Morgunblaðið - 22.09.1981, Page 5

Morgunblaðið - 22.09.1981, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981 5 (Ljósm. Mbl. Kristján) Frá vigsluathöfninni sl. sunnudag. Frá vinstri: Kristinn Ágúst FriAfinnsson, Hanna Maria Pétursdóttir, herra Sigurbjörn Einarsson, séra Gisli Kolbeins, Agnes M. Sigurðardóttir og Guðni bór Ólafsson. 45 sek. löng fréttamynd af skipbrotsmönnum: Kostaði sjónvarpið um 10 þús. krónur SJÓNVARPIÐ sýndi fyrstu íréttamyndina. sem hingað kemur um Skyggni og gervihnött. á sunnudagskvöldið. bað var 45 sekúndna löng mynd frá landgöngu skipbrotsmannanna af Tungufossi. og sagði Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóri Sjónvarps í samtali við Morgunblaðið í ga‘r. að kostnaður na-mi rúmlega 10 þús. krónum við móttöku á myndinni. Töluna sagði hann að visu ekki alveg nákva ma. en það sama þyrfti að greiða fyrir svona stutta fréttamynd. og fyrir tíu minútna móttöku. þar sem um er að ra>ða sérstakt byrjunargjald eða „startgjald“. Pétur sagði ekkert ákveðið um loft, en það er hnötturinn Inter- framhaldið, þetta væri aðeins undantekningartilfelli. Sjón- varpið sagði hann enn ekki tilbúið til að taka á móti mynd- um daglega, og kæmi þar eink- um þrennt til: Nauðsynlegur tækjabúnaður væri ekki fyrir hendi, fyrir slíkt daglegt sam- band. Þá væri rekstrarkostnaður svo mikill að hækka yrði afnota- gjöld um 9%. í þriðja lagi væri gervihnöttur sá er nota á í framtíðinni, enn ekki kominn á sat 5, sem kominn verður á braut í febrúar á næsta ári. Þá sagði Pétur það einnig rétt, að enn væri varla hægt að taka á móti myndum af þessu tagi nema á sunnudögum, vegna anna í upptökusölum. Enn er því nokkuð í land, þar til fastar fréttasendingar frá útlöndum koma á skjái íslenskra sjón- varpsáhörfenda, en myndin á sunnudag sýnir þó að það er hægt. Síðasta prestvígsla herra Sigurbjörns Hijémpiata Messotorte: Frá vinstri: Sveinn Einarsson. bjóðleikhússtjóri, Robin Don, leik- myndahönnuður og Benedikt Árnason, leikstjóri. (Ljósm. Mbi. ól.K.M.) „Hótel Paradís“ frumsýnt á föstudag FYRSTA frumsýning leik- ársins í Þjóðleikhúsinu þetta haust verður næst- komandi föstudagskvöld. Þá kemur á fjalirnar farsi eftir Frakkann Georges Feydeau, sem sumir hafa titlað meistara gaman- leikjanna. Þetta verk nefn- ist „Hótel Paradís“ í ís- lenskri þýðingu Sigurðar Pálssonar, en áður hafa m.a. verið sýnd verkin „Fló á skinni“ og „Hvað varstu að gera í nótt?“ eftir sama höfund, bæði við miklar vinsældir. Hótel Paradís er óvirðulegt hót- el í París um aldamótin síðustu og þar gerast ótrúlegustu hlutir, en sagt hefur verið um gamanleiki Feydeaus að þeir fjalli um þann skoplega hrylling sem venjulegt fólk lendir í er það eltist við fánýti og hégóma, einkum ef það vill halda þeim eltingaleik leyndum fyrir sínum nánustu. Leikstjóri er Benedikt Árnason, en leikmynd og búninga gérir breskur leikmynda- hönnuður, Robin Don, en hann er mikils metinn í heimalandi sínu og hefur hróður hans einnig borist út um heim, enda hefur hann m.a. unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir verk sín. Það er Kristinn Daníelsson sem sér um lýsinguna, en með helstu hlutverk fara: Róbert Arnfinnsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Bessi Bjarnason, Þóra Friðriksdóttir og Árni Tryggvason. Ung leikkona, Sigrún Edda Björnsdóttir, fer einnig með hlutverk í þessu verki, og er það í fyrsta sinn sem hún leikur í