Morgunblaðið - 18.08.1981, Síða 17

Morgunblaðið - 18.08.1981, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981 17 Forseti Finnlands, Uhro Kekkonen, kom til íslands í gær, en hann er á ieið norður i iand til laxveiða, svo sem hann hefur gert um mörg undanfarin ár. Flugvél forsetans lenti á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir hádegið og snæddi Kekkonen siðan hádegisverð i boði forseta íslands Vigdisar Finnbogadóttur. Myndin er tekin er Vigdís tók á móti Kekkonen á tröppum Bessastaða. Ljósm.: Guðjón Laxveiðin í sumar: Vantar vænan fisk í árnar LAXVEIÐIN í sumar hefur víðast hvar verið mjög treg. i mörgum ám mun lélegri en i fyrra. Þó er sæmileg veiði i einstaka ám, sam- kvæmt heimildum sem Morgunblað- ið hefur aflað sér. í fyrrasumar varð mikill aflabrestur i flestum laxveiðiám og virtist mönnum að smálaxinn skorti. Þvi bjuggust margir við þvi að sá lax myndi ganga i árnar i sumar sem vænn fiskur, 10—15 pund að þyngd, og byggðu þá skoðun á þvi að vegna kuldanna sumarið 1979, hcfðu seið- in sem þá áttu að ganga til sjávar. frestað þirri för um tíma og því gæti þessi árgangur komið i sumar scm vænn fiskur. Þetta hefur ckki reynst rétt, a.m.k. ekki enn sem komið er, því litið er um fisk scm gengið hefur i sjó 1979. í mörgum fengsælum laxveiðiám um áratugaskeið hefur sumarið ver- ið með eindæmum lélegt. í Laxá í Aðaldal hafa um 950 fiskar komið á land, en það er um helmingi minni afli en á sama tíma í fyrra og þar er mest um smálax, en stærri laxinn skortir algerlega. Til dæmis hefur aðeins einn 20 punda fiskur komið úr ánni í sumar og er ak fiskur stærstur, þá hafa tveir 19 punda fiskar veiðst og þrír 18 punda. í Langá, sem var ein besta laxveiðiáin á landinu árin 1970—1979, hafa veiðst um 650 laxar og allt útlit fyrir að í sumar komi þar á land um þriðjungur þess sem veiddist að meðaltali árin 1970—1979. Hins veg- ar er Langá vel setin af seiðum. í ár hefur laxinn verið smærri en venju- lega, meðalþyngd um 5 pund, en það er minna en í eðlilegu ári. I Haffjarðará hefur veiðin gengið allvel, þó árið í ár verði ekki metár. Nú eru komnir um 450 laxar úr ánni, en það er lítið eitt minna en í fyrra. Veiði undanfarinna ára í Haffjarð- ará hefur numið 550—600 löxum að meðaltali, og er talið að það mark náist í ár. í Hrútafjarðará hefur veiðin gengið allvel, en ekki er Morgunblaðinu kunnugt um aflatöl- ur þaðan. í Laugardalsá í Ögursveit í Isafjarðardjúpi hefur veiðin verið ákaflega treg í sumar og eru þar nú komnir upp um 240 laxar, en í fyrra veiddust þar 266 laxar, en veiðin í ár og í fyrra er ekkert svipuð því sem var árin þar á undan. í Laugardals- ánni skortir ekki einn árgang frekar en annan, en lítið er af laxi af öllum stærðum. Þá mun veiðin einnig ganga treglega í Langadalsá. I ánum í Húnavatnssýslu hefur veiðin gengið misjafnlega, sæmilega í Vatnsdalsá og Víðidalsá, treglega í Miðfjará, en mjög vel í Laxá í Ásum að sögn heimildarmanna Morgun- blaðsins. í Laxá eru nú komnir á land liðlega 1000 fiskar, sem er meira en veiddist allt árið í fyrra, en þá var veiðin léleg. í Laxá er einungis veitt á tvær stengur, þann- ig að iíklega er aflinn þar mestur yfir landið, ef miðað er við veidda laxa á stöng. Þá mun heldur ekki vera áberandi skortur á 10—15 punda fiski. Í Vatnsdalsá er veiðin lítið eitt betri en í fyrra, en þar vantar stærri laxinn eins og víðast hvar annarsstaðar. í Vatnsdalsá hefur 771 lax veiðst í sumar. í