Morgunblaðið - 04.06.1981, Page 25

Morgunblaðið - 04.06.1981, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1981 25 Kvöldvökurnar eru vinsælar. þar cr bruKÖiö á leik ok bryddaö upp á ýmsum atriðum. sem börnin annast sjálf. Sumarbúðir HSK skóla yfir mismunandi hæfileik- um, mismunandi áhuga, mismun- andi þroska. En eitt eiga allir nemendurnir sameiginlegt, það er miklar gafur. mikil greind, mik- • II auður í huga og höndum. Hitt er auðsætt og verkefnið er erfitt og vandasamt að skapa öllum þær aðstæður sem gera mögulegt að leysa hæfni og gáfur úr læðingi. Þá er ekki minna um vert að sérhver nemandi finni bæði sjálf- an sig og geri sér fulla grein fyrir áhugasviði sínu hvert stefna skal, hvar akurinn skal erja. Auðvitað eru fjölbrautaskólarnir ekki „fín- ir“ skólar í þeirri merkingu að þar fari fram val milli hafra og sauða, milli þeirra sem eiga ljós viskunn- ar og hinna sem enginn slíkur ljómi stafar frá. Að sjálfsögðu eru fjölbrautaskólarnir og þá alveg sérstaklega Fjölbrautaskólinn í Breiðholti ekki „góður" skóli í þeim skilningi að hann opni dyr sínar aðeins nemendum hárra einkunna og vísi hinum frá sem einhverra orsaka vegna hafa ekki glæstan einkunnaferil að baki. En trúr vill Fjölbrautaskólinn i Breiðholti vera þeirra kristnu lífshugsjón að fyrir Guði séu aliir menn jafnir, viskan sé vafasöm til aðgreiningar, mátturinn sé heldur ekki einhlítur, og ættgöfgi eigi ekki að opna eða loka leiðum. Það er jafnt kristinn sem forngrískur hugsunarháttur að sannur lær- dómur, sönn menntun og sönn menning eigi að gera einstakl- ingana hÓKværari, umburðar- lyndari. mennskari í efa sínum og undrun með mannhelgina að leið- arljósi. Þegar danski presturinn Oscar Geismar tók að rita minningabók um vin sinn og starfsbróður Kaj Munk þá lét hann þau orð falla að greina mætti hjá mönnum þrjú mismunandi aldursfyrirbæri. Eitt væri aldur dagatalsins, er segði til um hve lengi einstaklingurinn hefði lifað. Annað væri aldur lífsþróttarins, er bæri vitni þori og krafti viðkomandi. Hið þriðja fyrirbæri væri eilífðaraldurinn er gæfi hugboð um opna sál og litríka. Geismar taldi eilífðarald- ur Kaj Munks hafa verið tólf ár er hann hvarf héðan. Rithöfundurinn Kaj Munk glataði aldrei forvitni bernskunnar og umbrotum æsk- unnar. Hann var alltaf þrátt fyrir afrek og frægð stórt barn. Þannig rækti hann köllun sína. Þannig braut hann niður fordóma og talaði máli þess sannleika, sem aldrei verður í fræðum fundinn, en birtist þeim sem auðmjúkir eru, fullir trúnaðartrausts. Mætti sá vera ávinningur ykkar mestur, kæru nemendur af erfiði og ieit í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti að við forðumst lær- dómshrokann og mannfyrirlitn- inguna. en gróðursettuð hógværð- ina og mannhelgina í huga og sinni. III Kæru nemendur, er fengið hafið á þessum degi í hendur prófskírt- eini frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti að sjálfstæður náms- áfangi sé að baki, sumir að lokaáfanga sé náð, ég vil að þessi stund verði máttug í krafti afreka ykkar, verði hugljúf vegna minn- inga ykkar, verði óskastund vegna áforma ykkar og framtíðar- drauma. Eg vil því ljúka þessari ræðu með erindum úr kvæði Stephans G. Stephanssonar, Bræðrabýti. Ég les V. og VI. kafla kvæðis- ins: v. Við höllumst aö sjón, ekki sögum, oss sýnist nú örvœnt