Morgunblaðið - 22.09.1981, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981
13
koma í ljós. Það hefur ábyggilega
mikið að sejya í þessu öllu að gera
sem mest og bezt fyrir aðra.
Maður hefur nú verið í þessum
akstri í 65 ár og yfirleitt hef ég
aðeins kynnst góðu fólki sem
hefur haldið sínu lífi á réttri
stefnu. Mangi Guðjóns hefur ekki
verið í neinum vandræðum með að
kynnast fólki og skila því á réttan
stað.
Það hefur hjálpað mér í lífinu
að ég er svo rómantískur þó ég sé
enginn listamaður. Ég hef gaman
af að skoða byggingar og annað
sem er fagurt og mitt ráð er að
menn skili góðu verki og trúverð-
ugu starfi, í friði og sælu. Ef það
þarf að laga eitthvað þar sem
menn fara um þá eiga þeir að laga
það.“
„Þú minntist á drauma, ertu
berdreyminn?"
„Mig dreymdi algjörlega fyrir
Straumsvíkinni, það var liklega
árið 1903. Mig dreymdi að tvö skip
komu inn á Straumsvíkina og
lögðust þar og fólk allt varð yfir
sig hrætt og hélt að þar færu
Tyrkir á ferð. Allir flúðu, en mér
fannst svo fallegt í kringum skipin
og faldi mig því í skúta þar sem
skipsmenn lentu síðan bátum sín-
um. Þeir löbbuðu í bæinn, offiser-
ar háttsettir og verkfræðingar og
tæknifræðingar og ég fylgdist með
úr hellinum. Eftir nokkrar vanga-
veltur á staðnum héldu þeir aftur
til báta sinna og þennan draum
réði ég sem fyrirboða að byggingu
mikillar verksmiðju í Straumsvík
með skipakomum og það rættist
með byggingu álverksmiðjunnar."
Árni Johnscn
vinna. Sú hlið málanna er að
mestum hluta í höndum er-
lendra fyrirtækja, þó þau séu
skráð í eigu Islendinga. Þetta
sölukerfi er mjög dýrt og til
dæmis hækkuðu sölufyrirtækin
sölukostnaðarprósentu sína úr
10% í 12% snemma á síðastliðn-
um vetri og við þá hækkun mun
sölukostnaðurinrt hækka um
500.000 til 1.000.000 króna á
hvert frystihús í landinu á ári.
Sem fyrirmynd í útflutnings-
málum vil ég nefna útflutnings-
kerfi Dana, þar sem útflutningur
sjávarafurða er algjörlega frjáls.
Samkvæmt frásögn dansks sér-
fræðings, sem kom til íslands á
vegum Stjórnunarfélagsins,
gengur þetta kerfi snurðulaust
fyrir sig og varð maðurinn
steinhissa, þegar hann var
spurður að því, hvort hann gæti
ekki bent á einhverja sérstaka
erfiðleika, sem þetta viðskipta-
frelsiskerfi hefði í för með sér
sem slíkt."
11 i n pólitíska sam-
tryKKinK ræður Kan>ji
mála hcr hcima
En hvað með ástandið hér
heima?
„Það er staðreynd að hér er
hin pólítíska samtrygging sam-
ansúrruð í öllu sínu veldi hvað
við kemur þessum málum, krat-
arnir fá að halda forystunni í
SÍF, Framsókn stendur ekki
langt frá Sambandinu og í SH
eru kommarnir og íhaldið í einni
sæng. Það er ekki björgulegt
útlitið fyrir kerfisbaráttu ein-
staklingsins á þessu sviði. Þó má
segja að á þeim sviðum, þar sem
starfsfriður hefur fengizt, hefur
yfirleitt náðst góður árangur í
útflutningi. Við biðjum ekki um
forréttindi, einungis jafnrétti og
starfsfrið með fullum saman-
burði við aðra aðila, stóra eða
smáa.
