Morgunblaðið - 17.06.1981, Qupperneq 10
58
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981
Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri svarar spurningum lesenda um garðyrkjumál
spurt og svarad
Lesendaþjonusta
Ræktun
kærleiksblóms
í hjarta
b. GuAmundsson, Reykjavík,
hringdi og óskaði svars við því
hvernig ætti að rækta kærleiks-
blóm í hjarta?
SVAR:
Þótt auðheyrilega sé spurt af
gamansemi, þykir mér ástæðu-
laust að skorast undan þessari
spurningu fremur en þeim er
varða ræktun blóma í moldar-
beði. Flestir munu geta orðið
sammála um að sá sem aldrei
sáir nýtur aldrei uppskeru eigin
verðieika og allur vandinn við
ræktun kærleiksblómsins er sá
að hafa ráð á hinu eina sanna
sáðkorni.
Á ad grafa
á fast?
Árni Kristjánsson, Logalandi
7, hringdi og spurði hvort grafa
þyrfti á fast þegar setja ætti
hollur meðfram garði þ.e.a.s. í
hallandi brekku eða á stalla í
lóð?
SVAR:
Ef um venjulegan halla er að
ræða ætti að vera fullnægjandi
að leggja hellur á mold án þess
að treysta undirstöðu og jafnvel
sjálfsagt að gróðursetja stein-
brjóta, hnoðra eða aðrar fjölær-
ar jurtir í glufur á milli þeirra.
Hallinn þarf þá helst að vera
sem næst einn á móti einum. Sé
um vegghleðslu að ræða verður
að tryggja undirstöðuna með því
að púppa eða sandfylla niður
fyrir venjulega frostdýpt og
setja grófa möl innan við hleðsl-
una til að fyrirbyggja að mold
sprengi ekki vegginn fram í
frostum.
Maökur á
brekkuvíði
bór Guðmundsson, Rauða-
hjalla 7, Kópavogi, hringdi og
spurði hvernig maður ætti að
MORGUNBLAÐSINS
bregðast við maðkinum í
brekkuvíði, og hvernig ætti að
eitra fyrir hann. Þór vildi einnig
vita hvers vegna blöðin gulna
þegar úðað hefur verið á brekku-
víðinn?
Að lokum vill hann fá vit-
neskju um gljávíði þ.e.a.s. hvort
klippa megi hann snemma á
vorin vegna kulda.
SVAR:
Nokkuð hefur áður verið fjall-
að um varnir gegn maðki og
lúsum og vísast til svars 12. og
13. júní enda virðist fyrirspyrj-
andi hafa nokkra reynslu af
úðun með skordýraeitri, því fyrir
kemur að það geti valdið skaða á
laufblöðum sé styrkleikablöndun
þess önnur en gefin hefur verið
upp af framleiðsluaðilum. Eink-
um er hætta á blaðsviðnun sé
sprautað eftir langvarandi
þurrviðri og í sterku sólskini.
Gljávíði hættir fyrst og fremst
við kali þegar kemur fram á
útmánuði og því er eðlilegast að
klippa hann til um það leyti sem
annar gróður er að laufgast.
Annars er í þessu sambandi
ástæða til að vekja athygli á
þeirri staðreynd að gljávíðir
getur orðið ljómandi fallegt og
hávaxið tré og upphaflega var
hann ræktaður þannig hér á
landi.
Eitt af elstu trjám í Reykjavík
sem enn lifir er einmitt gljávíðir
(gróðursettur 1884). Sá gljávíðir
sem komin er út af þessum elstu
trjám, kelur hér mjög sjaldan,
en hinsvegar er það stofninn
sem fluttur var inn 1947 og '48
og nú er mest notaður í limgerði,
sem er mun viðkvæmari fyrir
vetrarstormunum.
Paprika og
piparjurtir
Michela Jespersen, Bjarma-
landi 11, Sandgerði, hringdi og
langaði að vita um papriku og
piparjurtir. Hvort þær deyji
þegar þær eru búnar að bera
ávöxt eða hvort eigi að klippa
þær niður. Á að bera áburð á
jurtina og hvenær má borða
ávextina?
