Morgunblaðið - 14.04.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.04.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1981 29 Er úrslit höfðu verið birt afhenti Björg Jónsdóttir sigurvegurunum peningaverðlaun frá Útsýn. Hafði Útsýn ætlað að leggja 10.000 kr. til verðlaunanna, en er til kom ákváðu stjórnendur ferðaskrifstofunnar að hækka verðlaunaféð upp í 15.000 kr. þannig að allir þrír sigurvegar- arnir fengu 5.000 í sinn hlut. Þá afhenti Pétur Steinn, diskó- tekari, sigurvegurunum bikara og verðlaunapeninga frá Veitingahús- inu Klúbbnum en gripir þessir voru smíðaðir hjá Jóni og Oskari. Verðlaun afhent í meistara- keppni Klúbbsins og Útsýnar KEPPT var til úrslita á sunnudag- inn í Meistarakeppni i dansi er Klúhhurinn. Útsýn og nokkrir dansskólar i Reykjavík efndu til. Hófst keppnin kl. 21 og stóð til kl. 01 en þá voru úrslit birt og verðlaun afhent. Sigurvegarar i samkvæmisdönsum urðu þau Agnes Jóhannsse’n og Ásgeir Bragason frá Dansskóla Sigvalda. Sigurvegarar i jasshallet urðu: Ásgeir Bragason, Björg Sveins- son. Guðrún Antonsdóttir. Heiga Möller og Unnur Steinsson — öll frá Dansskóla Sóleyjar og nefnd- ist dansinn sem þau dönsuðu _Entré acte“. Hópurinn sem sigr- aði i „Free Style Disco“ nefndi sig _Sprengjuna“ og dansaði sam- nefndan dans er Kolbrún Aðal- steinsdóttir danskennari i Dans- skóla Ileiðars Ástvaidssonar hafði samið en allir i hópnum eru i Dansskóla Ileiðars. Sigurvegararnir í samkvæmisdönsum, Agnes Jóhannssen og Ásgeir Bragason. Ljósm. GB Að sögn forráðamanna Klúbbs- ins fór Meistarakeppnin á sunnu- daginn vel fram og hefur sú hugmynd komið fram að þessi keppni verði árlegur viðburður eft- irleiðis. „Entré acte“ ku hann heita þessi dans. Á myndinni sjáum við fjóra af sigurvegurunum i jassballet en sá fimmti hefur ient i hvarfi þegar myndinni var smellt. Danshópur frá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar fór með sigur af hólmi í _Free Style Disco“, og kallaði sig Sprengjuna. Þarna virðist sprengjan þegar hafa sprungið því kvenfólkið liggur eins og hráviði á gólfinu. Frá afhendingu barnabókaverðlaunanna í Höfða: Geir A. Gunnarsson, formaður dómnefndar, Þorsteinn frá Hamri sem fékk þýðandaverðiaunin fyrir „Gestir í gamla trénu“, Hreiðar Stefánsson, sem hlaut verðlaun fyrir frumsamda sögu _Grösin i glugghúsinu“ og Sigurjón Pétursson, sem afhenti verðlaunin. Ljúsm. Kristján. barnabækur, er sögðu frá sveitalífi — og byggðar voru á lífsreynslu höfundanna. Af þeim viðtökum, er bók mín hefur hlotið síðan hún kom út fyrir jólin, held ég að hér sé að verða breyting á.“ í upphafi máls síns ræddi Hreið- ar um íslenzka menningu og tungu og mátt hreinnar tungu og fornra verðmæta hennar. Síðan sagði hann: „Við vitum öll að þetta hefur breyst á síðari tímum. Skipulags- bundnar stefnur í menningarmál- um sóttar til annarra þjóða í allar áttir hafa veikt menningu okkar og brenglað mat á eigin tungu og verðmætum hennar. Ef við víkjum talinu að barnabókum, þá hafa þær orðið hart úti á síðustu árum. Hér á ég við íslenzkar barnabækur eftir íslenzka höfunda. Þeir höfundar, sem á síðasta áratug hafa gerst svo djarfir að flytja börnum frásagnir af samtíð sinni og lífsreynslu í kærleika og góðvild — af ást til landsins og þess fámennis sem þeir bjuggu við, hafa fengið bágt fyrir. Það meðal annars hefur átt sinn þátt í því að íslenzkar barnabækur hafa átt örðugt uppdráttar á und- anförnum árum og þær mjög gagn- rýndar, ef þjóðfélagsvandamálin speglast ekki á hverri síðu þeirra. En þess hefur ekki verið gætt sem skyldi að á meðan hafa ómerkileg fjölþjóðarit og myndablöð notfært sér ástandið og rutt sér til rúms hjá útgáfum landsins og síðan átt greiðan gang að ómótuðum barns- sálum. Af þessu öllu getur leitt að börnin okkar glati þeim lífssann- indum að virðing fyrir öðrum, hugsunum þeirra og lífsreynslu, er eitt af skapandi öflum til andlegs þroska. Ég held að ef slík lífssann- indi þurrkast út í vitund barna okkar verði forn menning tungunn- ar æskunni einskis virði og hún velji þá leið að byggja öll sín verðmæti á einhyggju líðandi stundar. Það er sómi fyrir Fræðsluráð Reykjavíkur að hafa jafnan á ári hverju í mörg ár vakið athygli á nauðsyn íslenzkra barn- abóka og góðra þýddra barnabóka með verðlaunaveitingu sem þess- ari.