Morgunblaðið - 17.06.1981, Page 20

Morgunblaðið - 17.06.1981, Page 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 Héraðsráðstefna um atvinnumál í Rangárvallasýslu: Á fjölmennri ráöstefnu í Rangárvallasýslu, haldinni á Ilvolsvelli um atvinnumál í Rangárþingi komu fram sjónar- mið heimamanna og gesta varðandi mikilvægi þess að taka föstum tökum atvinnuuppbyggingu í héraðinu, sem segja má að hafi orðið útundan um árabil þótt þar hafi farið fram einhverjar viðamestu framkvæmdir á landinu í virkjunarmál- um. Á sama tíma og stór hópur Rangæinga hefur lagt hönd á plóginn i smíði virkjana á hálendinu og ýmis uppbygging hefur átt sér stað þvi samhliða í bæjunum, þá hefur ekki verio stuðlað að þeirri atvinnuuppbyggingu sem er forsenda fyrir eðlilegu mann- og athafnalífi í héraðinu og í Rangárvallasýslu sem segja má að hýsi höfuðbanka allrar orku á landinu er dýrasta orkuverð sem boðið er upp á hérlendis, allt upp í mörg hundruð prósent dýrara en víðast annarsstaðar á landinu. Verða hér á eftir rakin erindi framsögumanna, en að þeim loknum fóru fram fjörugar umræður og þar kom m.a. fram hjá Eggert Haukdal alþingismanni að hann teldi meirihluta fyrir því á Alþingi að næst yrði ráðist í Sultartangavirkjun. Fundarstjórar voru Hálfdán Guðmundsson skólastjóri og Böðvar Bragason sýslumaður. Hluti fundargesta „Vantar kjölfestuna og breidd- ina í möguleika at vinnulíf si ns“ hlekkurinn og það verður að gæta þess að halda réttri stefnu, en snúa ekki sífellt á annað borðið." Taldi Árni fiskirækt spennandi á margan hátt og einnig loðdýra- rækt ef staðið yrði skynsamlega að slíku. Benti havn á að í Vestbotten í Finnlandi væru um 3500 loðdýraræktarbændur sem t.d. hefðu samvinnu við fóðuröfl- un, en þeir þyrftu að greiða mun meira fyrir fóður en loðdýrabænd- ur á íslandi þyrftu að greiða. „Þá yrðu róttækar ráðstafanir í Reykjavík“ „Ég legg áherslu á það að árin 1979 og ’80 var atvinnuleysi í Rangárvallasýslu framreiknað til Reykjavíkur miðað við íbúafjölda og hefði þá verið um 1800 manna atvinnuleysi að ræða í Reykjavík. Það er Ijóst að í þeirri stöðu hefði verið gripið til róttækra ráðstaf- ana til þess að leysa málin í Reykjavík og við eigum fulla heimtingu og rétt til þess að tekið sé á okkar vandamálum í fullri alvöru og af festu,“ sagði Hilmar Jónasson formaður Verkalýðsfé- lagsins Rangæings í upphafi ráðstefnu um atvinnumál Rang- æinga, sem haldin var á Hvoli fyrir skömmu og var fjölsótt. Að ráðstefnunni stóðu Rangæingur og Atvinnumálanefnd Rangár- vallasýslu og voru flutt á henni erindi um ýmis mál undir yfir- skriftinni: Hvað er framundan í atvinnumálum Rangæinga? Hilmar Jónasson fjallaði nokk- uð í upphafi máls síns um búsetu og kvað 32% Rangæinga dvelja áfram í sinni sveit, en 68% flyttust burtu. „Aðstoð framkvæmdasjóða við iðnað og atvinnurekstur í héruð- um eins og Rangárvallasýslu verð- ur að skána svo hægt verði að stofna til aukinna atvinnutæki- færa. Þetta er mál sem hefur setið á hakanum og sem dæmi hér um vil ég nefna að þegar ekki er um sjávarútveg að ræða þá eru aðstoð sett stíf mörk og segir skýrsla útlána Byggðadeildar Fram- kvæmdastofnunar frá 1979 sina sögu um skiptingu eftir atvinnu- greinum: Framleiðsluiðnaður og þjónusta 13% Landbúnaður10% Seitastjórnir 8% Vinnuvélar 1% Annað 2% Sjávarútvegur 66%“ Þá skaut Hilmar inn í málflutn- ing sinn sögu er Jón Ingi oddviti Hvammshrepps sagði á þingi ASS s.l. vor um lánafyrirgreiðslu vegna hins marg umrædda Þórshafnar- togara, að fengju þeir í Hvamms- hreppi sömu fjárhæð þá yrði það 25 millj. gkr. á hvert heimili og settu menn það á vaxtaaukareikn- ing þá væru renturnar yfir 11 millj. gkr. á ári sem þættu dágóð- ar tekjur þar í sveit. „Þá kemur atvinnan af sjálfu sér“ Davíð Scheving Thorsteinsson formaður Félags íslenzkra iðnrek- enda sagði í ræðu sinni að ekki væri hægt að tala um Rangæinga sem einangrað fyrirbæri í stöðu atvinnumála. „Vandamálið hér er í hnotskurn það sem er megin vandamálið á öllu íslandi," sagði Davíð, „þ.e., aldrei hefur fengist vitræn umræða um búsetumál okkar á íslandi. Það er eins og allir telji það sjálfsagt að við og niðjar okkar geti búið hér um ókomin ár við síbatnandi Iífskjör. Þetta er hins vegar fásinna eins og sést á því að 5500 hafa flutt úr landi á sl. 10 árum og táknrænt dæmi um þetta sinnuleysi er það að meiri tími og rými fór í að ræða um franskan flæking á sl. ári heldur en um alla atvinnuvegi þjóðarinnar samanlagt. Það á ekki að setja á stofn fyrirtæki til þess að skapa atvinnu eingöngu, það mun aldrei enda öðruvísi en sem baggi á þjóðfélag- inu, það þarf að skapa skilyrði til þess að menn geti grætt á því að fara út í atvinnurekstur, þá kemur atvinnan af sjálfu sér,“ sagði Davíð. „Ástæðan fyrir því að þetta hefur ekki verið gert er sú að ýmsir ráðamenn vilja að lífskjörin verði sem lökust til þess að styrkja eigin völd.