Morgunblaðið - 13.09.1981, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1981
37
grandvör í bezta lagi, skapgóð og
glaðlynd, bindindissöm, nægjusöm
og góðgjörn, bjartsýn og fámál um
einkahagi. I hópi okkar vinkvenn-
anna var hún sú sem ósparlegast
var leitað ráða hjá um hvaðeina.
Hún var möndullinn í hópnum.
Þann 22. apríl árið 1950 giftist
Dagbjört bekkjarbróður sínum úr
Verzlunarskólanum, Björgvin
Torfasyni frá Vestmannaeyjum.
Bjuggu þau nær allan sinn búskap
að Eskihlíð 8A í Reykjavík. Eign-
uðust þau tvær dætur, Kristínu,
bókasafnsfræðing, fædda 5.10
1950 og Katrínu, fædda 26.2. 1959.
Maður Kristinar er Kári Kaaber,
sölumaður og eiga þau tvo syni,
Björgvin og Birgi. Katrín er við
nám í Háskóia Islands. Björgvin
lézt fyrir tíu mánuðum eftir
skammvinn en erfið veikindi.
Guð blessi Döggu og Björgvin,
og ég þakka þeim samfylgdina.
Aðstandendum votta ég dýpstu
samúð.
Rannveig Tryggvadóttir.
Með örfáum orðum viljum við
vinkonur og skólasystur Döggu
votta henni þakklæti okkar fyrir
órofa tryggð og vináttu í meira en
fjörutíu ár.
Þegar litið er til baka, eru
fjörutíu ár langur tími, en þó
alltof stuttur, þegar hugsað er til
liðinna samverustund.
Það er vart hægt að hugsa sér
hópinn okkar án hennar. Hún var
sú sterka, sú sem leysti vandamál-
in stór og smá, sú sem kunni að
gleðjast með glöðum og hug-
hreysta þá, sem erfitt áttu, hún
var hrein og bein, hún var góð
kona.
Við kveðjum hana með virðingu
og þakklæti fyrir allt það, sem
hún hefur verið okkur og engin
orð megna að lýsa. Söknuður
okkar er sár, en við vitum að hún á
góða heimkomu hinum megin.
Dagga giftist skólabróður
okkar, Björgvini Torfasyni frá
Vestmannaeyjum, árið 1950.
Hjónaband þeirra var einstaklega
farsælt. Björgvin veiktist í sept-
ember fyrir ári og lést 11. desem-
ber sama ár. Megi Guð blessa
endurfundi þeirra nú.
Dætrum þeirra Kristínu og
Katrínu, tengdasonum og dóttur-
sonum vottum við innilega samúð
og biðjum Guð að styrkja þau.
Vinkonur.
Vel
heppnuð
F áksf erð
um Noreg
Hestamannafélagið Fákur
efndi til hópferðar á Evrópumót-
ið í Larvik og var tekin á leigu
flugvél frá Flugleiðum sem tók
164 farþega. Ekki var þó fyrir-
greiðsla flugféiagsins betri en
svo að 16 sæti í vélinni voru
yfirbókuð þegar ganga átti um
borð og var sá hluti hópsins er
eftir varð að fara í gegnum
Kaupmannahöfn til Oslóar.
Var farið frá Keflavík árla dags,
26. ágúst en þar gisti meginhluti
hópsins eina nótt en síðan í Larvík
á 5 hótelum næturnar á meðan á
mótinu stóð.
Á sunnudagskvöld þegar EM
var lokið var haldið af stað á þrem
bílum 5 daga hringferð um vestur-
hluta Noregs. Gist var í bæjunum
Geilo, Balestrand, Loen, þar sem
verið var tvær nætur og í Geirang-
er en þaðan var farið í einum
áfanga til Oslóar og gist þar eina
nótt og haldið heim að kvöldi 5.
september. Þessi hópferð var í alla
staði mjög vel heppnuð. Bjartviðri
og veðurblíða hélst allan tímann
jafnt á mótinu sjálfu sem í
ferðinni um Noreg. Gist var á
úrvals hótelum og veislukostur
fram reiddur í mat og drykk.
Fararstjórarnir Ragnar Tóm-
asson, Hjördís Björnsdóttir og
Björg Valgeirsdóttir skipulögðu
ferðina, einnig var leitað til
norskrar ferðaskrifstofu um fyrir-
greiðslu og tilhögun fararinnar.
Þótt Fákur stæði fyrir þessari
ferð voru þátttakendur víðsvegar
að af landinu eins og í ferðinni til
Hollands, en sú ferð heppnaðist
einnig vel. Þökk sé stjórn Fáks
fyrir að beita sér fyrir þessum
vina- og landkynningarferðum í
sambandi við Evrópumótin.
Sig. Sigm.
t
Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
PÁLL ÞORSTEINSSON
frá Hofi f Öræfum.
Hofgörðum 24, Seltiarnarneai,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 14.
sept. kl. 10.30. f.h.
Sigrún S. Pálsdóttir, Guömundur I. Ingason,
Gunnar H. Pálsson, Sesselja G. Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t Útför móöur okkar og tengdamóöur.
ÓLÍNU EYJÓLFSDÓTTUR
Stórholti 12,
fer fram frá Fríkirkjunni í Rvík þriöjudaginn 15. sept. kl. 13.30.
Eyjólfur Tómasson, Elínborg Guðmundsdóttir,
Magnus Tómasson, Olafía Tómasdóttir Meeks, Þorbjörg Eiðsdóttir,
Tómas Ó. Tómasson, Hjördis Ragnarsdóttir,
Sigmundur Tómasson, Anna S. Jensen,
Sigríóur M. Tómasdóttir, Erlingur Antoníusson.
Haustlauka-
kynning
Haustlaukarnir eru komnir. Komið í Blómaval og skoðið geysi-
fjölbreytt úrval okkar af haustlaukum. Höfum á boðstólum
mörg hundruð tegundir. T. d.105 tegundir Túlípana, 31 tegund af
Narsissum (,,Páskaliljum“) og ótal fleiri. Einnig margar tegundir
innilauka.
Kynning:
í dag kl. 2-6 munu garðyrkju-
menn kynna meðferð lauka.
Tilboð'.
Sérstök tilboð verða í gangi.
T.d.: 50stk.túlípanaráaðeins
kr. 65/- búntið
25 stk. Narsissur (páska-
liljur) á kr. 51/- búntið
48 stk. Crokusar á kr.
55/- búntið
Ráðgjöf'.
Alla daga til kl. 19 verður fagmaður
á staðnum og veitir-faglega ráðgjöf
og leiðbeiningar.
Nú er rétti tíminn að setja
niður haustlaukana. Fjölgið
anægjustundum í garðinum.
Komið við í Blomavali. Opið
alla daga til kl. 21.
t
Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og systir,
KAREN IRENE GÍSLASON
sem andaöist 5. sept. veröur jarösungin þriöjudaginn 15. sept. kl.
14 frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi.
Jón Bergmann Gíslason,
Borge Jónsson, Helga Brynjólfsdóttir,
Karen Irene Jónsdóttir, Magnús Sólmundarson,
Soffía Jónsdóttir, Jurgen Wagner,
Gíslina Jónsdóttir, Reimar Sigurósson,
Gísli Jónsson, Fríöa Guómundsdóttir,
Solveg Eek, barnabörn og barnabarnabarn.