Morgunblaðið - 04.06.1981, Side 11

Morgunblaðið - 04.06.1981, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ1981 11 Jakob V. Hafstein, lögfr. — Fiskiræktarmál 10 Enn um sjúku laxaseiðin - Norðmenn liti í eigin barm Síðasta grein mín um fiskirækt- armál, þar sem spurst var fyrir um það, hvar sýktu laxaseiðin væri að finna í íslenzkum klak- og eldisstöðvum, hefur að vonum vakið allmikla athygli og umtal og margir fiskiræktar- og áhugamenn út um allt land rætt þessi mál við mig og hvað þau geti orðið okkur hvimleið og hættuleg, ef ekkert yrði að gert til að kveða niður slíkan orðróm, ef ósannur væri. Fiskiræktarmenn bíða nú óþreyjufullir eftir því að sjá og heyra svör sérfræðinganna, fiski- sjúkdómafræðings Fiskasjúk- dómanefndar, yfirdýralæknisins og veiðimálastjóra við spurning- um þeim, er lagðar voru fyrir þá í fyrrgreindri grein minni. Fiskiræktaryfirvöld, með land- búnaðarráðherra í fararbroddi, eru siðferðilega skyld til þess að vara fiskiræktarmenn við kaupum á sjúkum laxaseiðum til fiskirækt- ar, hvort heldur er í eldisstöðvum, ám eða vötnum, ef þau er ein- hversstaðar að finna í íslenzkum klak- og eldisstöðvum og boðin til kaups. Mál þetta snertir því ekki einungis þá aðila, er hafa hugsað sér að framleiða laxaseiði til útflutnings og arðberandi við- skipta, heldur engu síður, og kannske miklu fremur, hagsmuni landeigenda og veiðiréttareigenda svo og fiskiræktarmanna, sem leigja íslenzk veiðivötn og ár með kvöð um fiskirækt. Hér er því um margþætt hagsmunamál að ræða, er krefst skjótrar úrlausnar. Sérstakt fagnaðarefni hlýtur þó það að vera, að hin áminnsta grein mín hefur haft það þung og mikil áhrif til umhugsunar, að svo að segja í kjölfar hennar í Morgun- blaðinu bætir einn af starfs- mönnum Veiðimálastofnunarinn- ar fjölda spurninga við mínar um fiskasjúkdómamálin fyrr og síðar. Veiðimálastjóri Þór Guðjónsson hefur því nóg um að hugsa þessa dagana til að svara spurningum mínum og frænda síns og starfs- manns Einars Hannessonar, því að tæplega er hægt að ætlast til þess að Einar fari að skopast að sjálfum sér með því að svara seinna sínum eigin spurningum. EN BATNANDI ER MANNI BEZT AÐ LIFA OG ER ÞETTA ÞAKKARVERÐ FRAMFÖR HJÁ EINARI. En svo að aftur sé nú vikið að spurningunni um sjúku laxaseiðin — eftir þetta óvenjulega innskot — þá er vert að geta þess hér og nú að mér hafa borist um það upplýsingar, að hin svokallaða sárasýki (furuculosis) á laxi muni vera fyrir hendi í eldisstöðvum í Noregi og ekki síðurí sjóeldis- stöðvum en öðrum. Þessi sjúkdómur kvað vera bráðsmitandi og talið að hann geti auðveldlega borist með mönnum á milli eldisstöðva. Sjúkdómnum mun hinsvegar vera hægt að „halda niðri" og allt að því lækna með sulfafuggalyfjagjöfum, ef rétt er að farið. Ég tel það skyldu mína, í framhaldi af fyrri skrifum mínum um mál þessi, að vekja athygli á þessu opinberlega í Morgunbiað- inu og vil í þessu sambandi leyfa mér vinsamíegast að beina þeim tilmælum til Sigurðar Helgason- ar, að hann upplýsi lesendur um allan sannleika í þessu marg- umrædda seiðasjúkdómamáli. Sig- urður er að allra dómi talinn mjög grandvar, gætinn og ábyggilegur vísindamaður og því afar þýð- ingarmikið að fá umsögn hans í máli þessu. Mér er tjáð að þessa umrædda sjúkdóms hafi ekki orðið vart hér heima fyrr en eftir að viðskiptin með sjógönguseiðin hófust við Norðmenn. Ymislegt virðist mér óneitanlega benda til þess, að hinir „ágætu" frændur vorir, Norðmenn séu beinlínis að beina athyglinni um laxaseiðasjúkdóma frá eigin landi til okkar lands. Eftirmáli Vegna þess dráttar , sem á hefur orðið um birtingu þessa greinarstúfs, er rétt að taka fram eftirfarandi: Sigurður Helgason, fiskasjúk- dómafræðingur og starfsmaður Fiskasjúkdómanefndar gefur all- Stefnumarkandi fundur um heilbrigðis- og öldr- unarmál á Reykhólum Laugardaginn 9. maí 1981 var fundur haldinn um málefni aldr- aðra í Austur-Barðastrandarsýslu á Mjólkurvöllum. Um fundinn sáu þær frú Unnur Guðmundsdóttir, Stað og frú Lilja Þórarinsdóttir, Grund, og höfðu þær kaffiveitingar fyrir fundar- gesti. Séra Valdimar Hreiðarsson var fundarstjóri og Vilhjálmur Sig- 'urðsson, oddviti Reykhólahrepps, hélt stefnumarkandi framsögu- ræðu í heilsugæslu- og öldrunar- málum óg sagði að hugmyndir sínar væru byggðar á greinargerð er Þórhallur B. Ólafsson, læknir í Hveragerði, skrifaði um Reyk- hólalæknishérað. I ræðu