Morgunblaðið - 13.09.1981, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1981
Minning:
Dagbjört Guðbrandsr
dóttir bankafulltrúi
Kvoðja Irá starfsíólki
Íltvojísbanka íslands.
Á morKun fer fram útför Dag-
hjartar Guðbrandsdóttur frá
Dómkirkjunni í Reykjavík. Hún
andaðist í sjúkrahúsi hér í borg
aðfararnótt sunnudansins 6. sept-
ember síðastliðinn eftir erfiða og
þungbæra sjúkdómsbaráttu, er
hún hafði af æðruleysi o« miklum
sálarstyrk háð að undanförnu.
Dagbjört fæddist í Vestmanna-
eyjum 15. mars 1927, dóttir hjón-
anna Kristínar Ólafíu Einarsdótt-
ur og Guðbrandar Guðmunds-
sonar, verkamanns.
Hún ólst upp í Reykjavík,
stundaði nám í Verzlunarskóla
íslands og lauk þaðan fullnaðar-
prófi 1946.
Ég hef til frásagnar kennara og
samnemendur Dagbjartar í Verzl-
unarskóla íslands. Ber öllum sam-
an um að hún hafi verið gædd
góðum námsgáfum og verið frá-
bær skólafélagi á gleðistundum og
við úrvinnslu vandamála.
Ég kynntist Dagbjörtu þegar
hún hóf störf í Útvegsbanka ís-
lands 15. maí 1946, en þar starfaði
hún nær óslitið til æviloka. Vin-
átta okkar og samstarf var ein-
lægt og snurðulaust alla tíð. Það
var sönn lífsfylling að þekkja
Dagbjörtu Guðbrandsdóttur. Hún
var glaðvær og góðsinnug. Vann
störf sín af stakri samviskusemi
og hollustu í garð stofnunarinnar,
sem hún bar hlýjan hug til.
Dagbjört Guðbrandsdóttir tók
mikinn og virkan þátt í starfsemi
og áhugamálum Starfsmannafé-
lags Útvegsbankans og vann mál-
efnum þess af einlægni og óeigin-
girni.
Öllu starfsfólki Útvegsbanka Is-
lands þótti vænt um Dagbjörtu
Guðbrandsdóttur og mun sakna
hennar sáran.
Hún giftist Björgvin Torfasyni
skrifstofumanni í Reykjavík 22.
apríl 1950. Hann andaðist í des-
ember síðastliðnum.
Þau eignuðust tvær dætur,
Kristínu, sem er gift Kára Kaaber
skrifstofumanni í Reykjaík og
Katrínu, í móðurranni.
Mikil sorg og söknuður fyllir
hug og hjörtu okkar vina Dag-
bjartar á kveðjustundu, en í
þakklátri minningu mun mynd
hennar aldrei verða afmáð.
Sárastur er þó söknuður systr-
anna tveggja, er séð hafa að baki
foreldranna beggja á tæpu ári.
Guð styrki þær.
Blessuð veri minning Dagbjart-
ar Guðbrandsdóttur.
Adolf Björnsson
í annað sinn haustar að á
skömmum tíma. Fjölskylda Dag-
bjartar Guðbrandsdóttur og
Björgvins Torfasonar hefur orðið
fyrir sárum harmi. „Mamma er
dáin — mamma dó í nótt." Það er
Katrín Björgvinsdóttir sem segir
þetta hljóðlát í símann fyrsta
sunnudagsmorgun í september.
Sólardagur og grasið aldrei svo
dimmgrænt sem nú, áður en það
verður næturfrosti að bráð. Dauð-
inn í válegri návist, — vinur
hniginn til moldar.
Dagbjört Guðbrandsdóttir lést í
Landakotsspítala aðfaranótt
sunnudags 6. september eftir
stutta en stranga sjúkdómslegu.
En fyrir réttum níu mánuðum
hafði hún á öðru sjúkrahúsi setið
við dánarbeð eiginmanns síns,
Björgvins Torfasonar.
Nú, við þessi tímamót í lífi og
dauða, hvarflar hugurinn til Eyja,
er við Björgvin, ungir sveinar,
eyddum saman löngum dögum, og
önnur Katrín, móðir hans, látin
um aldur fram. Eftir stóð Torfi í
Áshól með barnahópinn, systkinin
fjögur.
