Morgunblaðið - 18.08.1981, Page 10

Morgunblaðið - 18.08.1981, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981 Yfirlýsing frá Torfusamtökunum: Vangaveltum um lögbrot vísað til f öðurhúsanna Laxaseiði FORMAÐUR Torfusamtakanna. l>orsteinn Berjísson. hefur fyrir hönd samtakanna sent fjölmiðl- um eftirfarandi texta til birt- ingar: „Á fundi stjórnar Torfusamtak- anna þann 11. þessa mánaðar var samþykkt eftirfarandi yfirlýsing í kjölfar frétta- og blaðaskrifa um málefni Torfusamtakanna. Að undanförnu hefur verið / 1 Góðar heimtur á laxi Lárósi og Súgandafirði MJ()G GÓÐAR heimtur hafa ver- ið á laxi i fiskeldisstöðvunum i Botni í Súgandafirði og Lárósi rétt vestan við Grundarfjörð. Mhl. náði samhandi við Birki Friðbertsson i Súgandafirði og Jón Sveinsson. framkva*mda- stjóra fiskcldisstöðvarinnar i Lárósi og innti þá frétta af starfscminni í sumar. „Lónin eru tvö, um fjórir hekt- arar að staerð og eru í því núna um 9000 seiði. Heimtur hafa verið hetri þetta árið en síðasta. Það er komið nokkuð á þriðja hundraðið af laxi en á sama tíma í fyrra voru komin 130 stykki. Við erum ekki ánægðir fyrr en heimtur eru orðnar 10%, þá er hægt að segja að þetta sé orðinn ágætur búskap- ur,“ sagði Birkir Friðbertsson, en hann er einn af hluthöfum í laxeldisstöð þar á staðnum. „Þetta eru náttúrulega tilraunir fyrst og fremst og búið að vera í nokkurn tíma. Það er Veiðimála- stofnunin sem raunverulega er með tilraunina, þó við veitum þeim aðstöðu. Þeir útvega seiðin. Við höfum fóðrað seiðin í þrjár vikur, mánuð undanfarin ár, en nú vorum við með þrjú holl á fóðrum í einn og hálfan mánuð til tvo mánuði. Við erum ekki búnir að sleppa þeim ennþá og er það partur af tilrauninni, að venja þá betur við lónið og gera þau betur fær undir lífsbaráttuna áður en þeim er sleppt. Seiðin eru í nokkuð söltum sjó. Við vorum áður með uppeldistjörn og líka nokkur búr í lónunum og það hefur komið betur út það sem við höfum verið með í lónunum og höfum við því lagt tjörnina af í ár. Það er að vísu ekki hægt að tala um hásaltan sjó. Fjörðurinn er grunnur og það er ekki hægt að tala um hásaltan sjó fyrr en nokkuð langt út í honum. En það gefst betur að hafa seiðin í söltum sjó hvort sem það er saltinu að þakka eða því að það er styttra út á dýpið og ekki eins mikil hætta á að fuglinn taki seiðin," sagði Birkir að lokum. Mest 3000 laxar í Lárósi „Það hafa skilað sér um 1100 laxar, en í fyrra voru það ekki nema 400 stykki sem skiluðu sér. Mesta endurheimt okkar á einu ári var yfir 3000 laxar," sagði Jón Sveinsson, framkvæmdastjóri lax- eldisstöðvarinnar í Lárósi, sem er rétt utan við Grundarfjörð, er hann var inntur eftir heimtum þetta sumarið. „Heimturnar í sumar byggjast að nokkru leyti á tilraun með sjógönguseiði frá Kollafjarðar- stöðinni. Þau voru fóðruð í einn mánuð í innra lóni stöðvarinnar, sem er alveg tært og því ytra, en það er sjóblandað. Af 7000 sjó- gönguseiðum sem notuð voru í tilrauninni var 1200 sleppt frjáls- um í innra lónið við svokallað Lárvatn, í beinni sleppingu. Hin voru höfð í eldi í kvíunum í röskan mánuð og þeim síðan sleppt. Árangurinn af þessum tilraun- um er að koma fram núna eftir eitt ár hjá seiðunum í hafi. Það er rúmlega 10 prósent endurheimt og má líka gera ráð fyrir að eitthvað komi af þessum árgangi næsta ár. Það er að segja að nokkuð af seiðunum verði í sjónum í tvö ár,“ sagði Jón Sveinsson. Sagði hann einnig að um hálfri milljón til 1,7 milljónum kviðpokaseiða væri sleppt árlega og þau látin alast upp frjálst. Ekki vissi Jón það ennþá hvort það gæfist betur að sleppa seiðunum í saltblandaö vatn þar sem niður- stöður rannsóknar á því eru ekki komnar fram. nokkur umræða í fjölmiðlum um endurbyggingu húsa á Bernhöfts- torfu og útitafl fyrir framan þau. Stjórn Torfusamtakanna telur að sú umræða hafi á köflum verið lítt málefnaleg og blandast nokk- uð pólitískum tilþrifum til að koma höggi á höfuðbaráttumál samtakanna, þ.e. endurbyggingu Bernhöftstorfu. Umræðu um húsvernd og hús- friðun er þörf, en ekki er þó vanþörf á, að menn kynni sér hvað um er að ræða hverju sinni, áður en til fjölmiðla er gripið. Stjórnin vill því í kjölfar þess- arar umræðu taka eftirfarandi fram: 1. Af hálfu Torfusamtakanna hefur stjórn þeirra yfirumsjón og eftirlit með endurbyggingu og rekstri húsa á Bernhöftstorfu. 