Morgunblaðið - 17.06.1981, Síða 29

Morgunblaðið - 17.06.1981, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 77 Hlífið trjágróðrinum! okkur verið sagt að við séum vitlaus að byrja ekki bara að spila á kerfið, eins og allir aðrir. Fjölmargir af þeim sem nú sæki, ætli sér alls ekki að fara að byggja. Geti það raun- ar alls ekki, en þeir séu bara að safna punktum. Með því að vera hafnað tvisvar sinnum, þá hafi menn í þriðja sinn fengið næga punkta til að eiga sjans. Það hafi jafnvel komið fyrir í þessu happdrætti, þeg- ar dregið er úr fjölda umsókna þeirra með fæsta punktana, að einhver sem alls ekki ætlar eða getur byggt núna, fái lóð. Ef svo fer, þá missir hann punktana, ef hann hafni henni. Er það nú gæfulegt að pína þannig húsbyggjendur til að byrja að byggja löngu áður en þeir eru tilbúnir og þar sem þeir kæra sig í rauninni alls ekki um að vera. Einnig lætur ungt fólk, sem ekki á næga punkta, bara foreldra sína sækja um fyrir sig, ef þeir hafa það sem til þarf. Látið er líta svo út sem allir séu jafnir gagnvart punkta- kerfinu. En það er nú eitthvað annað. Meira að segja eru teknir út úr kerfinu ákveðnir einstaklingar. Okkur sýnist að þeir borgarar sem yfirvöld vilja hafa í Reykjavík í fram- tíðinni séu miðaldra fólk, sem hefur búið lengi í borginni án þess að hafa komið yfir sig húsnæði. Helst fólk sem ekki hefur komist úr heilsuspill- andi húsnæði. Við munum aldrei falla í þann hóp, þar sem við erum venjulegt starf- samt ungt fólk, og viljum búa um okkur eins og við viljum og höfum bolmagn til. Nú og leggja svo til í skattgreiðslum þeim, sem minna mega sín. Við höfum heldur ekki geð í okkur til að taka þátt í þessum leik, sem þarf til að ná sér í punkta, rétt eins og í spilavít- unum. Og við förum — farvel Reykjavík. Kona í Árbæ skrifar: Ég hefi verið að furða mig á því hvernig farið er með trjá- gróður, sem þarf að víkja af lóðum hér í Selásnum. Fólk hefur lengi verið að koma þess- um gróðri upp, en nú skilst mér að borgin hafi keypt spildurnar og á að fara að byggja þar. Fólk virðist svo ganga í þessi tré, eins og það eigi þau. Rífur upp á þessum tíma árs trén, til að flytja í garðana sína. En það er alveg vonlaust að flytja tré svona seint úr misjafnlega rækt- uðu landi. Það bara skemmir þau. T.d. sá ég að einhver var að rífa upp 3ja m há aspartré til flutnings, sem er vonlaust. Hvers vegna er ekki garðyrkjustjóra borgarinnar falið að sjá um þetta strax að vorinu? Hann er kunnáttumaður og veit hvernig á að fara með trén og hvar og hvernig þau hafa möguleika á að lifa. Það verður að láta hann vita nógu snemma, enda hlýtur byggingarsvæði að hafa einhvern aðdraganda. Mér sýnist umgengnin við ræktaðar trjáspildur orðin allt önnur en var. T.d. hefi ég séð illa gengið um trjálundi á væntan- legu byggingarsvæði í Fossvogi og nú nýlega veitti ég því athygli hjá Kleppi að skógarrjóður var eyðilagt. í okkar landi skiptir miklu máli að virðing sé borin fyrir gróðri og virt það sem ræktað hefur verið af alúð. Gæsluvöllum lokað í góða veðrinu að fara á þessa ákveðnu staði, sem alltaf eru þeir sömu, eða vera með í nákvæmlega svona skipu- lagi. Því má ekki bara senda heim ávísun, jafnvirði þess sem orlofs- ferðin kostar, til þeirra sem rétt eiga á hvíld. Þá geta konurnar valið. Sjálf vildi ég t.d. helst fara nú um bjarta sumarnóttina upp í fjall, til Vestmannaeyja, eða út í Grímsey, setja niður tjald og vaka fagra vornótt. Kýs það mikiu heldur en sitja inni á kvöldin undir fyrirlestri eða skemmtiatriði og vera í hóp með fyrirfram dagskrá. Húsmæður ættu að fá að velja sitt orlof, eins og aðrar stéttir. Við vinkonurnar höfum verið að ræða þetta, og viljum varpa því fram. Þuríður Magnúsdóttir í Ár- bæjarhverfi kom að máli við Velvakanda og var gröm. Gæsluvöllurinn í hverfinu verður lokaður 24. júní til 4. ágúst. Hvers konar fyrirkomu- lag er það hjá Reykjavíkurborg að loka gæsluvöllunum í heilan mánuð yfir hásumarið, þegar sól er hæst á lofti og börnin njóta þess að vera úti. Það er erfitt að halda þeim inni á þessum árs- tíma, og verður til þess að skapa slysahættu að loka fyrir þeim völlunum, þar sem þeirra er gætt. Nær væri að loka að vetrinum, ef þarf að loka ein- hvern tíma, þegar varla er hægt að fara með þau út fyrir snjó og óveðri. EKTACHROME littramköHun SAMDÆGURS EKTACHROME OG FUJICHROME E-6 litfilmur lagöar Inn fyrir hádegi, afgreiöast samdægurs. Viö framköllum samkvæmt ströngustu körfum efna- og vélaframleiöenda um gæöaeftirlit, m.a. meö daglegum .densltometer“-prufum. Okkur þætti vænt um, ef þú vildir treysta okkur fyrir dýrmætum filmum þínum. Verslið hjá fagmanninum L LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 SÍMI 85811 Taktu vel eftir þessu Það er ekki skylda að þú færir öll þín bankaviðskipti til_> okkar. En gefðu okkur Átaksfólki tækifæri til að sanna ' okkur með því að hefja reynsluviðskipti. Félögum, stofnunum og hinum mörgu ein- staklingum sem sendu mér heillaóskir og gjafir eöa heiöruöu mig á annan hátt á áttræöisafmæli mínu, vil ég og kona mín : þakka fyrir alúö og vinsemd, sem gladdi okkur innilega. Haraldur V. ólafsson. ^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtmmmmmma^ LJÓSMYNDAÞJÖNUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 SIMI 85811 ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVfK: Týli, LtósmyndaþJOnustan. Hagkaup. Bókabúð Jónasar Rolabæ, Rama s.f. Brelðholti, Holtasport Breiðholtl. KÓPAVOGUR: Veda Hamraborg, Kaupgarður. MOSFELLSSVEIT: Snerra HAFNARFJÖRÐUR: Myndahúsið. SELFOSS: Kaut. Arnesinga, Fossnesti. SAUÐARKRÓKUR: L)ósm.st. Stefáns Pedersen. DALVfK: Yflr. AKUREYRI: FÍlmubúsíð. ^EYét#JÖWétfWf Vu iffúlúi'f ÍMáWi^ ESKIFJÖRÐUR: Pöntunarf. Eskfirðinga. Gram Teppi 100 PRÓSENT OLL' LJÓSIR NÁTTÚRULITIR KOMIDSKOÐID BERID SAMAN VERD OC CÆÐI FRMDRIK BERTELSEN TEPPAVERSLUN RRMÚLR 7 S.BE2E6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.