Morgunblaðið - 14.04.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1981
5
Fjölbreytt dagskrá á 40 ára
afmælisgleði Liljunnar
Miðhúsum, 13. apríl.
KVENFÉLAGIÐ Liljan í Reyk-
hólasveit hélt upp á 40 ára
afmæli sitt sl. laugardagskvóid
meó hófi að Mjólkurvöllum, en
félagið var stofnað 16. marz 1941.
Dagskráin hófst með því að
formaður félagsins ávarpaði sam-
komuna og lesin var starfssaga
félagsins. Þá var sýndur hluti úr
leikritinu Maður og kona eftir Jón
Thoroddsen frá Reykhólum,
Norræna lög-
fræðingaþingið
FRESTUR til að tilkynna þátt-
töku í norrænu lögfræðingaþingi,
sem haldið verður í Stokkhólmi
19.—21. ágúst nk. er til 27. apríl.
Björn Helgason hæstaréttarritari
veitir tilkynningum viðtöku.
stjórnandi var séra Valdimar
Hreiðarsson. Konur úr kvenfélag-
inu sungu nokkur lög eftir þá
frændur Emil Thoroddsen og
Skúla Halldórsson undir stjórn
organista Reykhólakirkju. Sungin
voru tvö frumsamin ljóð eftir
Bjargeyju Arnórsdóttur og lesið
Ijóðið Reykhólasveit eftir Helgu
Halldórsdóttur, Dagverðará. Fé-
laginu voru færðar gjafir og
kveðjur á afmælishátíðinni.
Kvenfélagið Liljan hefur jafnan
starfað að menningarmálum og
hjá kvenfélagskonum hafa margar
hugmyndir fæðst sem hafa orðið
að veruleika svo sem í ræktunar-,
kirkju- og skólamálum. Stundum
hefur fjallið virst ókleift og skoð-
anir skiptar um leiðir, en Lilju-
konur hafa komist upp á tindinn
með blómstrandi liljur í barmin-
um. Núverandi formaður félagsins
er Kristrún Marinósdóttir.
Sveinn i Miðhúsum
íbúasamtök Vesturbæjar:
Fundur um húsakost
bamaskóla í Vesturbænum
ÍBÚASAMTÖK Vesturbæjar halda
almennan fund um húsakost
barnaskóla i Vesturbænum á Hall-
veigarstöðum i kvöld kl. 20:30.
Fræðsluráð Reykjavíkur stefmr
að því að fá betri húsakost fyrir
barnaskóla í Vesturbænum og kem-
ur þar ýmislegt til greina. Meðal
annars er spurning • hvort byggja
eigi alveg nýtt og þá hvar, hvort
bæta eigi við þar sem nú er kennt
við Öldugötu og hvar eigi að kenna
Eiðsgrandabörnunum. Til fundar-
ins er boðað með vitund foreldrafé-
laga Vesturbæjarskóla og Haga-
skóla og foreldraráðs Melaskóla.
Fræðslustjóri mun koma á fundinn
og gera grein fyrir því sem er til
athugunar í þessu efni. Stjórn
samtakanna hefur óskað eftir því
að fulltrúar í fræðsluráði komi á
fundinn.
Að loknum umræðum um barna-
skólamálið verður aðalfundur sam-
takanna haldinn á sama stað.
Unnið að fisklöndun á bryggjunni i Höfn i Hornafirði nú fyrir
helgi. Ljósm: Einar.
Höfn í Hornafirði:
Landburður af fiski
Hötn. Uornatirði, 13. april 1981.
LAUGARDAGINN 11. apríl
var enn einn metlöndunar-
dagurinn hér á Höfn. Þá
lönduðu Hornafjarðarbátar
samtals um 674 tonnum.
Eldra löndunarmetið var að-
eins um viku gamalt. en þá
var landað rúmum 480 tonn-
um.
