Morgunblaðið - 18.08.1981, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 18.08.1981, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981 33 , J]g hef trú á kappanum“ - segir Steinar Berg um Peter Sarstedt, en fyrirtæki hans mun gefa út plötur með söngvaranum bæði hérlendis og erlendis IIÉR á landi er staddur Peter Sarstedt. sem var stórt nafn í tónlistarheiminum 1969. er las hans „Where do you go to my lovely“ var 8 vikur í efsta sæti á brcska vinsældarlistan- um. Peter Sarstedt hefur gert samning við Steinar hf. eða Steinar Record Limited eins og Plötuútgáfan heitir í Eng- landi, en nýlega setti fyrirtæk- ið upp útibú þar í landi. „Samningurinn við Peter Sarstedt hljóðar upp á útgáfu tveggja laga plötu er hér um ný lög að ræða, sem nú er verið að taka upp í Hljóðrita. Það er hljómsveitin Mezzo- forte, sem annast undirleik en sjálfur spilar Sarstedt á kassagítar," sagði Steinar Berg forstjóri. „Þetta eru mjög góð lög að mínu mati, annars væri ég ekki að standa í þessu. Samningurinn hljóðar einn- ig upp á endurútgáfurétt á öllum lögum Sarstedt á Norð- urlöndum og Englandi og gef- in verður út stór plata með nýjum og gömlum lögum Sarstedt á næstunni. Síðan söngvarinn gerði Fjölmenni við Hólahátíð Bæ á llofðastrond. 17. áxúst 1981. Á Hólahátíð 16. ágúst skartaði SkaKafjörður í blíðviðri eins oj? venja er á Hólahátíð. RÍKndi þó nokkuð seinni partinn. sem kom hændum illa. sem mikið áttu úti af hálfu þurru hcyi. Ilóladóm- kirkja var alveg fullsetin. þetíar tólf skrýddir prestar, biskup ís- lands ok vígslubiskup. gen»ru i kirkju. Eins og alltaf áður var prýði- legur söngur hjá Kirkjukór Sauð- árkróks, undir stjórn Jóns Björnssonar tónskálds. Sérstaka athygli mína vakti þó tvísöngur Ragnhildar Óskarsdóttur og Þor- bergs Jósefssonar, Ave Maria eftir Eyþór Stefánsson, sem flutt var sem stólvers. Biskup íslands flutti að venju mjög athyglisverða stólræðu, en í messulok var fjöldi fólks tekinn til altaris. Eftir fjölmenna kaffi- drykkju hófst samkoma klukkan 16, sem fram fór að öllu leyti eftir áður auglýstri dagskrá. Hinn góð- kunni söngvari, Jóhann Jóhanns- son frá Keflavík, söng fjögur lög, og skilaði þeim með ágætum. Sérstaka athygli vakti móðir hans, sem sat á sama bekk og ég, en hún söng sýnilega með syni sínum, þó ekki væri hátt sungið. Hólahátíð er alltaf minnisstæð öllum er hana sækja, enda óum- deilanlega hin mesta kirkjuhátíð landsins. Ánægjulegt fannst mér að nýskipaður skólastjóri á Hól- um, Jón Bjarnason, og fjölskylda hans, sátu í fyrsta skipti þessa hátíðaguðsþjónustu. Áreiðanlega er einhugur allra unnenda Hóla að Guð og góðar vættir fylgi þeim í starfi. — Björn i Bæ. Steinar Berg ásamt þeim sem sjá um rekstur Steinar Records í Bretlandi. TIl hægri við hann er Stephen Bankler-Jukes en til vinstri við hann er Tim Hollier. garðinn frægan hefur hann búið á búgarði sínum á Eng- landi. Hann hefur ferðast um með kassagítarinn sinn og sungið fyrir fólk. Skömmu áður en hann kom hingað spilaði hann á útihátíð á Irlandi fyrir 10 þúsund manns og fékk geysi góðar viðtökur. Peter Sarstedt hefur verið. „á toppnum", en honum líkaði ekki það líf, hann vill fá að vera í friði á búgarðinum sínum og er það meðal annars ein af ástæðunum fyrir því að ekki hefur heyrst mikið í honum á undanförnum 10 ár- um. Tónlistin, sem hann sem- ur og syngur er mjög góð og ég hef tru á kappanum," sagði Steinar Berg. „Markmiðið með þessari er- lendu fyrirtækjastofnun er ekki aðeins að koma á fram- færi íslenskri tónlist heldur einnig að gefa út lög með erlendum skemmtikröftum og er þetta fyrsta skrefið í þá átt,“ sagði Steinar Berg að lokum. Húsbyggjendur Get bætt viö mig trésmíöavinnu. Hef á aö skipa vönum og samæföum trésmiöum bæöi viö útivinnu og innréttingasmíði. Gudbjörn Guömundsson, trésmíöameistari, sími 34777. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Snyrtivöruverslun Af sérstökum ástæöum er snyrtivöruverzlun á einum bezta stað í Reykjavík í fullum rekstri til sölu. Gróiö fyrirtæki með góða veltu. Þeir sem hafa áhuga sendi tilboð til augl. deildar Mbl. fyrir 20. ágúst merkt: „Snyrti- vöruverslun — 1867“. húsnæöi óskast Starfsmaður okkar óskar eftir lítilli íbúð í Austurborginni, sem næst vinnustað. Aðeins tvö í heimili og ársfyrirframgreiðsla boöin. Hringið til okkar á verslunartíma. Húsgagnahöllin, Bíldshöfða 20, Reykjavík, sími 81199 og 81410. tilkynningar Vegna sumarleyfa er aðeins opiö kl. 10—11.30 virka daga, frá 21. ágúst til 21. september. Skiltagerðin Ás, Skólavöróustíg 18. Slippfélagið í Reykjavík h/f auglýsir Dönsk skipaeik og þurrkað beyki frá Röd- ekro Sawærk A/S. Nýkomin úrvals vara. Slippfélagið í Reykjavík h/f, Mýrargötu 2, sími 10123. fundir — mannfagnaöir SUS Týr Kópavogi heldur fund miðvikudaginn 19. ágúst í Sjálfstæðishúsinu Hamraborg 1, kl. 21. Dagskrá: 1. Kjör fulltrúa á SUS-þing. 2. Önnur mál. Stjórnin. EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 Kjördæmissamtök ungra sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi boöa til fundar í sjálfstæöishúsinu Kópavogi þriöjudaginn 18 ágúst kl 20.30. Fundarefni: Undirbúningur undir þing Sambands ungra sjálfstæöismanna á ísa- firði 28. til 30. ágúst n.k. Gestur fundarins veröur Jón Magnússon. formaöur SUS. Stjórnin. Innri mál Sjálfstæðisflokksins veröa til umræöu á fundi í Sjálfstæöistélagi Húsavíkur, fimmtudags- kvöld 20. ágúst kl. 9 á Hótel Húsavík. Gestir fundarins veröa alþingismenn- irnir Halldór Blöndal og Ólafur G. Einars- son. Stjórnin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.