Morgunblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981 31 Forystumenn verkalýðsfélaga um kröfur ASV: „Geta ekki komið neinum á óvart“ segir Magnús L. Sveinsson, formaður VR MORGUNBLAÐIÐ hrfur leitað álits nokkurra forystumanna verkalýðsfélaKa á kröfum þeim. sem Alþýðusamband Vestfjarða hefur mótað ok sent aðildarfélög- um sínum. sem endanlega móta kröfur í komandi kjarasamninj;- um. Svör forystumannanna fara hér á eftir: Formaður stjórn- ar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna f FRÉTT í MorKunblaðinu fyrir heÍKÍ var ranglega frá því sagt, hver formaður stjórnar Lífeyris- sjóðs verslunarmanna er um þessar mundir. Það er Jóhann J. ólafsson stórkaupmaður. Gangandi mað- ur fyrir bíl GANGANDI maður brotnaði illa á fæti þegar hann varð fyrir bíl á Suðurlandsbraut, gegnt Hótel Esju, aðfaranótt laugardagsins. Bílnum var ekið vestur Suðurlandsbraut, en maðurinn var á leið suður yfir götuna og lenti hann á bílnum. Maðurinn er tæplega þrítugur að aldri. Magnús Geirsson, formaður Rafiðnaðarsambands íslands: „Mér finnst kröfugerð Vestfirð- inganna ekki óeðlileg. Ég átti heldur ekki von á neinum svörum frá vinnuveitendum öðrum en þessum, sem lýst hefur verið. Þau hafa ekki verið önnur þau 26 ár, sem ég hefi fengizt við kjaramál og samningagerð.“ Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands kvaðst ekkert vilja um kröfur ASV segja. „Maður á ekki að skipta sér af málum í öðrum sóknum,“ sagði Guðmundur. Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur sagði: „Það getur ekki komið neinum á óvart að verkalýðshreyf- ingin fari fram á það að ná upp þeim kaupmætti, sem stefnt var að 1977. Reyndar tel ég, að verka- lýðshreyfingin hafi sýnt mjög mikið langlundargeð og sætt sig við þá kaupmáttarrýrnun sem orðið hefur síðan. Verzlunar- mannafélögin hafa ekki mótað endanlegar kröfur varðandi launataxtana sjálfa, en ég hygg að krafan geti aldrei verið langt frá því að ná upp þeim kaupmætti, sem stefnt var að með samningun- um frá 1977. Hvort það verður með beinum kauphækkunum eða öðrum hætti, skal ég ekki segja á þessu stigi." A uppboðinu var boðið upp hestfolald undan Kulda á Brimnesi. Hér sést það ásamt móður sinni sem ber nafnið Þórdis ósk Harðardóttir. Á bak við Þórdísi stendur fyrrverandi eigandi folaldsins, Tómas Brandsson á Ormsstöðum. var 61,5 sek. Eigandi Þróttar er Sigurbjörn Bárðarson en knapi á honum var Hörður Þ. Harðarson. Eigandi Reyks ok Don er Hörður G. Albertsson, en knapi á Reyk var Jón Ó. Jóhannesson og á Don Kristín Sigurfinnsdóttir. I átta hundruð metra brokki var mjög mikil þátttaka og var heldur bjartara yfir þessari keppnisgrein en oft áður í sumar. Faxi sigraði á 1.43,2 mín, eigandi hans er EgKert Hvanndal en knapi var Sigurbjörn Bárðarson. Annar varð Brimur Sævars Leifssonar á 1.43,8 mín, knapi á honum var Jón Þ. Ólafsson. í þriðja sæti varð Sörli á 1.45,0 mín. Eigandi hans er Magnús Halldórsson og var hann einnig knapi. Sörladóttir á tíu þúsund Að afloknum kappreiðum var haldið hrossauppboð og var það fjáröflunarnefnd íslenska landsliðs- ins í hestaíþróttum sem gekkst fyrir því. Verður hluti af ágóða uppboð- sins látinn ganga upp í ferðakostnað landsliðsins á Evrópumótið í Nor- egi. Boðin voru upp ellefu bandvön og reiðfær trippi frá Sandhótaferju og fjögur folöld undan kunnum kynbótahrossum. Var eitt folaldið boðið upp óséð og er það sennilega einsdæmi að boðinn sé upp óséður hlutur eða skepna. Ekki settu menn það fyrir sig þótt folaldið sem er frá Ey í Landeyjum væri víðsfjarri og var það selt á níu þúsund krónur, sem verður að telj- ast gott folaldsverð. Dýrasta folald- ið fór hinsvegar á tíu þúsund krónur. Var það merfolald undan Sörla 653 frá Sauðárkróki og fyrstu verðlauna hryssu frá Stóra-Hofi. Kaupandi var Óli P. Gunnarsson í Reykjavík. Dýrasta trippið fór hins- vegar á sextán þúsund krónur og var það Jóhannes Þ. Jónsson í Reykjavík sem það fékk. Að uppboði loknu héldu menn glaðir heim, og var gleðin ekki hvað minnst hjá þeim er eignast höfðu gæðingsefni fyrir lítinn pening. VK. Þessi loftmynd er tekin af væntanlegu íbúðahverfi í Seljahverfi, þar sem verið er að leggja grunn að húsum. Athygli skal vakin á að á myndinni er engin malbikuð gata, en nú munu nær 15 ár vera frá því að sú regla náðist að malbikun gatna væri lokið áður en byggingaframkvæmdir hefðust. Ljósm.: Kristján. 20 maiuia MITSUBISHI Getum afgreitt strax hinar glæsilegu 20 manna fólksflutningabifreiðar frá MITSUBISHI. Mjög hagstætt verð. Hafið samband við sölumenn okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.