Morgunblaðið - 04.06.1981, Page 32

Morgunblaðið - 04.06.1981, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1981 Saltverksmiðja á Reykjanesi: Varðandi markað og flutning af urða eftir Egil Einarsson efnaverkfrœðing Þann 21. maí sl. birtist í blaðinu grein eftir Guðna Stefánsson um málefni væntanlegra saltverk- smiðju á Reykjanesi. Þann 24. maí birtist viðtal við Finnboga Kjeld forstjóra Saltsölunnar hf. um sömu málefni. I báðum þessum skrifum kemur m.a. fram gagn- rýni á, hvernig staðið hafi verið að áætlun um flutningskostnað og markað fyrir afurðir saltverk- smiðjunnar. Þar sem ég vann, ásamt öðrum, að gerð markaðs- og flutnings- kostnaðarkönnun sem starfsmað- ur Iðntæknistofnunar Islands, tel ég mér málið nokkuð skylt og vil því hér svara nokkrum af þeim fullyrðingum sem fram koma. Fyrst vil ég víkja að flutnings- kostnaði fyrir salt innanlands. í áðurnefndum skrifum kemur sú skoðun fram að undirbúnings- rannsóknir hafa verið ófullnægj- andi. Vil ég því aðeins gera grein fyrir vinnubrögðum okkar. Haft var samband við öll starf- andi skipafélög hér á landi og þau beðin að áætla flutningskostnað á salti innanlands. Var þeim sent bréf þess efnis, þar sem gerð var grein fyrir dreifingu saltflutninga eftir árstíma og þeim forsendum, sem gengið var út frá. Var t.d. reiknað með að Iestunarhraðinn gæti verið um 200 tonn/klst. og losun færi fram með krabba, sem afkstaði um 100 tonn/klst. Auk þess var reiknað með losun á 5—10 höfnum allt í kringum landið, og miðað við 1500—2500 DWT skip. Flest skipafélaganna brugðust vel við þessari beiðni og fengust uppgefnar kostnaðartölur frá 7.000—10.000 gkr./tonn að meðaltali fyrir allt landið eða 17,4—24,8 $/tonn (gengi feb. 1980). Tölur þessar eru miðaðar við flutningskostnað án útskipunar- eða uppskipunarkostnaðar. Miðað við að hægt væri að ná góðum afköstum í lestun og losun skip- anna var tekin til viðmiðunar lægri talan, 7.000 gkr./tonn (17,4 $/tonn). Til samanburðar má geta þess að meðalflutningskostnaður á sementi árið 1979 var 15 $/tonn skv. upplýsingum Sementsverk- smiðju ríkisins, og eru þeir flutn- ingar sambærilegir við saltflutn- inga hvað fjölda hafna og afköst snertir. í töflu 1 er sýndur sund- urliðaður flutnings- og geymslu- kostnaður á salti út á land. Um er að ræða ca. 32.500 tonn á ári, sem flutt yrðu með skipum. Til samanburðar má geta þess að flutningskostnaður á salti frá Spáni var á sama tíma um 41 $/tonn, en þá var heildarverð frá skipshlið um 69,4 $/tonn. Þegar um er að ræða svæðið næst saltverksmiðjunni yrði að sjálfsögðu mun hagstæðara að flytja saltið með bílum. í því tilfelli yrði saltið flutt beint úr saltgeymslu við verksmiðjuna. í áætlun Iðntæknistofnunar var annars vegar miðað við ákveðna upphæð fyrir hvert tonn, km (byggt á upplýsingum starfandi flutningsaðila). Hins vegar var áætlaður kostnaður við rekstur eigin bíla til þessara flutninga og var niðurstaðan mjög áþekk þeirri fyrri. í töflu 2 er gerð grein fyrir flutningskostnaði með bílum suð- vestanlands. (Miðað við 72 gkr./ tonn, km=0,18 $/tonn, km). Skv. upplýsingum vörubílastöðvarinn- ar Þróttar kostar hvert tonn, km í dag að meðaltali um 1,05 kr. eða um 0,15 $. Meðal geymslu- og /lutnings- kostnaður á þessu svæði er því um 17,3 $/tonn. Þegar þessar tölur eru bornar saman við flutningskostn- að frá Spáni (41 $/tonn) sést hversu fráleitar þær fullyrðingar eru að flutningskostnaður með bílum innanlands sé allt að því þrefaldur á við flutningskostnað saltsins frá Spáni. Ég held ekki að salt yrði flutt með bílum til Hornafjarðar nema í neyðartil- felli, og Þorlákshöfn er í flokki þeirra staða í töflu 2, sem fjærst eru verksmiðjunni, en þetta eru þeir staðir, sem þeir félagar nefna sem dæmi um dýran flutning. En a.m.k. 15.000 tonn