Morgunblaðið - 14.04.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1981
27
w
Geysilegur almenningsáhugi
er á íþróttum á Akureyri
- spjallað við Þröst Guðjónsson formann skíðaráðs
Akureyri hefur löngum verið þekktur skíðahær. Þaðan hefur oft
komið mjög öflugt skiðafólk, aðstaða er þar góð og fyrsta alþóðlega
skiðamótið var haldið þar í fyrra. Til að forvitnast um starfsemi
Skiðaráðs Akureyrar og skíðamál Akureyringa almennt, iögðum við
undirritaðir leið okkar til Þrastar Guðjónssonar, formanns ráðsins,
og spjölluðum við hann.
Geysilegur áhugi
almennings
Áhugi almennings á skíða-
íþróttum hér á Akureyri er mjög
mikill, sagði Þröstur. Álpagreinar
hafa verið mun vinsælli undanfar-
ið en gangan er nú á hraðri
uppleið, og segja má að stökkið sé
nú á byrjunarstigi hjá okkur.
Aðstaðan hér er góð frá náttúr-
unnar hendi en nú eru 8—9 ár
síðan eitthvað hefur verið gert í
lyftumálum. í dag vantar okkur
lengri diskalyftu í Strompbraut-
ina. Ef hún kæmi myndi hún
stækka svæðið um helming; hún
myndi gefa nýja möguleika bæði
til norðurs og suðurs. Gömlu
diskalyftuna gætum við fært
niður í Hjallabraut, og myndi hún
þá tvöfalda flutningsgetuna þá
leið sem stólalyftan ein fer núna.
Við teljum þessar framkvæmdir
nauðsynlegar þar sem fólk kemur
að sjálfsögðu ekki í „Fjallið" til að
standa í röð, en það er nefnilega
allt of algengt að langar biðraðir
myndist við stólalyftuna. Þetta
lyftumál er þ.a.l. alls ekki bara
mál SRA eða kepnisfólksins held-
ur einnig almennings. Það er langt
síðan byrjað var að tala um þessar
lyftuframkvæmdir, þess má geta
t.d. að þetta er 4 ára gamalt
kosningaloforð.
Afþökkuðum al-
þjóðlegt mót
SRA afþakkaði fyrir stuttu boð
frá Skíðasambandi íslands þess
efnis að halda alþjóðlegt mót árið
1982, þar sem burðargeta lyftanna
er ekki nógu mikil. Brekkurnar í
Hlíðarfjalli eru í fullkomnu lagi
til að halda slik mót enda hefur
eitt farið fram nú þegar, á íþrót-
tahátíðinni í fyrra.
Þó ekkert hafi gerst í lyftumál-
um lengi hafa komið 2 snjótroðar-
ar í fjallið og segja má að það hafi
verið bylting þegar sá seinni kom
þar sem hann getur fært til snjó.
Aðstaðan fyrir stökk hefur batnað
mikið, nú eigum við einhvern
fullkomnasta stökkpall á landinu.
Eins og áður segir, hefur göngu-
áhugi aukist til muna í höfuðstað
Norðurlands undanfarið. Þröstur
sagði að fólk notaði sér þá aðstöðu
mikið að nú væru alltaf troðnar
brautir fyrir fólk í fjallinu, og fólk
færi einnig mikið á gönguskíði í
Kjarnaskógi þar sem tekin var í
notkun í vetur upplýst trimm-
braut.
Verksvið SRA er að sjá beint
um þjálfun alpafólks, 13 ára og
eldra en umsjón með 12 ára og
yngri hefur foreldraráðið. SRA er
ráð á vegum Þórs og KA, og sér
það um uppbyggingu skíðaíþrótt-
arinnar í bænum. Alpalið karla og
kvenna hafa staðið sig vel í vetur.
Þjálfarar hjá alpaliðunum í vetur
eru Margrét Baldvinsdóttir, sem
verið hefur yfirþjálfari, Guðrún
Leifsdóttir og Valþór Þorgeirsson.
Gönguþjálfari er Edda Her-
mannsdóttir og síðustu 4 vikurnar
hefur einnig verið hér finnskur
gönguþjálfari, Jouko Parviainen
að nafni. Æft er alla daga vikunn-
ar í hinum ýmsu flokkum, þrivar
til fimm sinnum í hverjum flokki.