Þjóðleikhúsinu. Að sögn Sveins Einarsson, Þjóðleikhússtjóra, er sala aðgangskorta að sýningum vetrarins langt komin og síðustu forvöð fyrir fólk að verða sér úti um þau nú um helgina. SL. SUNNUDAG vígði biskup íslands, herra Sig- urbjörn Einarsson, fjóra guðfræðinga til prests- starfa í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þetta var síð- asta prestsvígsla herra Sig- urbjörns, en hann lætur af störfum um næstu mán- aðamót. Hefur herra Sigur- björn alls vígt 85 presta frá því hann varð biskup, sunnudaginn 21. júní árið 1959, en fyrstu prestsvígslu sína framkvæmdi hann daginn þar á eftir og vígði þá séra Ingþór Indriðason prest í Kanada. Vígsluþeg- arnir, Agnes M. Sigurðar- dóttir, Guðni Þór Ólafsson, Hanna María Pétursdóttir og Kristinn Ágúst Frið- finnsson, hlutu vígslu sam- kvæmt hinni nýju helgi- siðabók kirkjunnar, sem tekin var í notkun í vor. 5. vinsælasta platan í diskótekum í London HLJÓMPLÖTU hljómsveitarinnar Messoforte hefur verið mjög vel tekið i Bretlandi, en þar kom platan út fyrir rösklega viku. Ber platan nafn hljómsveitarinnar, „Messoforte“, og eru á henni frumsamin lög eftir iiðsmenn hljómsveitarinnar. Platan, sem er án söngs, kom út hér á landi fyrir síðustu jól og heitir islenska útgáfan í hakanum. — Útgefandi hérlendis og í Bretlandi eru Steinar hf. Áður en plötur koma á markað sölu. — Messofortemenn hafa að í Bretlandi eru þær sendar til kynningar í útvarpsstöðvar og á diskótek. Fljótlega eftir að Messoforteplatan kom síðan í verslanir, var hún komin í 8. sæti yfir vinsælustu og mest leiknu plöturnar á diskótekum í Lon- don. Síðustu fréttir herma að hún hafi nú færst upp i 5. sæti, að því er Steinar Berg Isleifsson, eigandi Steina hf., sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Sagðist Steinar Berg vera bjartsýnn á gengi plötunnar, en varaði þó við of mikilli bjartsýni. íslendingar hefðu áður gert sér miklar vonir á erlendri grund, er ekki hefðu ræst. Minnti hann einnig á að röð vinsældalistans táknaði ekki undanförnu verið í Bretlandi við að kynna plötuna, og einnig eru þeir að taka upp nýja plötu, sem á að koma út hér fyrir jól, og síðan í Bretlandi skömmu eftir áramót. Þá sagði Steinar Berg að ýmis- legt fleira væri á döfinni, til dæmis hefur þekkt jasshljóm- plötufyrirtæki í Bandaríkjunum boðið Messoforte samning þar, en það fyrirtæki gaf t.d. út plötu Árna Egilssonar fyrir nokkrum misserum. Hljómsveitina Messo- forte skipa Friðrik Karlsson, Eyþór Gunnarsson, Björn Thor- arensen, Jóhann Ásmundsson og Gunnlaugur Briem. W ^ • Reimdrifinn W ^ w * Rafeinda \ móttökumælir. # LM, MW og FM bylgjur. mDOLBY fyrir betri upptökur. • Útgangsorka 2x20 SINUS Wött v/4 Ohm. I. ... SHARP SG-1H/HB: Klassa steríó samstæöa meö hátalara, í,,silfur“' eða ,,brons“ útliti. Breidd 390 mm. Hæð 746 mm / 373 mm. Dýpt 330 mm. Rafeinda "Topp” SHARP CP-1H/HB: • Rafeinda /V1ETAL Hátalarar, bassa og diskant styrkmæiir. stillin9 fyrir metai 25 Watta í ,,silfur“ eöa kassettur „brons“ útliti. Allt settiö, verö kr.: kassettur. Breidd 220 mm Hæð 373 mm Dýpt 38 3 mm. Allt settiö, verö kr.: 6.320.00. HLJÓMTÆKJADEILD =11 LAUGAVEGI 66 SÍMI 25999 Útsölustaðir: Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík — Portið Akranesi — Eplið Isafirði — Álfhóll Siglufirði — Cesar Akureyri — Hornabær Hornafirði — Eyjabær Vestmannaeyjum — M.M. h/f. Selfossi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.