Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981
65
Ljósm.: Emilía Björg Björnsdóttir
Texti: Bragi Óskarsson
stöðin komi til með að stækka með
honum. Við munum byggja hér
tvö ker í viðbót í vor og fimm í
haust. Þessi fiskur sem er hér
núna verður orðinn um 2,5 kg í
desember og verður honum þá
slátrað. Framleiðslugeta stöðvar-
innar verður þó enn meiri er
eldishúsið verður komið í gagnið.
Þar verður starfrækt klak og eldi
á seiðum upp í 100—105 g stærð
við það sem kallast mætti nost-
urskilyrði en síðan flutt í útikerin.
Þannig leggur stöðin sér til seiði
af þessari stærð á sjö mánaða
fresti — en vöxturinn í eldishús-
inu jafngildir 3—4 ára vexti í ám
við náttúruleg skilyrði plús 2
mánuðum í sjó.
Þessi seiði vaxa svo upp og
verða 2,5 kg fiskar eftir sjö
mánaða eldi. Þannig verður fram-
leiðslugeta stöðvarinnar um 46
tonn af laxi á ársgrundvelli. Þessi
fiskur fer allur til útflutnings og
er verðið varlega reiknað 40—50
kr. hvert kíló og verðmæti árs-
framleiðslunnar þannig um
1.600.000 kr.
Helstu kostnaðarliðir eru launa-
kostnaður og launatengd gjöld,
fryst loðna og þurrfóður og svo
raforka til dælingar á vatni og til
ljósa.
Stofnkostnaður fiskeldisstöðvar
af þessari stærð er um 2 millj. kr.
Þá reikna ég með að kostnaður við
að reisa 10 útiker og byggja yfir
þau sé um 1 millj. kr. og eldishúsið
kosti fullbúið 1 millj. kr. Fyrir-
tækið er í hlutafélagsformi og eru
hluthafar 10 einstaklingar. Við
höfum fengið nokkur lán úr
Byggðasjóði og einnig nokkra
styrki úr Fiskiræktarsjóði og
orkusjóði. Þá er í athugun að taka
lán erlendis frá til framkvæmd-
anna í sumar.
Fiskeldi
sem búgrein
Eg tel að fyrir rekstri svona
fyrirtækis sé góður rekstrar-
grundvöllur sé stöðin vel í sveit
sett og þar sé hægt að framleiða
sem nemur 40—50 tonnum á ári.
Nú er mikill áhugi fyrir fiskeldi
sem nýrri búgrein og þyrfti stofn-
kostnaður stöðvar með þessa
framleiðslugetu ekki að vera
nærri eins mikill og þessarar ef
seiðaeldinu yrði sleppt. — Slík
stöð yrði um helmingi ódýrari.
Þessi stöð hér er einmitt hugsuð
sem grundvöllur slíkrar starfsemi
— hér væri hægt að ala upp
sjóeldisseiði bæði fyrir flotkvía-
og strandkvíaeldisstöðvar í stór-
um stíl. Til seiðaeldis þarf mikla
kunnáttu og mjög góðar og sér-
hæfðar aðstæður og ekki ráðlegt
að aðrir en kunnáttumenn fáist
við það. Eldi fisksins eftir að
100—150 g stærð er náð er hins
vegar miklu auðveldara og minni
hætta á stóráföllum.
Við höfum reyndar þegar hafið
slíkt samstarf við Sjóeldi hf. í
Höfnum. Þeir verða þar með 3.000
fiska, um 1.500 þeirra eru frá
okkur, og 1.500 annars staðar frá,
í flotkví í sumar og fram eftir
vetri. Það er hagstæðasta tímabil-
ið til fiskeldis í flotkvíum hér við
land. Það er fullt starf fyrir einn
mann að fóðra þessa fiska en út úr
þessu ættu að fást um 9 tonn af
laxi.
Er ekki hætta á að verð á laxi
fari lækkandi ef framboðið eykst
svona mikið?
— Eldislax mun nær allur fara
á markað erlendis því hér heima
má heita að markaðurinn sé þegar
alveg mettaður. Markaðurinn er-
lendis hefur hins vegar farið
vaxandi hin síðari ár en er í
nokkuð góðu jafnvægi núna — ég
held að þetta sé nokkuð traustur
markaður og fiskeldi hér stafi
ekki hætta af því að hann komi til
með að dragast saman á næstunni.
