Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ1981 talar að við séum það í innstu hugarfylgsnum ennþá. Það er ein- mitt þess vegna sem mig langar að beina til ykkar, kæru nemendur orðum Páls postula í 1. Korintu- bréfi 1. 26—28 á þessum degi og meta þau í ljósi þeirra staðreynda er ég áður gat um. Páll postuli segir: „Því að lítið, bræður til köllunar yðar, þér eruð ekki marg- ir vitrir að manna dómi, ekki margir máttugir, ekki margir stórættaðir, heldur hefur Guð útvalið það sem heimurinn telur heimsku til þess að gjöra hinum vitru kinnroða, og Guð hefur útvalið það sem heimurinn telur veikleika til þess að gjöra hinu volduga kinnroða. Og hið ógöfuga í heiminum og hið fyrirlitna hefur Guð útvalið." I mínum huga felst í fjölbrauta- skólahugmyndinni sérstök köllun, sérstök umbreyting í íslenskum framhaldsskóla. í fyrsta sinn í sögu þjóðar okkar standa hlið við hlið í sama skóla nemendur er stunda mismunandi nám og sækja inn á ólík svið, ólíkar brautir. Hætt er að brjóta aldursárgang- inn upp í gullmenni menntaskól- ans, silfurmenni verslunarskólans og eirmcnni iðnskólans, svo tæpt sé á líkingamáli sem á rætur að rekja til ríkis sem er harla nærri á jarðkringlunni. Að sjálfsögðu búa nemendur hins nýja fjölbrauta- eftir Guómund Sveins- son, skólameistara Ég ávarpa ykkur að lokum nemendur mínir, er fengið hafið í hendur prófskírteini frá skólanum okkar Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Þessi skilríki sanna ykkur, að þið hafið náð þroska og árangri. Námsbrautir þær sem þið hafið að baki eru að sjálfsögðu misjafnlega langar, frá eins árs námsbrautum til fjögurra ára brauta. Þið komið líka frá næsta ólíkum námssviðum, svo ólíkum reyndar að kenna mætti við frá- brugðnar skólagerðir. Það breytir í engu þeirri staðreynd, að öll hafið þið sótt á brattann, klifið lærdóms- eða menntafjallið og lítið frá nýjum og hærra sjónar- hóli yfir líf ykkar, samfélag ykkar, heimsbyggð okkar allra. .Þið hafið á þeirri leið öðlast þekkingu, færni og reynslu sem á í senn að vera ykkur verðmæt sem sjálfstæðum og sérstæðum persónum og eins þátttakendum í íslensku þjóðlífi og atvinnulífi. Mitt er á þessari stundu að óska ykkur öllum til hamingju með árangur ykkar, lærdómsleit ykkar, menntaþroska. Ég geri það af heilum huga með þá ósk, að þessi stund verði ykkur heillastund, með þá einlægu bæn að blessun megi af hljóta, fögnuður og ham- ingja verða ykkar. Þið gáfuð skólanum okkar og verkefnum hans fegurstu og um- brotasömustu ár lífs ykkar. Þið gáfuð skólanum okkar ár draum- anna og fyrirheitanna. Þið gáfuð skólanum okkar ár undrunarinnar og undursins. Mætti skólinn hafa breytt framlagi ykkar miklu og björtu í auðlegð samstöðunnar, ríkidæmi framlagsins, vonarlönd er blasa við öllum þeim er ekki lifa sjálfum sér eingöngu, heldur þrá að létta öllum för og gera iífið litríkara. Minnumst hinna hvetj- andi orða Stephans G. Stephans- sonar. Ei verður ve^alaus sú vera, er hér var björð úr óm í æðra heim úr ósk um sælli jörð. II Kæru nemendur mínir. Ég vil á þessum sérstæða degi í lífi ykkar vekja athygli á viðhorfum í ís- lensku menningarlífi, sem ég tel í senn varhugaverð og hættuleg. Ég á hér einkum og sér í lagi við hið óvenjulega afbrigði lærdómshrok- ann. sem skotið hefur upp kollin- um og vakið mannfyrirlitningu sem ég hélt satt að segja við værum laus við og ætti ekki lengur hljómgrunn í íslenskri þjóðarsál. Hið gagnstæða hefur því miður komið í ljós. Hvað er það annað en lærdómshroki og mannfyrirlitning að gerast dóm- ari yfir nýgræðingum í skólastarfi og fyrstu brautryðjendum aukins frelsis og nýrra kennsluhátta? Sé það stefnan í íslensku menning- arlífi að allar nýjungar skuli fordæmdar, allt sem er öðruvísi en hið gamla gert tortryggilegt, ef ekki er hægt að meta hið nýja að fullu á mælikvarða hins forna, hvar erum við þá á vegi stödd og hvað er þá verið