Vilhjálms kom fram, að ef að af stofnun heilsugæslu og elliheimilis yrði, þyrfti að sjálf- sögðu að koma í Reykhóla lækn- ir. Hann sagði, að nú væri verið að endurbæta læknisbústaðinn á Reykhólum. Því má bæta hér við frá hendi fréttaritara, að það er löngu alþekkt hneykslismál hvernig heilbrigðismálayfirvöld ríkisins hafa leikið íbúa Austur-Barða- strandarsýslu, hrakið þá með lög- um frá sjálfu Alþingi á milli Hólmavíkur og Búðardals. Eftir ræðu Vilhjálms Sigurðs- sonar að dæma má ætla að reynt verði að snúa vörn í sókn. Fundartími var mjög knappur, en þó komu fram nokkrar fyrir- spurnir og eftirfarandi tillaga frá séra Valdimar Hreiðarssyni borin upp og hún samþykkt samhljóða: „Fundur um málefni aldraðra, haldinn að Reykhólum 9. maí 1981, samþykkir að beina þeim tilmæl- um til Vilhjálms Sigurðssonar, oddvita Reykhólahrepps, að hann kynni sér hvernig best verði staðið að stofnun heilsu- og elliheimilis á Reykhólum og kynni hreppsnefnd- um Austur-Barðastrandarsýslu málið með stofnun og rekstur slíkrar stofnunar í huga.“ í vetur hafa verið haldnar 2—3 kvöldvökur og einn kökubasar til ágóða fyrir byggingu dvalarheim- ilis fyrir aldraða á Reykhólum. Peningar þeir sem inn hafa komið hafa verið lagðir inn á sjóð og mun nú sjóðurinn vera farinn að nálgast eina milljón gamalla króna. Fyrir hvítasunnu munu kirkj- urnar í Garpsdal og á Reykhólum selja blóm og á ágóðinn af þeirri sölu að renna í þennan sjóð. Enginn félagsskapur hefur ver- ið myndaður um öldrunarmál hér, en áhugi virðist vera mikill, einnig hjá yngra fólkinu. Ókrýndir foringjar þessa áhugafólks eru séra Valdimar Hreiðarsson og Ingibjörg Krist- jánsdóttir, Garpsdal. ýtarlegar upplýsingar um mál þessi í grein í Morgunblaðinu hinn 2. þessa mánaðar. Og eins og hans var von og vísa eru svör hans jákvæð og í samræmi við skoðanir fjölda manna, sem af alvöru hugsá um mál þessi. Sérstakt fagnaðar- efni er sú yfirlýsing Sigurðar, að honum blöskri þá ráðstöfun að leyfa Norðmönnum að ná hér fótfestu í sóeldi á laxi. Einnig er eftirtektarvert að fá vitneskju um það úr þessari átt, að Sigurður veit ekki til þess að fiskiræktaryf- irvöld á Islandi hafi gert átak til að kveða niður orðróminn um sýkt laxaseiði. Og þá fer það ekki framhjá neinum, að Sigurður tel- ur íslenzk laxaseiði í íslenzkum klak- og eldisstöðum heilbrigð, en gefur þó í skyn að til séu eldis- stöðvar, sem ekki enn gætu fengið útflutningsleyfi á seiðum. Þetta þarf að upplýsa nánar. Loks vil ég svo benda Sigurði á eftirfarandi: Ilann ætti að ada sér upplýs- inga um það, hversvegna Þór Guðjónsson lokaði Kollafjarð- arstöðinni fyrir hinum viðkunna fiskasjúkdómafra'ðingi frá Kan- ada. dr. Evelyn 1977, sem slíkum. gaf honum aðeins kost á að skoða stöðina „sem gesti“. neitaði hon- um um sýni úr stöðinni og lokaði stöðinni fyrir fylgdarmanni Dr. Evelyns. Þessi hneykslanlega framkoma fór hljótt á sínum tíma þótt hún þá hefði átt að varða embættis- missi. En Sigurður gefur í svari sínu tilefni til þess að á þetta sé minnst. En að sjálfsögðu er Kolla- fjarðarstöðin ekki lokuð fyrir Sig- urði, sem starfsmaður Fiskasjúk- dómanefndar. Ég vil svo þakka Sigurði Helga- syni, fiskasjúkdómafræðingi fyrir skelegga og drengilega framkomu nú þegar í þessu alvarlega máli, sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Opiö til kl. MERKI SEM MARKA MÁ í kvöld til kl. 6 föstudag. Lokaö laugardag I gær Reykhólaskóla slitið, en í vetur hafa verið hér 53 nemendur í 9 bekkjardeildum. Tveir nemend- ur voru verðlaunaðir. Inga Hrefna Jónsdóttir, Mýrartungu, var hæst yfir skólann, en hún var nemandi í 9. bekk. Þorsteinn Halldórsson, Reykhólum, fékk viðurkenningu fyrir prúðmannlega framkomu og framsókn í námi. Hann er nem- andi í 8. bekk. Skólastjóri í vetur var Unnar Þór Böðvarsson, en hann og kona hans, Ragnheiður Jónsdóttir, hafa leyst skólastjórahjónin, þau Kol- brúnu Ingólfsdóttur og Hermann Jóhannsson, af hólmi þetta liðna skólaár. Einnig hverfur frá skólanum Reynir Reynisson, Hríshóli. Þessu fólki eru hér með þökkuð góð samskipti bæði frá kennurum sem eftir sitja og foreldrum barna Reykhólaskóla. Fylgja þeim hlýjar kveðjur. Sveinn Guðmundsson Innihurðir Hagstætt verð/góð greiðslukjör Biðjið um myndalista ísíma 18430 ^ Timburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTÍG 1 S. 18430 / SKEIFAN 19 S. 85244

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.