Morgunblaðið - 22.09.1981, Qupperneq 19
MORGUNBL/ASIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981
19
Belize hlýtur
sjálfstæði
lielize. 21. septembor. Al'.
BRESKI fáninn var dretfinn
nidur í Bolizo í síðasta skipti
aðfaranótt 21. soptomber. þoRar
þjóóin hlaut sjálfstæól frá Brct-
um. Mikil rÍKninK var á mcðan á
hátíóahóldum stóð on áhorfendur
lótu þaó okki aftra sór oj{ suioíii
„Belize my homo“. nýja þjoösónjí-
inn. um leið oj; nýi þjoðfáninn
var drouinn að húni.
Guatemala, grannþjóð Belize,
gerir enn kröfu til landsins en þau
voru eitt ríki á 19. öld. Stjórnvöld
í Guatemala hafa fullyrt að þau
muni ekki ráðast inn í .Belize, en
hafa ekki viljað skrifa undir
sáttmála þess efnis. Vegna þessa
hafa Bretar fallist á að hafa 1600
manna herlið í Belize.
Breska utanríkisráðuneytið
fagnaði í dag sjálfstæði þjóðarinn-
ar, en varaði erlendar þjóðir við
íhlutun í landinu sem telur 150.000
íbúa. Bretar nefndu Guatemala
ekki sérstaklega, en yfirlýsingunni
þótti beint gegn því.
Dollar lækkar
gullið hækkar
London, 21. sept. AP.
DOLLARINN lækkaði gagnvart
helztu gjaldmiðlum í dag, en gull
seldist á hæsta verði í Evrópu
síðan um miðjan júní, eða 480
Gosi á
afmæli
Flórens. 20. soptrmlMT. Al*.
GOSI. hrúðudrongurinn som
vann hctjudáöir. or orðinn 100
ára. Afmælishátíð som mun
standa í tvö ár hofur hafist af
þvi tilcfni i Flórons á Ítalíu.
Þúsundir harna fongu ókcypis
frostpinna á sunnudag og for-
soti og forsa-tisráðhorra lands-
ins sondu fjálglogar afmælis-
kvoðjur til horgarhúa.
Ekki eru allir sammála um
afmælisár Gosa og því verður
haldið upp á það í Tuscany-hér-
áði í tvö ár. Carlo Lorenzini, sem
var fátækur blaðamaður, fékk
fyrst birta sögu af Gosa í barna-
blaði 7. júlí 1881. Sögum hans var
síðar safnað saman og þær gefn-
ar út í bókaformi 1893.
Lorenzini tók nafn heimabæj-
ar síns og kallaði sig Charles
Collodi. Collodi er 60 km frá
Flórens. Þar er skemmtigarður
til heiðurs Gosa. Varnarmálaráð-
herra Ítalíu gaf tjald sem fátæk
börn sem heimsækja garðinn
geta gist í á sunnudag.
Elio Gabbuggiani, borgarstjóri
Flórens, opnaði sýningu á bók-
um, teikningum og styttum af
Gosa í tilefni af afmælinu. Bók
Collodis hefur verið þýdd á að
minnsta kosti 87 tungumál, en
fyrsti útgefandi hennar segir að
tungumálin séu 162. Walt Disney
og nokkrir aðrir hafa gert kvik-
mynd eftir sögunni, 400 sjón-
varpsþættir hafa verið fram-
leiddir og hundruð manna hafa
skrifað doktorsritgerðir um
brúðudrenginn Gosa.
dollara únsan, sem er 20 dollara
hækkun.
Dollarinn lækkaði mest gagn-
vart markinu, um þrjá pfenninga,
og hefur ekki verið seldur eins
lágu verði síðan 30. apríl. Um er
kennt lægri bandarískum vöxtum
og efasemdum um árangur efna-
hagsstefnu Bandaríkjastjórnar,
svo og batnandi efnahagsástandi í
Vestur-Þýzkalandi.
Frakklandsbanki hækkaði vexti
í dag úr 17 1/2% í 18 1/2% til að
treysta stöðu frankans, hamla
gegn spákaupmennsku og laða
erlent fjármagn til Frakklands.