í göngu er æft tvisvar til þrisvar í
viku, nema eftir að Finninn kom,
þá hefur verið æft oftar, sagði
Þröstur. Foreldraráðið sem ég
minntist á áðan var stofnað upp
úr 1975 til að sjá um uppbyggingu
fyrir krakka 12 ára og yngri. Það
hugsar mjög vel um krakkana
enda eru þetta yfírleitt foreldrar
þeirra krakka sem eru að keppa.
Mót sem oftast
Stefna okkar í SRA er að hafa
mót um hverja helgi S öllum
flokkum. Ef ekki er punktamót þá
höldum við innanhéraðsmót. Það
eru skiptar skoðanir hvort þetta
sé gott, en okkar stefna er sem
sagt sú, að hafa alltaf sem mest að
gera, og þá fyrir alla. Þröstur
sagði að það hefði varla liðið sú
helgi í vetur að ekki hefði verið
haldið mót hér.
í vetur hefur verið svolítið um
göngumót, og er það í fyrsta skipti
í nokkur ár sem þau eru haldin.
Þátttaka hefur að vísu verið
dræm, enda er kannski ekki hægt
að búast við öðru eftir eins langt
hlé eins og verið hefur. Nú erum
við búin að planleggja gönguna
tvð til þrjú ár fram í tímann og
það er mikill áhugi að koma upp í
sambandi við hana.
Góður kjarni
Með því að halda mót eins oft og
við höfum gert, hefur tekist að
mynda góðan kjarna starfsfólks
sem unnið hefur mjög vel i vetur.
Það var sagt við okkur í fyrra að
við myndum ekki getað haldið mót
næstu árin eftir allt sem við
vorum með á stuttum tíma í
fyrravetur, Íþróttahátíðina,
Landsmótið og Andrésar Andar
leikana. Raunin hefur orðið önnur,
við höfum ekki verið í vandræðum
með starfólk.
Nýjungar i
mótahaldi
Nú um helgina var SRA með
mót fyrir fyrrverandi keppendur
og aðra sem áhuga höfðu. Keppt
var í tveimur flokkum: 35—40 ára
flokki og 41 árs og eldri. Einnig í
einum kvennaflokki. Keppt var
bæði í svigi og stórsvigi og er
þetta algjör nýjung hér á landi að
sðgn Þrastar. Um páskana verður
haldið hér hjá okkur nýtt mót sem
skírt hefur verið í höfuðið á
Flugleiðum — „Flugleiðamótið".
Keppt verður í alpagreinum 16 ára
og yngri á skírdag og á páskadag
verður keppt í göngu í öllum
aldursflokkum. Hugmyndin er að
leggja göngubraut frá Laugalandi
á Þelamörk til Skíðastaða, sem er
ca. 12 km leið. Einnig verða styttri
brautir bæði fyrir keppendur og
fjölskyldur. Stefnt er að því að
þetta verði árlegur viðburður.
Andrés Önd
Eins og kunnugt er, höfum við
haldið Andrésar Andar leika hér á
Akureyri undanfarin ár. Á sumar-
daginn fyrsta verða leikarnir í
sjötta skipti og nú verður í fyrsta
skipti keppt í norrænum greinum
á leikunum. Þegar leikarnir voru
haldnir í fyrsta skipti var stofnuð
nefnd til að sjá um framkvæmd
þeirra og á SRA einn mann i
nefndinni.
Við ætlum okkur einnig að
halda brunmót á næstunni en
brunmót hafa átt erfítt uppdrátt-
ar á iandinu á undanförnum
árum. Árlegt brunmót hefur verið
á skrá hjá okkur síðustu ár en það
hefur engu að síður orðið horn-
reka þar sem það hefur alltaf átt
að vera síðast og þá hefur yfírleitt
alltaf verið orðið snjólaust.
