Morgunblaðið - 04.06.1981, Síða 21

Morgunblaðið - 04.06.1981, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1981 21 Npmandi við Westbury-menntaskólann í JóhannesarborK ber skólasystur sina. sem varð tára«asi óryKRÍslöKreKlunnar að bráð, meðvitundarlausa inn i skólaKarðinn. Frekari óeirðir í Suður-Afríku JóhannesarborK. 3. júní. AI*. Suður-afríkanska öryKgisIöK- reKlan notaði táragas, barefli ok hunda KeKn mótmælaKönKU menntaskólanema af ólíkum kyn- þáttum i JóhannesarborK í daK- fiO nemendur voru handteknir, en þeir voru að mótmæla handtöku stúdentaleiðtoKans Aziz Jardine fyrr i vikunni. Um 100 nemendur KenKU í KönKunni. Viðstaddir sögðu, að mörgum hefði verið misþyrmt, en tveir nemendur að minnsta kosti voru fluttir á sjúkrahús með brákaðar hendur og taugaáfall. Lögreglan henti einnig táragassprengju inn í jarðarfararfylgd, sem fór um sama hverfi Jóhannesarborgar og mótmælagangan. Atburðir þessir koma á hæla mikilla óeirða sem brutust út í borginni, í kringum 20 ára sjálf- stæðisafmæli Suður-Afríku 31. maí sl. Metverðbólga í EBElöndum Brussel. 3. júní. AP. VERÐ Á neyzluvöru ha'kkaði um 1,6% í apríl i Efnahagsbanda- lagslöndunum og það er mesta hækkun sem hefur orðið á einum mánuði í eitt ár. Verðbólgan á ári er 12.4% i öllum löndunum. Mesta hækkunin varð í Bret- landi — 2,9% — , m.a. vegna skattahækkana, en engin hækkun varð í Belgíu vegna verðstöðvunar. Verðhækkanirnar skiptust þannig eftir löndum: Grikkland 2%, Frakkland og Ítalía 1,4%, Danmörk 1,2%, Holland 1% og Vestur-Þýzkaland og Luxemborg 0,6%. Verðbóigan í Belgíu minnk- aði um 0,1% og tölur lágu ekki fyrir frá írlandi. Verðbólga veldur vaxandi áhyggjum. Jafnvel í Vestur- Þýzkalandi, þar sem hún er minnst, er verðbólgan 5,5% miðað við allt árið. Verðbólgan í öðrum EBE- löndum er sem hér segir: Holland 6,3%, Belgía 7,4%, Luxemborg 7,5%, Danmörk 11,8%, Bretland 12%, Frakkland 12,8%, Ítalía 20,2%, írland 21% og Grikkland 24,3%. Atvinnuleysi hefur aldrei verið meira í löndunum frá stríðslokum og nemur 7,5%. Því er spáð að atvinnuleysi aukizt í 9% á næsta ári. Á sama tíma hefur verðbólga minnkað í 9,7% í Bandaríkjunum og hefur ekki verið eins lítil í eitt ár. Víetnamar gera árás á hjálparstöð Peking. 3. júní. AP. VÍETNAMSKT stórskotalið hefur ráðizt á kínverska járn- brautarstöð, sem 400.000 lestir af hjálpargögnum fóru um frá Kina til Vietnam í Víetnamstríðinu. að sögn kínversku fréttastofunnar i dag. Fjórir Kínverjar særðust í þess- ari stórskotaliðsárás í Pingxiang skammt frá „Vináttuskarðinu" á landamærunum. Hlýða á tónlist á skurðarborðinu TÓNLIST hefur oft verið notuð til þess að auka afköst ha-ði manna og dýra. Einnig hefur tónlist veri notuð við endurhæf- ingu sjúkra með ágætum ár- angri. Og nú berast þær fregnir frá Vestur-Þýzkalandi. að um nokkurra ára skeið hafi þar verið gerðar tilraunir með tónlist á sjúkrahúsum. einkum í skurð- stofum. Svæfingalæknar eru þeirrar skoðunar, að tónlistin eyði versta ótta sjúklinga fyrir uppskurð og lini kvíða þeirra, og þar með megi draga úr deyfingu. Hafa sjúkl- ingarnir sjálfir valið tónlistina, sem leikin er í skurðstofunni fyrir og undir uppskurðinum, og kennir þar margra grasa, danstónlistar, popptónlistar eða klassískrar. A sjúkrahúsinu í Lúdenscheid hafa rúmlega 2.500 sjúklingar gengist undir uppskurð þar sem tónlist seytlar úr hátölurum. Leið þeim öllum vel undir uppskurðin- um og höfðu tilraunirnar engin eftirköst i för með sér. Á sjúkra- húsi í Frankfurt hafa 80 af hundraði sjúklinga, þar sem deyf- ing er staðbundin, hlustað á tón- list í stað þess að láta svæfa sig. Gátu þeir valið um eigin tónlist eða útvarpsstöðvar til að hlusta á, en þar hafa sjúklingarnir heyrn- artæki til að tónlistin trufli ekki störf skurðlæknanna og aðstoðar- fólks þeirra. Af þessum sökum hefur notkun tónlistar breiðzt út, og hafa lækn- ar með einkastofur farið inn á Utanrikisráðherra Nicaragua. Miguel dEscoto, vék sér undan þvi í dag að svara spurningum um hvort Rússar hefðu sent skriðdreka til landsins. en lagði áherzlu á rétt Nicaragua til að kaupa hergögn hvar sem væri. Aðspurður sagði hann að Nicar- agua hefði ágætt samband við Sovétríkin og óska eftir góðum samskiptum við Bandaríkin. Hann sagði að Nicaragua-stjórn þyrfti hergögn til að verja byltinguna og landið, en ekki til árása. Hann sagði að þrjár þyrlur hefðu verið pantaðar í Bandaríkj- unum, en tvær hefðu ekki verið afhentar þar sem útflutningsleyfi hefðu ekki fengizt. þessa braut og einnig tannlæknar. Á þessum stöðum er til fjöibreytt úrval af tónböndum að velja úr, en jafnframt geta sjúklingar komið með eigin tónbönd til að hlýða á við aðgerð eða meðferð. Talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytisins segir að sam- kvæmt bandarískum leyniþjón- ustuheimildum kunni sovézkir skriðdrekar að hafa verið sendir til Nicaragua auk þess sem aðrir skriðdrekar bíði sendingar á Kúbu. ERLENT Þögn um vopn í Nicaragua Vín. 3. júní. AP. TCLEX 2033 ROLFIS CABLE ADDRESS ROLFIMPEX, REYKJAVIK TELEPHONE : 06700 * emmwmww aJ(M olesale on ercíianls LAUGAVEG 178 P. O. BOX 338 REYKJAVÍK I C E L A N D 1. júní 1981 TILKYNNING TIL HJÖLBARÐAKAUPENDA það tilkynnist hér meé, aó viö höfum ákveÖió aÖ hætta viöskiptum meö BRIDGEST0NE hjólbaröa frá Japan eftir nær aldarfjóröungs árangursríkan innflutning. Jafnframt er okkur ánægja aö tilkynna, aö samkomulag hefur náöst um aö BÍLAB0RG h/f., taki viö BRIDGEST0NE umboöinu frá og meÖ 1. júní 1981. Um leiö og viö þökkum af heilum hug hinum fjölmörgu kaupendum okkar viöskiptin í gegn um árin, viljum viö eindregiö láta í ljós ósk okkar um aÖ þeir beini hjólbaröaviöskiptum sínum til BÍLAB0RGAR h/f., í framtíÖinni. Meö bestu kveÖju,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.