Jafnframnt verða bannaðar
fyrirframgfreiðslur innflytjenda í
erlendum gjaldeyri. Þannig hafa
þeir m. a. varið sig gegn gengis-
fellingu.
Samsæri
gegn Indiru
Gandhi
Nýju-Pcihi. 21. scptcmlicr. AI’.
TVEIR ungir monn hafa vorið
handtoknir og gcfið að sök að hafa
ætlað að ráða Indiru Gandhi. for-
sadisráðhorra, af dögum. Þossar
fróttir oru hafðar oftir Indvcrsku
fróttastofunni. som sagði oinnig. að
lógroglan toldi fólagsskapinn An-
anda Marga standa á hak við
samsærið.
Að sögn lögreglunnar er þriðja
mannsins enn leitað en þeir tveir,
sem handteknir hafa verið, hafa
boðist til að hjálpa lögreglunni við
að hafa uppi á handsprengjum og
skotfærum, sem safnað hefði verið
saman vegna fyrirhugaðs banatil-
ræðis við Indiru Gandhi.
Ananda Marga-félagsskapurinn
var bannaður t Indlandi á árunum
1975—77 þegar Indira Gandhi
stjórnaði í skjóli neyðarástandslaga,
en það bann var afnumið eftir
kosningaósigur hennar 1977.
Þessi mynd, sem tekin er með sjónvarpsmyndavél, er af brúnni á HMS Breadalbane, skipi, sem í 118 ár
hefur legið á 330 feta dýpi undir isnum á Norðvesturleiðinni svokölluðu fyrir norðan Kanada.
Loiðangur. sem bandaríska landfræðifólagið hefur stutt, hefur að undanförnu verið að kanna skipið
með sjónvarpsmyndavélum og þykir það furðu sæta hvað það hefur látið litið á sjá allan þennan tima.
AP-simamynd
Heimsmeistaraeinvígið í skák:
„Hatursfullur and-
stæðingur okkar“
— sagði Karpov um Korchnoi í viðtali við Prövdu
Moskvu. 21. soptomhrr. Al*.
ANATOLY Karpov. hoimsmoist-
ari í skák. holdur á morgun.
þriðjudag. til Ítalíu on hoims-
meistaraeinvígið mun hofjast i
borginni Mcrano þar i landi 1.
októher nk. Að sögn dagblaðsins
I’rövdu í Moskvu or Karpov
rciðuhúinn til að gora sitt besta
„og bora sigurorð af áskorandan-
um. Viktor Korchnoi".
„I pólitískum skilningi er Kor-
chnoi hatursfullur andstæðingur
Anatoly Karpov
okkar og einmitt sú staðreynd
hefur verið mér innblástur og
aukið getu mína,“ sagði Karpov í
viðtali við Prövdu, málgagn sov-
éska kommúnistaflokksins.
Eins og flestum mun kunnugt
átti heimsmeistaraeinvígið að
hefjast 19. sept. sl. en Friðrik
Ólafsson, forseti FIDE, frestaði
því vegna fjölskyldumála Kor-
chnois. Korchnoi baðst hælis á
Vesturlöndum 1976 en sovésk
London. 21. srptomhcr. AP.
STARFSMENN á Hoathrow-
flugvolli í London. oinhvorjum
stærsta flugvolli í hoimi. borjast
nú hetjulegri haráttu við illvígan
innrásarhor. hcrskara af alls
kyns flugum og flóm. moskító-
flugum. hrossaflugum. fiskiflug-
um og flostum (iðrum flugnatog-
undum. að þvi or starfsfólkinu
finnst.
stjórnvöld hafa alltaf neitað konu
hans og syni að flytjast til hans.
Nú herma fregir, að þeim verði
leyft að fara í apríl í vor.
Karpov, sem hefur borið Kor-
chnoi það á brýn að hafa „hlaupist
frá fjölskyldu sinni“, sagði í við-
talinu í Prövdu, að sigrar Kor-
chnois í áskorendaeinvígjunum að
þessu sinni hefðu ekki verið
„næstum því eins sannfærandi og
áður“.
„Þær oru úti og þær oru inni —
þær oru alls staðar." sagði tals-
maöur flugstöðvarinnar. Francos
Aldridgo. i dag.
