Morgunblaðið - 04.06.1981, Síða 10

Morgunblaðið - 04.06.1981, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1981 eftir Kristján Ingi- bergsson skipstjóra Kolbeinn á Auðnum, skrifar greiní Mbl. 12. maí sl., undir fyrirsögninni „Hagsmunir fjöld- ans“. Eftir lestur þeirrar greinar get ég ekki annað en farið fram á smápláss í Mbl. Það hefir margt verið rætt og ritað um dragnót undanfarið, sér- staklega þó af andstæðingum dragnótaveiða. Þessi grein Kol- beins er þó toppurinn, alveg ein- stök vildi ég hafa sagt. Þar er nú úr ýmsu að moða, og langar mig til að skrifa um sitt af hverju. Kolbeinn talar um lymskulegan vísindaleiðangur og er ekki annað á orðum hans að skilja en að Ólafur Björnsson hafi Hafrann- sóknastofnunina bara í vasanum eins og hún leggur sig, með öllu. Ja, mikið er vald þessa manns. En hvers vegna á ekki að rannsaka, Kolbeinn? Er Hafrannsóknastofn- unin ekki hlutlaus aðili? Það hefði ég haldið, en kannski veist þú betur. Það er rétt hjá þér, Kol- beinn, að það voru gerðar rann- sóknir á því hvernig dragnótin færi með botninn, hvernig veiðar- sínar veiðar áfram þó opnað verði fyrir dragnót. Að bera saman land sem undir vatn fer við fyrirhugaða Blónd- uvirkjun er út í hött, nema þú sért að benda smábátaeigendum á nýj- an útgerðarstað, þ.e.a.s. stöðu- vatnið sem myndaðist þar uppfrá. En nóg um það. Þú hefur eftir Einari Kristinssyni að vel megi veiða með dragnót án þess að aðrir fiskstofnar séu í hættu. Ég tek undir það, og myndi gera það alveg eins og þó enga ætti hann flökunarvélina. En svo víkur þú sögunni í Fláskarðskrikan, og nú skeður það sem ég myndi kalla fyrirbæri. Þú ferð að segja sögu af m.b. Baldri. Sjálfsagt er þessi saga þér sögð eins og fleira. En þú segir orðrétt: „Þá kom þar dragnótabátur og kastaði nótinni ofan í torfuna og fékk fullt trollið af fiski". Svo kynnir þú eiganda m.b. Baldurs í annað skipti, og grein þín varla hálfnuð. Svo heldur þú áfram: „svo þegar komið var í land var aflinn 90% skarkoli, 10% þorskur, ekkert fór framhjá vigtinni. Ekki sáu netabátsmenn neina vísinda- menn né kvikmyndavélar við þessa athöfn, en þeir hefðu viljað gefa hlutinn sinn til að þeir hefðu „Hagsmunir fjöldans“ og dragnótin í Faxaflóa færið ynni, til þess voru fengnir froskmenn, með myndavélar. Þarna var hægt loksins að sjá, en það var nú ekki nóg fyrir alla, því þeir trúðu ekki sínum eigin aug- um, enda búnir að básúna drag- nótina út sem jarðvinnslutæki. Kolbeinn, þú talar einnig um að trollað hafi verið með hraða gang- andi manns. Sjáðu til, Kolbeinn, ég vil benda þér á að nota ekki orðið trolla, við erum að ræða hér um dragnót. Hitt eru ekki ný sannindi að dregið sé með hraða gangandi manns. Það vita allir, sem hafa verið á dragnót, að það er dregið mjög hægt, þó þú viljir láta í annað skína, en það er vonandi af vanþekkingu þinni eins og fleira. En þér ratast þó satt á munn í þetta skiptið og er það vel. n,6 Þú skrifar um hagsmuni, það má lengi ræða þá. Ég hef persónulegra hagsmuna að gæta í sambandi við allar veiðar, ég er nefnilega sjómaður að atvinnu, en það verður víst ekki sagt um þá sem hæst hafa galað. Ég tel alveg víst að þessir rúmlega 200 bátaeig- endur sem þú talar um í grein þinni séu eigendur svokallaðra B báta, þ.e. ódekkaðra báta, sem stunda sjóinn í frístundum sínum. Það er ágætt út af fyrir sig en ég kalla það nú samt sport, eins og fleiri. Þú segir að á þessum bátum séu á annað þúsund manns, m.