Miðfjarðará er veiðin minni en í fyrra, um 1000 laxar hafa veiðst og er þaðan sömu sögu að segja og úr mörgum ám, vænan lax vantar. í Víðidalsá hefur veiðin verið þokka- leg, lítið eitt betri en í fyrra og hafa þar veiðst liðlega 1000 fiskar. Hins vegar vantar þar lax af stærðinni 10—15 pund. í Laxaá í Dölum hafa um 420 fiskar veiðst, en þess ber að geta að Laxá er ekki fullnýtt, því útlend- ingar sem þar eru að veiðum, nýta tíma sinn illa og ekki er veitt í ánni alla daga. Að sögn heimildarmanns Morgunblaðsins er talsvert af fiski í ánni en þar, sem víðast, skortir stærri fiskinn. í Norðurá í Borgar- firði hefur veiðin gengið mun verr en í fyrra, sem var þó ekki gott laxveiðiár þar. Nú hafa veiðst i Norðurá um 1100 fiskar, sem er um 400 löxum færra en í fyrra. Að sögn heimildarmanns Morgunblaðsins virðist sem síðsumarsgöngurnar vanti og einnig tekur laxinn illa. Þá er smálaxinn algengur, en lítið af vænni laxi. í Grímsá hafa veiðst um 700 laxar, sem er mjög lélegt og virðist hreinlega vanta fisk í ána. Svipaða sögu er að segja úr Laxá í Leirársveit, þar hefur veiðin verið léleg og lítill fiskur í ánni. Þar hafa nú veiðst rúmlega 440 fiskar, sem er nálaga helmingi minni veiði en í meðalári. Þá er dæmi um að útlend- ingar sem þar voru að veiðum, hafi farið úr ánni í skemmtiferðir í aðra landshluta. Til dæmis skruppu Þjóð- verjar sem þar voru, í tveggja daga ferð til Mývatns, en slíkt gera menn varla ef vel veiðist. I Selá í Vopnafirði hefur veiðin gengið treglega og verr en í fyrra og er laxinn þar fremur smár. Vantar þar sérstaklega stærri fiskinn, eins og í mörgum öðrum ám, en fremur lítið er af laxi í ánni, að sögn heimildarmanns Morgunblaðsins. I ánum í nágrenni Reykjavíkur hefur veiðin gengið slælega, ef á heildina er litið. i Elliðaánum hafa nú veiðst um 900 fiskar, sem er meira en í fyrra. Hins vegar vantar göngur í ána, nú eru komnir um 2100 laxar upp fyrir teljara, sem er mun minna en í meðalári. í Stóru-Laxá í Hreppum hefur veiðin verið treg, en þó skárri en í fyrra, en þess ber að geta að þá veiddist verr en nokkru sinni og kenndu menn hlaupi í Hvítá um. í Leirvogsá er veiðin betri en í fyrra, en þá var hún ákaflega léleg. Veiðin í Soginu er einnig dræm og vantar fisk í ána. I samtali við Morgunblaðið sagði Jón Kristjánsson fiskifræðingur, að ekki væri hægt að skýra þennan aflabrest út enn, því eftir væri að rannsaka hreistursýnishorn og veiðibækur. Því yrði ekki hægt að segja til um ástæður þessa fyrr en með haustinu. -ój Sjálfvirkur númeraveQarí viö simann FreeCalter DS-IOI £ I^IAííJ .Efj1-- J o; o s 1 m J D ■ 8 ° □ Q □ t m 3 dSZl 111 ij Geymir 31 númer í minni. Geymir síöasta númer til endurhringingar. Hringir án þess að lyfta þurfi taltólinu. Auðveldur í notkun. Verð aðeins kr. 2.130.- Leitið upplýsinga. vJMCATe. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 Simi 20560 Seltuvaröar álplötur meö innbrenndum litum. Auðveldar í uppsetningu, hrinda frá sér óhreinindum og þarf aldrei að mála. Álklæöið þökin og losnið við eilíft viðhald - það er ódýrara þegar til lengdar lætur. Einnig bjóðum við ýmsar gerðir klæðninga á veggi og loft - úti sem inni. Leitið upplýsinga, við gefum verðtilboð og ráðleggingar ef óskað er. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012 SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400. VARANLEC LAUSN á þök, loft og veggi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.