Morgunblaðið - 18.08.1981, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981
Minning:
Guðmundur Þ. Sigurðs-
son útgerðarmaður
Sunnudaginn 9. ágúst síðastlið-
inn lést vinur minn og svili,
Guðmundur Sigurðsson útgerðar-
maður. Lát hans kom ekki á óvart
þeim er til þekktu. Hann hafði
verið veikur nokkur undanfarin
ár. En samt er það svo, að ávallt
kemur fráfall góðs vinar eins og
þruma, gerir ekki boð. Þeir sem
eftir lifa verða að sætta sig við
orðinn hlut. Aðeins minningin er
eftir, en hún er líka mikils virði.
Ekki síst þegar um er að ræða svo
góðan dreng, sem Guðmundur var.
Guðmundur Þórður, eins og
hann hét fullu nafni, var fæddur
28. september 1908 að Steinum á
Bráðræðisholti hér í Reykjavík.
Að honum stóðu styrkir stofnar í
báðar ættir, faðirinn Sigurður
Þorsteinsson skipstjóri, annálaður
sjósóknari og útgerðarmaður og
móðir Guðmundar var Gróa Þórð-
ardóttir, Péturssonar í Oddgeirs-
bæ við Framnesveg. Var því vel
salt blóð í báðum ættum. Guð-
mundur var einn af fimm sonum
og sex dætrum þeirra Gróu og
Sigurðar.
Þennan stóra barnahóp varð að
fæða og klæða. Það segir sig sjálft,
að oft hefur verið erfitt í Steinabæ
á þeim tíma þegar lítið fiskaðist
og kreppa herjaði á þetta bæjarfé-
lag, sem nú er borg. En dugnaður-
inn og viljinn til að bjarga sér
yfirunnu allt volæði. — Og þrátt
fyrir mikla ómegð, er mér kunn-
ugt um að margur fékk hjálp á
Steinabæjarheimilinu. — Um það
mátti reyndar enginn vita. Það
skyldi ekki borið á torg. Barna-
hópurinn óx úr grasi, allt myndar-
Laugardaginn 25. júlí var haldin
minningarathöfn í óspakseyrar-
kirkju um bróðurson minn, Ólaf
Harald Kjartansson, sem lést af
slysförum fyrir tveimur árum. Því
miður gat ég ekki verið viðstödd
minningarathöfnina en ég trúi að
margir hafi komið til kirkju að
minnast hans því þar fór góður
drengur í blóma lífsins.
Onni eins og við ávallt kölluðum
hann var sonur Kjartans Ólafs-
sonar og Guðmundu Haraldsdótt-
ur að Sandhólum Bitrufirði, fædd-
ist 3. apríl 1954 og var þrem
mánuðum yngri en sonur minn
sem nú er staddur á skipi suður í
Miðjarðarhafi og gat ekki verið
viðstaddur minningarathöfnina.
Hann hringdi til mín daginn fyrir
athöfnina og bað mig fyrir bestu
kveðju. En þeir léku sér saman
fyrstu árin, og voru alla tíð mjög
hændir hvor að öðrum. Onni hafði
tekið við búi á móti föður sínum
sem byggði nýbýli á jörð pabba
míns og mömmu, Ólafs Einarsson-
ar og Friðmeyjar Guðmundsdótt-
ur á Þórustöðum, en þau eru nú
bæði látin fyrir nokkrum árum.
Þar ætlaði hann að byggja upp
heimili að nýju og lífið virtist
blasa við honum en þá kom kallið
sem við öll verðum að hlýða. Onni
átti duglega systur sem tók við því
starfi sem hann var byrjaður á og
gladdi það mig mjög er ég kom þar
rétt fyrir páska í vor og sá hvað
hún og sambýlismaður hennar
voru búin að gera, húsið heima var
að lifna á ný, húsið sem búið var
að vera dimmt og kalt í mörg ár.
fólk, en umfram allt gott fólk.
Þrjú þessara systkina eru farin á
undan Guðmundi, þau Einar, skip-
stjóri, Sigurlaug, húsfreyja, og
Guðrún, húsfreyja. Var Guðmund-
ur elstur þeirra sem eftir lifa.
Þórður afi Guðmundar hafði
mikið dálæti á dóttursyni sínum
og nafna. Var Guðmundur lang-
dvölum hjá honum í Oddgeirsbæ
og þar mun hann hafa lært fyrst
til sjómennsku, sem svo varð hans
lífsstarf.