ö.o. 5 menn á bát. Já, mikið helvíti, ekki vissi ég að við værum svo margir sjómenn. Ég get nú ekki gert að því, ég bara trúi þessu ekki. Þú talar um að ekki hafi heyrst um skaðabætur talað til þessara manna, eða að ríkið kaupi bátana. Það er nú vegna þess trúi ég, að þessir bátar geta alveg stundað getað kvikmyndað þegar m.b. Baldur losaði nótina". „Ja, Kolbeinn, svo segja menn að kraftaverk gerist ekki nú á tímum. Sem sagt, Baldur kastaði dragnót en hífir upp troll fullt af þorski. Miklir töframenn eru hér á ferð, og mætti ég svona í framhjá hlaupi benda þér og þínum á að sálarrannsóknarfélagið myndi ör- ugglega taka að sér rannsókn á þessu yfirskilvitlega fyrirbæri. Og ekki er ég hissa þó karlagreyin hefði viljað gefa hlutinn sinn til að ná þessu á filmu. Margur hefði viljað gefa meira, og ekki séð eftir því. Myndin hefði örugglega hlotið meðaðsókn og varla hefðir þú látið þig vanta í bíó og jafnvel trúað þínum eigin augum. Netabáts- menn sáu enga vísindamenn, það var leitt. En skýringin er kannski sú að þetta eru ósköp venjulegir menn tilsýndar og bera ekki utan á sér neitt til auðkeningar frá öðrum mönnum til sjós, svo ein- falt er það nú. En hvað varð um fiskinn? Þú skalt nú fara að athuga þinn ógang, Kolbeinn á Auðnum. Fullt troll af fiski eru um 17—20 tonn. Þú ert með öðrum orðum að gefa í skyn að þessu hafi verið fleygt eða keyrt fram hjá vigt. Þetta er ekki svaravert, þetta er svo fjarri öllu sanni. Jæja, nóg um það í bili. Næst ferðu með lesendur norður fyrir Hraun og ennþá ertu við sama garðann, nú segir þú dragnótabáta skarka með troll, rétt einu sinni, en ekki í fiski, nei heldur í netatrossum. Ég er svo aldeilis hissa, þú ætlar sannarlega að koma því inn hjá lesendum að dragnót sé troll (botnvarpa). Árekstrar milli veiðarfæra geta komið fyrir eins og aðrir árekstr- ar, en að binda það eitthvað sérstaklega við dragnót, er alveg út í hött. Enginn gerir sér slíkt að leik, það hljóta allir að viður- kenna, hvort sem þeir eru á móti dragnót eða með enda hafa sára- litlir árekstrar orðið milli drag- nótabáta og annarra, það geta þeir borið um sem þessar veiðar hafa stundað. Um röksemdafærslu Ólafs Björnssonar ætla ég ekki að skrifa, hann um það sálfur, en þó sýnist mér nú ekki svo mikið um rök hjá þér sjálfum, Kolbeinn. Það var nú fyrir mína sjómannstíð að Flóinn var opnaður fyrst, það eru aðrir tímar nú en þá. En í sambandi við það, hvort þeir Ólafur Björnsson og Guðni Þor- steinsson, einn okkar fremsti fiski- og veiðarfærafræðingur, fari saman í „túra“ til að fitumæla kola, þá upplýsi ég Kolbein um það, að slíkt er algjör óþarfi, kolanum et landað daglega og því hæg heimatökin. Og enn vitnar þú í Ó.B. Hann segir að ekki fáist nema stórýsa í dragnótina. Þessu ætlar þú að hnekkja, Kolbeinn, og segir engan kola fást í slíka voð, hann sé svo smár. Var einhver að tala um rök? Þú ferð að bera saman togara og dragnótabáta. Ertu ekki farinn að skilja það, að það er tvennu ólíku saman að jafna. Ég vil benda þér svona í stuttu máli á muninn. Botnvarpan (trollið) er dregin mun hraðar en dragnót, (hlaupandi, maður — gangandi maður). Þess vegna er möskvinn lokaðri og þegar varpan er tekin slaknar lítið sem ekkert á möskvanum; þ.e. togarinn er á ferð. Ég veit ekki hvort til nokkurs er að lýsa þessu nánar, en drag- nótin er öllu opnari, þ.e.a.s. netið er slakara og möskvinn því opnari. Þetta er í stuttu máli munurinn og hann gerir það að verkum að smáfiskur sleppur úr dragnót enn frekar en trolli. Ég ætla ekki að tíunda það frekar, þetta er auð- skilið mál ef menn vilja. En enn einu sinni, ruglið ekki þessum tveimur ólíku veiðarfærum sam- an. Þau skrif sem fram hafa komið frá andsætðingum dragnótar, finnst mér hafa verið öfgakennd og oft hreint skítkast á þá menn, sem að þessum veiðum hafa stað- ið, og vilja hafa Flóann opin fyrir dragnót í takmarkaðan tíma á ári hverju. Hafrannsóknarstofnunin er að fullu treystandi til að hafa eftirlit með þessum veiðum, eins og öðrum. Við getum veitt van- nýttan kolastofn, og gerum það á besta og hagkvæmasta máta með dragnót. Öll skrif í þeim dúr, sem þú skrifar Kolbeinn, eru ekki neinum til gagns, ekki einu sinni málstað dragnótahatara. Annars segir þú andskoti vel sögur, og allir hafa gaman af góðum sögum. En