yrðu flutt til staða sem eru að meðaltali 30 km frá verksmiðjunni og með flutn- ingskostnað sem er brot af flutn- ingskostnaði innflutta saltsins. Af framansögðu er ljóst að þær fullyrðingar, að flutningskostnað- ur innanlands verði meiri en flutningskostnaður frá Spáni, fá ekki staðist, hvort sem um er að ræða land- eða sjóflutninga. Að vísu eru saltfiutningar frá Spáni tengdir saltfiskflutningum þangað og á því segja að hagstæðara sér fyrir flutningsaðilann að selja saltið á lægra verði en nú heldur en að sigla með tómt skip heim. En í öllu falli verður hann að lesta saltið á Spáni og dreifa því á ýmsa staði landsins, þannig að viðbót- arkostnaður vegna saltflutn- inganna er alltaf allmikill. Svo er sá möguleiki að sjálf- sögðu fyrir hendi að skipin geti tekið annan farm heim heldur en salt. Þegar tekið er tillit til þess að flutningar til landsins er miklu meiri en frá landinu, er þessi möguleiki ekki fráleitur. í grein sinni minnist Guðni á aukaafurðir verksmiðjunnar, en þær eru aðallega tvær, þ.e. kalsí- umklórið (Cacl2) og kalíumklóríð (KCl). Kalsíumklóríð er fast efni, sem notað er í auknum mæli og má nefna sem dæmi eftirfarandi notkunarsvið: 1) Rykbindiefni á malarvegum. 2) Til að bræða snjó á vegum. 3) í kæli- og frystikerfi. 4) Til þurrkunar á lífrænum efn- um í efnaiðnaði. 5) I borvökva við olíuborun o.fl. Verð á kalsíumklóríði hefur hækkað ört síðustu árin, m.a. vegna aukinnar eftirspurnar og hækkaðs orkuveðs. Stærstu fram- leiðendur efnisins eru sódaverk- smiðjur, sem vinna kalsíumklóríð úr vatnsupplausn, sem verður til við sódaframleiðsluna. Aðeins hluti af þessari upplausn er nýtt- ur, þar sem kostnaður er mikill við að eima burtu vatnið. Hér er því ekki um að ræða úrgangsefni, sem hægt er að nýta beint, heldur má líta á það frekar sem óunnið hráefni. Framleiðsla á kalsíum- klóríði fylgir því nokkurn veginn framboði og eftirspurn hverju sinni. I könnun Iðntæknistofnunar á markaði fyrir kalsíumklóríð kom í ljós að markaður er fyrir hendi í Evrópu og N-Ameríku fyrir þau 14.000 tonn, sem áætlað var að framleiða í 60.000 tonna saltverksmiðju. Markaðshlutdeild okkar í vænlegustu markaðslönd- um yrði í kringum 10% í byrjun og þá lítil hætta á undirboðum (,dumping“) annarra framleið- enda. Annað atriði ber að nefna. Sódaverksmiðjur í Evrópu eiga nú í vök að verjast vegna innflutts sóda frá m.a. N-Ameríku, sem finnst þar hreinn í miklum nám- um. Verði þær að loka vegna Egill Einarsson „Svo er sá möguleiki að sjálfsögðu fyrir hendi að skipin geti tekið annan farm heim heldur en salt. Þegar tekið er tillit til þess að flutningar til landsins er miklu meiri en frá landinu, er þessi möguleiki ekki fráleitur.“ harðrar samkeppni opnast mikill viðbótarmarkaður fyrir kalsí- umklóríð. (í Bandaríkjunum hafa 2 stórar sódaverksmiðjur lokað af þessum ástæðum). Þess má geta að framleiðsla á aukaafurðini kalíumklóríði sam- svarar nokkurn veginn þörf Áburðarverksmiðju ríkisins á þess uefni, og ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að Áburðarverksmiðjan kaupi mestalla eða alla fram- leiðslu verksmiðjunnar, ef verð og gæði eru sambærileg við innflutt efni. Guðni telur flutningskostnað á kalsíumklóríði allt of lágt áætlað- an, og mælist til að haft verði samband við skipafélög um þetta efni. Okkar upplýsingar koma einmitt allar frá íslenskum skipa- félögum, og tel ég ekki ástæðu til að rengja þær. Flutningskostnað- urinn er áætlaður 20—25 $/tonn (mars—apríl ’80) og er þar miðað við FlOS-skilmála, þar sem hvorki er innifalinn útskipunar- eða upp- skipunarkostnaður. í áætlun um saltverksmiðju er svo að sjálf- sögðu bætt við út- og uppskipun- arkostnaði. Að lokum vil ég nefna eftirfar- andi. Salt er að vissu leyti grund- vallarefni í efnaiðnaði. Má