Morgunblaðið - 25.07.1981, Page 3

Morgunblaðið - 25.07.1981, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ1981 3 Langferðabíll á hliðina við Eldgjá: Snarræði bílstjórans bjarg- aði f ólkinu f rá stórslysi l>annÍK leit hópferðabillinn út eftir veituna. ÞAÐ ÓHAPP varð um hádejtis- bilið á fimmtudag að hópferða- bíll frá Landleiðum fór á hliðina við Eldgjá en hann var að koma úr Landmannalaugum. 17 far- þegar Austurríkismenn ok Þjóð- verjar, voru í bílnum sem er 40 sæta en meiðsli urðu sem betur fer furðu fá, tvennt íékk þó aðkenningu að losti og ein kona skarst töluvert á höfði. Að sögn fréttaritara Mbl. á Laugum bjargaði snarræði bilstjórans fólkinu frá stórslysi þvi nokkru fyrir ncðan staðinn þar sem rútan falt er kröpp beygja á veginum sem eflaust hefði sett rútuna útaf, á þeim hraða sem hún var, og hefði hún þá oltið um 30 metra niður i Eldgjána. í samtali við Mbl. sagði bíl- stjóri hópferðabílsins að er byrj- aði að halla undan á leiðinni niður í Eldgjána hefði hann skyndilega orðið þess var að loftið var farið af hemlum — ætlaði hann þá að draga úr ferðinni með því að skipta í lægri gír en það reyndist þá ekki unnt og fríhjólaði rútan niður brekk- una í átt að krappri beygju á veginum. Hann sagðist þá hafa talið eina úrræðið vera að beygja upp í sniðið til að stöðva bílinn — fór rútan 3—4 metra upp í hlíðina en valt síðan á hliðina. Bæði fram- og afturrúður brotn- uðu við höggið og átti fólkið því greiða leið út. Að sögn bílstjórans báru far- þegarnir sig vel þrátt fyrir meiðsli þau og óþægindi er þeir urðu fyrir við veltuna og fór allt vel og skipulega fram á slysstað. Ein kvennanna fékk aðkenningu að losti og var hlúð að henni á staðnum. Tókst bílstjóranum fljótlega að ná sambandi við rútu frá Guðmundi Jónassyni sem ekið hafði á undan niður í Eldgjá og kom hún á staðinn að skömmum tíma liðnum. Náðist þá samband við byggð og lögðu sjúkrabíll og lögregla af stað frá Vík í Mýrdal og tók ferðin uppeftir um tvær klukkustundir. Flutti sjúkrabíll- inn síðan þá er fyrir meiðslum höfðu orðið til Reykjavíkur en flestir farþeganna héldu áfram með annarri rútu til Víkur. Veginum var lokað af landvörð- um í Laugum strax og tilkynnt var um slysið. Var vegurinn lokaður til kl. 2 á föstudagsnótt því ekki reyndist auðgert að fjarlægja rútuna af veginum þar sem hún hindraði alla umferð en til þess varð að fá stórvirkt moksturstæki úr Hraunvirki. Tók tæpa 6 tíma að koma því á staðinn en síðan var hafist handa um að moka upp í veg fyrir aftan rútuna til að koma henni á réttan kjöl. Þegar verkinu var lokið þurfti að bíða í 4 tíma áður en hefjast mátti handa við að rétta rútuna við, því Landleiðamenn voru á leiðinni uppeftir til að fylgjast með aðgerðum. Það var því ekki fyrr en nokkuð var liðið á nóttina að rútan var dregin upp á „pallinn" sem gerður hafði verið. Síðan var festur vír í ofanverða grindina og rútunni komið á réttan kjöl. Var hún illa farin að sjá, að sögn fréttaritara — hægri hliðin gjörónýt og flestir gluggar brotnir. Hún fór þó í gang eins og ekkert hefði í skorist og var ekið til Reykjavíkur. Grafa frá Hraunvirki lagar til veginn fyrir aftan rútuna og býr til pall þar scm rútunni var komið á réttan kjöl. Sól, sumar og brakandiþurrkur * Mallorcaveður og fólk baðar sig í heita vatninu Gréta, Reyðarfirði. Það er svo dásamlegt veður hérna. Það er bara Mallorcaveður. Allir sem geta eru í sólbaði og fólk að drekka og grilla í görðum sínum. Við höfum bara ekki haft svona gott veður í allt sumar og það má eiginlega segja að núna sé fólkið fyrst að henda sér úr úlpunum síðan í vetur. Á sauma- stofunni Hörpu hefur verið gefið frí vegna veðurs og sólin skín semsagt alveg á fullu. Það var líka sól í gær og hérna inn við Áreyjar var borað fyrir heitu vatni og þar hefur verið útbúin nokkurskonar laug og þar er fólkið núna og baðar sig í 30 stiga heitu vatni. Það liggur alveg óskaplega vel á öllum. Togarinn Snæfugl kom inn hérna í gær með yfir 180 tonn af þorski og það er semsagt nóg atvinna fyrir hendi. Svoleiðis óhemju hiti Steinþór, Egiisstöðum. Hérna er nú bara svoleiðis óhemju hiti. Það hefur verið giampandi sól og ég gæti ímyndað mér að það væri 25 stiga hiti núna. Það hefur ekki komið neitt þessu líkt þetta sumarið. Það var sterkt sólskin í gær, en nú er bara mikill svækjuhiti í loftinu. Við vorum orðnir ansi langeygir eftir þessu góða veðri og nú vonum við bara að það haldist áfram. Þá þarf ekki að taka þessar pillur er gera menn brúna Ásgeir, Neskaupstað Hér er sól og mikill hiti. Ástand- ið er gott og það eru allir létt- klæddir og hitinn er 24 stig. Þetta er annar