Morgunblaðið - 22.09.1981, Page 17
MORGUNBLÁÐÍb!'í>RIÐJtlÓ'ÁfeítLK22. SEPTEMBER 1981
17
IlallKrimur Ilauksson, 2. stýri- Ilallur IlelKason. 3. vélstjóri.
maAur.
Steinar HelKason, 2. vélstjóri. ' Theodór Ilansen. háseti.
RN.I..L
wm
Símamynd AP.
Maurice Hutchens, skipstjóri björKunarbátsins, annar frá hæKri i aftari röð, ásamt áhöfn sinni.
„Ein erfiðasta björgun
sem ég hef tekið þátt í“
„Þetta var með erfiðari björg-
unum, sem ég hef lent í og það
mátti ekki muna miklu að illa
færi. Björgunarbáturinn okkar
rakst tvisvar sinnum utan í
Tungufoss þegar við renndum að
skipinu í því skyni að ná skip-
verjum og skemmdist hann
nokkuð. Þá er ekki víst að við
hefðum getað bjargað öllum
skipverjunum, ef björgunarþyrl-
an frá RAF hefði ekki notað
lendingarljósin og lýst upp
svæðið, en auðvitað er erfitt að
fullyrða neitt um slíkt,“ sagði
Maurice Hutchens, skipstjórinn
á 12 tonna björgunarbáti frá
Sennen á Cornwall í samtali við
Morgunblaðið í gær, en Maurice
og félagar hans björguðu 7
mönnum af Tungufossi á laugar-
dag.
„Það var um kl. 19.30 á
laugardagskvöld, sem við vorum
ræstir út,“ sagði Hutchens, sem
stjórnað hefur björgunarbátum í
24 ár, sem sjálfboðaliði. „Tungu-
foss var i um það bil 4,5 sjómílna
fjarlægð frá Sennen eða 3,5
mílur út frá Lands End. Þegar
við lögðum af stað var veður hið
versta og ölduhæðin allt að 6
metrar. Það tók okkur um 40
mínútur að komast að Tungu-
fossi og hallaði skipið mikið er
að var komið. Ahöfnin stóð
aftast á skipinu stjórnborðsmeg-
in, en björgunarþyrlan sem kom
5 mínútum á undan okkur, var
þegar búin að bjarga 2 mönnum.
Þegar við komum að skipinu
voru þrír menn fyrir í gúmmí-
björgunarbáti og náðum við
þeim um borð strax, þá ætluðu
tveir menn að stökkva um borð í
gúmmíbjörgunarbátinn, en þeir
misstu af bátnum og lentu í
sjónum. Þarna komu lend-
ingarljós þyrlunnar að góðu
gagni, þvi við sáum strax hvar
mennirnir voru í sjónum og
vorum búnir að ná þeim um borð
eftir 2—3 mínútur. Þegar því var
— segir skip-
stjóri bátsins
sem bjargaði
7 skipverjum
af Tungufossi
lokið reyndi ég að renna bátnum
upp að skuti skipsins til að ná
mönnum sem þar voru, það gekk
illa og varð ég frá að hverfa
nokkrum sinnum, tvisvar slóst
báturinn utan í skipið og
skemmdist nokkuð við það. Að
lokum tókst mér að sæta góðu
lagi og stukku þá tveir menn um
borð. Þyrlan hífði síðan þá tvo
menn sem eftir voru um borð og
var annar þeirra skipstjórinn.
Mér taldist til að Tungufoss
hefði sokkið 4—5 mínútum eftir
að síðasti maður fór frá borði,"
sagði Hutchens.
Morgunblaðinu tókst ekki að
ná tali af Nicholas Houghton,
flugmanni þyrlunnar í gær, en í
samtali við Reuters-fréttastof-
una í fyrradag, segir hann, að
skipstjóri björgunarbátsins sé
hetja. Það hafi verið aðdáunar-
vert hvernig hann hefði stjórnað
bátnum við þessar erfiðu að-
stæður. „Reyndar ættu allir
skipverjar björgunarbátsins að
fá sérstaka viðurkenningu fyrir
þetta afrek," segir Houghton,
þyrluflugmaður.
Morgunblaðið spurði Hutch-
ens skipstjóra, hvort hann væri
samþykkur orðum þryluflug-
mannsins. „Ef hann telur mig og
mína áhöfn hetjur, þá er hann
það ekki síður. Hann hélt þyrl-
unni kyrri í loftinu í 12 vindstig-
um og lýsti upp allt svæðið fyrir
okkur á sama tíma og hann
þurfti líka að hugsa um að verið
var að hífa menn um borð í
þyrluna frá Tungufossi. Já, það
eru menn eins og Houghton
þyrluflugmaður, sem eiga orður
skilið," sagði Hutchens. Þá sagði
hann að lokum að hann hefði
tekið þátt í björgunaraðgerðun-
um sumarið 1979 þegar mikill
fjöldi skúta, sem voru í keppni
frá Suður-írlandi til Southamp-
ton, áttu í erfiðleikum. Veðrið
var mjög vont þá, jafnvel verra
en á laugardaginn, en þá gátum
við athafnað okkur í dagsbirtu,
en á laugardaginn var það
myrkrið, sem er alltaf hættu-
legra,“ sagði hann að lokum.
Sea KinK, björgunarþyrla frá brezka flughernum. Þyrla sem þessi
bjargaði þremur mönnum af Tungufossi, auk þess sem hún lýsti
skipið upp, þannig að bjorKunarbáturinn úr landi ætti auðveldara
með að athafna sig.
MS Tungufoss
Tungufoss tryggður
fyrir 1,2 millj. dollara
MORGUNHLAÐINll var tjáð í
K»“r að Tungufoss hefði verið
tryggður fyrir 1.2 millj. dollara
eða 8.7 rnill. kr. ok ennfremur að
EimskipafélaKÍð va'ri þegar byrj-
að að leita að heppilegu skipi í
stað Tungufoss. en skipinu var
breytt sl. vor sérstaklega til
flutninKa á kísiljárni.
Þegar Tungufoss sökk á laugar-
dagskvöld var skipið á leið frá
Avonmouth í Englandi til Le
Havre í Frakklandi með um 1900
tonn af lausu hveiti. Skipið hafði
verið leigt í þessa einu ferð, og
eftir að hafa losað hveitið í Le
Havre átti skipið að hefja stór-
flutninga milli Islands og Evrópu-
hafna, en fram til þessa hefur það
einkum sinnt slíkum verkefnum.
Tungufoss var byggður í Fred-
rikshavn í Danmörku árið 1973, en
ke.vptur til Islands í júlí 1974.
Hann var 2100 DWT að stærð.