um flest. En enn mun að ákveðnum löþfum við aldarhátt þroskaðri fest að hugsa ekki í árum, en öldum að alheimta ei daglaun aö kvöldum — Því svo lengist mannsævin mest. Úr árgöngum vortíða og vetra það vitinu sjálflærðast fer aö umskapa ið besta í betra or byggja upp það farsælast er. VI. Það er ekki oflofuð samtíð en umbætt og ^ladari framtíð sú veröld er sjáandinn sér. Gangið út í birtuna og gróand- ann með eldmóð æskunnar. Ver- ið vorsins börn í draumum og dáðum. Guð blessi ykkur öll. Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti er slitið. Eins og undanfarin ár mun Héraðssambandið Skarphéðinn starfrækja sumarbúðir fyrir börn og unglinga. Sumarbúðirnr hafa oftast farið fram á Laugarvatni og ávallt verið vel sóttar og geysi- vinsælar. I ár verða sumarbúðirnar starf- ræktar á Selfossi í tengslum við nýja íþróttamiðstöð sem þar verð- ur rekin. Á Selfossi er óvenjugóð íþróttaaðstaða sem býður upp á mikla möguleika, en sumarbúðirn- ar munu fá til afnota öll íþrótta- mannvirkin auk þeirrar aðstöðu annarrar sem þörf er á til starfs- ins. Sumarbúðirnar eru ætlaðar tveimur aldurshópum, 7—11 ára og 12—14 ára, sem dveljast munu í búðunum 7 daga í senn, frá 21. júní til 5. júlí. Sumarbúðastarfið verður með líku sniði og undanfarin ár. Hóp- arnir fá fullt fæði og gistingu á staðnum ásamt venjulegu sumar- búðastarfi sem kennarar sumar- búðanna hafa þegar skipulagt og má þar nefna fjölþætta íþrótta- kennslu, leiki ýmiskonar, göngu- ferðir með náttúruskoðun ásamt suttum dags eða hálfsdagsferðum í næsta nágrenni. Ekki má svo gleyma kvöldvökunum sem alltaf reynast geysivinsælar enda fé- lagsandinn ávallt mjög góður í sumarbúðastarfi sem þessu. Héraðssambandið Skarphéðinn hefur alltaf átt mjög góðum íþróttamönnum á að skipa og hafa. margir þeirra byrjað þátttöku í íþróttum í sumarbúðunum þar sem þeir hafa fengið forsmekkinn. Aðsókn í sumarbúðirnar er þegar orðin veruleg og rétt að benda fólki á að láta innrita börnin tímanlega. (Fréttatilkynning). ÖSA Ef þú gerir hröfur um gæói f Ijósritun, en tehur fá eintöh á ári, er nýja u-bix 90 jjösritunarvélin fyrir þig U-BIX 90 notar eina tegund af dufti ftonerj. U-BIX 90 Ijósritar á allan venjulegan pappír, einnig þitt eigiö bréfsefni. U-BIX 90 skilar fyrsta afriti eftir 6 sekúntur. U-BIX 90 kostar 25.780.- SKRIFSTOFUV6LAR H.F. 4. = Hverfisgötu 33 Simi 20560 SIEMENS Vestur-þýzkur gæöa-gripur Nýja SIWAMAT þvottavélin er fyrir- feröarlítil, nett, en full- komin. Smith & Norland hf., Nóatúni 4, sími 28300. Poppe- loftþjöppur Utvegum þessar heims- þekktu loftþjöppur í öll- um stærðum og styrk- leikum, meö eöa án raf-, Bensín- eöa Diesel- mótors. SöynllgEögtuiir <§t (S<o) Vesturgötu 16, GLÆSILEGIR - STERKIR - HAGKVÆMIR Lftum bara á hurðlna: Færanleg fyrlr hægri eða vinstri opnun, frauðfyllt og niðsterk - og f atað fastra hillna og hólfa, brothættra stoða og loka eru færanlegar fernu- og flöskuhillur úr málmi og laus box fyrlr smjör, ost, egg. álegg og afganga, sem bera má beint á borð. jdi' Dönsk gæðl með VAREFAKTA, vottorðl dönsku neytendastofnunarinnar DVN um rúmmál, einangrunarglldl, kæll- svlð. frystlgetu, orkunotkun og aðra elginleika. GRAM BÝÐUR EINNIG 10 GERDIF. AF frystiskApum og FRYSTIKISTUM ^onix HATUNI 6A • SIMI 24420

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.