SVAR:
Garðyrkjuskólinn hefur nú um
nokkurra ára skeið haft allveru-
lega ræktun á kryddjurt þeirri
sem þekkist á almennum mark-
aði undir nafninu paprika. Latn-
eska heitið er CAPSICUM
ANNUUM, og mun jurtin upp-
runnin af svipuðum slóðum og
kartöflur og reyndar vera sömu
ættar og þær eins og tómat-
plantan, tóbaksjurtin og fleiri
nytjajurtir. Af þessari plöntu
eru til fjölmörg afbrigði með all
mismunandi ávöxtum, sem eru
hol aldin oftast peru- eða drop-
laga og geta verið með ýmsum
litbrigðum jafnan 7—10 sm löng.
Til plöntunnar er oftast sáð síðla
vetrar og kjörhiti er 20—25°C.
Ræktun hennar fer fram á sama
hátt og tómatplöntunnar.
Fremur þykir mér ótrúlegt að
fólk hefji almennt ræktun þeirr-
ar plöntu í heimahúsum, en
ávöxturinn er einkum notaður í
salöt og stundum sem bragðauki
með áleggi á brauð og í súpur
eða sósur. Mér er ekki kunnugt
um að hinn raunverulegi pipar-
runni hafi nokkru sinni verið
reyndur hér á landi og sú
piparjurt sem Michela spyr um
er trúlega planta sú sem hér
hefur oft verið seld í blómabúð-
um sem stofublóm. Kemur með
lítil rauð kúlulaga aldin afar
bragðsterk og nefnist „spánskur
pipar". Jurt þessi er nánast eitt
afbrigði papriku eða CAPSICUM
ANNUUM en er smávaxnari og
allt önnur í útliti. Yfirleitt eru
plöntur þessar ræktaðar sem
einærar en þó er hugsanlegt að
varðveita rætur og fá þær til að
bera lauf og aldin að nýju en
tæpast borgar sú fyrirhöfn sig
þar sem auðveldara er að sá
fræi.
Eru úöunarefnin
mismunandi?
Ingibjörg Ilannesdóttir.
Skólavörðustíg 30, hringdi og
spurði hvort úðunarefnin sem
boðin væru til úðunar, væru
mismunandi og ef svo væri hvert
þeirra væri bezt.
SVAR:
Eiturefni þau sem fáanleg eru
til útrýmingar skordýrum eru
flokkuð í X-A-B-C, eftir því hve
hættuleg þau eru talin. Á frjáls-
um markaði fást aðeins efni í B-
og C-flokki. Undir þann flokk
heyrir t.d. ROGOR, sem ég hygg
að sé hagstæðast þeirra eitur-
efna sem almenningur á aðgang
að. X- og A-flokka fá aðeins þeir
að meðhöndla sem fengið hafa
leyfi lögreglustjóra og eiturefna-
nefndar. Þau eiturefni eru yfir-
leitt mun mikilvirkari og jafnan
notuð af þeim garðyrkju-
mönnum sem taka að sér að úða
garða fyrir fólk.
Blööin gulna
og detta af
8659—6083, Akurgerði,
hringdi og sagði að rósirnar hjá
henni byrjuðu að verða gular.
Yst á blöðunum kæmi gulur
hringur, en síðan gulnuðu þau
öll og dyttu af.
í túrbanlilju þegar knúppar
eru komnir verða endar
blaðanna brúnir. Hvað vantar
jurtirnar?
SVAR:
Flest bendir til að um vöntun
ákveðinna áburðarefna sé að
ræða en erfitt er að segja til um
hver þau eru nema eftir könnun
á efnafræðistofu hjá sérfræðing-
um. Hinsvegar benda öll ein-
kenni til að í þessu tilfelli gæti
verið um manganskort að ræða
(bendi á þangmjöl). Hvað túrb-
anliljuna varðar, hygg ég að allt
geti verið eðlilegt. Strax eða
fljótlega eftir blómmyndun fara
blöðin að visna í blaðoddana.