2. Öll hús á Bernhöftstorfu, sem og Stjórnarráðshúsið og Mennta- skólinn í Reykjavík, eru friðuð í B-flokki og hefur verið haft fullt samstarf við Húsafriðunarnefnd um útfærslu teikninga, þannig að vangaveltum um lögbrot af hálfu þessara aðila verður að vísa til föðurhúsanna. 3. Um tilvist útitafls hefur margsinnis verið fjallað í stjórn samtakanna og á félagsfundum. Verður því að teljast nokkuð hlálegt að tala um einstaklings- hagsmuni í þeim efnum. 4. Hvergi er fjallað um boðun félagsfunda í lögum Torfusamtak- anna. Greint var frá þeim fundi er haldinn var þann 28. júlí sl. með 6 daga fyrirvara í fjölmiðlum og hann síðan auglýstur þrisvar í útvarpi, þannig að fundarboðun verður að teljast eðlileg. 5. Öllum félagsmönnum Torfu- samtakanna hlýtur að teljast heimilt að taka til máls á fundum þeirra og greiða atkvæði eftir eigin sannfæringu, án tillits til þess hvort þeir gegni einhverri opinberri trúnaðarstöðu eða ekki.“ ÞEYR í hljómleikaferð NÚ í vikunni fór hljómsveitin Þeyr í hljómleikaferð, aðallega um Norðurland. Ferðin mun standa i scx daga og mun hljómsveitin leika öll kvöldin. Fyrstu tónleikarnir verða í Borg- arnesi þann 19. og hefjast tónleik- arnir, sem haldnir verða í Sam- komuhúsinu, kl. 21. Þann 20. spilar Þeyr í Sjálfstæðishúsinu á Akur- eyri og kvöldið eftir í æskulýðs- heimili þeirra Akureyringa, Dyn- heimum. Á laugardagskvöldinu verða Húsvíkingar sóttir heim og spilað í Félagsheimilinu. Sunnu- dagskvöldið þann 23. verða haldnir tónleikar í íþróttaskemmunni á Akureyri, en auk Þeys standa að þessum tónleikum Bara-flokkurinn og Þursaflokkurinn. Á leið suður mun Þeyr staldra við á Sauðárkróki þar sem síðustu tónleikarnir í þessari yfirreið verða mánudagskvöldið 24. ágúst. Minni mjólkurframleiðsla SAMKVÆMT fréttum frá Búnað- arfélaginu var innvegin mjólk 8,G% minni fyrstu 6 mánuði þessa árs en sömu mánuði í fyrra. Munurinn er rétt um 4,5 millj- ónir lítra. Hlutfallslega var sam- drátturinn mestur hjá mjólkur- samlaginu í Neskaupstað, eða 22%. Hjá tveim mjólkursamlögum var smávegis aukning en það var á Þórshöfn og Vopnafirði, hjá öðr- um samlögum var samdráttur. Hjá Mjólkurbúi Flóamanna var tekið á móti tæplega 1,8 milljón- um lítra minna fyrstu 6 mánuði í ár en sömu mánuði í fyrra eða munurinn var 9,12%. Hjá Mjólk- ursamlagi KEA var mjólkin 707 þúsund lítrum minni eða 6,9%. Hjá mjólkursamlaginu í Borgar- nesi hafði mjólkin minnkað um 15% eða tæplega 798 þúsund lítra. Innvegin mjólk hjá öllum 17 mjólkursamlögunum reyndist vera um 48,5 milljónir lítra. í júní var tekið á móti 11,1 milljón lítra, en það var 6,06% minna en í júní 1980. Samkvæmt upplýsingum frá Grétari Símonarsyni mjólkurbús- stjóra, þá var innvegin mjólk hjá Mjólkurbúi Flóamanna rétt um 1% meiri í júlí í ár en í sama mánuði í fyrra. Móttaka á heimili sendiherra íslands í Lundúnum í tilefni * komu forseta Islands Er forseti íslands, Vigdís rað manns voru í móttök- Finnbogadóttir, kom til unni, íslendingar búsettir í Lundúna til að vera viðstödd Bretlandi, enskir embætt- brúðkaup Karls Bretaprins ismenn og sendiherrar er- og lafði Díönu Spencer, buðu lendra ríkja. Sigríður Ella íslensku sendiherrahjónin, Magnúsdóttir, söngkona, Sigurður Bjarnason og Ólöf söng einsöng við góðar und- Pálsdóttir, myndhöggvari, til irtektir gesta og fór veislan móttöku í sendiherrabú- hið besta fram, en að henni staðnum til heiðurs forseta lokinni hélt forseti til Kaup- þ. 30. júlí sl. Á annað hund- mannahafnar. Sendiherrafrúin, forseti Islands og Maclean lávarður, hirðmarskálkur drottningar, sendiherra og lafði Maclean. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands og Olöf Pálsdóttir, myndhöggvari og sendjherra- frú íslands i London. Á milli þeirra er Ólafur Egilsson, sendiherra, sem var í fylgdar- liði forseta. Frú Þórunn Sigurðardóttir Tunnard, dóttir Sigurðar skólameist- ara, sem mörgum íslendingum er að góðu kunn, eiginmaður hennar og dóttir, ræða við sendiherrafrúna. Forsetinn með prófessor Ben Enowomwu frá Nígeriu, Norman St. John Stevas, þingmanni og fyrrv. menntamálaráðherra Bretlands og dr. Peter Scott og konu hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.