dagurinn á sumrinu sem sólin sést og mann var svo sannar- lega farið að lengja eftir henni. Hér er mikið að gera og togararnir moka alveg. Það er unnið ofsalega og jafnvel á laugardögum. Nú, það er sama hvert horft er, fólk er úti og drekkur kaffi eða grillar sér. Fólk er í heyskapnum í dag, svo maður hefur líka ilmandi töðuna. Við vonum nú bara að þetta haldist og fólk geti legið og orðið brúnt. Þá þarf það ekki lengur að taka þessar pillur sem gera menn brúna. „Freistandi fyrir bændur að slá í þennan þurrk“ Fréttaritari. Húsavik. í fyrradag brá til betri tíðar og í gær var sólfar mikið og í dag er veðrið enn betra, logn, sólskin og 23 stiga hiti um nónbil. Fólk gengur hér um götur fáklætt eins og á suðrænum sólarströndum væri. Þegar birti síðastliðinn föstudag hófu margir bændur slátt en sú augnbirta varð skammvinn og brá aftur til norðanáttar og kulda. En i gær hlýnaði og birti aftur svo að í gærkvöldi var 19 stiga hiti í Reykjadal, en þá gerði þar hellirigningu sem spillti mjög fyrir þurrki þann daginn, en við ströndina hefur ekkert rignt. Ef þetta tíðarfar helst í nokkra daga mun það laga mikið fyrir bændum og eins og einn bóndinn mælti við mig í dag: „Það er freistandi fyrir bændur að slá í þennan þurrk þó sprettan sé ekki orðin eins og æskilegt væri því að þessir dagar koma ekki aftur og nú er að grípa gæsina á meðan hún gefst.“ Steikjandi hiti en sólarlítið Matthías, Siglufirði. Það er steikjandi hiti hérna en þó sólarlítið. Hitinn hefur mælst allt upp í 24 gráður. Annað slagið var sól í gær og í dag er fólkið fáklætt hérna. í gær dró færabátur hér stóra og fallega síld á hand- færin. Að minnsta kosti sól þessa stundina Katrin, Vopnafirði. Þaö er nú að minnsta kosti sólskin þessa stundina. Þó hefur verið ákaflega kalt hérna hjá okkur í sumar. Það er ansi stutt síðan að snjórinn náði niður í miðjar hlíðar og aðeins nokkrir dagar síðan Hellisheiðin var ófær. Það var sól hérna í gær og það er hlýtt í dag, en þó ekki mikil sól. Fólk reynir að nota tækifærið og vera úti núna. Annars er ósköp lítil spretta og ég man varla eftir svona köldu sumri. Það var heitast í morgun og nú er 16 stiga hiti held ég. Opnuðum sundlaug í júlíbyrjun Ingimar, Djúpavogi. Það er alveg skínandi veður hérna hjá okkur, 20 stiga hiti, sól og blæjalogn. Þetta er bara það besta veður sem komið hefur á sumrinu. Við höfum haft sóiar- laust veður og kalt, en nú hefur þetta alveg breyst í dag og í gær. Allir eru í skínandi skapi og þeir sem mögulega geta eru úti og slappa af, annars verða allir að vinna. Þeir sem eru í sumarfríum eru að dytta að lóðum sínum. Þetta gengur annars allt sinn vanagang og það er frekar lítil vinna þessa stundina. Sundnámskeiði var að Ijúka hjá okkur en það hefur staðið í þrjár vikur. Núna snemma í júlí var tekin i notkun ný sundlaug, um 90 manns hafa verið í sundnámi og auk þess á milli 40 og 50 manns í frjálsum tímum á kvöldin. Það má segja að sundlaugin hafi verið mikið notuð síðan hún var opnuö en hún er ansi erfiður baggi á sveitarfélaginu af því að við þurf- um að hita vatnið með olíu. En aðra lausn verðum við líklega að finna á því ef halda á lauginni opinni. Hér hefur verið mikil umferð og mikið af ferðafólki. Það hefur verið stöðugur straumur af útlendum bílum og þá frá Smyrli. Lofthitinn er svo mikill Ilelgi, Raufarhöfn. Við erum búin að hafa leiðinlegt sumar hérna en nú er komin sól og algjör bliða. Það eru allir úti og nú er ágætt handfærafiskerí hérna svo það má enginn vera að því að liggja og sóla sig. Lionsklúbburinn ætlar í ferðalag um helgina með fjölskyldurnar. Hitinn hérna er óskaplega mikill, en skýjað við og við þó kólni ekki þar sem lofthitinn er svo mikili. Allir eru í léttu skapi en fáir farnir að heyja Ragnar, Kópaskeri. Það er sól svona oftast núna, enda veitti ekki af, við vorum bókstaflega að fara á sálinni. Það hefur verið einn og einn sólardagur í sumar en sl. daga höfum við haft sól og hita. Allir eru í léttu skapi en fáir eru farnir að heyja. Ég veit nú ekki nema um einn bónda sem farinn er að slá. Hann Ingimundur Pálsson á Katastöðum hérna er nú alveg í sérflokki sem bóndi. Alveg einmuna blíða í dag Trausti, Dalvik. Það er búin að vera hér alveg einmuna blíða bæði í dag og í gær, og hitinn er um 25 stig hérna í dag í forsælunni. Fólk spókar sig hérna og það er erfitt að hafast við inni vegna hita. Þetta hefur verið svo langvarandi þetta leiðinda veður svo nú er eins og fólk losni bara úr álögum. Það virðist vera sem fólk sé að hugsa um að fara í útilegur þar sem áframhaldandi góðviðri er nú spáð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.