“ Atriði úr gamanleiknum _Getraunagróða“ sem leikfélag Blönduóss sýnir á Húnavöku. Sigurlaug Þorsteinsdóttir í hlutverki Pálínu og Birna Sigfúsdóttir í hlutverki Ingu. Húnavaka Ungmennasambands Austur-Húnvetninga: 8 daga páskavaka með f jölbreyttri dagskrá HÚNAVAKA, hin árlega skemmti- og fræðsluvaka Ungmennasambands Austur-Húnvetninga, hefst laugar- daginn fyrir páska og stendur í átta daga með fjölbreyttri dagskrá. M.a. verður málverkasýning og sýning á grafikmyndum. Eitt leikrit verður sýnt og þrír kórar skemmta. Fluttar verða dagskrár með blönduðu efni fyrir unga sem aldna. Nokkrar kvikmyndír verða sýndar á Vökunni, m.a. verður kvikmyndin „Punktur, punktur, komma, strik“ þá frumsýnd á Norðurlandi. Dansleikir verða fjögur kvöld og um miðjan dag á sumardaginn fyrsta verður dansleikur fyri Sveinbjörn Blöndal sýnir í Fé- lagsheimilinu á Húnavöku. Hann er ættaður frá Siglufirði en hefur lengi búið á Skagaströnd. Sýning Sveinbjörns verður opnuð laugar- daginn fyrir páska og verður opin á páskadag, annan í páskum og sumardaginn fyrsta kl. 15—18 dag hvern. Samband austur-húnvetnskra kvenna og Félagið íslenzk grafik halda sýningu á grafikmyndum á Húnavöku. Margir listamenn eiga verk á sýningunni sem verð- ur opnuð siðasta vetrardag. Leikfélag Blönduóss sýnir enska gamanleikinn „Getrauna- gróða" á Húnavöku. Leikritið er eftir Philip King. Leikstjóri er Jill Brooke Árnason. Leikritið var frumsýnt á Blönduósi 11. apríl en á Húnavöku verður það sýnt á laugardag fyrir páska, á sumardaginn fyrsta og á laugar- dagskvöld við lok Húnavöku. Tonlistarfélag Austur-Hún- vetninga gengst fyrir tónleikum kl. 14 á laugardag fyrir páska. Á dagskrá verður einsöngur og pí- anóleikur. — Rökkurkórinn í Skagafirði sækir Húnvetninga heim á þriðjudagskvöld og sýnir kabarett er sýndur hefur verið í Skagafirði í vetur. Kabarettinn er fjölskylduskemmtun með söng, gríni og gamni. Húsbændavaka USAH verður að kvöldi síðasta vetrardags. Þar mun Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrv. ráðherra rabba við sam- komugesti og Jörundur Guð- mundsson tala fyrir hönd ann- arra þekktra íslendinga. Laddi skemmtir og flutt verða hún- vetnsk gamanmál. Einnig syngur Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps nokkur lög undir stjórn Jóns Tryggvasonar og Gests Guð- mundssonar. Barnaskemmtun verður kl. 17 síðasta vetrardag. Þar skemmta r yngstu borgarana. m.a. Jörundur Guðmundsson og Þórhallur Sigurðsson (Laddi). Fluttir verða skemmtiþættir á vegum ungmennafélaganna í hér- aðinu og verðlaun verða afhent í skólakeppni USAH. Á sumardaginn fyrsta verður fjölbreytt efni við hæfi barna og unglinga. Æskulýðs- og skáta- messa verður kl. 11 í Blönduós- kirkju og kl. 14 verður árleg sumarskemmtun Grunnskólans á Blönduósi. Að henni lokinni verð- ur dansleikur sem er sérstaklega við hæfi barna innan við 12 ára aldur. Um kvöldið verður leiksýn- ing og að lokum unglingaball fram á nótt. Vökumenn sjá um fjölbreytta dagskrá á föstudagskvöld. Þar syngur blandaður kór og kvenna- kór. Jóhann M. Jóhannsson syng- ur einsöng og hljómsveitin R.O.P. skemmtir. Þá flytur Jóhannes Sigvaldason ráðunautur hug- vekju í óbundnu máli um vetur- inn, vorið, mannlífið o.fl. Fimm kvikmyndir verða sýnd- ar á Húnavöku. íslenska myndin „Punktur, punktur, komma, strik" verður frumsýnd á Norður- landi á annan í páskum. Hinar kvikmyndirnar eru: gamanmynd- in „Viltu slást?“, „Gulleyjan", sem byggð er á sjóræningjasögu Louis Stevenson, „Flóttinn frá Aþenu", mynd úr síðari heims- styrjöldinni, og „Maður er manns gaman“, mynd sem allsstaðar hefur hlotið góða aðsókn. Dansað verður fjögur kvöld Húnavökunnar, — síðasta vetrar- dag fimmtudagskvöld, laugar- dagskvöld og föstudagskvöld. Á dansleikjunum á miðvikudags- kvöldið verður tiskusýning. — Hótel Edda á Blönduósi hefur mat og kaffi á boðstólum alla daga Húnavökunnar og þar getur aðkomufólk fengið gistingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.