Morgunblaðið - 14.04.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.04.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRIL 1981 47 Umferð um Kastrup hefur minnkað um hehning a - enn eru flugumferðarstjórar „veikir Kaupmannahoín. 13. april. frá fróttaritara Mbl. Ib Björnbak. FLUGUMFERÐ í Danmörku hefur orðið illþyrmilega fyrir harðinu á aðgerðum flugumferðarstjóra á Kastrupflugvelli, sem hófust fyrir helgi ogstanda enn. Hafa flugsamgöngur til hinna Norðurlandanna svo og til annarra heimshluta tafist stórlega, svo og allt innanlandsflug. Flugumferðarstjórarn- ir hafa gripið til þess ráðs að tilkynna sig „sjúka“ og eru um 25 prósent þeirra stöðugt veikir, vegna þess að flugumferð- arstjórar telja að gengið hafi verið á bak loforða við þá um launahækkanir. Flugumferðarstjóra vantar á Kastrup og með því að tilkynna veikindaforföll er komið í veg fyrir að menn vinni yfirvinnu. Svíar reyna nú eftir megni — Þessi aðgerð flugumferðarstjór- með skattalækkunum m.a. — að anna, sem staðhæfa að þeir séu verr launaðir en starfsfélagar þeirra í öðrum löndum, hefur orðið til þess að SAS hefur stórlega orðið að fækka ferðum og erlend flugfélög eru farin að sneiða hjá Kastrup. Er reiknað með að SAS tapi sem svarar um einni milljón danskra króna á dag. Einnig er málið hið alvarlegasta fyrir Kastrupflugvöll og starfslið hans annað, þar vinna um ellefu þúsund manns og 450 flugtök og lendingar hafa verið þar á sólar- hring. Nú hefur dregið úr umferð sem svarar um helming. ná leiguflugferðum frá Kastrup til Sturupflugvallar við Málmey. Sturupflugvöllur var gerður of stór í upphafi og með því að bjóða Tjæreborg og Spies ferðaskrifstof- unum mikinn afslátt reyna Svíar nú að ná umferð yfir til vallarins. Að svo stöddu er ekkert sem bendir til að flugumferðarstjórar í Kastrup láti af aðgerðum sínum og Risgaard Knudsen, samgöngu- málaráðherra hefur neitað að ræða við þá fyrr en þeir láti af „skemmdarstarfsemi" sinni og snúi aftur til vinnu. Bernadetta McAliskey, fyrrum Devlin. á kosningaskrifstofu Bobby Sands. sem kjorinn var á breska þingið sl. föstudaK fyrir Fermanagh og S-Tyronehérað á Norður-írlandi. Sands, sem er félagi í frska lýðveldishernum, er hafður i haldi i Maze-fangelsi i Belfast þar sem hann er í hungurverkfalli. AP-simamynd. Norður-írland: Búist við fleiri Handtökur á Ítalíu ^ öngum í framboð Kómarbon; 13. apríl. AP. FJÖGURRA mánaða rannsókn hefur leitt til handtöku alls 38 meintra hægri og vinstri öfga- manna á Ítalíu í síðustu viku. Eru viðkomandi grunaðir um hin ýmsu hryðjuverk, þar á meðal fjögur morð. Kosið í Quebec: Sjálfstæðis- málin söltuð að sinni Montreal. 13. apríl. AP. FORSÆTISRÁÐIIERRA Que- bec-fylkis í Kanada. aðskilnaðar- sinninn Rene Levesque, rak í dag smiðshöggið á kosningabarátt- una í sveitarstronarkosningun- um með því að fullvissa kjóscnd- ur um. að hann væri enn hlynnt- ur fullu sjáifstæði fylkisins, sem frönskumælandi fólk byggir að mestu. Flokkur Levesque nýtur mests fylgis samkvæmt skoðanakönnun- um en þrátt fyrir það iýsti hann yfir því sl. sunnudag, að ekki yrði knúið á um sjálfstæðið á næsta kjörtímabili, þ.e. næstu þrjú árin. í þjóðaratkvæðagreiðslu í mái á fyrra ári um sjálfstæðismálin fóru leikar þannig að 60% höfnuðu aðskilnaði við Kanada en 40% játtu honum. Flokkur Levesque, Quebec- flokkurinn, hefur 67 af 110 sætum á fylkisþinginu,- frjálslyndir 34 og íhaldsflokkurinn 5. Aðrir minna. Nú hefur fulltrúum verið fjölgað um 12. Fjöldamorð í Guatemala (■uatemalaborK. 