Morgunblaðið - 04.06.1981, Side 5

Morgunblaðið - 04.06.1981, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1981 5 „Hefur sérstaka þýðingu að spila hér heima44 — segir Unnur Maria Ingólfsdóttir sem leikur fiðlukonsert Tsjaikovskys á sinfóníutónleikum í kvöld „1>ETTA ER verk sem morKum er kært, og þessa stundina er mér auðvitað ekkert verk hug- leiknara. En það er viðamikið ok flókið — fiðlukonsert Tsjai- kovskys er einn lengsti fiðlu- konsert, sem hefur verið skrifaður — og til að leika svona verk á tónleikum þarf geysilega undirhúningsvinnu." sagði Unnur María Ingólfsdótt- ir fiðluleikari þegar við hittum hana að máli i gær. Hún er einleikari á síðustu tónleikum Sinfóniuhljómsveitar íslands þetta starfsárið. en tónleikarn- ir eru í Háskólabiói i kvöld. Unnur María hefur áður leikið einleik á sinfóníuhljómleikum hér heima, en hún er ein þeirra ágætu tónlistarmanna okkar Is- lendinga, sem hafa haslað sér völl úti í hinum stóra heimi, eru búsettir á erlendri grund og starfa þar að mestu leyti. Minn- isstæðir eru tónleikar hennar hjá Tónlistarfélaginu í mái í fyrra en þá lék hún geysierfiða efnisskrá og hlaut hún sem endranær einróma lof gagnrýn- enda. Nú er hún nýkomin úr tónleikaferðalagi um Sviss og Danmörku og héðan fer hún aftur áleiðis til Sviss á þriðju- daginn. „Ég er að fara á námskeið hjá Natan Millstein í Sviss, en að því loknu þarf ég að fara til London til að leika inn á plötu. Það er verk eftir mann, sem heitir Delucio, alveg nýtt. Hann heyrði mig spila í Wigmore-hall í fyrra og kom síðan og bað mig að leika fyrir sig verk inn á plötu." „Hvað tekur síðan við?“ „Ég leik líklega á einum fimm tónleikum í Sviss í vetur og trúlega fer ég þá líka í tónleika- ferð til Spánar. Einnig stefni ég að því að halda tónleika í Wigmore-hall í vetur, svo það verður nóg að gera á næstunni." „Þú hefur búið í Lundúnum undanfarin ár og átt heimili þitt þar?“ „Já, eða kannski væri réttara að segja að ég hefði þann stað sem bækistað, því að ég er mikið á ferðalagi. Ég var svo heppin að fá atvinnuleyfi í Bretlandi, sem er mjög torsótt, en ég hef verið á samningi hjá The Royal Ballet Orchestra, sem spilar í Covent Garden, og forráðamenn þeirrar hljómsveitar gátu útvegað at- vinnuleyfið." „Hvernig lætur þér að leika með hljómsveit?" „Það er góð reynsla, sem ég vildi ekki vera án, en hljómsveit- arleikur er ekki það sem ég vil helzt fást við. Ég vil heldur kenna til að drýgja tekjurnar því að það eru ekki nema frægustu stórstjörnur sem geta lifað af einleiknum einum. I London hef ég verið með nokkra einkanem- endur og kennslan á vel við mig. Það er kannski ekki skrýtið með tilliti til þess að ég kem úr kennarafjölskyldu.“ „Sérðu fram á að flytjast heim í bráðina?" „Ekki í nánustu framtíð, en ég er búin að vera erlendis í niu ár og það er langur tími. Með árunum verð ég þess æ meira vör að mig langar til að koma heim.“ „Gerirðu þér vonir um að fá hér starf við þitt hæfi?“ „Já, ég mundi halda áfram að ferðast og halda tónleika eftir því sem kostur væri og eins og ég hef gert, en þar að auki mundi ég vilja kenna. Hér er svo blómlegt tónlistarlíf og alltaf bætast viö nýir nemendur, þannig að ég sé ekki annað en að þetta ætti að geta gengið ágætlega." „Áttu eftirlætistónskáld?“ „Nei, það get ég nú varla sagt. Og þó, mér þykir alltaf vænt um að spila Bach og hann stendur mér kannski næst. En í dag er það Tsjaikovsky og í tónleika- ferðinni um daginn var ég að spila sónötu eftir Grieg. Það var tónlist sem mér þótti mikið vænt um. Þetta fer svolítið eftir því hvað maður er að fást við á hverjum tíma.“ „Hefurðu gert mikið af því að leika nútímatónlist?" „Nei, raunar heldur lítið, en ég hef hug á því að snúa mér að henni í auknum mæli á næst- unni. Mér þykir bæði gott og gaman að koma heim og að vissu leyti hefur það sérstaka þýðingu að spila þar sem maður þekkir annan hvern mann, ef svo má segja, í stað þess að spila í sölum þar sem maður þekkir annað hvort örfáa eða engan." Bankamenn segja upp samningum: Vilja fá 14,5% launahækkun SAMBAND ísl. bankamanna sagði nú fyrir síðustu mánaðamót lausum samningum sínum, er renna eiga út hinn 31. ágúst n.k. Að sögn Vil- helms G. Kristinssonar fram- kvæmdastjóra sambandsins voru um leið kynntar kröfur hanka- manna fyrir viðsemjendum, bönk- um og sparisjóðum. Megininntak krafna bankamanna sagði Vilhelm G. Kristinsson vera að fá leiðréttingu launa sem næmi rýrnun kaupmáttar árin 1978 og 1979 og fara bankamenn fram á aö fylgt verði lánskjaravísitölu, sem er sett saman úr framfærsluvísitölu og byggingavísitölu. Sagði Vilhelm bankamenn álíta að hér væri um 14,5% launahækkun að ræða. Þá er að finna í kröfunum tillögur um breytingar á launaflokkum og meðal annarra krafna má nefna að laugar- dagar verði ekki taldir með þegar orlof er reiknað og að litið verði á veikindi barna sem lögleg forföll. Ekki hafa enn komið viðbrögð frá samninganefnd banka og sparisjóða, en bankamenn leggja fram þessar kröfur með fyrirvara um hugsan- legar breytingar á þeim. Meðferðarheimilið — nafn féll niður í FRÉTT um Meðferðarheimilið á Kleifarvegi í Morgunblaðinu í gær féll niður nafn eins af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði, sem stóð að bókun um að mótmæla því að leggja Meðferðarheimilið niður. Fulltrúarnir eru þrír; Ragnar Júlí- usson, Elín Pálmadóttir og Matthías Haraldsson, auk Elínar Olafsdóttur kennarafulltrúa. í kvöld til kl. 6 föstudag. Lokað laugardag (ÍÍS) KARNABÆR I aimauwii — fUaetihæ — Aiisturstræti Laugavegi 66 — Glaesibæ — Austurstræti ?«' Simi trá skiptiboröi 8S0S5 !

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.