Það mundi jafnvel heldur ekki
koma að sök þó verðið myndi
lækka nokkuð eftir að fiskeldis-
stöðvarnar væru komnar í fullan
rekstur og einnig væri þá mögu-
Þessi seiði eru notuð við saltþolstilraunir sem miða að þvi að finna aðferð til að auka saltþol þeirra þannig að þau
geti gengið um 6 mánaða gömul i sjó.
leiki að söðla yfir á aðrar tegundir
í einhverjum mæli. Maður má ekki
gleyma að það kostar sitt að reka
fiskiskipin og með fiskeldi er
aflinn vísari þó fisksjúkdómar
skapi óhjákvæmilega nokkra
áhættu.
Þú minntist á eldi fleiri tegunda
en lax — hvaða tegundir kæmu
þar helst til greina?
— Það væri hugsanlegt að
hefja fiskeldi á nær öllum fiski —
skilyrðið er bara að þekking á
viðkomandi tegund sé til staðar og
verðið nógu hátt. Ástæðan til að
laxeldi er svona mikið er ekki síst
sú að meira er vitað um lífeðlis-
fræði hans og almenna líffræði en
nokkurs annars fisks. Þar við
bætist svo auðvitað að lax er í
góðu verði.
Það er þó töluvert um eldi
annarra tegunda — í Bretlandi
veit ég til dæmis að flatfiskeldi er
starfrækt í töluverðum mæli og
eru það tegundir eins og flundra,
lúða o.fl. Þá mætti nefna athyglis-
verðar tilraunir sem farnar eru að
bera árangur í Noregi sem snúa að
eldi sjóeldisseiða nytjafisks s.s.
þorsks til styrktar fiskistofnun-
um.
Tilraunastarfsemi
undirstaða fiskeldis
Aðstæður til slíkra tilrauna eru
mjög góðar hér — en í eldishúsinu
eru um 60 fermetrar ætlaðir til
rannsókna. Ég er tilbúinn til að
leggja hluta af þessu rými undir
tilraunir með nytjafisk ef áhugi
verður fyrir hendi. Þar mætti
standa að ýmsum lífeðlisfræðitil-
raunum sem hefðu hagnýtt gildi
fyrir fiskeldi. Þó ég starfi ekki
lengur við Háskólann þá held ég
við hann náinni samvinnu og það
eru einmitt tveir háskólanemar að
ljúka lokaverkefni sínu í lífeðlis-
fræði hér núna.
Sjálfur hyggst ég þó helga mig
eingöngu rannsóknum á laxeldi
enn um sinn. Tilraunir þær sem ég
hef gert miða fyrst og fremst að
því að kanna áhrif hita og seltu á
vöxt og viðgang laxins. Ég hef
þegar gert umfangsmiklar til-
raunir með þessa tvo þætti en þó
alls ekki náð að prófa samvirkni
þeirra við hin ýmsu þroskastig
fisksins. Þá er enn hvergi nærri
vitað til fulls hvað veldur því að
þessir tveir þættir hafa svo mikil
áhrif á vöxt fisksins — hvort það
er vegna fóðurnýtingar, stafi af
breyttum orkubúskap og saltbú-
skap í fisknum, breyti ensímvirkn-
inni eða hvort til koma aðrar
ástæður. Til þessara rannsókna
hef ég fengið styrki úr Vísinda-
sjóði og Fiskimálasjóði.
Þá hef ég einnig verið með
rannsóknir sem snúa að seiðaeldi.
I Kollafirði hefur nú tekist að
rækta seiði upp í göngustærð á 6
mánuðum í stað eins árs áður.
Spurningin er hvort hægt sé að
flýta fyrir saltþroskanum líka
þannig að þeim væri hægt að
sieppa í sjó um 6 mánaða gömlum.
Ég hef gert töluverðar tilraunir í
þá átt að flýta fyrir saltþroska
seiðanna en það er ekki tímabært
að fjalla um niðurstöður þeirra
tilrauna enn.
Á þessari mynd sjást dælurnar sem dæla vatninu úr borholunum til
eldiskerjanna sem sjást i baksýn ásamt eldishúsinu.
Hjónin Guðrún Matthíasdóttir og Sigurður St. Helgason ásamt syni sínum
Matthíasi Sigurðssyni. Þau sitja þarna á tröppunum fyrir framan
íbúðarhúsið á Húsatóftum. Ljósm. Ólafur Rúnar
Eldishúsið á Ilúsatóftum er um 600 fermetrar og mun kosta fullbúið 1
milij. kr. Það er enn ófullgert að innan en þar mun verða starfrækt
umfangsmikið seiðaeldi ásamt margskonar tilraunastarfsemi.
