Morgunblaðið - 04.06.1981, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 04.06.1981, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1981 3 Utanríkisráðherra Kanada: Bandaríkjamarkaður nægur fyrir bæði löndin Framkvæmdunum við breikkun Hafnarfjarðarvegarins virðist miða vel, en mynd þessa tók ljósm. Mbl. RAX i gær. Hafnarf jarðarvegurinn i Garðabæ: Fullkomin lausn næst ekki fyrr en með tilkomu Reykjanesbrautar Fógeti f jallar um lögbannsbeiðni íbúa bæjarins í dag Nokkrir ibúar f Garðabæ héldu á fund bæjarfógeta i Hafnarfirði i gærmorgun og kröfðust þess, að lögbann yrði sett á framkvæmdir Vegagerðar ríkisins við Hafnarfjarðarveg, en þar er nú unnið við breikkun vegarins i tvisvar sinnum tvær akreinar frá Arnarneshæð að Vífilsstaðavegi með sama hætti og vegurinn var nýverið breikkaður frá Vífilsstaðavegi að Lyngási. Mál þetta hefur verið mikið hitamál í Garðabæ undanfarin ár, en þó náðist full samstaða i bæjarstjórn um þær framkvæmdir sem þegar hafa verið unnar við breikkun vegarins. Garðbæingar hafa þó ætið verið á einu máli um að endanleg lausn á umferðarvandamálum bæjarins náist ekki fyrr en með tilkomu Reykja- nesbrautar, og má merkja það af samþykktum bæjarstjórnar i máli þessu. Upphaflegum hugmyndum um Þegar tillaga þessi hafði verið breikkun vegarins frá Arnarneshæð samþykkt kæra fulltrúar minnihlut- að Vífilsstaðavegi með heimildum um framhaldsbreikkun í tvisvar sinnum þrjár akreinar var mótmælt af íbúum bæjarins m.a. með undir- skriftasöfnun og hafnaði bæjar- stjórn einróma þeim hugmyndum þá, þ.e. 1978. Fullt samkomulag náðist síðan í bæjarstjórn 27. marz 1980 og greiddu allir bæjarfulltrúar því atkvæði að hafist yrði handa við breikkun vegarins frá Vífilsstaða- vegi að Lyngási, gerð yrðu gatna- mótamannvirki á Arnarneshæð og lagður fyrsti áfangi Sjávarbrautar að Vífilsstaðavegi, ásamt neðri hluta Vífilsstaðavegar. Var í sam- þykktinni mælst til að tenging Sjávarbrautar við Vífilsstaðaveg yrði sem næst því sem gert er ráð fyrir í aðalskipulagstillögunni. í öllum samþykktum bæjarstjórn- arinnar kemur fram, að náðst hefur full samstaða um að leggja beri, samhliða úrbætum á Hafnarfjarð- arvegi, þyngsta áherzlu á gerð Reykjanesbrautar, sem bæjarfull- trúar telja að verði hin eina varan- lega lausn á umferðarþunganum á Hafnarfjarðarvegi. Vegamálastjóri leggur síðan til- lögur fyrir bæjarstjórn um útfærslu á fyrsta áfanga Sjávarbrautar með bráðabirgðatengingu við Vífils- staðaveg, sem bæjarstjórnin hafði samhljóða fallist á. Þá telur minni- hlutinn útfærsluna ekki samrýmast aðalskipulagstillögunni og greiðir atkvæði gegn henni þrátt fyrir fyrri samþykkt. Meirihlutinn samþykkir hana aftur á móti þar sem Vega- gerðin telur aðra lausn ekki færa og hafði þá þegar lagt mikinn kostnað í undirbúning mannvirkjagerðar á Arnarneshæð. Engar af pantanir á Spánarferðum - segja ferðaskrifstofumenn AÐEINS á mánudag bar á því að (ólk afpantaði Spánarferðir, en það hefur litil áhrif haft og full vél fer frá okkur til Costa del Sol á fimmtudag. sagði Örn Steinsen hjá Fcrðaskrifstofunni Útsýn er Mbl. spurði hvort nokkuð hefði verið um afpantanir vegna veik- innar. sem stungið hefur sér niður á Spáni og landlaknir hefur varað við að eldra fólk og unghorn velji Spán sem sumar- leyfisstað. Örn Steinsen sagði ennfremur að Heilbrigðisráð Evrópu hefði ekki stöðvað sumarleyfisferðir til Spánar og svo virtist sem veikin væri í rénum. Hjá Úrvali voru svipuð svör, ekki hefði orðið vart við afpantanir á Spánarferðum, fólk héldi áfram að panta þær og biðlistar væru í næstu ferðir. endur við Arnarneslæk. Fyrirhugaður er fundur með íbúunum úr Garðabæ, lögmanni Vegagerðarinnar og bæjarfógetan- um í Hafnarfirði árdegis í dag. A FUNDi með Mark MacGuigan utanríkisráðherra Kanada I ga-r kom fram. að viðskipti milli íslands og Kanada hafa tvöfaldast á síðustu árum. Ilann sagði. að