“ Davíð stakk upp á því að leggja niður iðnaðarráðuneytið, sjávar- útvegsráðuneytið, landbúnaðar- ráðuneytið og samgönguráðuneyt- ið og sameina þau öll í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Þetta taldi hann að myndi koma í veg fyrir eilífan meting og misskilning milli atvinnuveganna og síðan ætti að leggja niður viðskiptaráðuneytið og sameina það utanríkisráðu- neytinu og efnahagsráðuneytið ætti að vera undir stjórn forsætis- ráðuneytisins. Þá vék Davíð að þeirri hrikalegu staðreynd að enn renna 9/10 hlutar nýtanlegrar vatnsorku okkar til sjávar ónotaðir, en Davíð taldi að menn hlytu að geta orðið sammála um það að svona gæti þetta ekki gengið lengur. „Það er ótrúlegt," sagði Davíð, „að þau afturhaldsöfl og úrtöluöfl, sem eyðilögðu hugmyndir Einars Benediktssonar um virkjun Þjórs- ár 1918 skuli enn ráða ferðinni í þessum málum á því herrans ári 1981. Við verðum að vinda okkur í að nýta orkuna og þróa hvoru tveggja hlið við hlið, iðnað og orkufrekan iðnað. Það á að vera hlutverk stjórnvalda að skapa eðlilegan jarðveg, sem iðnaður getur dafnað í og láta okkur síðan í friði.“ „Nú dynur vandinn yfir“ Matthías Pétursson skrifstofu- stjóri rakti nokkuð þróun atvinnu- mála Rangæinga og bar til dæmis saman húsgagnaframleiðslu, sem væri að leggjast niður á Hvolsvelli og húsgagnaframleiðslu Iðunnar á Akureyri. „Hér voru 30 manns þegar flest var,“ sagði Matthías, „en það þýðir 600 manns á Akur- eyri. Hvað myndu fjölmiðlar segja ef SÍS-verksmiðjurnar á Akureyri ætluðu að loka, hér segir enginn neitt." Þá tók hann annað dæmi um misræmið og mismununina og sagði að menn litu á fjármagnið eftir því í hvað það færi. Nefndi hann togarakaup þar sem bæjar- félög fengju milljarða gkróna upp í hendurnar til þess að velta yfir í sjávarútveginn. Matthías undirstrikaði þá sér- stöðu sem Rangárvailasýsla hefur í atvinnulegu tilliti þar sem allar afurðir væru fluttar á braut og unnar annarsstaðar, bæði ullin og kjötið. Kvað Matthías það hafa haft þau áhrif að hér vantaði þá kjölfestu sem væri í ýmsum öðr- um byggðarlögum. „Á síðustu tim- um hafa virkjunarframkvæmdir brúað þetta bil“, sagði Matthías, „og þorpin hafa vaxið út á það, en nú er vandinn að dynja yfir okkur, það vantar breiddina í möguleika atvinnulífsins." Sérstaða Rangæinga Árni Jónasson fulltrúi Stéttar- sambands bænda taldi að það hefði þótt fáránlegt fyrir 10 árum að hafa áhyggjur af atvinnuleysi hjá bændum. „Þá fékk atorka hvers og eins að njóta sín,“ sagði Árni, „en nú þarf að minnka afköstin, draga úr framleiðslunni. Sumir hafa gott af því, en æði margir þurfa að finna nýjar leiðir til bjargar og er þá einkum horft til nýrra búgreina, garðræktar, gróðurhúsaræktar, hrossaræktar, loðdýraræktar, fiskiræktar og fleira. En þess ber að gæta að það er engin keðja sterkari en veikasti Taldi Árni að Rangæingar þyrftu að leggja áherslu á þá sérstöðu sem þeir búa við, engan flugvöll, enga höfn og Árni kvaðst blygðast sín fyrir eitt í þéttbýlinu, það væri þegar hann borgaði hitaveitureikningana. Mikilvægt að byggja upp iðnþróun í Rangárþingi Bjarni Einarsson forstjóri Byggðadeildar Framkvæmda- stofnunar talaði um atvinnu- ástandið í þjóðfélaginu með tilliti til þess að þorp og bæir nálægt virkjunum og virkjanaþróun stæðu vel að vígi fyrir margra hluta sakir og þar ætti að vera góð aðstaða til iðnaðaruppbyggingar. Bjarni ræddi ýmis mál og kvað til dæmis augljóst að stórlækka mætti flutningskostnað á landi með meiri samræmingu og skipu- lagningu. Taldi hann Rangárþing góðan stað til iðnþróunar, friður væri á vinnumarkaði og býsna mikilvægt væri að hafa fólk stöð- ugt í vinnu. Taldi hann mikilvægt að byggja upp á iðnþróun í héraðinu og kvað þennan lands- hluta eiga eins góða möguleika og ýmsir aðrir staðir í þeim efnum. Þá fjallaði Bjarni almennt um atvinnuhorfur á íslandi, en árið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.