Að sögn talsmannsins hefur
eiturefnum verið úðað á öll teppi í
flugstöðinni, öll tæki, sem notuð
eru, og alls staðar þar sem flug-
urnar geta hugsanlega búið um sig
og alið af sér nýjar flugnakynslóð-
ir. Þessi úðun fór fram eftir að
fjöldi manna, jafnt farþegar sem
starfsfólk á vellinum, hafði kvart-
Herskarar flugna
her ja á Heathrow
Listi yfir látna selur blaðið
^ Ib iriit. 21. septemhcr. Al*.
Á IIVERJUM tnorgni í Tohoran or kapphlaup um að
kaupa ointak af málgagni íslamska byltingarílokksins,
Jomhouri Eslami. Taiið or að hlaðið birti ároiðanlogasta
nafnalistann yfir þá som stjórnin hofur tokið af lífi
daginn áður.
Blaðið hóf göngu sína eftir að
keisaradæmið féll í febrúar
1979. Það naut ekki mikilla
vinsælda í byrjun en upp á
síðkastið hefur það skotið
keppinautum sínum ref fyrir
rass með að birta nafnalistana
og er nú best selda blaðið í
borginni.
Á mánudag birti blaðið nöfn
120 fórnardýra frá kvöldinu
áður. Ekki höfðu svo margir
verið teknir af lífi í Teheran í
einu síðan aftökur stjórnarinn-
ar hófust 22. júní sl. Talið er að
allt að 2000 hafi verið teknir af
lífi síðan þá en stjórnin sjálf
segist hafa liflátið 694 fram til
þessa.
Stuðningsmenn Khomeinis
erkiklerks hafa hvatt lands-
menn til að fylgjast vel hver
með öðrum og segja frá „svik-
urum byltingarinnar". Margir
hafa farið í felur af þessum
sökum án þess að segja sínum
nánustu frá fyrirætlunum sín-
um og eru síður Jomhouri
Eslami bestu heimildirnar
fyrir því hvort þeir sem hverfa
eru lífs eða liðnir.
„Stjórnin segir ekki ættingj-
um eða vinum hvort einhver
nákominn hefur verið handtek-
inn,“ sagði einn íbúi Teheran,
„svo fólkið flýtir sér að kaupa
eintak af blaðinu á hverjum
degi. Það andar léttar þegar
það sér ekki nafn neins sem það
þekkir. En feginleikinn varir
aðeins til næsta morguns þegar
nýtt eintak kemur út. Það
versta sem stjórnin getur gert
fólki er að láta það lesa í
blöðunum að sonur þess hafi
látist.“
Blaðið hafði eftir saksóknara
ríkisins á sunnudag, að nú
þyrftu foreldrar „að fylgjast
vel með börnum sínum“ því
aldur skipti ekki lengur máli í
Iran. Þeir sem væru handteknir
fyrir mótmælaaðgerðir gegn
Khomeini yrðu teknir af lífi.
„Jafnvel ef 12 ára barn er tekið
með vopn í mótmælagöngu
verður það skotið. Aldurinn
skiptir ekki máli,“ hafði blaðið
eftir saksóknaranum.
að undan flugnabiti og óþægi-
legum kláða víða á skrokknum, en
nú virðist sem heldur sé farið að
sljákka í bitvarginum.
„Ég hef ljót bit á handleggjum
og fótum,“ sagði einn starfsmað-
urinn á Heathrow í viðtali við
Lundúnablaðið Daily Mirror.
„Sumir félaga minna hafa orðið að
leita læknis vegna þess hve illa
þeir voru farnir.“
Eftir öðrum starfsmanni á
Heathrow var haft, að sjálfur
hofði hann Ijótar bólur á fótleggj-
um og stundum mætti sjá „margt
af afgreiðslufólkinu beygja sig á
bak við borðið til að geta klórað
sér eins og það lystir“.
Talsmaður flugstöðvarinnar
sagði, að ástæðan fyrir þessum
flugnafaraldri væri veðráttan í
Bretlandi að undanförnu, sem
hefði verið einstaklega votviðra-
söm, auk þess sem alltaf kæmi
einhver ófögnuður með farþegun-
um sjálfum.