Morgunblaðið - 22.09.1981, Side 2

Morgunblaðið - 22.09.1981, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981. Riðuveiki fundin í Rangárvallasýslu FUNDIST hofur riðuveiki í sauðfé á ha>num Lamba- felli í Austur-Eyjafjalla- hreppi. Iianiíárvallasýslu. að því er sauðfjársjúk- dómanefnd tilkynnti í ua>r. Riðuveiki hefur ekki áður komið upp í Ranjíár- K.* * vallasýslu. Einniif hafa fundist ný tilfelli kýla- veiki á nýjum stöðum utan Ytri-Ransár. Af þessum sökum hefur verið ákveðið að herða á vörn- um gegn sauðfjársjúkdómum í Rangárvallasýslu. Fréttatil- kynning Sauðfjárveikinefndar var annars svohljóðandi: „Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Lambafelli í Aust- ur-Eyjafjallahreppi, Rangár- vallasýslu, en hún hefur ekki komið upp í Rangárvallasýslu áður. Einnig hefur kýlaveiki fundist á nýjum stöðum utan Ytri-Rangár. Því hefur verið ákveðið að herða á vörnum gegn sauðfjársjúkdómum í sýslunni. Er því bannað að fiytja sauðfé til lífs yfir Ytri- Rangá neðan Næfurholts, þar með talin heimtaka fjár úr réttum. Frekari aðgerðir verða ákveðnar á næstunni." Skoðun Dagblaðsins: Gunnar Thoroddsen verði áfram varaformaður FRÁ ÞVÍ núverandi ríkisstjórn var mvnduð oj{ DaKblaðið tók afst()ðu með henni ok aðferð þeirri. sem dr. Gunnar Thor- oddsen beitti við stjórnarmynd- unina. hefur hlaðið oftar en einu sinni sett fram ok túlkað sjón- armið dr. Gunnars Thoroddsens. I forystugrein Danblaðsins i kht er það la«t til. að dr. Gunnar Thoroddsen verði endurkjörinn varaformaður Sjálfsta>ðisflokks- ins á landsfundi hans i lok október. í forystugreininni er komist svo að orði til að rökstyðja óbreytt ástand í forystusveit Sjálfstæðis- flokksins: „Hvernig geta sjálf- stæðismenn komist hjá algerum Milljónasti gesturinn KLUKKAN nákvæmlega 17.25 í ga'rdag kom milljónasti gest- urinn í íþróttamiðstiiðina i Vestmannaeyjum. Reyndist það vera ung hlómarós. Lára K. Lárusdóttir. 17 ára gomul. til heimilis að Brimhólahraut 29. f.ára fékk að launum frímiða i eitt ár í íþróttamiðstöðina, sundið. sóllampann. heitu pott- ana. líkamsra-ktartima o.s.frv. I>á fa r hún einnig frítt á alla leiki og a'fingar Týs og Þúrs na-sta árið. Lára hefur verið dugleg að stunda íþrúttamið- stoðina og koma frímiðarnir því í góðar þarfir. íþrútta- miðstoðin í Eyjum hefur verið starfrækt í rúm 5 ár og hefur aðsókn verið sérstaklega góð eins og þessi frétt her með sér. I.jósm. Mbl. Terfi llaraldsson. klofningi flokksins við núverandi aðstæður? Geir hyggst halda formennsku áfram, að minnsta kosti í tvö ár enn. Að svo komnu gæti sú leið verið sjálfstæðis- mönnum hagstæðust, til að kom- ast hjá algerum klofningi, að Gunnar héldi áfram sem varafor- maður og hans stuðningsmenn héldu sínum stöðum óbreyttum. Slíkt óbreytt ástand, „status quo“, væri að minnsta kosti vænlegra en hitt, sem nú stefnir í, að Geirs- menn noti meirihlutaaðstöðu á landsfundi til að knésetja and- stæðinga sína. Við óbreytt ástand væri alla- vega haldið voninni um, að síðar meir gætu hinir ósáttu armar náð samkomulagi. Stjórnmálaástandið breytist stöðugt. Þær aðstæður gætu skapast, að grundvöllur yrði á ný til einingar í Sjálfstæðis- flokknum." Mikið fjolmenni var við messu i Akureyrarkirkju, er séra Pétur Sigurgeirsson, nýkjörinn biskup. kvaddi Söfnuð sinn. Ljósm. Sverrir Pálsson. Akureyrarprestakall: Séra Pétur Sigurgeirsson kvaddur eftir 34ra ára starf Akurryri. 21. spptembor. 