Morgunblaðið - 04.06.1981, Side 43

Morgunblaðið - 04.06.1981, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1981 43 Samningar Bayern og Standard: Er vonandi að smella saman' - sagði Ásgeir Sigurvinsson í gær „FUNDURINN tók allt aðra steínu en bjóst við og éj? held að það sé óhætt að segja að þetta sé að smella saman. Ef allt fer að óskum verður vonandi gengið frá félagaskiptum i næstu viku.” sagði knattspyrnu- knapinn Asgeir Sigurvinsson í samtali við Mbl. í gær. • Ásjfeir Sijíurvinsson er vongóður um að samningar takist á milli Standard og Bayern. Islandsmet í spjótkasti Ásgeir var þá kominn til Liege frá Briissel, þar sem hann átti leynilegan fund með Ule Höeness framkvæmdastjóra Bayern Miinchen og Petit, framkvæmda- stjóra Standard Liege. Fyrir fund- inn var Ásgeir fremur svartsýnn enda hafði Petit margsinis lýst því yfir að hann vildi ekki selja Ásgeir til Bayern. „Við áttum tveggja tíma fund í Briissel og satt að segja kom það mér á óvart hve Petit var jákvæð- ur. Hann og Höeness eru langt komnir í samningagerðinni og verður næsta skrefið það að þeir bera málið undir stjórnir beggja félaganna. Ef útkoman úr því verður jákvæð verður endanlega gengið frá félagaskiptunum í næstu viku, annað hvort í Munch- en eða Liege. Eg er mjög ánægður hvernig málin hafa þróast,“ sagði Ásgeir og var að vonum mjög hress í bragði. Þótt fundurinn í Brússel hafi verið leynilegur höfðu margir fréttamenn spurnir af honum og í gær linnti ekki símhringindum til Ásgeirs frá blöðum í Belgíu og Þýzkalandi. Þegar Mbl. hringdi til Ásgeirs, hafði hann t.d. nýlega talað við blaðamann Bild Zeitung í Þýzkalandi. „Nú er ekki annað fyrir mig að gera en gleyma þessu máli í bili og snúa mér að bikarúrslitaleiknum gegn Lokeren á sunnudaginn," sagði Ásgeir. Hann æfði í gær en átti frí í dag. Á föstudag og laugardag verða léttar æfingar en liðið mun dvelja á móteli frá föstudegi til sunnudags. Eins og margoft hefur komið fram í frétt- um mætast þeir Ásgeir Sigur- vinsson og Arnór Guðjohnsen í bikarúrslitunum svo að leikurinn verður sannkallaður Islendinga- slagur. _ SS „ÉG ER að sjálfsögðu í sjöunda himni. Þetta kom mér á óvart. því ég cr eiginlega ennþá á „þungu" prógrammi, og tak- markið var að kasta rétt yíir 44 metra. Þetta eykur mér von og takmarkið er að kasta yfir 50 metra í sumar." sagði íris Grön- feldt frjálsiþróttakona úr Borg- arnesi í samtali við Morgunblað- ið í fyrrakvöld. en stundu fyrr hafði hún sett nýtt og glæsilogt íslandsmet í spjótkasti. kastað 47 metra slétta og því bætt ís- landsmctið um hálfan metra. íris sagði, að keppnin hefði ekki byrjað vel, en í þriðja kasti fór hins vegar að ganga betur og kastaði hún þá rúma 44 metra. I fjórðu umferð kastaði hún svo rétt rúma 46 metra og metkastið kom í Skuldbundnir til aö gangastund- ir lyfjapróf „Sambandsstjórnarfundur ÍSÍ sem haldinn var 16. maí 1981. samþykkti að allir keppcndur á vegum sérsambanda ÍSÍ séu skuldbundnir til að gangast und- ir lyfjapróf. sem ISÍ kann að ákveða. Jafnframt samþykkti sam- handsstjórnarfundur reglur til bráðabirgða um tilgang og fram- kvæmd lyfjaprófs. sem gilda skulu. þar til næsta þing ISÍ kemur saman." Arsþing HSI Ársþing HSÍ verður haidið um helgina í húsi Slysavarnafélags tslands, Grandagarði 14. Þingið hefst föstudaginn 5. júní, kl. 20.00. en á laugardag hefst fund- ur kl. 13.00. Engin stórmál, umfram venju, liggja fyrir þinginu, en Reglugerð HSI um handknattleiksmót verð- ur til verulegrar umfjöllunar. Eru ýmis atriði varðandi íslandsmót innanhúss og bikarkeppni tekin til meðferðar, má þar nefna: tekju- skiptingu, úrslit í riðlum og flokk- um o.s.frv., en auk þess verður þingið að ákveða hvernig þátttak- andi í IHF-keppninni skal valinn. Dómaramál ber að sjálfsögðu nokkuð hátt, enda ástand þeirra mála óviðunandi. Aðildarfélögum HSÍ er bent á að þátttöku ti lky n n i ngar fyrir Bik- arkeppni HSÍ og Islandsmót inn- anhúss 1981-82 skulu berast eigi síðar en á fyrri degi þingsins, 5. júní næstkomandi. Jafnframt skal gengið frá greiðslu á þátttöku og dómaragjöldum. sjöttu og síðustu umferð. Metið setti hún á innanfélagsmóti UMSB í Borgarnesi. Margir ungir og efnilegir íþróttamenn kepptu á mótinu, og sagði Iris einstaka veðurblíðu líklegast hafa ýtt undir árangurinn, en margir settu per- sónuleg met á mótinu. Þannig stökk 17 ára piltur úr Borgarnesi, Hafsteinn Þórisson, 1,91 metra í hástökki, sem er gott miðað við það að stökkva varð af grasi, þar sem atrennubrautir úr möl eru enn slæmar eftir vetur- Belgiskur unglingalands- liðsmaður í stjörnuleikinn ENN IIEFUR bæst liðsauki í stjörnulið það sem ma tir Val á Laugardalsvcllinum 17. júni na-stkomandi. Er það belgiski unglingalandsliðsmaðurinn Marc Verbruggen, sém leikur með Lokeren og kemur með Arnóri Guðjohnsen. Verbrugg- en er vinstri bakvörður og þykir vera með efnilegri knattspyrnumönnum Belgíu um þessar mundir. Þá er stjörnuliðshópurinn orð- inn æði mikill og harðsnúinn, en ef við rifjum snöggvast upp hvaða leikmenn eru þegar ör- uggir, þá eru það Janus Guð- laugsson frá Fortuna Köln ásamt félögum sínum Jupp Pauli og Flemming Nielsen, Ásgeir Sigurvinsson frá Standard Liege ásamt Dardenne og Simon Ta- hamata, Magnús Bergs og Atli Eðvaldsson frá Borussia Dort- mund ásamt einhverjum mið- vallarleikmanni þess félags. Þá bendir flest til þess að Teitur Þórðarson og Albert Guð- mundsson mæti til leiks, óvíst með Pétur Pétursson, en það skýrist þegar félagaskipti hans eru um garð gengin. Leikurinn verður sem fyrr segir miðvikudaginn 17. júní á Laugardalsvellinum og hefst hann klukkan 18.30. Klukku- stund fyrr, eða klukkan 17.30 hefst hins vegar skemmti- dagskrá og koma þar meðal annars fram nokkrar hljóm- sveitir. Þess má svo geta að lokum, að varamarkvörður stjörnuliðsins verður enginn annar en Sigurður Dagsson. —gg- KR — Breiðablik Laugardalsvöllur kl. 20 í kvöld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.