Þann 11. apríl var heildar-
aflinn frá áramótum orðinn
8174 tonn rúmlega, og er það
töluvert meiri afli en á sama
tíma í fyrra. Aflinn, sem
landað var á laugardaginn
skiptist þannig á milli
vinnslustöðva: Til Fiskvinnslu
KASK fóru 434 tonn, en þar
starfa nú um 300 manns við
fiskvinnslu. Til Söltunarstöðv-
arinnar Stemmu hf. um 170
tonn. Þá fóru einnig um 70
tonn til Djúpavogs með bíln-
um.
Vel hefur hafst undan að
vinna aflann, enda unnið nær
allan sólarhringinn. Eins og
fram hefur komið í fréttum
var vertíðin einstaklega léleg
fram til loka marsmánaðar, en
um mánaðamótin mars-apríl
fór veiðin að glæðast heldur
betur, og til marks um það
bárust á land hér á Höfn
fyrstu 11 dagana í apríl um
3.100 tonn af 19 bátum. Afla-
hæsti báturinn þann 11.4. var
Hvanney SF 51, með 677 tonn
rúm. Á sama tíma í fyrra var
Hvanney með 558 tonn. Næst-
ur er Gissur hvíti, með 653
tonn, þar af heimalandað um
618 tonn. — Einar
Prestastefnan
í byrjun júlí
PREST ASTEFN AN 1981 verð-
ur um mánaðamótin júní og júli
í Reykjavík, að því er fram
kemur í fréttabréfi biskups-
stofu. Aðalmál prestastefnunn-
ar verður kristniboðsárið og
framkvæmd þess.
Að sögn fréttabréfsins hefur
sú hefð komist á að prestastefn-
an sé haldin um þetta leyti eða í
lok júnímánaðar. Síðasta aldar-
fjórðung hefur hún þó verið
haldin tvívegis á öðrum tíma. í
ágúst 1963 þegar minnst var
tveggja alda afmæli Hóladóm-
kirkju og í septemberbyrjun 1965
þegar stjórnarnefnd Lútherska
heimssambandsins hélt fundi
sína hérlendis.
Prestastefnan í ár verður sú
síðasta sem dr. Sigurbjörn Ein-
arsson stýrir. Aðalfundur
Prestafélagsins verður haldinn
um sama leyti.
Siglfirðing-
ur landaði
100 tonnum
Siglufirði, 13. apríl.
SIGLFIRÐINGUR er að landa
hér 100 tonnum. Bátar eru
almennt að taka upp veiðarfæri
vegna þorskveiðibannsins sem
hefst á morgun. Frekar léleg
vertíð hefur verið hjá grá-
sleppukörlum það sem af er.
Fólki fjölgar hér í bænum með
hverjum klukkutímanum, en
skíðalandsmótið hefst hér á
morgun.
Fréttaritari
Endalaus
Rimini - ein af allra vinsælustu baðströndum Evrópu - iðandi af lífi og fjöri allan sólarhringinn.
Veitingastaðir, diskótek, skemmtistaðir og næturklúbbar skipta þúsundum og alls staðar er
krökkt af kátu fólki.
Leiksýningar og hljómleikar listamanna úr öllum heimshornum eru daglegir viðburðir
farandsirkusar koma ístuttarheimsóknirogvíða troða upp
ólíklegustu skemmtikraftar - jafnvel þegar
þeirra er síst von!
Einstaklega ódýrir
og góðir veitinga-
staðir ásamt fyrsta
flokks íbúðum og
hótelum fullkomna
velheppnað sumar-
leyfi á Rimini.
Reyndir fararstjórar
benda fúslega á alla
þá fjölbreyttu mögu-
leika sem gefast til
stuttra ferða meðfram
ströndinni.
Róm - 2ja daga eða vikuferðir
Feneyjar - ,,Hin sökkvandi borg“
Flórens - listaverkaborgin fræga
San Marinó - „frímerkja-dvergríkið"
ofl. ofl.
• Tívolí
• Skemmtigarðar
Sædýrasöfn
Leikvellir
• Hjólaskautavellir
• Tennisvellir
• Mini-golf • Go-cars kappakstursbrautir
• Hestaleigur • Rennibrautasundlaugar
AJERADRiA Adriatic Riviera of Emilia - Romagna (Italy)
Samvinnuferdir-Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
líf og fjör allan sóla