa
sett fram kenningar um þrjú stig
lýðræðisþróunarinnar. Hún byrj-
aði að sjálfsögðu á stjórnarfars-
legu lýðræði. Síðan kom félagslegt
lýðræði með velferðarráðstöfun-
um af ýmsu tagi. Og nú á tími
þriðja stigsins að vera í nánd
samkvæmt kenningunni. Það er
svokallað efnahagslegt lýðræði.
Alkunna er, að hugtakið lýðræði
getur haft hvaða merkingu sem er.
Það eru örlög hugtaka sem öðlast
jákvæða ímynd.
Hugmyndirnar um efnahagslegt
lýðræði fela í sér, að í markaðs-
kerfinu eigi að taka ákvarðanir
með meirihlutavaldi. Þetta kann
að láta vel í eyrum að óathuguðu
máli. í raun og sannleika er þó
verið að skerða sjálfstæði manna
og freisi með hugmyndum af
þessu tagi. Hornsteinn markaðs-
kerfisins er frelsi til samninga. Þá
geta minni hlutaaðilar gert án
nokkurs tillits til einhvers meiri-
hluta, ef markaðurinn er frjáls.
Hugmyndafræði ríkissósíalist-
anna hljóðar með hæfilegri ein-
földun á þann veg, að færa eigi
valdið til fólksins, þ.e.a.s. ríkisins
eða í raun stjórnmálaflokkanna
eða forystuhópa þeirra. Sjóðasósí-
alistarnir bera hugmyndafræði
sína fram í þeim búningi að færa
eigi valdið til launþeganna þ.e.a.s.
verkalýðsfélaganna eða í raun
forystuhópi þeirra. Niðurstaðan er
í eðli sínu sú saman.
Sjóðasósíalvæðing
Þessi hugmyndafræðilega um-
ræða hefur í mjög takmörkuðum
mæli farið fram hér á landi.
Framhjá þeirri staðreynd verður
þó ekki litið, að hér örlar á
sjóðasósíalvæðingu.
Sem dæmi hér um má nefna
sjúkrasjóði verkalýðsfélaganna,
sem eru að verða öflugir fjárfest-
ingarsjóðir. I þessu sambandi má
einnig minna á húsnæðislánakerf-
ið. Þar er í raun réttri verið að
byggja upp húsnæðisskömmtun-
arkerfi undir úthlutunarstjórn
verkalýðsforystunnar.
Ekki orkar tvímælis, þegar
þessar aöstæður eru hafðar í
huga, að samtök atvinnuveganna
þurfa að standa vörð um sjálf-
stæði atvinnulífsins og meginregl-
ur markaðskerfisins. Og það verð-
ur aðeins gert með öflugu starfi.
Grundvallarrregla markaðskerfis-
ins um frelsi aðila til að semja sín
á milli er ekkert forréttindakerfi.
Það verður ekki tryggður meiri
jöfnuður né jafnari aðstaða gagn-
vart lögunum með sjóðasósialvæð-
ingu heldur en markaðskerfinu.
Auðvitað geta einstakir menn náð
bæði áhrifum og efnalegum gæð-
um innan markaðskerfisins. En
nákvæmlega það sama gerist í
pólitíska kerfinu og sjóðasósí-
alvæddu þjóðfélagi.
Ekkert af þessu eru forréttindi.
Eftir stendur, að markaðskerfið
felur í sér sömu grundvallarrétt-
indi fyrir minnihlutaaðila í efna-
hagslífinu eins og tjáningarfrelsið
í stjórnmálalífinu.
Efnahagslegt
jafnvægi höfuð-
markmiðið
Þær umræður eru alla jafnan
miklar, tímafrekar og háspenntar
er lúta að svokölluðum vandamál-
um efnahagslífsins.
Sennilega er ekkert umræðuefni
þvældara en verðbólgan. Þann
draug sitja atvinnurekendur og
launþegar uppi með. En stjórn-
málamenn glíma við hann. Og
draugurinn virðist verjast bæði
klofbrögðum þeirra og sniðglím-
um.
Atvinnulífið á íslandi er þannig
ofurselt efnahagslegri ringulreið.
Það á að vera hlutverk atvinnu-
lífsins að taka þátt í þessari glímu
eða hverjum þeim særingum er
duga til að kveða drauginn niður.
Efnahagslegt jafnvægi er því eitt
af höfuðmarkmiðum atvinnulífs-
ins eins og nú standa sakir.
