Morgunblaðið - 14.04.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.04.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1981 39 Minning - Þórður Páll Harðarson Fæddur 22. maí 1968. Dáinn 5. apríl 1981. „Hann Þórður Páll er dáinn.“ Þessi orð vöktu blendnar tilfinn- ingar. Sambland af söknuði, hryggð og létti. Söknuði því við munura sakna eins úr hópnum, hryggð yfir að hafa misst Þórð Pál frá okkur á unga aldri, en samt létti, því við vitum hversu erfitt hann átti undir það síðasta og vitum að dauðinn var lausn frá erfiðum sjúkdómi. Þegar litið er til baka kemur upp í hugann mynd frá ferðalagi síðastliðið vor. Þar var Þórður Páll einn úr hópi kátra skólasystk- ina sem fögnuðu sumri einn dýr- legan vordag. Þessi dagur var einmitt lýsandi fyrir stöðu Þórðar í hópnum. Hann tók fullan þátt í leikjum og ærslum svo öllum gleymdist að hann gekk ekki heill til skógar. Þennan dag bar einmitt upp á afmælisdag Þórðar Páls og um kvöldið tók hann á móti bekkjarsystkinum sínum þó hann væri örþreyttur eftir erfiðan dag. Þannig var Þórður Páll, neytti krafta sinna til hins ýtrasta og kvartaði aldrei. Með elju sinni og ósérhlífni hefur hann gefið okkur sem umgengust hann minningu sem alltaf mun lifa. Minningu sem eflaust hefur mikið gildi fyrir hvern þann sem hana eignast. Þessi minning er gjöf Þórðar Páls til okkar. Nú í vor leggur Þórður Páll í annað ferðalag, hugur okkar fylgir honum. Þannig mun hann lifa í hugum okkar allra sem kynnt- umst honum. Foreldrar Þórðar Páls eiga sam- úð okkar, mikið er á þau lagt. Þau voru alla tíð óþreytandi við að hvetja Þórð Pál og styðja. Megi sá styrkur sem þau hafa alltaf sýnt endast þeim enn. Fyrir hönd starfsfólks Snæ- landsskóla. Birna Sigurjónsdóttir, Einar Sveinn Árnason. Lokið er löngu stríði drengs við banvænan sjúkdóm. Tæpra 13 ára deyr hann eftir að hafa meira en hálfa ævina gengið í gegnum þjáningar veikindanna og tilheyr- andi læknismeðferðar. Þessa bar- áttu háði Þórður Páll Harðarson af slíkri fádæma hugprýði og þoli að okkur sem á horfðum mun aldrei líða úr minni. Þrátt fyrir veikindin tók hann af fremsta megni þátt í þeim skyldum sem samfélagið leggur börnum á herðar. Skólanámið stundaði hann fársjúkur og lét sig hafa það að mæta í skólann þó kraftarnir væru mjög litlir. Þórður Páll var einstaklega laghentur og gat unnið við vélarn- ar á trésmíðaverkstæði föður síns eins og þrautþjálfaður starfsmað- ur. Einnig saumaði hann út og vann við saumavél eins og ekkert væri. En hugur hans stóð fyrst og fremst til sveitastarfa og hestar voru hans eitt og allt. Draumur hans var að fá hest í fermingar- gjöf og hafði hann þegar safnað sér fyrir hnakk og keypt hann. Það átti ekki fyrir þessum efnilega dreng að liggja að þrosk- ast og nýta krafta sína sem fullorðinn maður. En lífshlaup hans bendir okkur, sem lifum heilsuhraust langa ævi, á að vera stór í hugsun og æðrast ekki yfir smámunum. Foreldrum og systur sendum við innilegar samúðarkveðjur á erf- iðri stund. Jórunn og Jón Tilvera okkar er undarlegt fcrAalag viÖ erum «estir og hótel okkar |er jördin. Einir fara og aörir koma i dag þvi alltaf bætast nýir hópar |í skörðin. T.G. Elsku Þórður minn er horfinn sjónum okkar. í átta ár barðist hann við erfiðan sjúkdóm sem var orðinn óbærilegur. Ég