Oft biðum við saman á Bæjar-
bryggjunni síðla dags og fram
eftir kvöldi eftir því að „Gammur-
inn“ kæmi að landi með pabba og
björg í bú. Það brást ekki. Torfi
vatt sér upp á bryggjuna og
heilsaði hlýlega drengnum sínum
og vini hans. I hugum lítilla snáða
voru svona menn hetjur hafsins og
fleyið þeirra glæsiskip, samt varla
nema stór yfirbyggð trilla, innan
við 10 tonn.
Þessi ár, milli kreppu og stríðs,
voru árin okkar ógleymanlegu.
Ekki alltaf setið við allsnægta-
borð. En við félagarnir mættum
þó snurfusaðir og stroknir í
barnaskóla hjá Páli Bjarnasyni og
Halldóri Guðjónssyni og síðar í
gagnfræðaskóla hjá Þorsteinun-
um tveimur: Víglundssyni og Ein-
arssyni. Þetta voru glöð æskuár
við nám, leik og skátastarf.
Og brátt lýðveldi á Islandi á ný,
1944.
Fórum „suður" — komnir til
höfuðstaðarins í leit að þekkingu,
annar í prentverki í Isafold, hinn
til náms í Verslunarskóla Islands,
en báðir til húsa úti við Klambra-
tún, að Guðrúnargötu 9, hjá þeim
sæmdarhjónum Sigríði Einars-
dóttur og Þorbirni í Borg.
Dagga og Björgvin kynntust í
Verslunarskóla íslands. Og það er
mér í fersku minni hvernig æsku-
ástin blómstraði þessi ár, en
einlægni einkenndi strax þeirra
kynni. Var það ekki ég sem var
rómantískari? Nei, það átti fyrir
Begga mínum að liggja að sýna
hvernig ástin dafnar, — þarna var
hún holdi klædd komin yfir Norð-
urmýrina í heimsókn á Guðrún-
argötu. Hún heitir Dagga.
Lýðveldið var enn á barnsaldri
þegar Dagga og Björgvin gengu í
hjónaband hinn 22. apríl 1950, og
þeir þrír áratugir, sem þau áttu
hvort annað, einkenndust þeirra í
millum af ást og virðingu og
trausti. Það var Björgvin ómetan-
leg gæfa að eignast lífsförunaut
sem Dagga var. Björgvin Torfason
lést hinn 11. desember 1980. Bless-
uð sé minning hans.
Og nú hefur Dagga einnig kvatt
okkur samferðafólkið.
Sá, sem þessar línur ritar,
vottar dætrunum, mökum þeirra
og börnum samúð og hluttekn-
ingu, svo og öðrum aðstandendum.
Börn Döggu og Björgvins eru
Kristín, bókasafnsfræðingur, sem
gift er Kára Kaaber, en þau eiga
tvo drengi, og Katrín, nemandi í
Háskóla Islands.
Dagbjört Guðbrandsdóttir, sem
á morgun verður kvödd hinstu
kveðju af fjölskylduvinum, vensla-
^ Bílar sem
standast
hverja raun.
TOYOTA
LANDCRUISER
HARDTOP
Bíll sem hefur fengið viðurkenningu um allar
heim fyrir styrkleika og gæði.
Vinnuhestur til að nota hvenær sem er í hvað serr
er, enda lítið breyttur í 20 ár nema ávallt tæknilega
fullkomnari. 4ra cyl. diesel vél 4ra gíra.
Til afgreiðslu nú þegar ^39660-
«TOYOTA
UMBOÐIÐ
NÝBÝLAVEGI 8
KÓPAVOGI SÍMI 44144
UMBOÐIO Á AKUREYRI: BLÁFELL S/F OSEYRI 5A — SlMI 96-21090
fólki og samstarfsmönnum, hefur
sýnt okkur hetjulegt fordæmi og
aðdáanlegan viljastyrk í veikind-
um manns síns á síðastliðnu
hausti og þá ekki síður í sínum
erfiða sjúkdómi.
Það var ávallt til óblandinnar
ánægju þegar nafni Döggu brá
fyrir í umfjöllun í Útvegsbankan-
um, en þar starfaði hún um
áratuga skeið af þeirri kostgæfni,
sem drengskaparfólki er gefið. Og
mér hlýnaði um hjartarætur um
daginn, þegar ég færði til gjörðar-
bókar að Döggu og nokkrum
samstarfsmönnum hennar hefði
hlotnast örlítill vegsauki innan
stofnunarinnar.
