Morgunblaðið - 04.06.1981, Síða 40

Morgunblaðið - 04.06.1981, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1981 mm/m „ÖETUM V»Ð FEMGiÐ SKEIFUNA OKKAR AFTUR ?* Ast er... ... ad láta hverjum de</i metjja sínar þjánini/ar. TM Rm U.S. Pat. Off.-all rlghís rasarveC • 1980 Los Angales Tlmas Syndicate Ég varð aA taka hoimavinnu. KjothúðinKurinn >?otur hcitið hvað sem vera skal á matseðlin- um ok þaA er þó alltaf mikill kostur! HÖGNI HREKKVÍSI „ HANN HfFl/R S'tRSTAKT l\b ’A VONOUM LflKMOMNl/M . ’ ‘i ■ 'é ‘ \ , í J j i Frumherjar keflviskrar byggðarsögu: Eiga skilið að sagan um verk þeirra sé skrifuð Skúii MaKnússon, Keflavík, skrifar 20. maí: „Ágæti Velvakandi! Undanfarið hefur mjög tíðkast, að skrifaðar hafa verið bækur um sögu einstakra sveitarfélaga á Islandi. Sérstaklega hafa ýmis afmæli komið slíkum verkum af stað. Rit þessi eru þó eins misjöfn að gæðum og þau eru mörg. Hefur töluvert skort á, að frágangur sumra þeirra sé þannig, að þau komi að fullum notum sem heim- ildarrit fyrir fræðimenn og al- menna lesendur. Skipulag og málfar verks hlýtur að vega hér þyngst á metum, og sjálfsagt er að sníða slík verk að þörfum lesenda, ekki síður en fræðimanna. Akureyrarsaga og Reykjavíkursaga Ein fyrsta þéttbýlissaga, sem rituð var á íslandi, er Akureyrar- saga Klemenzar Jónssonar, en hún nær fram til ársins 1905. Kom þó ekki út fyrr en um fjörutíu árum seinna. Klemenz ritaði líka Reykjavíkursögu í tveimur bind- um (1929). Ýmislegt skýtur þar skökku um upphaf þorpsmyndun- ar í Reykjavík ef bornar eru saman hugmyndir Klemenzar við niðurstöður seinni tíma fræði- manna, sem eru trúlega réttari. Til dæmis ástæður fyrir staðar- vali Skúla iandfógeta fyrir iðnaðarstofnanir sínar. Á þessu sviði bíður mikið verk Ein er sú kaupstaðarsaga sem furðu hljótt hefur verið um, en það er Saga Hafnarfjarðar eftir Sigurð Skúlason. Hún kom út 1933. Gegnir það nokkurri furðu hve hljótt hefur verið um þá ágætu bók, vegna þess, að þar eru birtar ýmsar niðurstöður frum- rannsókna um verslun Þjóðverja við Faxaflóa. Sigurður kannaði í því sambandi þýsk skjalasöfn, en fram að þessu hafa íslenskir fræðimenn furðu lítið sinnt ís- landssiglingum og verslun Þjóð- verja á 15. og 16. öld. Meðal athyglisverðra rita um þéttbýli á íslandi má nefna Sögu Sauðárkróks í þremur bindum, eftir Kristmund á Sjávarborg, og Eskju I—II eftir Einar Braga. Hafa höfundar lagt mikla alúð í þessi verk, og ber frágangur þeirra það með sér. Ljóst er, að á þessu sviði bíður mikið verk íslenskra fræðimanna Skúli Magnússon á næstu áratugum, sem eiga ef til vill eftir að varpa nýju ljósi á sögu byggðaþróunar í landinu. Ættu skilið að birt- ast í bókarformi Árið 1946 hóf Marta Vaigerður Jónsdóttir að skrifa greinar í mánaðarblaðið Faxa um keflvíska sögu og mannlíf. Því starfi hélt hún áfram til æviloka 1968, en einkum á árunum 1955—1967. Fjalla greinar Mörtu um fólkið í Keflavík á nítjándu og fyrri hluta tuttugustu aldar. Er þar víðast getið ætta og fylgja oft merkar frásagnir, sem hvergi eru til annars staðar. Til grundvallar lagði Marta sóknarmannatöl frá æskuárum sínum, og húsvitjaði þannig flest hús í þorpinu um sl. aldamót. Fleira skrifaði Marta í Faxa, m.a. ýmsa þætti um Suður- nesjamenn, ættir þeirra og afkom- endur. Með störfum sínum varð Marta einna fyrst til að ryðja brautina að ritun á kefivískri sögu. Ættu því greinar hennar skilið að birt- ast í bókarformi, þar sem þær eru ekki síður forvitnilegar fyrir utan- héraðsmenn. Ritun Keflavíkursögu ekki síður brýn nú Árið 1969 ákvað bæjarstjórn Keflavíkur að láta rita