Það er eitt með stærri verkefn-
um samtaka atvinnufyrirtækj-
anna að gera kjarasamninga,
halda svo sem kostur er friði á
vinnumarkaðnum, gæta aðhalds
um kostnaðaraukningu og stuðla
að eðlilegri hlutdeild launþega í
vaxandi verðmætasköpun. Ég
hygg að flestir geti verið því
sammála að þetta er ekki auðvelt
verkefni viðfangs. En það er því
vandasamara nú en í annan tíma,
að verðbólgan er að jafnaði 50—
60% á ári og undanfarin ár hafa
þjóðartekjur minnkað. Það eru
engin viðbótarverðmæti fyrir
hendi til þess að mæta auknum
kröfum um bætt lífskjör. Vanda-
málin eru að sönnu efnahagsleg,
en erfiðleikarnir í vegferðinni að
Iausn eru miklu fremur stjórnun-
areðlis. Okkur hefur ekki tekist að
deila þeim verðmætum, sem til
skipta eru. Hagsmunatogstreitan
hefur verið leyst á þann einfalda
hátt að gefa út innistæðulausar
ávísanir. Skammtímahagsmunir
einstakra þrýstihópa hafa ráðið
ákvörðunum. Almenn langtíma-
sjónarmið hafa um leið orðið
undir. Það er aflvana pólitík og
stöðnuð hagsmunabarátta, laun-
þegafélaga, atvinnurekendasam-
taka, sveitarfélaga og raunar
fleiri, sem hindrar raunhæfar
aðgerðir.
I þessu sambandi er hvorki
frumlegt né sanngjarn að taka
enn einu sinni dæmi af marg-
nefndum Þórshafnartogara, sem
við eftir allt fáum þó ekki tæki-
færi til að nefna Stefán Valgeirs-
son. En hvað sem öðru líður er það
mál dæmi um opinbera skrif-
borðslausn á atvinnuvandamáli í
litlu sveitarfélagi, sem felur í sér
atvinnumissi fyrir fólk annars-
staðar á landinu vegna veiðitak-
markana. Þrætubókarlist stjórn-
málamanna snerist á hinn bóginn
öll um það, hvort ratsjáin og
frystitækin ættu að tilheyra vit-
leysunni eða ekki. Menn sjá ekki
alltaf skóginn fyrir trjánum. Það
er meinið.
Það er hlutverk atvinnulífsins
að knýja á um breytt vinnubrögð
að þessu leyti og reita arfann úr
eigin garði eftir því sem við á.
Launþegahópar toga
hver í annan
Að því er kjarasamningana
varðar er í raun og veru ekki um
hagsmunaágreining að ræða milli
fyrirtækja og launþega. Þeir fara
saman í afkomu þjóðarbúsins.
Ágreiningurinn er ekki um hlut-
deild fjármagnsins annars vegar
og vinnunnar hins vegar þar sem
y* hlutar þjóðarteknanna eru
laun. Það eru launþegahóparnir
sem toga hver í annan reyndar í
gegnum vinnuveitendur. Þeir sitja
uppi með hlutverk eða ímynd
vonda karlsins í leiknum.
Ringulreiðarverðbólgan hefur
dregið úr öllu kostnaðarhaldi.
Menn kæra sig oft og tíðum
kollótta og ganga út frá því sem
vísu, að stöðugt gengishrun haldi
fleyinu á réttum kili. í því efni eru
atvinnurekendur sjálfir undir sök
seldir. Að sönnu kemur aðhalds-
viðleitni atvinnurekenda að litlu
haldi, ef hvorki viðsemjendur né
stjórnvöld taka kostnaðaraðhaldið
alvarlega. Það væri skynsöm rík-
isstjórn sem setti aðilum vinnu-
markaðarins þá kosti að gengi
krónunnar yrði ekki lækkað vegna
kjarasamninga. Það gæti knúið
menn til að taka meira tilljt til
langtímasjónarmiða en gert hefur
verið fram til þessa.
Samkvæmt skýrslum Efnahags-
og framfarastofnunar Evrópu eru
þjóðartekjur á mann aðeins hærri
í fjórum ríkjum en á Islandi.
Þjóðartekjur á mann eru þannig
10% lægri hér en í Sviss, jafnháar
og í Bandaríkjunum og 3% hærri
en í Vestur-Þýskalandi og tvöfalt
meiri en í Bretlandi. Vinnudagur-
inn er á hinn bóginn lengri hjá
okkur en þeim þjóðum, er næst
okkur standa. Það bendir til þess
að framleiðni íslenzkra atvinnu-
vega sé ekki nógu mikill.
Framleiðniaukning hlýtur því
að vera eitt af höfuðviðfangsefn-
um atvinnulífsins. En víst er að
lítil von er til þess að stórstígar
framfarir verði í þeim efnum, ef
haldið verður áfram að þrengja að
atvinnulifinu samkvæmt lögmál-
um reglugerðahagkerfisins. Og við
getum ekki vænst aukinnar fram-
leiðni, ef draga á frumkvæði í
vaxandi mæli inn í opinberar
áætlanastofnanir og opinbera
skömmtunarsjóði á lánsfé. Frum-
kvæðið og ábyrgðin verða að vera í
höndum atvinnulífsins sjálfs.
Fjárfesting í
aröbærum greinum
Ríkisstjórnin hefur nýlega lagt
fram lánsfjáráætlun fyrir árið
Hagnaður er
orka f ramf ara
— andstaða gegn ágóða er af hinu illa