Morgunblaðið - 14.04.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.04.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍJþ 1981 21 Ármann fékk 14 verðlaun af 18 í flokki fullorðinna Reykjavíkurmót í alpa- greinum fór fram í Skála- felli um helgina. Keppt var í flokki barna og fullorðinna. Á laugardag var keppt í stórsvigi og á sunnudag í svigi. Á sunnudag var ófært i Skálafell frameftir dcgi og þvi hófst keppni þá ekki fyrr en kl. 14.00. Keppt var á tveim stöðum. Fullorðins- flokkar við skálann cn harnaflokkar við lyftu 3. Gekk mótið mjög vel fyrir sig og var keppni spennandi og skemmtileg. Hér helstu úrslit: cru Drentcir 10 ára o* ynteri: StórsvÍK: Matthías Frióriksson Á 63,6é Bgiti In^i Jonsson ÍR 65.27 Brnedikt Rúnarsson ÍR 67,03 Svír: EjííH Intfi Jónsson ÍR 61.71 RaRnar Sverrisson IR 64,20 Jóhann Steinn Ölafs. KR 64,30 Alpatvíkeppni: ESftiil tnKÍ Jónsson ÍR Ra«nar Sverrisson IR Itenedikt Rúnarsson ÍR Stúlkur 10 ára yniiri: Stórsviit: Geirný Gcirsdóttir KR 67,81 Hrafnhildur Mone.v Á 74,89 Harpa Vídisdóttir KR 76,71 Svík: Harpa Vídisdóttir KR 68,56 Auður Arnardóttir ÍR 70.73 Hrafnhildur Money Á Alpatvikcppni: Harpa VíöÍHdottir KR Hrafnhildur Money Á Auóur Arnardóttir ÍR 72,84 Preiglr 11 —12 ára: StórsviK: Sveinn Rúnarsson KR 74,09 GuÖjon Þór Mathiesen KR 76,44 Bjarni Pétursson KR 78,26 Sveinn Runarsson KR 70.00 Arnór Amason KR 73,16 Baldur Brajiason KR 74,26 Alpatvíkcppni: Sveinn Rúnars84>n KR Arnór Arnason KR Baldur Rrajjason KR Stúlkur 11—12 ára: StórsvÍR: Kristín Olafadóttir KR 75,04 Auöur Jóhannsdóttir KR 81,80 In«a K. Guömundsdóttir Á 82,47 Svig: Kristín Ólafsdóttir KR 68,63 Auður Jóhannsdóttir KR 83.91 Sif Heigadóttir KR 83,91 AÍpatvíkeppni: Kristín Olafsdóttir KR Auöur Jóhannsdóttir KR Sif HelKadóttir KR Konur: StórsvÍK: Asdís Alfreösdóttir Á Haildóra Björnsdóttir Á 107,86 112.52 Guörún Björnsdóttir Vík. 114,68 Svík: Ásdís Alfreösdóttir Á 102.10 Halidóra Bjornsdóttir A 105,19 Guörún Bjórnsdóttir Vík. 109,91 Aipatvikeppni: Ásdís Alfreósdóttir Á Halldóra Björnsdóttir A Guðrún Bjömsdóttir Vík. Karlar: StórsvÍK: IIcIkí GeirharÖHHon Á 99,57 Hafþor Jóliusson ÍR 102.05 Kristinn SÍKurösson \ 102.31 Svík: HeÍKÍ Geirharösson Á 92,63 Kristinn SÍKurösson A 93,10 Rinar Olfsson Á 94,93 Alpatvikeppni: HcIkÍ Geirharösson A Kristinn SÍKurÖsson Á Einar IMfsson Á Meistarabikarana fennu l>vi Hcltri Geirharösson ok Asdís Alfreósdóttir fyrir sijjur í svtgi o« stórsvÍKÍ. Aö ofanjcreindu er Ijóst, að Ármenn- in«ar i'itra 14 vcrftl. af 18 i flokki fullordinna. KK-in«ar oitía Z2 vcrðl. af í fiokki barna. líDrðHlrl ísland tapaði fyrir Portúgal eftir framlengingu ÍSLENSKA landsliðið í körfu- knattleik lék í gærkvöldi við lið PortÚKals ok tapaði eftir fram- lengdan leik 94—91. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 84—84. Jón Sigurðsson jafnaði fyrir íslenska liðið þeg- ar 2 sekúndur voru eftir af leiknum. í framhaldinu var lið Portúgals sterkara oj? marði sigur. Að sögn Agnars Frið- rikssonar eru öll liðin í riðlin- um mjög jöfn að getu og allt getur gerst. Til dæmis sigraði lið Alsír lið Skota í gærkvöldi með 80 stigum gegn 79. Leikur íslands og Portúgals var æsispennandi allan tímann og geysilega mikil barátta í honum. Islenska liðið lék vel framan af og hafði yfir í hálfleik 44—38. En lenti snemma í miklum villuvandræðum og í fyrri hálf- leik voru dæmdar 18 villur á liðið, og 10 í síðari hálfleik. Pétur Guðmundsson var kominn með 4 villur á 9. mínútu leiksins og varð þá að fara útaf. Pétur, Kristján og Símon fengu allir 5 villur í leiknum og háði það liðinu verulega. Þá meiddist Jón- as illa í hné og leikur ekki meira með í mótinu að sögn Agnars. Þegar ein mínúta var til leiks- loka hafði íslenska liðið foryst- una 82 stig gegn 80. En það háði liðinu á lokasprettinum að allir stóru leikmennirnir voru farnir útaf með 5 villur og reið það baggamuninn í leiknum. Allir íslensku leikmennirnir stóðu sig mjög vel. Sér í lagi var varnar- leikurinn sterkur. Sóknarleikur- ísland — Portúgal 91:94 inn var hinsvegar nokkuð mis- tækur. Stig liðsins skoruðu þess- ir leikmenn: Pétur 27, Jón 17, Kristján 10, Símon 9, Torfi 8, Gunnar 7, Kristján 6, Jónas 5, Ríkharð 2. —ÞR. Horatm • Fyrsti meiri háttar sigur Þróttar í handknatt- leik í ein 30 ár er í höfn, fyririiði liðsins og þjálfari. ólafur H. Jónsson, hampar bikarnum. Enginn með 12 rétta Kr. 19.920 - fyrir 11 rétta í 32. Ieikviku getrauna komu fram 4 raðir með 11 rétta leiki og var vinninjjur fyrir hverja röð kr. 19.920.