Mjög ungt lið
í dag erum við eitt yngsta
keppnislið karla og kvenna í alpa-
greinum á landinu. Eins og ég
sagði áður, höfum við náð góðum
árangri í vetur, við höfum oft átt
marga menn ofarlega á blaði. Það
hefur verið mikil keppni í kvenna-
flokki í vetur, einnig hefur verið
mikil keppni innan liðsins hjá
okkur, og Nanna Leifsdóttir,
Hrefna Magnúsdóttir og Ásta
Ásmundsdóttir hafa allar unnið
mót í vetur. Við horfum björtum
augum á framtíðina þar sem við
eigum mjög góðan kjarna í ungl-
ingaflokkunum og ég tel það
ólíklegt að það komi til með
myndast aldurseyður í hópunum.
Foreldraráðið á drjúgan þátt í
þessari uppbyggingu.
Það hafa verið haldin tvö
punktamót í unglingaflokki í vetur
og misstum við af öðru þeirra
vegna veðurs. Reyndar voru það
ekki við sem misstum af því
heldur voru aðeins tvö lið af sex
sem gátu mætt til keppni. Við
buðumst til að halda punktamót
fyrir þá sem ekki komust en var
neitað um það. Við höfum reyndar
verið tilbúin að taka að okkur öll
þau mót sem þurft hafa að falla
niður, bara til að þau þurfi ekki að
falla niður en ekki vegna þess að
vegna einhverrar frekju eins og
sumir hafa viljað meina.
Mjög dýr íþrótt
Það er mjög dýrt að stunda
skíðaíþróttir, sagði Þröstur. Fólk
fer u.þ.b. fjórar ferðir í fjallið, þá
þarf einnig að greiða keppnisgjöld
og lyftugjöld. Ég gæti trúað að
kostnaðurinn við þetta sé ríflega
eitt þúsund krónur yfir vertíðina,
sem stendur aðeins í þrjá mánuði.
Því má svo ekki gleyma að útbún-
aðurinn er mjög dýr. Það hefur
verið rætt talsvert í Skíðaráðinu
að reyna að finna leiðir til að
lækka þennan kostnað en ekkert
hefur verið ákveðið í þeim efnum.
Til samanburðar þá er kostnaður
fyrir krakka sem æfir í húsi á
veturna í kringum 200 krónur, og
• Formaður skiðaráðs Akureyr-
ar, Þröstur Guðjónsson.
það fyrir helmingi lengri tíma en
skíðavertíðin stendur yfir.
Aðspurður um það hvort það
væri æskilegt að halda alþjóðleg
mót, sagði Þröstur, að hann teldi
það æskilegt vegna þess að þeir
keppendur sem ætla að taka þátt í
mótum niðri í Evrópu, þurfa að
hafa dálítið af stigum á bak við sig
til að komast framarlega í ráshóp,
en kostnaðurinn væri aftur á móti
gífurlegur þar sem þyrfti að
greiða keppendum dagpeninga og
einnig ferðir fyrir þá, svo og
dómara.
Fjármálin
Starfsemi SRA krefst að sjálf-
sögðu mikilla fjármuna eins og öll
önnur íþróttastarfsemi, sagði
Þröstur, er hann var inntur eftir
peningamálunum. SRA hefur lifað
að miklu leyti á auglýsingum á
stólalyftunni og á fjölskyldu-
skemmtunum, bingóum o.fí. Þá
fáum við styrk frá IBA, en það er
að vísu lág upphæð miðað við það
sem er á öðrum stöðum. Við
höfum einnig fengið styrki frá
íþróttafélögunum KA og Þór og þá
í formi verðlaunapeninga, en það
er einmitt stór þáttur í kostnaði
SRA.
Misskilningur
Ég held að það sé dálítið
ríkjandi almenningsálit á Akur-
eyri að verið sé að byggja upp
aðstöðu fyrir örfáa menn í „fjall-
inu“. Þetta er langmesta
íþróttaaðstaðan fyrir bæinn —
það fara flestir þangað. Þetta er
almenningsútivistarsvæði. Ég
held líka að sá misskilningur sé
hjá mörgum að ef mót er í fjallinu
þá geti almenningur ekki verið þar
líka. Það er alltaf möguleiki að
vera á einum sex til sjö stöðum í
einu í Hlíðarfjalli, þannig að nóg
er af svæðum þar sem hægt er að
vera þó verið sé að halda mót.