En nú er tregablandin kveðju-
stund.
Dagbjört Guðbrandsdóttir verð-
ur jarðsett á morgun i Fossvogs-
kirkjugarði við hlið eiginmanns
síns.
Góðir guðir varðveiti hvílu
þeirra.
Arnbjörn Kristinsson
..Daudinn má svo með sanni.
samlíkjast. þykir mér.
slynKum þoim sláttumanni.
som slær allt hvað fyrir or:
Krosin »k jurtir granar.
ulóandi hlómstrió frítt.
reyr. stór sem rtwir vænar
reiknar hann jafnfánýtt.**
(III*-)
Á morgun, mánudag, verður til
moldar borin kona sem margir
trega fyrir mannkosta sakir.
Vegir okkar lágu saman fyrir
réttum fjörutíu árum, er við
hófum nám í undirbúningsdeild
Verzlunarskóla íslands. í fimm
vetur vorum við bekkjarsystur og
lukum verzlunarprófi úr 4. bekk
vorið 1946. Samfylgd okkar í lífinu
var þó ekki lokið því við urðum
„saumaklúbbsvinkonur", sjö
bekkjarsystur, og lifir sá sauma-
klúbbur enn góðu lífi.
Dagbjört fæddist í Vestmanna-
eyjum og var skírð í kirkjunni þar.
Var hún elzt fjögurra bama hjón-
anna Kristínar Einarsdóttur og
Guðbrandar Guðmundssonar.
Hófu þau búskap sinn í Eyjum en
fluttu til Reykjavíkur árið 1928.
Kristín, móðir Dagbjartar, var
dóttir Einars Eiríkssonar, bónda á
Helgastöðum í Biskupstungum.
Var til þess tekið hve fagra
söngrödd Einar hafði. Var hann
og orðlagt prúðmenni. Móðir
Kristínar var Margrét Sigmunds-
dóttir frá Iðu. Var hún komin út
af Illuga smið sem var frægur
maður á sinni tíð og kallaður
„Skálholtssmiður“.
Guðbrandur, faðir Dagbjartar,
var sonur hjónanna Guðmundar
Einarssonar, steinsmiðs, frá
Helgastöðúm í Biskupstungum og
Dagbjartar Brandsdóttur, er síð-
ast bjuggu að Baldursgötu 22 í
Reykjavík. Dagbjört var ættuð af
Mýrum en ólst upp með móður
sinni að Skildinganeskoti við
Reykjavík. Var hún þremenningur
við Geir rektor Zoéga. Hlóðst
mikil ómegð á Guðmund og Dag-
björtu og var Guðbrandi kornung-
um komið í fóstur til hjónanna
Gríms Einarssonar og Kristínar
Gissurardóttur að Syðri-Reykjum
í Biskupstungum. Dvaldi hann þar
til 15 ára aldurs.
Kristín og Guðbrandur áttu
hvort sinn soninn er þau giftust,
Gústaf Ófeigsson, sem kvæntur er
Ásdísi Helgadóttur, og Helga
Guðbrandsson, sem kvæntur er
Margréti Friðleifsdóttur. Alsystk-
ini Dagbjartar heitinnar eru Ein-
ar, kvæntur Ernu Egilsdóttur,
Margrét, gift Guðmundi Sveins-
syni, skipstjóra á Akranesi, og
Sigrún, sem gift er sænskum
manni, Olle Nilsson, og búa í
Billingsfors í Svíþjóð.
Það hafa heilladísir staðið við
vöggu teipunnar sem fæddist í
Vestmannaeyjum í marz 1927 og
það er fátt ofmælt sem sagt er um
hana látna. Hún var barn fátækra
foreldra á veraldarvísu en hún
hafði alla reisn höfðingjans. Þótt
langlífisdísin hafi ekki verið mjög
örlát við hana þá voru hinar
dísirnar þeim mun örlátari. Sann-
leikurinn um persónu Dagbjartar
Guðbrandsdóttur myndi teljast
oflof um flesta. Hún kunni alla
ævi fótum sínum forráð, var