trúi því, að nú líði honum vel. Við, sem ennþá erum hérna meginn, söknum hans mikið, en við skiljum, að það er af eigingirni. Honum var þetta fyrir bestu. Það er ekki löng ævi að lifa í tæp þrettán ár. Hann náði samt meiri þroska en margir sem lifa langa ævi. Þrekið var óskiljanlegt. Við, sem horfðum á hann vinna sigur hvað eftir annað, reyndum að líkjast honum í að gefast ekki upp, þótt vegurinn sé ekki alltaf sléttur. Mér finnst eins og það hafi verið í gær, sem hann kom fyrst í Selmuskóla. Þá var Þórður að stíga upp úr fyrstu sjúkrahúslegu sinni, aðeins fimm ára gamall. 6. júlí 1973 kom í ljós, að hann gekk Jón Benediktsson bif- reiðastjóri - Minning I dag kveðja vinir og vanda- menn Jóns Benediktssonar, bif- reiðastjóra Skipholti 26 Reykja- vík, hann hinztu kveðju. Jón Benediktsson var Húnvetn- ingur, sonur hjónanna Guðrúnar Þorláksdóttur og Benedikts Helgasonar, sem bjuggu að Tungukoti í Húnavatnssýslu og síðar á Blönduósi. Þau hjónin eignuðust 13 börn og eru tíu þeirra á lífi. Voru þau systkinin öll hið mannvænlegasta fólk. Á þeim árum var víða þröngt í búi. Þjóðin var að rísa úr öskustó miðalda. Þjóðin átti í rauninni ekki neitt, nema dug og djörfung, sem erlendum herrum hafði ekki tekist að buga. Skáldin og stór- huga stjórnmálamenn töldu kjark í þjóðina og á fyrstu áratugum aldarinnar voru unnin stórvirki, við hinar erfiðustu kringumstæð- ur, sem eru grundvöllur að því íslandi sem við þekkjum í dag. Við þessar aðstæður óx Jón Benediktsson úr grasi. Hann varð, eins og önnur börn og unglingar frá efnalitlum heimilum, að vinna fyrir sér, ungur að árum, hjá vandalausum og þá var unnið myrkranna á milli og var börnum og unglingum hvergi hlíft á þeim árum. Jón varð strax tápmikill á unga aldri og viljugur til verka. Afleið- ingin varð sú að hann bar þess ekki bætur æ síðan. Jón var vörpulegur maður og mikill að burðum, en inni fyrir bjó viðkvæm og elskuleg sál. Minnis- stæð er ljúfmennska hans og hlýleg framkoma, sem aflaði hon- um margra vina og kunningja og sjálfur var hann trölltryggur vin- um sínum. Jón var vel greindur maður og góður hagyrðingur, þótt ekki færi hann hátt með það. Sjálfsagt hefir hann liðið fyrir það, eins og fjölmargir aðrir, að hafa ekki átt kost á meiri menntun. En mögu- leikar á bóklegri og verklegri menntun í þá daga voru mjög litlir hjá þessari fátæku þjóð og býr hún að því, enn þann dag í dag. En Jón var vel menntaður í skóla lífsins og samviskusemi hans viðbrugðið, enda lærist slíkt ekki af bókum. Jón fylgdist vel með því, er var að gerast í þjóðlífinu og þótti vinum hans og kunningjum gott við hann að ræða. Jón var vaxinn upp í þeim jarðvegi, að ekki var óeðlilegt að hann hefði samúð með þeim er minna máttu sín, enda varð hann jafnaðarmaður á unga aldri. Und- irritaður kynntist Jóni fyrst í samtökum ungra jafnaðarmanna. Var hann góður félagi enda ljúf- menni í viðkynningu. Atvik hög- uðu því svo að um nánari kynn- ingu varð að ræða síðar á lífsleið- inni og bar aldrei skugga á frá hans hendi. Einar skáld Benediktsson orti mikla herhvöt til þjóðarinnar, er hann nefndi íslandsljóð. Deilir hann harðlega á þá tilburði meðal þjóðarinnar, sem hann nefnir að „leika herrann og þrælinn". Jón var heilshugar fylgjandi þeirri fordæmingu. Hann var