Framtíðaráform
SRA
Nú er unnið að almennri upp-
byggingu skíðaíþróttarinnar í
landinu, t.d. að vinna að uppbygg-
ingu á ársgrundvelli. Reynt hefur
verið að fá keppnisfólkið til að æfa
reglulega allt árið. Tvö síðastliðin
ár hefur fólk frá okkur farið til
útlanda og er það stefna okkar, en
þar spila að sjálfsögðu peningarn-
ir inn í eins og annars staðar.
Annars er aðal framtíðaráform
okkar að sjálfsögðu það að eiga
frambærilegt lið í alpagreinum og
norrænum greinum. — sor
23 kepptu á
fyrsta borö-
tennismótinu
á Austurlandi
Fyrsta austurlandsmót i
borðtennis var haldið að
Alþýðuskólanum Eiðum
sunnudaginn 5. apríl á veg-
úm Ungmenna- og íþrótta-
sambands Austurlands
(UÍA) og Borðtennissam-
bands ísiands. Þátttakendur
voru alls 23 og var keppt i
kariaflokki, drengjaflokki
(16—17 ára), svdnaflokki
(13—15 ára) og opnum
kvennafiokki. Kepptu aiiir
við aila innan hvers flokks.
Veitt voru verðlaun fyrir
þrjú efstu sætin i hverjum
flokki. Verðlaunahafar
voru: f karlaflokki: 1. örn
Franzson UMF Eiðaskóla. 2.
Hannes Sigurðsson, S.E., 3.
Kári Jónasson, S.E. í
drengjaflokki: 1. Eggert
Brekkan. Þrótti Ncskaup-
stað, 2. Guðjón Antoniusson,
UMF Einherja, 3. Björn
Gunnarsson. UMF Eiða-
skóla. 1 sveinaflokki: Gutt-
ormur Kristmannsson, S.E.,
2. Magnús Steinþórsson,
Detti, 3. Einar örn Jónsson,
UMF Eiðaskóla. í kvenna-
flokki: 1. Gréta Sigurjóns-
dóttir, UMF Visi, 2. Sæbjörg
Kristmannsdóttir, S.E., 3.
Sigþrúður Sigurðardóttir,
S g
Mótinu stjórnaðl fuiitrúi
Borðtennissambandsins og
tókst það i alla staði vel. Það
er von þeirra, sem að mótinu
stóðu, að um fastan árlegan
viðburð verði að ræða þar eð
borðtennisiþróttin á greini-
iega vinsældum að fagna á
Austurlandi.
Sex keppa á
EM í badminton
FÖSTUDAGINN 10. aprii
héldu 6 unglingar tii keppni
i Evrópumeistaramóti ungi-
inga i badminton, sem hald-
ið er i Edinborg Skotlandi,
dagana 13.—18. april. Er
þetta i fyrsta sinn sem fs-
iendingar taka þátt i þcssari
keppni og fara sömu ungi-
ingar og tóku þátt i
NM-ungiinga, en þau eru:
Inga Kjartansdóttir TBR
Laufey Sigurðardóttir í A
Þórdis Eðvaid TBR
Gunnar Björnsson TBR
Þorgeir Jóhannsson TBR
Þorsteinn P. Hængsson TBR
Fararstjóri er Sigfús Ægir
Árnason.
Keppnin byrjar á lands-
leikjum og lenda íslendingar
í E-riðli ásamt Frakklandi,
Ítalíu og Póllandi. Siðan tek-
ur við einstaklingskeppni á
miðvikudag og stendur til
laugardags.
Dvalið verður á Kings Mar-
ior Hotel og keppnin fer fram
i Meadowbank Sportcenter.
Unglingarnir hafa fjár-
magnað ferðina að öllu leyti
sjálfir. Þeir eru væntanlegir
heim aftur 21. apríl.
Firmakeppni í
handknattleik
FIRMAKEPPNI FH í hand-
knattieik fer fram i Hauka-
húsinu 25. og 26. april.
Leiktimi er 2x10 minútur.
Veitt verða þrenn verðiaun.
Þátttókutilkynningar þurfa
að berast handknattleiks-
deiid FH fyrir 22. apríi.
Þátttoku má tilkynna i sima
54553 og 50696.
• Mikill skiðaáhugi er á Akureyri, enda aðstaðan eins og hún gerist
best hér á landi.