Morgunblaðið - 14.04.1981, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1981
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson,
Auglýsingastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakið.
Rökstudd gagnrýni
á byggð
„ norðan Rauðavatns
Iborgarráði Reykjavíkur hafa sjálfstæðismenn lagt fram ýtarlega
rökstuddar tillögur, sem fela í sér harða gagnrýni á hugmyndir
vinstri meirihlutans í skipulagsmálum. Mest kveður þar að
mótmælum gegn nýrri byggð upp til heiða norðan Rauðavatns.
Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, Davíð
Oddsson, komst þannig að orði um Rauðavatnshugmyndirnar í
Morgunblaðinu á sunnudag: „Það er þannig ekki eitt, heldur allt, sem
mælir gegn því að byggt verði norðan Rauðavatns." í tillögu Davíðs
og Alberts Guðmundssonar í borgarráði segir „að enn séu engar
forsendur fyrir hendi sem réttlæti að gera ráð fyrir“ svæðinu norðan
Rauðavatns sem byggingarlandi fyrir Reykjavík á næstu árum „og
reyndar sé flest sem til þess bendi að þetta svæði komi aldrei til álita
sem byggingarland fyrir borgina".
I greinargerð fyrir þessari tillögu er bent á ýmis atriði henni til
ðtuðnings. Talið er ámælisvert að létta vatnsvernd af svæðinu, sem
sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér saman um og
félagsmálaráðherra staðfesti 1969. Athuganir vísindamanna á
áhrifum þess að leggja vatnsbólin Bullaugu niður sem neysiuvatnsból
á vatnasviði Elliðaánna eru ekki hafnar, þegar vinstri menn gefa sér
þá niðurstöðu, að óhætt sé að létta vatnsverndinni af Bullaugnasvæð-
inu og setja allt neysluvatnsforðabúr borgarinnar á Heiðmerkur-
svæðið. Vinstri menn hafa auk þess látið algjörlega undir höfuð
leggjast að ræða þessi áform sín við fulltrúa nágrannasveitarfélag-
anna, sem eru þó aðilar að samkomulaginu, sem félagsmálaráðherra
staðfesti.
Jarðfræðilega er Rauðavatnssvæðið ekki rannsakað svo fullnægj-
andi sé. Fram hafa komið aðvaranir þeirra jarðvísindamanna, sem
gleggst þekkja til á svæðinu. Þeir telja svæðið eitthvert þéttriðnasta
sprungusvæði landsins og hafa áréttað, að umfangsmiklar rannsóknir
þurfi til að koma, áður en unnt sé að taka ákvörðun um að byggja á
því. í greinargerð sjálfstæðismanna segir orðrétt: „Ekki er verjandi
að ætla framtíðarbyggð á svæði sem er slíkum jarðfræðilegum
annmörkum háð, þegar nægir aðrir kostir eru fyrir hendi."
Veðurfræðileg rök mæla eindregið gegn því að byggð verði
skipulögð í hálendinu norðan Rauðavatns. Með hliðsjón af þeim
rökum er mun skynsamlegra að skipuleggja framtíðarbyggðina eftir
ströndinni í áttina að byggðinni í Mosfellssveit, eins og sjálfstæðis-
menn hafa lagt til. Þá hefur einnig komið fram af hálfu
gatnamáladeildar borgarverkfræðingsembættisins, að kostnaður við
að gera Rauðavatnssvæðið byggingarhæft er að minnsta kosti 170
milljón krónum (17 milljörðum gkr.) meiri en við svæðin meðfram
ströndinni. Um leið og þessar tölur voru kynntar af embættis-
mönnum, létu þeir í ljós það álit, að þessar tölur væru varlega
áætlaðar, svo að skekkjur sem á slíkum útreikningum kunna að vera,
séu Rauðavatnssvæðinu i óhag.
Hér skal ekki fleira talið af þeim annmörkum, sem á þessum
hugmyndum vinstri manna eru, hvert einstakt atriði, sem að ofan er
nefnt, nægir til að hver sá, er fordómalaust lítur á þetta mál, hlýtur
að komast að þeirri niðurstöðu, að orðið hafi skipulagsslys í
Reykjavík undir forystu vinstri meirihlutans. I þrjú ár hefur hann
setið aðgerðarlaus og valdið borgarbúum óbætanlegu tjóni með því
sleifarlagi. Fyrir borgarbúa hefði þó verið betra, að vinstri menn
hefðu setið með hendur í skauti út allt kjörtímabilið. Með
Rauðavatnshugmyndunum er verið að stefna framtíð borgarinnar í
óefni um langa hríð.
Aðför fjármálaráðherra
*
Aþeim tíma, sem Ragnar Arnalds sat utan ríkisstjórnar, hafði
hann áhuga á aðeins einu máli, ef tekið er mið af greinum hans
í Þjóðviljanum og ræðum á Alþingi, að herða á skattheimtu gagnvart
fyrirtækjum í landinu. Hann gerði sér það þá til dundurs að birta
langa lista upp úr skattaskýrslum til að sanna það mál sitt, að
atvinnufyrirtæki greiddu ekki nægilega háa skatta. Nú hefur hann
setið rúmlega eitt ár í sæti fjármálaráðherra og telur tíma til þess
kominn að sanna, að hann hafi haft á réttu að standa í skattamálum.
Skattalagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem nú er til umræðu á
Alþingi, miðar að því að auka verulega skattlagninu á fyrirtæki. I
frumvarpinu eru meðal annars ákvæði, sem skerða möguleika þeirra
til fyrningar um 10%. Árni Árnason, framkvæmdastjóri Verslunar-
ráðs íslands, sagði hér í blaðinu fyrir helgi, að hann hefði undir
höndum upplýsingar, sem sýndu 100 milljón gkr. skattahækkun hjá
tveimur stórum fyrirtækjum, ef frumvarp ríkisstjórnarinnar nær
fram að ganga.
Aðför fjármálaráðherra beinist ekki einvörðungu að fyrirtækjun-
um sem slíkum, heldur veikir hún allar forsendur almenns atvinnulífs
í landi auk þess sem hún kemur í veg fyrir, að íslendingar geti
endurnýjað atvinnutæki sín með eðlilegum hætti. Afturhaldsstefna
Alþýðubandalagsins hefur stöðnun í för með sér á öllum sviðum og er
með ólíkindum, hve langt ráðamenn flokksins komast með samaðila
sína að ríkisstjórn á þessum sviðum.
Maxim og Dmitri Sjosta-
kovitsj undir lögregluvernd
í Vestur-Þýzkalandi
Miinchen, 13. april. AP.
MAXÍM Sjostakovitsj, sovézki
hljómsveitarstjórinn, sem á
sunnudaginn bað um hæli i
Vestur-býzkalandi sem pólitisk-
ur flóttamaður, ásamt nitján
ára syni sínum, er i felum i
skjóli v-þýzku lögreglunnar, að
þvi er dómsmálaráðuneytið i
Bayern skýrði frá í dag. Sam-
kvæmt ósk Sjostakovits verður
ekkert látið uppi um dvalarstað
feðganna á næstunni, né heldur
um það hvernig málum þeirra
verður skipað.
Maxím Sjostakovitsj er 42 ára
að aldri. Hann er sonur tón-
skáldsins Dmitri Sjostakovitsj,
sem margir hafa talið merkasta
tónskáld tuttugustu aldarinnar,
en hann lézt árið 1975. Sonur
hljómsveitarstjórans er píanó-
leikari, en hann ber nafn afa
síns. Dmitri hinn ungi er einka-
barn, en foreldrar hans skildu
fyrir nokkrum árum.
Þeir Sjostakovits-feðgar komu
fram á tónleikum sovézku út-
varps- og sinfóníuhljómsveitar-
innar í bænum Fuerth í
V-Þýzkalandi, en að þeim lokn-
um sneri hljómsveitarstjórinn
sér til lögreglunnar og kvaðst
ekki vilja fara aftur heim til
Sovétríkjanna. Hann hefur á
undanförnum árum verið í röð
fremstu hljómsveitarstjóra þar í
landi og hefur hann verið hafður
í miklum hávegum.
Maxím Sjostakovitsj var kall-
aður til vitnis í sovézkum fjöl-
miðlum fyrir tveimur árum þeg-
ar ævisaga föður hans kom út á
Vesturlöndum. Þar er Sovétkerf-
inu og kommúnismanum hafnað,
en sovézkir fjölmiðlar héldu því
stíft fram að tónskáldið hefði
aldrei lýst því yfir sem eftir því
er haft í bókinni, heldur hefði
höfundurinn, Simon Volkov, vilj-
andi farið rangt með í þeim
tilgangi að klekkja á sovézku
þjóðfélagi. Undir þennan mál-
flutning tók Maxím Sjostako-
vitsj á sínum tima, en enn sem
komið er hefur hljómsveitar-
stjórinn ekki látið nein ummæli
falla um það að ástæða sé til að
taka þau orð aftur.
Framkvæmdastjóri hljóm-
leikahallarinnar í Fuerth tjáði
blaðamönnum, að hljómsveitar-
stjórinn hafi greinilega verið í
miklu uppnámi. Telur fram-
kvæmdastjórinn ástæðuna fyrir
leynd þeirri, sem umlykur feðg-
ana, vera tillitsemi við vini
þeirra og vandamenn í Sovét-
ríkjunum. Sovézka hljómsveitin
sneri aftur til Sovétríkjanna á
sunnudaginn.
Við útför tónskáldsins Dmitri Sjostakovitsj í ágúst 1975. Tónskáldið Aram Katsjatúrian kyssir hönd
hins látna, en drengurinn lengst á myndinni er Dmitri, píanóleikarinn, sem hefur beðið um pólitískt
hæli í Vestur-Þýzkalandi ásamt föður sínum, sem á myndinni stendur við hlið hans.