að segja okkur í nafni vísinda og dýrustu fræða? Það var einu sinni sagt, að við værum kristinnar trúar Islend- ingar. Sumir hafa það meira að segja fyrir satt eins og sá sem hér „Ég vil á þessum sér- stæða degi í lífi ykkar vekja athygli á viðhorf- um í íslenzku menning- arlífi, sem ég tel í senn varhugaverð og hættu- leg. Ég á hér einkum og sér í lagi við hið óvenju- lega afhrigði lærdóms- hrokann, sem skotið hef- ur upp kollinum og vakið mannfyrirlitningu, sem ég hélt satt að segja, að við værum laus við og ætti ekki lengur hljóm- grunn í íslenzkri þjóðar- sál. Hið gagnstæða hefur því miður komið í ljós.“ Þannig komst Guðmund- ur Sveinsson, skólameist- ari Fjölbrautaskólans í Breiðholti m.a. að orði í skólaslitaræðu í Bústaða- kirkju fyrir skömmu. Ræðan er birt hér í heild. Lærdómshroki - mannhelgi Fréttabréí frá Vilhjálmi á Hnausum Gíott af að gleyma búksorg- um og fásinni vetrarins 160. sýning á Ofvitanum llnausum í M<s>allandi. 1D. mai 1081. „SJALDAN viðrar sama á pálma og páskum." Þetta er gamalt spak- ma'li. en nú hefur það ekki ræst. Ekkert páskahret kom og veður- hlíða hefur verið undanfarið. Óvenju langur ótíðarkafli var hér í vetur. sem og annarsstaðar. Miklu snjóléttara var þó í Meðallandi og Alftaveri en í hinum sveitunum hér á „milli sanda" og er svo oftast. RAGNHEIÐUR Guðmundsdóttir. mez/ósópran. heldur tónleika i félagsheimilinu Leikskálum i Vik i Mýrdal fóstudagskvöld og á Undanfarið hafa bændur setið yfir skattaskýrslum. I fyrra komu ný form og áttu að vera einfaldari. Tæplega finnst mér það. Og vegna verðbólgunnar sýnist mér efnahags- yfirlitið einskis virði í því formi sem fyrirskipað er. Ekki eru burðugir sumir afurðamiðarnir frá sölufyrir- tækjum bænda. Það er sem ómögu- legt sé að hafa óskerta innleggsupp- hæð bóndans öðru megin á miðanum laugardag f kirkjunni i Höfn i Hornafirði. Undirleikari er Gróa Hreinsdóttir. og frádráttinn hinu megin. Hefur þetta reynst full erfitt fyrir skatt- stofurnar, hvað þá bónda sem á aðeins við eina skýrslu á ári. Vantar þó hvorki vélvæðingu né lærdóm en hann er kannski orðinn að Svarta- skóla og menn villast af þeim leiðum sem færar eru. Tvö þorrablót voru hér, annað á Kirkjubæjarklaustri, en hitt hér í Meðallandi. Ekki varð af þorrablóti í Skaftártungu vegna ótíðar. Menn koma lengra.að á þessar skemmtan- ir, því létt er yfir þeim og kemur fyrir að Bakkus kíkir inn á milli stafs og hurðar. En menn hafa gott af að gleyma búksorgum og fásinni vetrarins. Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps hafði Góufagnað eins og lengi hefur verið siður. Var þarna helst til tíðinda, umfram hið venjulega, að þarna -var fatasýning. Sýndar voru flíkur úr íslenskri ull, sem saumaðar voru á saumastofunni á Kirkjubæj- arklaustri, en hún var stofnuð á síðastliðnu ári. Þó ég kynni ekki að meta allar tískuflíkurnar, en þarna er saumað fyrir útflutningsfyrir- tæki, þá fannst mér flestar ágætar og sumar glæsilegar. Heyrt hef ég að handbragð þyki gott á saumastof- unni. Hafa Skaftfellingar lengi þótt verklagnir og hafi þeir einhver séreinkenni, þá eru það smiðsættirn- ar. Hlýtur slíkt einnig að erfast í kvenlegginn. Og svo slæ ég botninn í bréfið, með þá von í huga að nú komi blítt sumar eftir heldur erfiðan vetur. Vilhjálmur OFVITI Þórbergs Þórðarsonar í leikgerð Kjartans Ragnarssonar verður sýndur I 160. skipti hjá Leikfélagi Iteykjavíkur í kvöid. { frétt frá LR segir að nú hafi um 37 þúsund manns séð Ofvitann, en aðeins þrjár sýningar eru eftir i vor. Kjartan Ragnarsson er leik- stjóri og Jón Hjartarson og Emil Gunnar Guðmundsson leika hlut- verk meistarans, en alls koma 15 leikarar fram í sýningunni og fara flestir með fleiri en eitt hlutverk. Leikmynd er eftir Steinþór Sig- urðsson og tónlistina samdi Atli Heimir Sveinsson. Tónleikar í Vík og Höfn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.