13. april. AP. AÐ MINNSTA kosti 24 menn, þar á meðal lítil telpa, voru drepin í smábæ 75 km norðaustur af Guatemalaborg að því er talsmaður lögreglunnar sagði frá. Hann sagði að fjöldamorðin hefðu verið framin á laugar- dagsmorgun, hefði þá tiltekinn fjöldi vopnaðra manna ráðist til atlögu i þorpinu Choabajuto og drcpið þá sem þeir náðu. Hefðu þeir samtals safnað saman 24 og drepið þá á hinn viðurstyggi- legasta og kvalafyllsta hátt. Ekki var ljóst hverjir stóðu að morðun- um né heldur hver var ástæða fyrir þeim. Talsmaður lögreglunnar segir að níu hinna handteknu hafi verið gripnir aðfaranótt sunnudags og í hópi þessara 38 séu að minnsta kosti fimm konur. Fólkið er grun- að um að vera félagar í hinum ýmsu öfgasamtökum, ýmist Rauðu herdeildinni eða nýfasistasamtök- um sem kalla sig Terza posizione, svo og kommúnistkum byltingar- samtökum. London. 13. april. AP. BRESKIR þingleiðtogar komu saman í dag til að ræða hvort ógilda ætti kjör írska skæruliðans Bobby Sands til neðri málstofunn- ar. en hann er nú í hungurverkfalli í Maze-fangelsi í Belfast. eða hvort láta ætti sultinn einan um að skera úr um þingmennskuna. Þingmönnunum þykir nokkur vandi á höndum og ekki hvað síst eftir að fréttist, að írski lýðveldis- herinn hefði í hyggju að koma fleirum fangelsuðum félögum sínum í framboð í sveitarstjórnarkosning- um. Heldur er talið ólíklegt, að kjör Sands verði ógilt þar sem margir þingmenn telja það lítilsvirðingu við lýðræðið og fallið til að vekja samúö með skæruliðum IRA. Ráðagerðir IRA um að tefla fram fleiri föngum úr flokki þeirra er liður í baráttunni fyrir því, að á þá verði litið sem pólitíska fanga en ekki sem venjulega glæpamenn. Veður víða um heim Akureyri 11 skýjað Amsterdam 15 bjart Aþena 19 akýjað Barcelona 19 míatur Berlín 18 akýjað BrUssel 17 akýjað Chicago 9 rigning Denpasar 33 akýjað Dublin 12 rigning Feneyjar 19 þokumóóa Frankfurt 23 skýjaó Færeyjar 7 skýjað Genf 22 bjart Helsinki 9 bjart Hong Kong 28 bjart Jerúsalem 15 heiðakífl Jóhannesarborg 24 heiðskírt Kaupm.höfn 15 heiðskirt Kaíró 23 skýjað Laa Palmas 20 skýjað Lissabon 18 twiðskírt London 16 akýjað Loa Angeles 24 heiðskírt Madrid 16 heiöakirt Majorka 18 skýjað Malaga 18 akýjað Mexicoborg 24 heiðakírt Miami 27 akýjað Moskva 10 bjart New York 15 akýjað Osló 7 heiðakirt París vantar Perth 31 hsiöakfrt Reykjavík 8 akýjað Ríó de Janeiro 29 skýjað Rómaborg 23 heiðakírt San Francisco 14 heiðskírt Stokkhólmur 18 bjart Sydney 26 bjart Tat Aviv 21 haiöskírt Tókýó vantar Vancouver 7 akýjað Vinarborg 17 bjart r Taekúæósverð: *7 .910^ HLJÓMTÆKJADEILD LAUGAVEGI 66 SIMI 25999 staðgbeiðsuu LITASJÓNVÖRP meö „Linytron Plus“ myndlampa er japönsk tækni í hámarki. Utsölustaðir: Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík — Portið Akranesi — Patróna Patreks- firöi — Eplið ísafirði — Álfhóll Siglufirði — Cesar Akureyri — Radíóver Húsavík — Hornabær Hornafiröi — M.M.h/f. Selfossi — Eyjabær Vestmannaeyjum J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.