Bamabókaverðlaun hlutu Hreið-
ar og Þorsteinn frá Hamri
ÁRLEG barnabókaverðlaun
Fræðsluráðs Reykjavíkur voru af-
hent í Höfða á laugardag. Að
þessu sinni hlaut Hreiðar Stef-
ánsson, höfundur bókarinnar
Grösin í Glugghúsinu, verðlaun
fyrir bestu frumsömdu barna-
bókina, sem út kom árið 1980. Og
fyrir bestu þýðinguna á barnaefni
hlaut verðlaunin Þorsteinn frá
Hamri fyrir þýðingar sínar i
hókinni Gestir í gamla trénu.
Verðlaunin eru 7500 kr. fyrir
frumsömdu barnasöguna en 5000
kr. fyrir þýdda barnaefnið. í
dómnefnd áttu sæti Geir A. Gunn-
arsson, formaður, Teitur Þor-
Ieifsson og Jenna Jensdóttir, en
við val á frumsömdu bókinni kom
i hennar stað Þórhallur Runólfs-
son. Sigurjón Pétursson, forseti
horgarstjórnar, afhcnti verðlaun-
in.
„Hreiðar Stefánsson er enginn
nýgræðingur í því að skrifa barna-
bækur," sagði Geir A. Gunn-
laugsson er hann gerði grein fyrir
vali á bestu frumsömdu barnabók-
inni. Grösin í glugghúsinu er þriðja
bókin sem hann skrifar einn, en
auk þess hafa komið út eftir hann
og konu hans Jennu Jensdóttur 26
barnabækur. Það er heldur ekki í
fyrsta sinn, sem Hreiðar er hér
kominn til þess að veita þessum
verðlaunum viðtöku. En árið 1973
fengu þau hjón, Hreiðar og Jenna,
þessi sömu verðlaun, þegar þau
voru veitt í fyrsta skipti. En
Hreiðar hefur ekki aðeins skrifað
bækur fyrir börn, segja má að hann
hafi helgað starf sitt börnum, fyrst
á Akureyri og síðar hér í Reykja-
vík. í rúmlega 20 ár, frá 1942 til
1963, hélt hann skóla fyrir 6 ára
börn á Akureyri, svonefndan
Hreiðarsskóla, og svo segir mér
hugur að þar hafi margar bækurn-
ar orðið til sem sögur, sem sagðar
voru krökkunum. Mér er sagt að
ekki hafi alltaf verið stuðst við
hefðbundnar aðferðir í Hreiðars-
skóla. Stafirnir voru sungnir og ef
það dugði ekki þá voru þeir bakaðir*
sem brauð og borðaðir. Hvað um
það, á þessum tímum voru víst fá
börn með lestrarerfiðleika á Akur-
eyri. Hreiðar og fjölskylda hans
fluttu hingað til Reykjavíkur árið
1963 og hafa börn í Langholtsskóla
orðið þess aðnjótandi að hafa hann
sem krakka og ennþá kennir hann
yngstu börnunum. Útgefandi bók-
arinnar er Iðunn og má segja að
þeir hafi nú bætt enn einni
skrautfjöður í hatt sinn.“
Sagan í „Grösin í glugghúsinu"
gerist fyrir hálfri öld og er sögð í
annarri persónu. Hún segir frá 10
ára gömlum dreng, Garðari, sem á
heima í kaupstað, en dvelst um
sumar á sveitabæ. Þetta eru erfiðir
tímar og á herðar drengnum leggst
þungbær reynsla þetta sumar.
„Þorsteinn frá Hamri, sem hér
veitir viðtöku verðlaunum
Fræðsluráðs fyrir þýðingar sínar í
bókinni „Gestir í gamla trénu", er
eflaust þekktari sem ljóðskáld og
rithöfundur fyrir fullorðið fólk en
þýðingu bóka fyrir börn, þótt
Gestir í gamla trénu sé engan
veginn frumraun hans,“ sagði Geir
A. Gunnlaugsson. Á undan Gestir í
gamla trénu hafði meðul annars
komið út í þýðingu Þorsteins „Ber-
in á lynginu". í báðum bókunum er
úrval margs hins besta í barnabók-
menntum heimsins, ævintýrum,
Ijóðum, leikjum og sögum. Á Þor-
steinn heiður og þakkir skildar
fyrir framlag sitt til íslenzkra
barnabókmennta fyrir þýðingar
sínar. Útgefandi á Gestir í gamla
trénu er Bjallan."
Þessar tvær bækur eru úr bóka-
seríu, sem í eru 8 bækur, þær hafa
komið út á Norðurlöndum öllum, 4
sérfræðingar um barnaefni hafa
valið efnið og fengið góða dóma.
Þorsteinn hefur þýtt mikið af
efninu og bætt í íslenzku þar sem
honum þótti hæfa. í bókunum er
mikið myndaefni, og Norræni
menningarsjóðurinn hefur styrkt
þýðinguna.
Hreiðar Stefánsson þakkaði,
sagði að það gleddi sig að bók hans
Grösin í glugghúsinu hefði vakið
þessa athygli. „Hún hefur að
geyma lífsreynslu mína frá löngu
liðinni tíð. Það líf, sem ég og
samtíð mín lifðum og frásagnir af
kjörum, sem stór hluti þjóðarinnar
bjó við á þeim tíma. Er ég skrifaði
handrit að sögunni stóð mikill
stormur kringum rammíslenzkar