nefna að úr salti er unnin klór og vítissódi (auk natríumklórats). Klór er undirstöðuefni t.d. við framleiðslu plastefna og ýmissa lífrænna upplausnarefna. Fram- leiðsla á magnesíum á íslandi, sem komið hefur til tals, mun þarfnast tuga þúsunda tonna af salti á ári. Þótt flytja mætti inn salt til þessara nota er visst hagræði að nábýli við saltverk- smiðju, auk þess sem hreinleiki íslenska saltsins gæti riðið bagga- muninn. Bygging saltverksmiðju gæti einnig orðið lyftistöng undir tækniþekkingu á íslandi, þar sem kæmi til kasta íslenskra tækni- manna að hanna og byggja verk- smiðjuna. Virðingarfýllst, Egill Einarsson, efnaverkfræðingur, Iðntæknistofnun íslands. Tafia 1. Yfirlit yfir geymslu- og flutningskostnað á salti með skipum (miðað við verðlag feb. ’80). Kostnaöarhluti gkr./tonn $/tonn Akstur art höfn. Kcymslukostn. og útskipun 4.854 12.0 FlutninKur m/skipum 7.000 17,4 11.854 29,4 Tafla 2. Flutningskostnaður á salti með bilum um suðvesturland. (Verðlag feb. '81). Flutnings- svæði Mertal- flutnings- vegalengd (km) Heildar- magn (tonn) Mertal- flutnings- kostnartur per tonn Geymslu- og hleðslu- kostnaður per tonn Samt. Reykjanes Artrir staðir 30 15.000 gkr. 2.160 líkr. 3.232 Kkr. 5.392 (13,4$) á surtvestur- landi 117 5.050 gkr. 8.424 gkr. 3.232 gkr. 11.656 (28,9$) Sigríður Sveinbjamar- dóttir Minningarorð Fædd 31. ágúst 1907. Dáin 29. maí 1981. Föstudaginn 29. maí að kvöldi dags lézt Sigríður Sveinbjarnar- dóttir á Landakotsspítala eftir skamma, en erfiða baráttu. Með henni er til moldar hnigin reynzlurík, sterk og göfug per- sóna. Næstelzt var hún 5 systkina. Hið elzta þeirra Guðrún, er enn á lífi, en látin eru Baldvin Kristján apótekari og yngri systurnar tvær, Guðrún Vigdís og María. Sigríður var fædd að Geirseyri við Patreksfjörð, dóttir hjónanna Vígdísar Markúsdóttur, kaup- manns og útgerðarmanns þar, og Sveinbjörns Sveinssonar kaup- manns frá Hvilft í Önundarfirði. Hann féll frá, þegar börnin voru öll í bernsku. Það voru erfið ár ungri ekkju, að framfleyta svo stórum barnahópi á ómagaaldri. En þar sem vilji, traust og trú haidast í hendur, er mörgu Grett- istakinu lyft og það gerðist hér. Um ellefu ára aldur býður frænka hennar, Guðrún Ragúels og maður hennar Jóhann Ragúels, kaupmaður á Akureyri, Sigríði og eldri systur hennar að koma til dvalar til sín á Akureyri. Var það boð þakksamlega þegið, og uxu þær þar úr grasi. Árið 1930 giftist Sigríður val- menninu Sveinbirni Lárussyni, bifreiðarstjóra og síðar pípulagn- ingarmeistara, en hann er látinn fyrir allmörgum árum. Var sam- búð þeirra alla tíð hin ástúðleg- asta. En einn stór skuggi hvíldi yfir lífi þeirra. Fimm börn eignuð- ust þau, en engu þeirra varð lífs auðið. Þetta mikla mótlæti báru þau eins og hetjum sæmir, tengdi þau traustari böndum og leiddi til aukins þroska. Fyrir rúmum 20 árum fluttu þau hjónin til Reykjavíkur, þar sem maður hennar vann við Áburðarverksmiðju ríkisins, unz hann lézt, en hún vann í lyfjabúð bróður síns, þar til um sl. áramót. Sigríður var vinnuglöð, sam- vizkusöm og ötul til allra starfa, enda eftirsótt af þeim, er til þekktu. Ekki fór hún varhluta af sjúkdómum hin síðari árin, en þrautir sínar allar bar hún af þeim einstaka kjarki og hug- dirfsku, sem henni var í blóð borin. Sá, sem þessar línur ritar, er elztur tíu systkina, náskyldra Sig- ríði, er öll sóttu Menntaskólann á Akureyri. Þegar á bjátaði og erfitt var í ári, eða á aðstoð þurfti að halda, stóð heimili Sigríðar og hennar manns ávallt opið og veitti þáð sem þurfti. Aldrei verður það fulllaunað, en dýpstu þakkir skulu nú frambornar. Göfug sál er horfin úr hismi þessa heims. Blessunaróskir og fyrirbænir fylgja henni til nýrra vistarvera. Sveinbjörn Finnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.