1981. SÉRA PÉTUR Sigurgeirsson. yígslubiskup. nýkjörinn biskup íslands. kvaddi söfnuði sína við guðsþjónustur i kirkjum Akur- eyrarprestakalls í gær. Mess- urnar hófust í Akureyrarkirkju klukkan 11 og í Logmannshlíð- arkirkju klukkan 14. Mikill mannfjöldi var viðstaddur til að kveðja prest sinn. og votta honum virðingu og þakklæti, þannig að ekki aðeins var hvert sæti skipað. heldur urðu margir að standa. Að lokinni messugerð í Akur- eyrarkirkju talaði Gunnlaugur P. Kristinsson, formaður sókn- arnefndar Akureyrarkirkju, fyrir hönd beggja sóknarnefnd- anna, ávarpaði vígslubiskups- hjónin, og tilkynnti að nefndirn- ar hefðu ákveðið að láta mála málverk frá Akureyri og færa þeim hjónum að gjöf og skyldu þau ráða fyrirmyndinni, og kjósa málarann. Síðan talaði Sigurður Jóhannesson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, og af- henti hjónunum áritað eintak af Skarðsbók frá bæjarstjórn. Séra Pétur þakkaði gjafir og hlýjar óskir, og árnaði Akureyringum allra heilla og blessunar. Síðdegis var efnt til kaffi- Séra Pétur Sigurgeirsson og kona hans, frú Sólveig Asgeirsdóttir samsætis til heiðurs séra Pétri og konu hans, frú Sólveigu Ás- geirsdóttur, í Sjálfstæðishúsinu á vegum Bræðrafélags, Kvenfé- lags og Æskulýðsfélags' Akur- eyrarkirkju, kirkjukóra og starfsmanna Akureyrar- og Lög- mannshlíðarkirkna, og kirkju- garða. Veislustjóri var séra Birgir Snæbjörnsson. Þar voru margar ræður fluttar, mikið sungið og vígslubiskupshjónin leyst út með gjöfum. Séra Pétur Sigurgeirsson var vígður aðstoðarprestur séra Friðriks J. Rafnars 23. febrúar 1947 og kosinn prestur í Akur- eyrarprestakalli í maí 1948. Hann hefur því þjónað hér samfellt í 34 ár, lengur en nokkur annar prestur til þessa - Sv.P. Útlit fyrir að nóg fóður verði fyrir hendi í vetur BRÉF írá oddvitum hvaö- anæva að af landinu eru nú að herast til Fóður- birKðanefndar sem skipuð var 20 ágúst sl., er greina frá ástandi hverrar sveitar fyrir sík í fóðurhirjíðamál- um eins og þau verða þegar slætti íýkur. Að sögn Jónasar Jónsson- ar, búnaðarmálastjóra sem sæti á í nefndinni er ljóst að ástandið er ekki nógu gott í vissum landshlutum. Sagði Jónas að ekki væri komið neitt heildaryfirlit yfir fóð- urbirgðir í landinu, en þau svæði sem verst virðast vera úti eru á Vesturlandinu. T.d. Barðastrandarsýslurnar og á sunnanverðu Snæfellsnesi og einnig vissir hlutar í Borg- arfirði. Þá eru og nokkrir bæir á suðurlandsundirlend- inu sem virðast vera verst úti. . - Sagði Jónas þó að þetta væri heldur betra útlit en menn óttuðust ef á heildina er litið þannig að það verða engin stórvandræði. Lítur út fyrir að verði nóg fóður fyrir hendi í vetur en útlit er fyrir að nokkrir verði að kaupa hey. Sagði Jónas að ennþá væru stöku bændur sem ekki væru enn búnir að bjarga öllu sínu heyi, en yfirleitt er heyskap lokið. Hann sagði að það væri langt frá því að vær: meðalheyskapur á Suður- landi, en átti hann von á al það bjargaðist þar sem menr áttu víða fyrningar. Sagð hann að heildarheyforði yrð minni en í meðallagi þar sem kalið var svo mikið. Hej verða sennilega slæm i nokkuð stórum hluturr landsins og verri en í fyrra. Góðar sölur ytra VERÐ Á fiskmörkuóum í Bretlandi og í Þýzkalandi hefur batnai mikið siðustu daga. í gær seldu tvö skip í Bretlandi og eitt Þýzkalandi og fengu tvö þeirra mjög gott verð, en eitt sæmilegt. Jón Þórðarson frá Patreksfirði seldi 54,3 lestir í Grimsby fyrir 37.500 pund eða 526 þús. kr. Meðalverð á kíló var kr. 9,72. Þess má geta að meðalverð fyrir stóran þorsk úr farmi Jóns Þórðarsonar var kr. 11,83, en meðalverð fyrir smáþorsk var kr. 8,64. Þá seldi Hamar frá Rifi í Fleetwood alls 43,8 lestir fyrir 321.500 kr. Meða verð fyrir kíló var kr. 7,34. Sku togarinn Bessi frá Súðavík seli svo 41,4 lestir, sem var aðeir hluti af afla skipsins, í Þýzkalam fyrir 352.700 kr. og var meðalveri ið kr. 8,52 sem er eitt hæsta vei sem fengist hefur fyrir karfa langan tíma í Þýzkalandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.