Ekki mun Guðmundur hafa
verið gamall er hann fór sína
fyrstu sjóferð með afa sínum, fékk
sjóvettlinginn blautan framaní sig
þegar hann varð sjóveikur. Eftir
það angraði hún hann ekki meðan
hann var á minni bátum, þó svo að
hún gerði alvarlega vart við sig er
hann gerðist togarasjómaður.
Guðmundur var 14 ára er hann
byrjaði sem fullgildur háseti á
opnum bátum. En þegar togararn-
ir komu til sögunnar í auknum
mæli, fékk hann togarapláss
ásamt Einari bróður sínum. Var
hann aðallega á togurum Alli-
ance-félagsins, Kára og síðar
Skúla fógeta. Hann er á Skúla, er
þáttaskil verða í lífi hans, hann
strandaði á Staðarfjöru í Grinda-
vík, 10. apríl 1933. Ég fer ekki
nánar út í þá sálma. — Hann gekk
ekki heill til skógar um árabil
eftir þá miklu lífsreynslu og átök,
sem þar áttu sér stað. Var jafnvel
talið að Guðmundur myndi ekki
verða vinnufær aftur. Harka og
seigla voru honum í blóð borin. —
Engin uppgjóf. Áfram var barist.
Hann festi kaup á trillu. Það sagði
hann mér eitt sinn, að í sínum
fyrsta róðri á trillunni, hefði hann
verið svo aðframkominn, að það
hefði jafnvel hvarflað að sér að
gefast upp. — Af því varð ekki.
Smátt og smátt óx honum ásmeg-
in. Hér ýtti skylduræknin á eftir,
því nú hafði hann fyrir konu og
ungum syni að sjá.
Það mun hafa verið á árinu 1936
að Guðmundur tók við skipstjórn
af bróður sínum, Einari, á mb.
Víkingi RE. Þann bát hafði faðir
þeirra keypt vestur í Ólafsvík. Nú
skyldi Einar taka við „glæsifleyt-
unni“ Aðalbjörgu RE 5, sem enn í
dag er fengsæll fiskibátur og
sonur Einars heitins er nú skip-
stjóri á.
Guðmundur var skipstjóri á
Víkingi fram til ársins 1939. Þá
keypti hann happafleyið Skógar-
foss RE 236. — Á sjálfum þjóðhá-
tíðardeginum það ár varð bátur-
inn hans eign.
í 30 ár voru þeir óaðskiljanlegir,
ef svo má að orði komast —
báturinn og hann. Það lýsir hug
Guðmundar til þessa báts, að
hann hagaði sér við hann eins og
höfðingjar til forna við gæðinga
sína. — Eftir 30 ára dygga þjón-
ustu sigldi Guðmundur Skógar-
fossi sínum út úr Reykjavíkurhöfn
eitthvað út í Flóann. Þar sökkti
hann bátnum sínum, með vél og
öllum búnaði, sem honum til-
heyrði. — Nú munu aðeins tveir
menn vita nokkurnveginn hvar
Skógarfoss Guðmundar liggur á
botninum hér úti í Flóanum. —
Það var vilji Guðmundar að við-
skilnaður þeirra skyldi vera með
veglegum hætti og báturinn ekki
látinn grotna niður í þanghafinu
eða á landi.
Svo margar góðar og glaðar
stundir höfðu þeir átt saman, en
einnig margar hættustundir. Guð-
mundur var afburða sjómaður og
var talið að hann og Nikulás
Jónsson skipstjóri hafi þekkt
Ég vona að guð gefi þeim eins
mörg og góð ár eins og foreldrum
mínum og systkinum sem lifðum
þar. Það var alltaf ánægjulegt
þegar Onni minn kom í heimsókn
til okkar í Reykjavík. Ég hef varla
séð eins glaðvært bros á börnum
mínum og þegar hann birtist
óvænt. Þá var oft glatt á hjalla, og
gjarnan tekið lagið því hann var
mjög söngelskur eins og foreldrar
hans. Það er nú fæddur annar
Onni í ættinni, dóttir mín og
maður hennar Hafdís og Helgi
létu skíra drenginn sinn Ólaf
Harald. Vona ég að hann verði
eins góður drengur og Onni var,
því þar fór gleðin og gjafmildin
saman, alltaf vildi hann miðla
öðrum að því sem hann átti.