sögu kaup- staðarins, og skipaði þriggja manna nefnd til að annast verkið. Nefndin kannaði möguleika á að ráða mann til starfs, en ekki varð úr að verkið kæmi. Nauðsyn á ritun Keflavíkursögu er þó ekki síður brýn nú en á tuttugu ára kaupstaðarafmælinu 1969. Könnun á heimildum um Kefla- vík hlýtur að vera mjög tímafrekt verk, þar sem á mörgum sviðum er um algjöra frumvinnsiu að ræða. Meginhluti sögunnar hefur því verið hulinn mönnum, en er luktur í skjalageymslu safna utan lands og innan. Til dæmis skortir enn mjög á að heildarmynd hafi feng- ist á upphafi þéttbýlismyndunar á árunum 1790—1840. En það er vafalaust eitt merkiiegasta tíma- bil keflvískrar sögu. Tengist það mjög sögu Reykjavíkur. Um frum- býlisár Keflavíkur skortir einnig vitneskju, sérstaklega um bændur og búskaparhætti þeirra. Um þróun vélbátaútgerðar hefur fátt eitt verið skrifað, og ekkert heild- aryfirlit. En þar er mikil saga, sem er burðarás að byggðaþróun Afganskir uppreisnarmenn í Pakistan: „Afganarnir sem flúið hafa land sitt, vilja auðvitað vopn, en ekki þurfa að bíða aðgerðarlausir þar til landráðamanninum Karmal og Rússum tekst að brjóta alla andspyrnu á bak aftur, þvi að þeir vita að þá fyrst yrði ólifandi í landinu." Enginn vill þetta sér og sínum til handa Ilúsmóðir skrifar: „Það er langt síðan ég hef óskað þess, að þegar nokkrir kommún- istar bjóða Rússum að koma og hjálpa þeim til þess að setja kúgunarhnapphelduna á þjóð sína, að þá geti almenningur keypt sér vopn og varið sitt þjóðskipulag, eins og þegar maður er að kaupa sér fisk í soðið. Fisksalinn selur hverjum sem er. Og eins á það að vera með vopn, svo að hver og einn geti varið frelsi sitt og líf og ekki þurfi að spyrja einhverja stórþjóð að því. Mikill meirihluti fólks vill fullt frelsi til að lifa, en ekki þurfa að lúta valdi sem skammtar allt, hvort sem það er matur eða smekkur á list. Vita að þá fyrst yrði ólifandi í landinu Afganarnir sem flúið hafa land sitt, vilja auðvitað vopn, en ekki þurfa að bíða aðgerðalausir þar til landráðamanninum Karmal og Rússum tekst að brjóta alla and- spyrnu á bak aftur, því að þeir vita að þá fyrst yrði ólifandi í landinu. Það væri fróðlegt að fá að vita, ef einhver er lifandi í Angóla eða Mósambik og man nýlendu- stjórnina, hvort almenningur lifir betri lífi nú en á dögum Portúgal- anna. Eins og að skúra eldhúsgólfið sitt Það er hart að þurfa að horfa upp á það, að þar sem kommúnist- ar ráða, þar eru lífskjörin verri en á dögum nýlenduherranna, en þetta er bláköld staðreynd. Það var ekki „kommúnistískt frelsi" sem Jón Sigurðsson barðist fyrir okkur til handa, Ólafur R. Gríms- son, enda ekki sagt um hann, eins og Karl Marx, að hann væri grautarhaus og fullur af hatri. Heimurinn þarfnast í dag einskis meira heldur en hlutlausra vopna- sala og enginn utanaðkomandi öfl eiga þar nærri að koma, eins og enginn ætti að hafa vald til þess að segja hvað mikið ég eigi að kaupa í matinn og hvað ég eigi að lesa. Meirihlutinn á alltaf að ráða, og þá er hægt að þurrka út vald kommúnismans og hreinsa óvær- una af veröldinni, alveg eins og að skúra eldhúsgólfið sitt. Lög eftirhermunnar eru lög óttans Það er ekki hægt að lifa við óttann við fangabúðirnar og geð- veikrahælin, því að þá verður lífið eins og hinn heimsfrægi rithöf- undur André Gide segir: „Allir taka sér yfirmann sinn til fyrir- myndar. Það má lesa meira í örlögum mannsins en enginn vog- ar sér að fletta við blaðinu. Lög eftirhermunnar eru lög óttans. Þetta er lífið í kommúnistaríkj- um.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.