-. Með 10 rétta voru 90 raðir og koma kr. 379.- fyrir hverja röð. Eins o>? verið hefur síðustu árin verður gert hlé hjá getraunum yfir páskana, en síðan verða getrauna- seðlar með leikjum næstu tvo laugardaga. Ármann sigraði Jón Sigurðsson fyrirliði ís- lenska liðsins jafnaði leikinn á siðustu sekúndunni. EINN leikur fór fram í Reykjavíkurmótinu í knáttspyrnu í gærkvöldi. Lið Ármanns sigraði Val 2—1. Lið Vals átti mun meira í leiknum en tókst ekki að ná fram sigri. Sigur- mark Ármanns skoraði Egill Steinþórsson úr víta- spyrnu. Hnefaleikakappinn Joe Louis látinn JOE LOUIS, einhver mesti íþróttamaður allra tíma, lést á sunnudaginn á sjúkrahúsi einu í Las Vegas, Nevada. Hann var 66 ára gamall. Ilann fór ferða sinna í hjólastól síðustu æviár- in, eða eftir hjartauppskurð árið 1977. Hjartameinið var ásamt nokkrum öðrum kvillúm hanamein hans. Louis var geysi- lega öflugur hnefaieikamaður- inn fyrr á árum. Hann var dökkur á hörund og gjarnan nefndur „The Brown Bomber“. Árangur kappans talar sínu máli. hann sigraði i 68 keppn- um sem atvinnumaður og tap- aði aöeins þremur. Joe Louis skaust í sviðsljósið árið 1937, aðeins 23 ára gamall, er hann rotaði heimsmeistarann James Braddock og tók við tigninni. Þá hafði hann keppt 36 sinnum sem atvinnumaður, tap- að aðeins einu sinni, en rotað 31 af keppinautum síhum. Árið 1949 hætti Louis, hann var þá heimsmeistari í þungavigt og tjáði fólki þá, að þar sem hann treysti sér ekki lengur 'til að verja titil sinn, kysi hann að hætta frekar en að tapa titlinum í hringnum. En 27 mánuðum síðar mátti hann til að reyna á nýjan leik, enda hrjáði hann auraleysi og skattyfirvöld gáfu honum engan frið. Heimsmeistari þá var Ezz- ard Charles og Louis hafði ekki undirbúið „come back“ sitt nógu vel, Charles lamdi hann sundur og saman. „Ég fer aldrei í hringinn aftur," var þá haft eftir Louis, en það átti eftir að breytast eins og annað, hann var byrjaður að keppa á nýjan leik aðeins tveimur mánuðum síðar og það var ekki fyrr en árið 1951, að ferli hans lauk með miklum ósigri gegn Rocky Marciano. Þá hafði hann verið í eldlínunni í 17 ár. Og hann var 37 ára gamall er Marciano sendi hann rotaðan í gólfið. Margar keppnir Louis verða lengi í minnum hafðar meðal hnefaleikaaðdáenda, engin þó frekar en síðari viðureign hans við Vestur-Þjóðverjann Max Schmeling. Schmeling var einn af þremur sem tókst að sigra Louis og var það í 29. hnefaleika- keppni Louis sem atvinnumanns. Hafði Louis unnið hina 28 með meiri og minni yfirburðum. En Louis náði aftur heimsmeistara- titlinum. Þó gleymdi hann ekki ósigrinum gegn Schmeling og haft var eftir honum eitthvað á þá leið, að hann yrði aldrei alvörumeistari fyrr en hann næði að klekkja á Schmeling. Fyrri viðureign þeirra fór fram 19. júní 1936, en þeir hittust aftur í hringnum 22.júní 1938. Fyrstu lotunni lauk aldrei, Schmeling var þrívegis sleginn í gólfið á fyrstu tveimur mínútun- um og eftir það þurfti ekki lengur vitnanna við, Joe Louis var óumdeilanlega sá besti. Ix)uis var ákaflega vinsæll, enda örlátur í meira lagi á fé sitt. Fyrir vikið var hann stór- skutdugur, því ekki voru allir menn til að endurgreiða lánin. „Joe var stórkostlegur hnefaleik- ari, sá besti sem ég hef*átt við um daganna. Hann var leiðarljós og tákn bandarískra blökku- manna á sínum tíma. Hans líkar skjóta aðeins upp kollinum einu sinni á öld,“ sagði Max Schmel- Hnefaleikakappinn Joe Louis. ing í samtali við fréttastofu AP er hann frétti lát Louis. Sugar Ray Robinson er einn frægasti hnefaleikari allra tíma, hann sagði eftirfarandi í viðtali við sömu fréttastofu: „Hann var stórkostlegur persónuleiki og besti vinur minn. Hann kom ferli mínum af stað á sínum tíma, yrði það eitt seint full- þakkað."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.