hinsvegar hógvær og stundum jafnvel feim- inn þótt hann reyndi stundum að leyna því. Hann lét sér því nægja að slást í hóp hins þögla meirihluta, sem vinnur störf sín af dugnaði og samviskusemi. Þetta fólk, sem vinnur að framleiðslustörfum og öðrum störfum tengdum þeim, heldur á slagæðum þjóðfélagsins og gætir þess að bresti ekki þrátt fyrir mistök, sem oft á tíðum hendir þá er í brúnni standa. Þetta fólk hleður undirstöðuna í þjóðfélagsbygginguna með þrot- lausri vinnu, sem oft er illa goldin. Þannig hefir þetta verið gegnum tíðina og svona mun það sjálfsagt verða um ókomin ár. Eftirlifandi eiginkona Jóns er elskuleg manneskja og hið sama er að segja um börn þeirra. Þau giftust árið 1939 og hafa því búið í hamingjusömu hjónabandi á fimmta áratug. Sigríður var Jóni ávallt mjög góð kona og mun ekki síst hafa reynt á það, eftir að hann missti heilsuna fyrir nokkrum árum. Börn þeirra eru þrjú; þau Björn Ómar bifvélavirki, sem er kvænt- ur Kristbjörgu Þórðardóttur, Friðrik tryggingamaður, sem er kvæntur Sigrúnu Guðmundsdótt- ur og Sólveig ógift í foreldrahús- um. Jón vann ýmis atörf til sjós og lands, en árið 1950 hóf hann störf hjá Mjólkursamsölunni í Reykja- vík og starfaði þar í röskan aldarfjórðung, eða þar til hann missti heilsuna, en um mörg ár hafði hann ekki gengið heill til skógar. Nú hefir þessi góði drengur gengið götuna á enda og við vinir hans og vandamenn fylgjum hon- um síðasta spölinn með þökk og söknuð í huga. Nú stígur hann á ströndu, þar sem ekki þarf að berjast fyrir rétti lítilmagnans. Þar eru allir jafnir. Aðeins einn herra, sem á engan þræl. „Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið." Það munu fleiri en undirritaður geta tekið undir þessi orð. Vinir hans senda fjölskyldu hans hlýjan hug og samúð. Minn- ingin um góðan dreng gerir treg- ann léttari og fullvissan um endurfundi, í fyllingu tímans, létt- ir sorgina. Páll Finnbogason með banvænan sjúkdóm. Við, sem umgengumst hann, vissum það og við lærðum að meta hvern einasta dag sem hann lifði. Haghentur var hann. Ég man þegar hann gaf skólanum alls konar kubba, bæði stóra og smáa. Það var hreint ótrúlegt, hvað hann gat kennt börnunum að byggja úr þeim. Skip, bryggjur, pakkhús og skemmur. Ég er svo lánsöm, að ég get alltaf horft á þessar byggingar, því að ég tók myndir af þeim. Ég man einnig þegar Þórði blöskraði að sjá hve kassarnir utan um leikföngin og spilin voru lélegir. Hann tók þá upp málband, blað og blýant og teiknaði passlega kassa fyrir hvert spil og hvert leikfang. Teikningarnar fór hanr. með á verkstæði föður síns og smíðaði trékassa eftir þeim. Þessir vönd- uðu plasthúðuðu kassar eru síðan til prýði í Selmuskóla og duga áreiðanlega tugi ára. Sjö ára gamall byrjaði Þórður Páll í Snælandsskóla. Honum þótti ósköp vænt um skólann sinn og skólasystkini sín. Hann var mjög samviskusamur og stoltur og lagði mjög mikið á sig til að halda í við jafnaldra sína við námið. Honum tókst það þar til í desem- ber í vetur. Mér þótti það krafta- verk, því að of oft var hann mikið veikur. Mér hlýnaði oft um hjarta að hugsa til skólans hans, því að ég sá að hann þráði að vera þar ef af honum bráði. Litli vinurinn minn átti sitt annað heimili á Barnadeild Landspítalans í þessi átta ár. Læknar og annað