þau va ru enn lítil. en þó stefndi í rétta átt með tilkomu heinnar skipaleiðar milli landanna. MarGuigan. sem kom til landsins í fylgd með rikisstjóra Kan- ada. sagðist vonast til. að samstarf milli landanna á sviði vísinda og umhverfismála vkist i framtiðinni. en þau ættu margt sameiginlegt sem norðlægar þjóðir. MacGuigan sagði, að tengsl milli íslands og Kanada hefðu löngum verið góð. Vestur-íslendingar væru margir í Kanada, við Háskólann í Manitoba væri embætti í íslenzku og í Kanada væri gefið út eina íslenzka blaðið fyrir utan Island. Hann sagði, að samstarf landanna í NATO væri gott og ísland væri mjg mikilvægur hlekkur í varn- arkeðju Norður-Atlantshafsbandalags- ins. Hann sagði, að ísland væri nauð- synlegur þátttakandi í bandalaginu. Utanríkisráðherra átti fund með Ólafi Jóhannessyni í gær. Þeir hafa áður hitzt, en MacGuigan sagði, að þeir hefðu átt lengri og gagnlegri viðræður nú en þeim hefur áður gefizt tækifæri til. Þeir ræddu utanríkismál, en ekki varnarsamstarf Kanada og íslands sem slíkt. Hann gerði lítið úr samkeppni Kanada og íslands á fiskveiðimörkuð- um í Bandaríkjum, sagði, að markaður- inn þar væri væntanlega nógu stór fyrir bæði löndin. Hann sagðist vera vongóður um lausn á deilum milli Mark MacGuigan utanrikisráðherra Kanada. þeirra þjóða, sem stunda laxveiðar í Norður-Atlantshafi, áður en of langt um líður. MacGuigan lét vel af samstarfi Kanadamanna og ríkisstjórnar Ronald Reagans Bandaríkjaforseta. Hann sagðist skilja, að stjórn Reagans hefði viljað gefa sér tíma til að skoða hafréttarsáttmálann, en sagðist vona, að 12 ára starf Hafréttarráðstefnunnar færi ekki í súginn. ans málið fyrir samgönguráðherra, sem lætur stöðva framkvæmdir á grundvelli þess að aðalskipulagið sé ekki samþykkt. Næst gerist það í málinu að Skipulagsstjórn ríkisins sendir bæj- arstjórn bréf, dags. 12. marz sl., þar sem segir m.a.: „Skipulagsstjórn getur ekki að svo stöddu fallist á þá hugmynd að leggja Hafnarfjarðar- veg niður sem umferðaræð milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Hún telur að stefna beri að því að breikka Hafnarfjarðarveg í núver- andi legu í fjórar akreinar þannig að vegurinn geti þjónað sem stofn- braut fyrst um sinn, þótt hlutverk hans gæti síðar orðið tengibraut". Meirihluti bæjarstjórnar féllst síðan á þetta álit Skipulagsstjóra þar sem „fyrirsjáanlega næst engin samstaða um aðgerðir í þjóðvega- málum í bænum og þess, að úrbætur þola ekki frekari töf“, eins og segir í svarbréfi bæjarstjórnar. Þá hafði einnig náðst full samstaða í umferð- arnefnd bæjarins um samþykkt þessarar úrlausnar. Núverandi framkvæmdir miðast eingöngu við breikkun í fjórar akreinar „og verður ekki fallist á frekari breikkun vegarins", segir í bréfi bæjarstjórnar til Vegagerðar- innar dags. 22. apríl sl. og þar vitnað í einróma höfnun bæjarstjórnar á tillögum Vegagerðarinnar frá árinu 1978, sem er sú hugmynd sem bæjarbúar mótmæltu með undir- skriftasöfnuninni þá. Með núverandi framkvæmd er fyrirhugað að ljósastýring komi á Hafnarfjarðarveginn við gatnamót Vífilsstaðavegar. Þá verða og byggð undirgöng fyrir gangandi vegfar- Ntí opnast þér npr möguiMÉim á reglubundnu sambanÉ vié Ákveðið hefur verið að m/s Mánafoss komi við í Þórshöfn í Færeyjum í annarri hverri ferð fram til áramóta. Brottfarardagar skipsins frá Reykjavík verða sem hér segir 18. júní 8. október 16. júlí 5. nóvember 13. ágúst 3. desember 10. september yjar o ^^tÞÓrShÖfn Umbodsmaöur: F.A. H.C. Möller Havnen 3800 Torshavn (Þórshöfn) Telex 81237 Símar 11511 & 11716 Vinsamlegast hafið samband við Norðurlandadeild félagsins, innnanhússsímar 227 (Jóhannes), 230 (Sigurður), 289 (Magnea). Vörumótttaka í Sundaskála. Opið kl. 8.00 - 16.30. Sími 27794 Leynast e.t.v. nýir vióskiptamöguleikar fyrir þig í Færeyjum? Alla leið meó EIMSKIP SIMI 27100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.