Liljum þessum hentar best að
vaxa mörgum saman annars er
hætta á að þær nái ekki blómg-
un, og þeim er eðlilegt að visna
hægt meðan laukurinn safnar
forðanæringu til næsta vaxt-
arskeiðs. Hugsanlegt er að of
þunnt moldarlag sé yfir rótinni
og næring sé af skornum
skammti.
Annars eiga túrbanliljur að
vera sæmilega harðgerar, en
þær eru hinsvegar oft ekki búnar
að ná sér vel á strik, fyrr en á
öðru eða þriðja ári og þarf vel að
þeim að búa.
„Kappreiðaveðmál"
Getraun um hverjir verða
þrír fyrstu hestar í 250
m skeiði og 350 m stökki
á Fjórðungsmótinu á Hellu
„KAPPREIÐAVEÐMAL“ nefnist
getraun, sem Landssamband
hestamannafélaga og Fjórð-
ungsmót sunnlenskra hesta-
manna efna til í tengslum við
Fjórðungsmót hestamanna, sem
haldið verður á Hellu dagana
2.-5. júlí n.k. Getraunin felst i
þvi að þátttakendur eiga að geta
sér til um nöfn og róð þriggja
fyrstu hesta bæði í 250 metra
skeiði og 350 metra stökki.
Getraun þessi er nýjung og
meðal annars hugsuð sem tilraun
til að leita nýrra leiða varðandi
veðmálastarfsemi í tengslum við
kappreiðar. Veðmál á kappreiðum
hafa lengi tíðkast bæði hérlendis
og erlendis, en hér á landi hafa
kappreiðaveðmál ekki náð að
vekja þann almenna áhuga, sem
kunnur er víða erlendis. Með
þessari getraun vilja samtök
hestamanna gefa sem flestum, og
þá ekki bara hestamönnum, tæki-
færi til að taka þátt í kappreiða-
veðmálum.
Vinningar í getrauninni verða
20% af heildarandvirði seldra
miða en söluverð hvers miða er 20
krónur. Sem fyrr sagði eiga þátt-
takendur að geta sér til um nöfn
og röð þriggja fyrstu hesta bæði í
250 metra skeiði og 350 metra
stökki. Fylla á út bæði stofn
miðans og þann hluta miðans, sem
þátttakandinn heldur eftir. Að
útfyllingu lokinni á að skila stofni
miðans til auglýstra móttöku-
stöðva eða á afgreiðslu á mótsstað
á Hellu fyrir kl. 15 sunnudaginn 5.
júlí n.k. Berist fleiri en ein rétt
lausn (6 línur réttar) skiptist
vinningsupphæð jafnt milli
þeirra, sem hafa flestar línur
réttar, og hafa þá allar línur sama
vægi.
Gefin hefur verið út sérstök
skrá með upplýsingum um þá
hesta, sem skráðir eru til keppni í
250 metra skeiði og 350 metra
stökki á Fjórðungsmótinu á Hellu.
Verður henni dreift endurgjalds-
laust til kaupenda getraunamið-
anna.
Sala á getraunamiðunum er að
hefjast og annast hestamannafé-
lögin söluna hvert á sínu félags-
svæði. Þá verða getraunamiðarnir
til sölu á mótsstað á Hellu móts-
dagana.
Hestar er keppa á kappreiðum
Fjórungsmótsins verða allir að
hafa staðist tiltekinn lágmarks-
tíma, sem er 25 sek. á 250 metra
skeiði og 26,5 sek. í 350 metra
stökki. Alls eru skráðir 20 hestar í
250 metra skeiði og 26 hestar í 350
metra stökki. Þarna verða því
samankomnir flestir bestu kapp-
reiðahestar landsins og eflaust
verður keppnin spennandi.