Ég veit að Onna líður vel þar
sem hann er nú. Öll hittumst við
um síðir. Ég bið góðan Guð að
styrkja foreldra hans og systkini í
þeirri miklu sorg. „Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk
fyrir allt og allt.“
EUa frænka
Bugtina best allra sem sjó stund-
uðu hér í „Inn-Flóanum“, eru þó
margir sem þekkja vel til miða á
þessum veiðislóðum.
Ég var svo heppinn að fá að fara
með vini mínum í nokkrar sjóferð-
ir. Minningar frá þeim eru allar á
einn veg. — Margur ungur sjó-
maðurinn byrjaði sína sjó-
mennsku um borð hjá Guðmundi.
Hefur sá skóli orðið þeim gott
veganesti á sjónum. Tel ég mig
geta fullyrt að Guðmundur hafi í
senn verið virtur og vellátinn
meðal sjómanna á gömlu Verbúð-
arbryggjunum hér í Vesturhöfn-
inni.
11. október 1930 var heilladagur
i lífi Guðmundar. — Þann dag
gekk hann að eiga eftirlifandi
konu sína, Geirlaugu Benedikts-
dóttur, Jónssonar skipstjóra á
Bókhlöðustíg hér í bænum. Fyrstu
20 árin bjuggu þau Geirlaug og
Guðmundur á Bókhlöðustígnum
hjá tengdaforeldrum hans. Hefur
mér ætíð þótt það lýsa skapferli
Guðmundar. — Var samkomulag-
ið á heimilinu alla tíð til fyrir-
myndar.
37
Höfðu þau Geirlaug og Guð-
mundur verið gift í rúmlega 50 ár.
Tæplega get ég hugsað mér sam-
rýndari hjón en þau. Hún var
honum sérlega góð og bar aldrei
skugga á þeirra sambúð. Þau
eignuðust tvö börn, Benedikt
Gunnar, stýrimaður, kvæntur
Hjördísi Kröyer. Þau eiga þrjá
syni. — Og Hjördísi, sem gift er
Kristni Stefánssyni. Þau eiga
þrjár dætur. — Auk þess á
Hjördís son, sem ber nafn afa
síns, Guðmundur Þórður. — Hann
var á heimili afa síns og ömmu
ásamt móður sinni uns hún stofn-
aði sitt eigið heimili. Var mikill
kærleikur með nöfnunum. Var
reyndar svo alla tíð með Guð-
mundi og öllum barnabörnunum.
— Hann ,var að eðlisfari mjög
barngóður maður og þess hafa
börn okkar hjóna notið í ríkum
mæli.
Geirlaug og Guðmundur fluttu
af Bókhlöðustíg í Vesturbæinn, að
Steinum, þar sem Guðmundur var
fæddur, sem fyrr segir. — Þar
bjuggu þau í 15 ár. — En undan-
farin 16 ár hafa þau búið að
Álftamýri 36.
Ég hef aðeins stiklað á sára-
fáum minningum um vin minn
Guðmund. Þar er af svo miklu að
taka að erfitt er að velja hvað
nefna skuli og hverju sleppa,
þegar haft er í huga að við
Guðmundur höfum verið vinir frá
því á bernskuárum okkar vestur á
Bráðræðisholti og að 40 ár eru
liðin frá því við tengdumst fjöl-
skylduböndum — er við urðum
svilar.
Á kveðjustund sendum við hjón-
in og börn okkar innilegar samúð-
arkveðjur til Geirlaugar og fjöl-
skyldu hennar. Þökkum Guð-
mundi fyrir samfylgdina. — Það
er nokkur huggun harmi gegn að á
langri leið hefur okkur aldrei
orðið sundurorða hvað þá meir.
Baldur Jónsson
Canon
Ijósritunarvélar í sér flokki bæöi
verö og gæöi!
Þaö keppir engin viö CdllOll
Ef þessari staöreynd er ekki trúaö þá vinsamlega
hafiö samband við okkur, komiö, skoöiö og sannfær-
ist.
Verslið við fagmenn.
Sala, áþyrgö og þjónusta:
SKRIFVÉLIN HF Suðurlandsbraut 12.
Sími 85277 — 85275.
Minning — Ólafur
Haraldur Kjartansson
Collonil
vernd fyrir skóna,
leðrið, fæturna.
Hjá fagmanninum.