það er eitt að segja sögur og búa til sögur, og svona til gamans má geta, því þú talar um 90% kola og 10% þorsk, þá eru hér sögur sem sagðar voru í fyrra þegar dragnótaveiðar stóðu sem hæst. Höfundarnir eru því miður ókunn- ir, en þeir mega gefa sig fram ef þeir þola dagsbirtuna. Ein sagan var á þá leið að mb. Baldur fiskaði svo mikið af ýsu að ekki var annað gerandi en að sigla með aflann inn í Njarðvík og selja hann þar á hálfvirði. Önnur saga var um rosa ýsu- fiskirí mb. Baldurs KE, en sjálf- sagt hafa allir verið orðnir saddir á ýsunni í Njarðvík, því nú sagði L.OKAÐ Á LAUGARDÖGUM Kaupmannasamtök íslands og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur beina þeim tilmælum til viöskiptavina verzlana aö gera innkaup sín tímanlega, þar sem verzlanir veröa lokaöar á laugardögum frá 1. júní til 1. sept. Kaupmannaiamtök islands, 1 QOi iOQ1 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Marargötu 2. xOt/l“iyOJL Hagamel A. Kristján Ingibergs- son svarar grein Kol- beins á Auðnum í Mbl. Kristján segir m.a.: „Sjáðu til Kolbeinn, ég vil benda þér á að nota ekki orðið trolla, við erum að ræða hér um dragnót. Hitt eru ekki ný sannindi, að dregið sé með hraða gangandi manns. Það vita allir, sem hafa verið á dragnót, að það er dregið mjög hægt, þó þú viljir láta í annað skína, en það er vonandi af van- þekkingu þinni eins og fleira.“ sagan að siglt hefði verið með aflann upp í Borgarnes, til þess að bændur og búalið mættu smakka hinn forboðna ávöxt eins og þeir sunnan heiða. Svona sögur finnst mér einkenna allan þinn málstað og þeirra sem á móti dragnót eru, en gaman væri að frétta hvernig varan hefði líkað, og hér með auglýst eftir höfundum saganna og kaupendum ýsunnar af m.b. Baldri KE 97. Og að lokum er hér ein saga frá mér sjálfum, Kolbeinn minn: M.b. Baldur var að veiðum og var að hífa inn poka af kola, þá sigldi lítill bátur framhjá. Eftir smástund kallaði stjórnandinn þessa litla báts í annan, og sagðist hafa verið að fara framhjá Baldri og hann hefði verið að taka fulla nót af ýsu. Að vísu orðaði hann þetta nú ekki alveg svo pent, það fylgdi þessum lýsingum alls konar óþverri sem ég hirði ekki um. En ég spyr, hvaða meining er í svona framkomu, 1—2 pokar af skarkola urðu að fullri nót af ýsu. Ég held bara að svona tiltæki heyri annað hvort undir heilbrigðisráðuneytið eða dómsmálaráðuneytið, nema hvort tveggja sé, að stjórnandi bátsins hafi bæði verið fullur og vitlaus. Ekki ansaði hann kalli og boði um að koma um borð og skoða aflann. Þessi saga er sönn, Kol- beinn, og er svona framkoma síst til þess fallin að auka virðingu fyrir andstæðingum dragnótar. Afli m.b. Baldurs var milli 12—13 tonn af stórýsu í fyrra, og vil ég vísa öllum söguburði af risahölum af ýsu, framhjákeyrsl- um og fisksölusiglingum beint til höfundanna. Fisksala fer frekar fram hjá þeim sem þú telur hafa allra hagsmunanna að gæta, það hefur maður séð í blöðunum, með mynd- um meira að segja, selt við borðstokkinn, en ekki sá ég mynd- ir af vigtinni né vigtarmanninum. En það er nú annað mál, og efni í annað skrif ef tilefni gefst. Ég vil bara að lokum láta í ljós þá von að við getum veitt kolann í Faxaflóa á komandi árum, til þess er dragnótin best fallin. Vonandi geta þeir sem stunda sitt frí- stundafiskerí einnig gert það áfram jafnvel undir vísindalegu eftirliti eins og við hinir. Það er nóg pláss í Flóanum fyrir okkur alla. Og að síðustu vil ég bjóða þig velkominn, Kolbeinn, um borð í m.b. Baldur KE hvar og hvenær sem þú óskar, hvort sem við verðum á dragnót eða ekki (þó vona ég það nú helst). Mér væri það sönn ánægja. Við gætum eflaust margt spjallað saman, en í guðanna bænum, haltu þig við heimatúnið þurfir þú að bera út skít. Með kveðju, 13. maí 1981. Kristján Ingibergsson, skipstjóri m.b. Baldur KE 97.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.