Þarna er Sigurður að fóðra fiskinn i kerjunum. Hann stóð andviðris svo
við nailum betri mynd sem leiddi til þess að mest af fóðrinu fauk framan í
hann.
Undir tilraunastarfsemina gætu
svo einnig fallið ýmsar breytingar
sem ég hef verið að gera eða eru
fyrirhugaðar hér á fiskeldisstöð-
inni. Við rekstur stöðvarinnar
undanfarin ár hef ég komist að því
að það er ekki hægt að viðhalda
kjörskilyrðum í kerjum undir beru
lofti hér á landi. Á veturna verður
vindkælingin einfaldlega of mikil
— það skaðar að vísu ekki fisk
sem náð hefur nokkurri stærð en
dregur hins vegar töluvert úr
vexti hans. Ég hef því ákveðið að
setja þak á öll kerin hérna og _
verður það gert fyrir næsta vetur.
Það á ails ekki að koma að sök þó
fiskurinn sé í luktum kerjum sé
lýsingin rétt.
Þá hef ég einnig gert tilraun
með hafbeit héðan frá stöðinni. —
Gallinn er bara sá að móttökuað-
staða er engin fyrir hendi en því
væri auðvelt að bæta úr. Ég er
nær viss um að þau seiði sem ég
sleppti á sínum tíma skiluðu sér
aftur því mér var sagt af sjómönn-
um í Grindavík að lax hefði sést
stökkva hér við ströndina einmitt
á þeim tíma sem passaði að þau
kæmu til baka. Ég mun að sjálf-
sögðu sleppa héðan seiðum í
sumar til að ganga betur úr
skugga um þetta.
íslendingum
ekki vandara um
en öðrum
Að lokum mætti svo minnast á
sjúkdóma og þær ráðstafanir sem
ég hef gert til að koma- í veg fyrir
að fiskisjúkdómur komist hér upp
aftur. Eins og ég minntist á áðan
kom hér upp sjúkdómur í seiðun-
um í fyrravor og var stöðin í
sóttkví í þrjá mánuði síðastliðið
sumar fyrir bragðið. Það hefur
tekist að greina hvaða baktería
var á ferðinni en hinsvegar ekkert
hægt að fullyrða um hvaðan
smitunin barst.
Þær ráðstafanir sem hafa verið
gerðar hér til að hindra að þetta
endurtaki sig eru: að loka stöðinni
fyrir allri utanaðkomandi umferð
sem reyndar er eitt af skilyrðun-
um sem bresk tryggingafélög setja
fyrir að tryggja fiskinn. Að hafa
einingar innan stöðvarinnar ein-
angraðar svo sem kostur er hvora
frá annarri þannig að smit berist
síður á milli þeirra og loks að
viðhafa sem allra mest hreinlæti
og hafa stöðugt heilbrigðiseftirlit
með fiskinum — en þetta tvennt
síðasttalda er auðvitað frumskil-
yrði í fiskeldi.
En þrátt fyrir að allra varúð-
arráðstafana sé gætt er aldrei
hægt að útiloka með öliu að
sjúkdómur komi upp í fiskeldis-
stöð. Sérstaklega eru það seiðin
sem eru viðkvæm fyrir sjúkdóm-
um og smitunarleiðin greiðari á
milli þeirra en nokkurs staðar úti
í náttúrunni vegna þess hversu
þétt þau eru í kerjunum. í þessu
efni ætti okkur íslendingum þó
ekki að vera vandara um en öðrum
þjóðum því víða hefur tekist að
gera fiskeldi að verulega arðbær-
um atvinnuvegi þrátt fyrir lakari
skilyrði til fiskiræktar en hérlend-
is.
Að lokum spyr ég Sigurð hvern-
ig honum falli að búa á Húsatóft-
um og hverjum augum hann líti
framtíðina.
— Við höfum búið hér allt frá
árinu 1977 og kunnað mjög vel við
okkur — þetta er afskaplega
skemmtilegur staður. Ég vil ekki
kannast við annað en að ég sé
bjartsýnn og vonandi hefur það
komið fram í viðtalinu — þetta er
allt að komast á góðan skrið hjá
okkur aftur núna.
Það versta er hversu bundinn
maður er af þessu — undanfarið
ár hef ég ekki haft neinn starfs-
mann sem gæti annast reksturinn
þegar við þurfum að skreppa af
bæ. Þannig höfum við hjónin ekki
farið neitt saman síðan um jól.
Þetta breytist auðvitað þegar um-
svifin aukast og við getum ráðið
hingað starfsfólk — en eins og nú
háttar er fiskeldið hérna meira
bindandi en nokkur beljurass.
— bó.