— Baráttan er hér fyrir réttlæti
og gegn pólitískri valdníðslu.
Þessi barátta heldur áfram og
það er engin spurning um það
hvernig málið endar, heldur ein-
ungis hvenær," sagði Ottar
Yngvason.
IIG
Af stjórnar- og formannafundi Landssambands sjálfstæðiskvcnna í Valhöll. Eíri mynd frá
vinstri: Sigurlaug Bjarnadóttir, alþingismaður, Margrét Friðriksdóttur úr Keflavik. Birna
Guðjónsdóttir frá Sauðárkróki, Ilelga Guðmundsdóttir úr Ilafnarfirði, Þóra Björk
Kristinsdóttir frá Akranesi, Anna Björnsdóttir frá Siglufirði. Jósefína Gfsladóttir frá
ísafirði. Elín Pálmadóttir, varaform. og Margrét S. Einarsdóttir formaður Landssam
bandsins, Þórunn Einarsdóttir frá Selfossi, sem einnig er lengst til vinstri á neðri
myndinni. Þá kemur Björg Einarsdóttir úr Reykjavík, Steinunn Sigurðardóttir úr
Kópavogi. Freyja Jónsdóttir frá Akureyri, Svava Gunnlaugsdóttir úr Mýrarsýslu.
Kristjana Ágústsdóttir frá Búðardal. Erna Kristinsdóttir úr Hafnarfirði og Inga Jóna
Þórðardóttir, Framkvæmdastjóri í Sjálfstæðisflokknum. Á myndina vantar Soffíu
Karlsdóttur úr Keflavik.
Formannafundur
Landssambands
Sjálfstæðiskvenna
LANDSAMBAND sjálfstæðiskvenna efndi
um sl. helgi til formannafundar. en í
Landsambandinu eru 17 félög sjálfstæðis-
kvenna víðs vegar um landið. Hittist stjórn
sambandsins um morguninn, en síðdegis
formenn félaganna. ásamt stjórn.
Á fundinum var fjallað um ýmis félagsmál,
starfsmannahalds, útgáfur sem Landsambandið
hefur staðið að þ.e. Fjölskyldan í frjálsu samfé-
lagi og Auðar bók Auðuns. Lögð var fram ítarleg
greinargerð frá nefnd, sem kjörin var á lands-
þinginu með tillögum að eflingu á starfi sjálf-
stæðiskvennafélaganna, en í henni áttu sæti
Áslaug Friðriksdóttir, Hulda Valtýsdóttir og
Ester Guðmundsdóttir. Voru tillögur ræddar og
formenn munu leggja þær fyrir sín félög. Þá var
rætt um tillögur sjálfstæðiskvenna til Landsfund-
ar Sjálfstæðisflokksins og kosin nefnd til að vinna
að þeim. Og miklar umræður urðu um rýra stöðu
kvenna í áhrifastöðum í þjóðfélaginu á vegum
flokksins og hugmyndir til úrbóta, Var samþykkt
tillaga með áskorun til miðstjórnar um það mál.
VOLVCfé?-
Meira úrval en nokkru sinni íyrr! ?
VOLVO
Nú hefur Veltir á boðstólum íleiri
gerðir aí Volvo íólksbiíreiðum og á
betra verði en nokkru sinni fyrr. Eins
og verðlistinn ber með sér er breidáin
mjög mikil, en hvergi er þó slakað á
kröfum um öryggi. Volvo öryggið er
alltaí hið sama. Verðmunurinn er
hins vegar íólginn í mismunandi
stœrð, vélaralli, útliti og íburði, og t.d.
eru allir 240 bílarnir með vökvastýri.
Verðlistinn er miðaður við gengi ís-
lensku krónunnar 15. sept. 1981, ryð-
vöm er innifalin í verðinu.
Hafið samband við sölumenn okkar
VELTIH HE
Soðurlandsbraut 16 • Simi 35200
Verd 103.300