starfsfólk börð- ust fyrir lífi hans sem oft hékk á bláþræði. Þórður stóð ekki einn. Við hliðina á honum stóðu foreidr- ar hans eins og klettar. Þau voru ung að árum, en þau buguðust aldrei. Bak við þau stóðu svo afi og amma. Ég hef oft hugsað, að í þau tæp þrettán ár, sem Þórður lifði, nutu þau meiri samskipta við barn sitt og barnabarn en flestum auðnast í þessu neysluþjóðfélagi. Magnea, litla systir hans, á nú um sárt að binda. Það er mtkil lífsreynsla fyrir unga einkasystur að horfa upp á veikindastríð bróður síns. Það eru samt mjög margar yndislegar minningar sem hún á um góðan dreng og þegar sorgin dvínar, verða þær að dýr- mætum sjóði. Við þökkum Þórði samveruna á þessu hóteli, sem við öll gistum, aðeins mislangan tíma. Guð blessi hann Þórð minn. Selma Júliusdóttir Þegar við kveðjum einhvern af vinum okkar í hinsta sinn, þá er eins og sól sumarsins hverfi og fölva haustsins slái á lífið og tilveruna í kringum okkur og minningarnar koma fram í huga manns ein af annarri. Við minnumst Þórðar Páls sem góðs bekkjarfélaga. Þórður Páll hefur lengi átt við vanheilsu að stríða en þess á milli lét hann það ekki á sig fá og var óþreytandi í leik og skóla. Þórður Páll hafði mikinn áhuga á hestum og minnumst við oft þeirra gleðistunda sem við áttum saman þegar við vorum í reiðskóla Gusts en það var hann sem vakti áhuga okkar á því. Þrátt fyrir það að Þórður Páll sé dáinn þá mun minningin um bekkjarfélaga okkar ætíð lifa. Bekkjarfélagar 6.Ó, Snælandsskóla. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eitt kvöldið um daginn urðu ákafar umræður i söfnuðin- um okkar um þjóðfélagsmál. Daginn eftir las eg i morgunblaðinu. að svart barn hefði dáið af næringarskorti — í þessu nægtaþjóðfélagi okkar. Eg fæ ekki betur séð en við séum komin langt frá kenningum Krists um kærleika og umhyggju. Eruð þér á sama máíi? Það er mikill sannleikur í orðum yðar. Kirkjan (sumir hlutar hennar) hefur einangrazt og vanrækir þar með að láta gott af sér leiða. Margt kirkjufólk Jifir í þægilegum heimi blekkinga. Það talar af fjálgleik um föðurlandsást og svíkur þó stjórnina um skatt. Það leggur fram fé til kristniboðs í Afríku, en vill þó ekki bjóða svertingja velkomna í samfélag safnaðar síns. Það þráttar um rétttrúnað, en lifir í efnishyggju. Jesús kallaði slíka menn hræsnara, þeir væru þlindir menn, sem leiddu blinda. Aðrir fara með postullegu trúarjátningina, og samt trúa þeir henni ekki. Við þörfnumst vakningar í kirkjunni, bæði í guðfræðinni og í raunhyggju, þess konar raunsæi, að við sjáum lífið eins og það er, en ekki eins og við vildum, að það væri. Þegar augu okkar og hjarta hafa lokizt upp, eigum við að ganga til móts við nauðir heimsins og taka til hendinni eins og kristnir menn. Sumar voldugustu hreyfingarnar, sem hafa látið að sér kveða í þjóðfélagsmálum á liðnum árum, eins og Hjálpræðisherinn, Rauði krossinn og KFUM, hafa sprottið upp úr kristilegri vakningu og vitund um þarfir heimsins. En það vill oft fara svo, að kirkjan lokar sig inni á milli fjögurra steinveggja og byrgir augun, svo að hún sér ekki neyð mannanna. Drottinn segir í orði sínu: „Ef óvin þinn hungrar, þá gef honum að eta. Ef hann þyrstir, þá gef honum að drekka."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.